Alþýðublaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 MfMBLÍDID Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guömundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiöja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. íslenska söguþingið og rannsóknagróska íslenskar rannsóknir standa með blóma um þessar mundir. Gróskan virðist sem betur fer einkenna flestar greinar íslenskra vís- inda. Það er merkilegt í því Ijósi, að um skeið hefur umræða um rannsóknir á íslandi litast af þeirri grunnhyggnu kröfu, að svokall- aðar „hagnýtar“ rannsóknir hafi forgang. Þessi málflutningur, sem gætir aðallega í röðum stjómmálamanna og leiðtoga í viðskiptalífi, felur í sér, að fjármagni eigi einkum að veita til að rannsókna sem tengjast atvinnulífinu. Þetta viðhorf er rangt, og byggir á fullkomn- um skorti á skilningi á þeirri staðreynd, að grunnrannsóknir eru óhjákvæmileg forsenda þess, að jaðar atvinnulífsrannsókna verði brotinn utar. Fjárveisla til gmnnrannsókna og hagnýtra rannsókna verður því að haldast í hendur. Um þessar mundir er maðurinn að upplifa hljóðláta tæknibylt- ingu, sem er líkleg til að hafa jafn afdrifarík áhrif á þróun mannlegs félags og iðnbyltingin á sínum tíma. Jafnhliða em að verða gagn- ger umskipti í samskiptum landa með þeim jákvæðu afleiðingum að óðum hrynja þeir ósýnilegu múrar sem áður stóðu á landamær- um ólíkra þjóða. Eftir stendur þjóðríkið berskjaldaðra en áður, og verður að lifa af í krafti innri styrks. Fyrir þjóð sem býr við sérstöðu íslendinga verður hann fyrst og fremst sóttur í sögu okkar og menn- ingarhefðir. Rannsóknir á íslenskri sögu, og tengingu hennar við sögu um- heimsins em okkur mikilvægari í dag en oftast áður. Hvemig vík- ur því við? Á fjörum okkar skella þyngri erlendir menningar- straumar en áður, ýmist í krafti tengsla við erlend þjóðabandalög á borð við Evrópusambandið eða um fjarskipti sem engin landamæri fá stöðvað. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni, og með hinum nýju straumum er nýju frjómagni veitt inn í vistkerfi íslenskrar menn- ingar. Það er hinsvegar eðli þeirra nauðsynlegu breytinga sem okk- ar heimshluti er að ganga í gegnum að lyfta hinu alþjóðlega á kostnað hins þjóðlega. Hið eðlilega - og nauðsynlega - mótvægi smáþjóðar er að efla samhliða rannsóknir á þeim sérstöku þáttum, sem hafa gert hana að þeirri þjóð, sem hún er í dag. Hin sjálfsagða opnun íslands í efnahagslegu og menningarlegu tilliti setur því rannsóknir á íslensku sögu, íslensku máli og íslenskri menningu ofar á dagskrá stjómvalda en áður. Af þessum sjónarhóli er fagnaðarefni, að íslenska söguþingið, sem er í þessari viku haldið í fyrsta skipti, staðfestir með glæsileg- um hætti að rannsóknargróskan sem einkennir íslensk vísindi hef- ur ekki gengið hjá garði sagnfræðinnar. Fjögurra daga samfelld veisla, þar sem ungir og gamlir vísindamenn úr heimi sagnfræðinn- ar bera afrakstur rannsókna síðustu ára á borð fyrir þjóðina er lýsandi vitni um þann vaxandi þrótt, sem hefur einkennt greinina síðustu árin. Ótrúlegur fjöldi erinda um íslenska sögu er á boðstól- um, og næstum öll vekja forvitni. Það er sérstök ástæða til að hrósa skilningi skipuleggjenda ráð- stefnunnar á nauðsyn þess að koma niðurstöðum rannsókna á sögu íslands út fyrir múra háskólasamfélagsins, - á vit þjóðarinnar sem þarfnast þeirra engu síður en kunnáttunnar á tölvur og intemet. Þess er freistað með því að setja upp sýningarbása, veggspjöld og bókasýningar, sem eiga erindi við gesti og gangandi, sem taka að öðm leyti ekki þátt í ráðstefnunni. Sérstaklega ber að lofa það ör- læti skipuleggjenda að hafa dagskrá, þar sem ungir fræðimenn, sumir ekki búnir að ljúka námi, fá