Alþýðublaðið - 27.05.1997, Side 3

Alþýðublaðið - 27.05.1997, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRIL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Framleiðni forstjóranna Þjóðin hefur verið vakin af værum blundi. Vekjari þjóðarinnar að þessu sinni er Þorsteinn Pálsson. Hann hef- ur, með nokkurra manna aðstoð, komist að því að íslenskt fiskvinnslu- fólk er hálfdrættingar í afköstum. Framleiðni í fiskvinnslu hér á landi er til háborinnar skammar og ábyrgð Siggu á borði númer 22 er mikil. Þess sést víða stað hversu afköst íslensks fiskvinnslufólks eru léleg. Það er til dæmis staðreynd að ekki hafa allir þeir sem sátu síðasta árs- fund Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna getað komið til mótsins á nýj- ustu árgerð fimm milljóna króna jeppa. Það er staðreynd að fyrir utan fundarstað sáust allt að þriggja ára gamlir Range Rover, þvílík skömm Sigga mín. Annað sem er skammar- legt til að vita. Gróði síðasta árs var ekki nema rúmar 700 milljónir króna. A þessu má sjá að fiskvinnslu- fólkið stundar nánast arðrán með leti sinni og kæruleysi. Blessaðir for- stjóramir. Er ekki hægt að tryggja með örlít- ið meiri afköstum að forstjórinn þurfi ekki að aka um á jeppa sem er hon- um, byggðarlaginu og sérstaklega þér Sigga og vinnufélögunum til há- borinnar skammar. Hvers á forstjóra- ræfillinn eiginlega að gjalda? Upp með stálið stelpur og brýnið hnífana. Látum skömmina ekki endurtaka sig, sjáið til þess að hægt sé að endumýja jeppana árlega. Stórafköst á skrifstofum Að vísu hefur ekki verið gerð könnun á framleiðni á kontómm fiskvinnslunnar, enda engin þörf á því. Þar vinna allir baki brotnu og þá sérstaklega forstjóramir, jafnvel þó þeir aki ekki um á splunkunýjum jeppum. Þess þarf ekki frekari sönn- unar við að framleiðni kontóranna er mikil. Það má best sjá á hinum ýmsu forstjómm. Allavega þurfa þeir góð frí af og til, og lái þeim hver sem vill, enda örþreyttir menn. Það er ekki nema von að forstjóramir hugsi sem svo; það er eitt verra en að vera ör- þreyttur, en það er að vera úthvfldur og hafa ekki nóg að gera. Þetta á sér- staklega við um þá sjálfa og letingj- ana í vinnslunni. Og ekki em þeir öfundsverðir af laununum blessaðir forstjóramir. Ætli láti ekki nærri að meðal forstjóri hafi einungis laun á við fimm til tíu óbreyttar Siggur, eða öllu heldur óþreyttar Siggur. Það er ekki nóg. Sjáið bankastjórana. Þeir og forstjór- amir þekkjast vel, veiðajafnvel sam- an, spila golf saman, em saman í Rotary og fleira og fleira. Það er líka vegna þess hversu mikið bankastjór- amir tapa á að lána forstjórunum sem eins mikið þarf að setja á afskriftar- reikninga. Þess þyrfti ekki ef Sigga afkastaði meim. Skömmin hún Sigga Hún Sigga á borði númer 22 ætti að viðurkenna skömmina og taka sig á. Þorsteinn Pálsson hefur upplýst að hún afkasti ekki eins miklu og Sigg- urnar í Noregi og Danmörku. Reynd- ar má geta þess að hinar norsku og dönsku Siggur hafa mikið hærri laun. Jafnvel yrði hlegið að Pétri Sigurðs- syni verkfallsforkólfi á Vestfjörðum, væri hann norskur eða danskur, og heimtaði þar 100 þúsund kall á mán- uði. Já, það yrði hlegið að Pétri. Þar- lendar Siggur hafa nefnilega mun hærri laun en frekasti verkalýðsfor- ingi þessa lands vill fá fyrir sitt fólk. Grunur leikur á að forstjórar fisk- vinnslufyrirtækja í Noregi og Dan- mörku séu minni menn en þeir ís- lensku, hafi ekki allt að tíföld laun á við hverja Siggu sem starfar hjá þeim. Það er þeirra vandamál, að geta ekki rekið fyrirtækin með sama snjalla hætti og þekkist hér á landi. Gott hjá Þorsteini Mikið er hann Þorsteinn Pálsson góður maður. Um daginn boðaði hann til fundar þar sem hann reyndi allt hvað hann gat til að sýna fram á að ekki sé lifandi vegur að útgerðar- menn greiði ríkissjóði fyrir kvótann, þó svo þeir borgi hvorum öðrum b (B I i n g a r milljarða fyrir þennan sama kvóta. Það er ekki það sama að borga til hvors annars og að borga til okkar hinna. Það er allt annað. Nú hefur Þorsteinn bætt um betur og fullvissað forstjórann á þriggja ára gamla Reinsanum um að skömm- in sé ekki hans eða hans fjölskyldu. Sigga á borði númer 22 ber ábyrgð- ina og alla skömmina. Vestfirski Sjálfstæðismaður- inn Einar Kristinn Guð- finnsson er meðal þeirra þing- manna sem líklega hafa styrkt stöðu sína hvað mest á síðast- liðnum vetri. Margir, einkum þeir sem ekki þekktu Einar, urðu næsta hissa þegar hann vann í þrófkjöri fyrir síöustu kosningar öruggan sigur á bjargvættinum, Einari Oddi Kristjánssyni. Nú eru engar líkur taldar á því að Einar Odd- ur geti velt nafna sínum í