Alþýðublaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAI 1997 SAMKEPPNI um útilistaverk við SuLtartangavi rkj un vInntaksveggur Hánsri uppíýsingar. títanáakríitin ttn Landsvirkjun auglýsir eftir myndlistarmönnum til þess að taka þátt í lokaðri samkeppni um gerð útilistaverks á 6x22 m vegg á inntaksmannvirki ofan stöðvarhúss Sultartangavirkjunar í hlíðum Sandafells við vesturbakka Þjórsár ofan Búrfells. Öllum er heimilt að sækja um þátttöku í samkeppninni. Umsókn ásamt upplýsingum um listferil (t.d. sýningarskrár, bækur, ljósmyndir) sendist fyrir 17. júní nk. Dómnefnd skipuð fúlltrúum Landsvirkjunar og Sambands íslenskra myndlistarmanna velur fimm listamenn úr hópi umsækjenda til þess að gera tillögur um listaverk í lokaðri verksamkeppni þar sem gert er ráð fyrir að þátttakendur skili líkani af tillögum sínum og ítarlegri lýsingu á þeim. Samkeppnin verður haldin samkvæmt samkeppnis- reglum SIM. Tilgangur samkeppninnar er að fá ffam tillögur sem til þess eru fallnar að útfæra í fullri stærð. Að lokinni samkeppni verður tekin ákvörðun um hvaða verk verður valið til uppsetningar ef um semst við listamanninn. Gert er ráð fýrir að val á þátttakendum og samkeppnislýsing liggi fyrir 1. ágúst nk. Stefnt er að því að gerð listaverksins og uppsetningu þess verði lokið fýrir haustið 1999. Nánari upplýsingar gefa trúnaðarmenn dómnefndar, Ólafúr Jónsson, sími 898 9383/555 0346 og Guðrún Helga- dóttir, sími 562 0080/453 6289, milli 17 og 19 dag hvern. Umsóknir sendist: Landsvirkjun Háaleitisbraut 68 103 RF.YKJAVIK Umsóknir skulu merktar: „ SAMKEPPNI: Útilistaverk við Sultartangavirkjun“ Ör alfaraleið Drakúla snýr aftur - vængjaður! Russia Today. Rúmenar eru um það bil að hefja framleiðslu á nýrri teg- und herþyrlu, og hyggjast nefna hana eftir þekktasta landa sínum, Drakúla greifa. Ameríska fyrirtækið sem gerir hinar þekktu Bell þyrlur leggur fram fjármagn og tækniþekk- ingu, en framleiðslan er ekki síst liður í viðleitni Rúmena til að skapa jákvætt viðhorf með- al aðildarlanda Nató gagnvart umsókn þeirra. Nafnið Dra- kúla er hinsvegar valið til að skjóta væntanlegum óvinum skelk í bringu, sökum þess orðstfrs sem fór af hinum upp- runalega Drakúla, en einsog kunnugt er var hann blóðsuga frá Transylvaníu. Höfundur sögunnar um Dra- kúla greifa var upphaflega Bram Stoker, og fyrirmynd hans var transylvanískur prins frá 15. öldinni, Vlad Teres, sem einnig var nefndur Vlad Drakúl, sem þýðir í rauninni Valdimar dreki. Hann varð frægur fyrir grimmd gagnvart þeim sem ekki greiddu honum skatt, og píndi þá til dauða með því að festa á staura, sem stungið var upp í gegnum lík- amann. Talið er að skattsvikur- um hafi mjög fækkað við þessa aðferð hins transylvaníska prins. Sömu meðferð hlutu Tyrkir, sem réðust inn í Transylvaníu og vildu leggja hana undir sig. Þeir kölluðu ekki allt ömmu sína, en svo illræmd var grimmd greifans, að Tyrkjum mistókst að leggja undir sig landið. Fyrir þetta varð hann frægur meðal landa sinna allt fram á þessa öld. Þegar Bram Stoker sat á British Museum að afla efnis í sögu sína datt hann ofan á þjóðsögur frá bændum í afskekktum þorpum Rúmeníu um blóðsugur í gervi manna, og brá á það snilldar- ráð að gera Drakúla greifa að blóðsugu. Þarmeð varð Dra- kúla greifi til. Nikolai Sjáseskú, hinum kommúníska harðstjóra Rúm- eníu, var ekki gefið um þann Drakúla greifa, sem Bram Stoker bjó til, sér í lagi ekki eftir að gagnrýnendur hans hófu að líkja honum við blóðsuguna frá Transylvaníu. Rúmenski kommúnistaflokk- urinn gaf því út þá skipun, að Drakúla greifi var algert bann- orð í Rúmeníu, og við það sat um árabil. Um leið og komm- únísminn féll og Sjáseskú hjónin voru tekin af lífi komst Drakúla hinsvegar aftur á kreik, enda er hann frægasti rúmeni allra tíma. í dag eru haldnar árlegar ráðstefnur um Drakúla í Rúmeníu, þar sem meðal annars er nomaball og grímuball, þar sem grúi Dra- kúla greifa í ýmsum gervum mæta. Með nýju herþyrlunni er hinsvegar nafn Drakúla greifa og þjóðsagan um Vlad prins notuð til að skjóta óvinum skelk í bringu í fyrsta skipti um aldir. Landsvirkjun STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B - SÍMI 561 0771

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.