Alþýðublaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1997 6 V Í ð t Q I Kolbrún Berg- þórsdóttir var á Sauðárkróki á dögunum og náði þar tali af Hilmi Jóhann- essyni mjólkur- fræðingi, bóka- verði, leikrita- skáldi, hagyrð- ingi og bæjar- fulltrúa „Ég held að það sé nauðsynlegt að á Al- þingi sé töluvert hátt hlutfall af listamönn- um, þannig að þessi stofnun verði á ein- hvern hátt manneskju- leg.“ Mér er bölvanlega við lausa enda ú ólst upp á Húsavík, fluttist með konu og börn i Borgarnes og settist loks að hér á Sauð- árkróki. Hvað finnst þér sérstaklega einkenna lífsviðhorf fólks á þessum stöðum? „Til að geta talist maður með mönnum í Þingeyjarsýslu verður maður að hafa háa greindarvísitölu. Vísitala mín var heldur slöpp svo ég flutti frá Húsavík til Borgarnes. Þeg- ar ég kom í Borgarnes komst ég að því að Borgfírðingar meta manndóm manna hvorki eftir gáfum né dugn- aði, heldur eftir því hvort þeir eru ríkir. Ég var ekki ríkur og það sem verra var, hafði ekki áhuga á pening- um. Eftir átta ár gafst ég upp og flutti í Skagafjörðinn. Hér þarf maður hvorki að vera gáfaður eða ríkur. Maður þarf ekki einu sinni að vera pólitískur. Maður þarf bara að vera maður sjálfur. Og um leið líður manni vel.“ Þetta er nokkuð áhugaverð kenn- ing. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er þessi kenning, eins og svo margt annað, upphaflega komin frá konunni minni, en útfærslan er mín. Konum dettur svo margt snjallt í hug. Hugsun þeirra er farsælli en okkar karlanna. Þær hugsa hægt og í sam- hengi og komast alltaf að réttri niður- stöðu. En gallinn á konum er sá að þeim er andskotans sama þótt þær komist að sannleikanum. Þær taka því eins og sjálfsögðum hlut meðan við karlmennirnir erum sífellt að koma hugmyndum okkar á framfæri og slá okkur upp á þeim.“ íslendingar eru heims- menn Ég var á ísafirði um daginn og það kom mér mjög á óvart að annar hver maður sem ég hitti sagðist vera Evrópusinni og hlynntur Evrópusam- bandinu. Eruð þið líka miklir heims- menn, Sauðkrceklingar? „Eyjarskeggjar eru í eðli sínu al- heimsborgarar. Og það munum við íslendingar verða áfram. En það jafngildir ekki því að okkur beri að taka Evrópusambandið gott og gilt. Það samband er kannski ágætt fyrir þá Evrópubúa sem eru hættir að hugsa og eru ekki lengur þeir sjálfir. En ef maður fer að skoða landslagið í öllu því ævintýri þá kemur hvað eft- ir annað í ljós að þegar farið er að herða að einstaklingnum og knýja hann til að skilgreina sig sem Evr- ópubúa þá streitist hann við og vill kenna sig við þjóð sína. Við Islend- ingar erum veiðimenn og safnarar og höfum ekkert fram að færa í hinum stóra markaði auðhyggjunnar." Hef kosið alla flokka Þú ert í bœjarstjóm fyrir K-list- ann, óháðan lista, sem vinnur að framgangi bœjarmála fyrir Sauðár- krók. Hvar stendurðu ípólitík? „Ég hef kosið alla stjómmála- flokka nema einn og ætla ekki að segja þér hver þessi eini er. Á íslandi er alltaf talað um pólitík eins og teor- íu, en það er engin teoría til í ís- lenskri pólitík, bara bláköld eigin- hagsmunapólitík. Ég held að það sé nauðsynlegt að á Alþingi sé töluvert hátt hlutfall af listamönnum, þannig að þessi stofnun verði á einhvem hátt manneskjuleg." Þessi orð þín benda ekki til að þú haftr mikið traust á stjórnmálamönn- um. „Sá stjómmálamaður sem ég er einna hrifnastur af er sá sem ég er mjög oft ósammála. Það er Jón Bald- vin. Hann er gífurlega snjall, gáfað- ur, vel máli farinn og skemmtilegur. Ég er ekki sammála honum nema einstaka sinnum en það breytir ekki skoðun minni á honum. Hann er mik- ill stjómmálamaður. Ingibjörg Sól- rún er góður stjórnmálamaður sem lætur ekki auðveldlega koma sér úr jafnvægi. En í hita leiksins hættir henni til að leika eftir leikreglum Sjálfstæðismanna og ræða málin út frá samanburðarfræðum. Fólk hefur engan áhuga á því á að hlusta á þulur um fjárhagsstöðuna eins og hún var fyrir einhverjum mánuðum eða ámm. Fólk vill að rætt sé um það sem er að gerast hér og nú.“ Ég er einnota skáld Afgreiðum pólitíkina með því og snúum okkur að skáldskapnum því þú ert alltafað yrkja. „Ég var strákur þegar ég lærði að setja saman vísur. Og af því mér gengur illa að þegja, allra síst ef ég hef skoðun á einhverju, er ég alltaf reiðubúinn að taka þátt í umræðum og þá vantar einhvern sem getur kastað fram vísu. Ég er einnota skáld. Það sem ég hef ort hef ég samið vegna þess að það vantaði vísu um tiltekið atvik. En hinu er ekki að leyna að ef maður er bullandi allan daginn þá dettur venjulega eitthvað nothæft út úr manni. Ef maður er Auglýsing um fram- lagningu kjörskrár við biskupskosningu Kjörstjórn við biskupskosningu hefur í samræmi við lög um biskupskosningu nr. 96/1980, sbr. lög nr. 91/1997, samið kjörskrá vegna biskupskjörs sem fram fer á þessu ári. Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskupsstofu og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til 15. júlí 1997. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist formanni kjörstjórnar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 16. júlí 1997. Reykjavík, 16. júní 1997. Þorsteinn Geirsson Jón Bjarman Esther Guðmundsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.