vettvang til að kynna viðfangs- efni sín. Það er sannarlega við hæfi, því sá straumur hæfileikafólks sem hefur á síðustu ámm einkennt sagnfræðideildina við Háskól- ann bendir til að gróskan, sem einkennir greinina í dag, eigi eftir að brjótast fram í blómaskeiði á næstu ámm. skoðanir Snjöll tillaga Grósku um ESB Eitt af því sem gjaman er nefnt þegar samstarf jafnaðarmanna ber á góma er mismunandi afstaða manna Pallborð f Svanfríöur Jónasdóttir skrifar til Evrópusamvinnunnar. Þó munur á afstöðu manna þeim megin í póli- tísku veröldinni sé ekki meiri en munurinn á afstöðu manna innan Sjálfstæðisflokksins er bent á þetta mál sem sérstakan Þránd í Götu samvinnunnar á vinstri kantinum. Það var því sjallt og þarft af Grósku að banda á hina augljósu leið í þessu máli. Er ESB hægri eöa vinstri? Afstöðu fólks til ESB er hvorki hægt að flokka til vinstri eða hægri. Stjómmálaleiðtogar reyna að af- greiða ESB með afstöðu til þess hvort Evrópusamvinnan sé á dag- skrá eða ekki og eiga í erfiðleikum með að veita aðra leiðsögn. Afstaða hagsmunasamtaka og fólks, hvort sem er í flokkunum eða meðal kjós- enda flokkanna, er svo mismunandi að þverklýfur stjómmálafylkingar. Hér er því um dæmigert þjóðarat- kvæðagreiðslumál að ræða eins og tillaga Grósku vísar til. Þar er lagt til að fólkið í landinu fái að segja álit sitt á því hvort sækja eigi um að- ild að ESB. Ef niðurstaða- úr slíkri atkvæðagreiðslu yrði jákvæð yrði næsta skref að kanna hvað kæmi út úr samningaviðræðum um aðild. Niðurstaða samnigaviðræðnanna yrði síðan aftur lögð fyrir þjóðina og ef henni væri niðurstaðn hugnan- leg yrði af aðild okkar. Semsagt, leyfum þjóðinni að segja sitt álit á því í almennri atkvæðagreiðslu hvort við eigum að vera að hugsa um ESB aðild. Framhaldið ræðst af niðurstöðunni. „Afstaða hagsmunasam- taka og fólks, hvort sem er í flokkunum eða með- al kjósenda flokkanna, er svo mismunandi að þverklýfur stjórnmála- fylkingar. Hér er því um dæmigert þjóðarat- kvæðagreiðslumál að ræða eins og tillaga Grósku vísar til.“ Stór álitamál leyst með beinu lýöræöi Fulltrúalýðræði í flokkakerfi dug- ar prýðilega þegar mál liggja nokk- umvegin eftir flokkslínum eða eru í takti við megnistefnur. Þá takast fylkingar á eftir hefðbundnum leik- reglum og niðurstaðan ætti að lýsa meirihlutavilja. Þegar þannig háttar hinsvegar að mál liggja þvert á flokka er fulltrúalýðræðið ekki eins góð aðferð til að kalla fram meiri- hlutavilja. Og þegar stjómmála- flokkamir gefast upp við úrlausn mála af því þau ganga ekki eftir hefðbundnum línum þá verður hið beina lýðræði að taka við svo vilji fólksins nái fram að ganga. Annars er hætt við að sterk hagsmunasam- tök fái enn meiru um það ráðið hver verður niðurstaðan og ráðherrar endi í fanginu á forystumönnum þeirra. Eg sé það fyrir mér ef leið Grósku yrði farin að þá færi fram löngu þörf umræða um stöðu Islands í atvinnu- og menningarlegu tilliti við nýjar aðstæður í breyttri veröld. Hvaða möguleika á lítil þjóð £ samfélagi þjóðanna? Hvemig nýtum við þá möguleika sem best fyrir okkur og afkomendur okkar á ókominni tíð? Með hverjum eigum við samleið og hvaða form finnum við því sam- starfi sem okkur er hagfelldast og eðlilegast? Markviss umfjöllun um þessi efni og svör, þó ekki væru nema drög að svörum, væri síðan dýrmætt veganesti fyrir fulltrúana, hvort sem væri í samningaviðræður við ESB eða til að leita annarra leiða. Það var auðvitað að kynslóðin, sem ekki er mörkuð af hinum hörðu andstæðum kalda stríðsins, kæmi auga á hina augljósu og eðlilegu leið. Við ættum e.t.v. að leggja eyr- un betur við. Svanfrlöur Jónasdóttir Þingflokki jafnaðarmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.