próf- kjöri, og æ oftar heyrist því fleygt í Sjálfstæöisflokknum að Einar Oddur sé að velta fyrir sér að flytja sig yfir á listann í Reykjavik fyrir næstu kosning- ar, en þar er líklegt að nokkrar opnanir verði... Fyrir sléttri viku hélt Þórarinn Tyrfingsson, helsti gúrú góðrar edrúmennsku á Islandi, upp á fimmtugsafmælið sitt í Kiwanishúsinu við Engjateig. Þar mætti hátt í 400 manns, enda Þórarinn elskaður um- fram flesta íslendinga eftir að hafa bjargað fjölmörgum illa stöddum landa úr klóm Bakkusar konungs. í afmælinu gat að líta hvert stórmennið á fætur öðru, þar á meðal forseta íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson ásamt sinni glæsi- legu eiginkonu; Ámunda Ámundason, auglýsingastjóra sem að þessu sinni var ekki í fylgd neinnar af þeim þokka- gyðjum sem yfirleitt elta hann á röndum eftir að hann vann [ lottóinu, Guðmund J. Guöm- undsson og eiginkonu hans, frú Elínu Torfadóttur, Björgólf Guömundsson formann KR, og fjölda annarra góðborgara. Afmælisbarninu bárust góðar gjafir. Þar á meðal færði starfs- fólk SÁÁ því forkunnarfagran skúlptúr... Islenska söguþingið sem hefst á morgun er enn eitt dæmi um þá grósku sem ríkir í ís- lenskum sagnarannsóknum, en búist er við hundruðum gesta. Hið íslenska glitterati vantar ekki í hóp þeirra sem halda er- indi. Þar má nefna sjálfan for- seta vorn, herra Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er þó ekki eini félagsfræðingurinn af toga Machiavellis sem fær að halda erindi því einhverra hluta vegna fær stjórnmálafræðing- urinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson einnig að láta Ijós sitt skína og fjallar um hið dul- arfulla efni: Heimildagildi heim- ildamynda. En sem kunnugt er á hann vini bæði í útvarpsráði og menntamálaráðuneytinu þó áreiðanlega sé það ekki af þeim ástæðum sem hann virð- ist hafa einkarétt á að gera heimildarmyndir um stjórmál fyrir stjónvarpið. Auk þeirra verður gamall sérfræðingur í sögu anarkismans með erindi um sögu og stjórnmál, en það er sagnfræðingurinn og borgar- stjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þá mun Guðjón Friöriksson, einn ástsælasti sagnfræðingur seinni ára, ræða um flokksfjölmiðla á íslandi. Á þann fyrirlestur er skyldumæt- ing hjá starfsfólki Alþýðublaðs- ins, enda telur forysta flokksins að það fari því miður of oft út af hinni einu sönnu línu... fimm á förnam vegi Hvernig finnst þér Ingibjörg Sólrún hafa staðið sig sem borgarstjóri? Guömundur Guðmunds- son, nemi; “Ég hef enga skoðun á því.“ Jón H. Jónsson, fyrrverandi kennari: “Agætlega." Kolbeinn Magnússon, bóndi: “Mjög þokkalega." Lilja Jónsdóttir, hjúkrunarfræöingur: “Vel, alveg ágætlega." Helgi Ásmundsson: “Mjög vel, annar besti borgar- stjóri sem við höfum átt.“ v i t i m q n n “Ég er Ragnari algjörlega ósammála um að texti Sigurð- ar sé óskaldlegur og væminn. Þvert á móti er hann bæði fag- ur og gagnorður, fellur vel að söng.“ Atli Heimir Sveinsson tónskáld að senda gagnrýnendum tóninn, vegna umsagnar þeirra um Tunglskinseyjuna, í Mogganum. “Allt er þetta rangt. Það er engin tímaskekkja í textanum og engir annálar. Sígfríður er ólæs á Ijóð og líbrettó.“ Atli Heimir í Mogganum, heldur áfram að verja sig og sitt fólk. “Svo er stíll uppsetningarinn- ar ekkert ýktur. Þvert á móti. Allar staðsetningar sögu- manns er réttar og yfirvegað- ar.“ Atli Heimir í Mogganum. “Þetta er bull, merkingarlaus- ir orðaleppar, að hætti hálf- menntaðra manna." Atli Heimir í Mogganum. “Hún gagnrýnir allt nýtt með andúð. Hið gamla, þekkta, út- jaskaða hefur hún oftast með- tekið gagnrýnislaust. Sigfríður er þröngsýn, og þess vegna vondur gagnrýnandi." Atli Heimir í Mogganum. “Sigfríður virðist skopast að óperu minni. Það snertir mig ekki.“ Atli Heimir í Mogganum. “En hann sagði verkið vera langdregið og drungalegt, fimbulfambar að ég geti kannski sett saman lítil lög, en það sé annað en 120 mín- útna ópera. Hann eiginlega varar þjóðina við þessu verki. Sleggjudómar Ævars snerta mig ekki.“ Atli Heimir í Mogganum. “Þess í stað er þjóðinni ætlað að hlýða á ruglaða meinfýsni atvinnufúskara." Atli Heimir í Mogganum. “En þjóðin tekur ekkert mark á þessum gagnrýnendum. Hún iætur ekki illa ritfær merki- kerti plata sig.“ Atli Heimir í Mogganum. Svo mörg voru þau orð. Af öllum þeim gáfum sem mann- inum getur hlotnast er engin dýr- mætari mælskulistinni. Sá sem hefur hana á valdi sínu er máttugri en kon- ungar. Hann er sjálfstætt hreyfiafl í heiminum. Upphafsorö ritgeröar um mælskulist sem Winston Churchill samdi 22 ára gamall.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.