Alþýðublaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 7
MMMIUUAUUH iy. JUNIiyy/ ALPYÖUbLAtílt) 7 „Eftir átta ár gafst ég upp og flutti í Skaga- fjörðinn. Hér þarf mað- ur hvorki að vera gáf- aður eða ríkur. Maður þarf ekki einu sinni að vera pólitískur. Maður þarf bara að vera mað- ur sjálfur." heppinn þá getur maður ort eina eða tvær góðar vísur um ævina.“ Hver er lykilliim að því að gera góða vísu? „Helgi Hálfdanarson, sem hefur verið að fást við að laga Shakespeare og tekist furðu vel, heldur því fram að hin fullkomna íslenska vísa sé þannig að sá sem heyri vísuna átti sig ekki fyrr en í síðasta orðinu á merk- ingunni. Ég ætla að fara með fyrir þig vísuna sem Helgi segir að sé sönnun á því hvemig góð vísa eigi að vera. Hún er eftir Indriða á Fjalli og með síðasta orðinu er eins og kveikt sé á kastara sem varpar ægilýsandi bjarma yfir allt sviðið: Eina þá sem aldrei frýs úti á heljarvegi krýnda römmum álnarís á sér vök, hinn feigi. Hefur þú ort vísu í œtt við þessa? „Já, ég hef verið að burðast við það. Ég ætla að fara með eina fyrir þig. Eitt sinn vomm við tveir félagar að koma af veiðum og höfðum reyndar verið þar í óleyfi. Mér fannst veiðifélaginn fara nokkuð óvarlega við ána og spor hans sáust greinilega í jarðveginum. Þá kvað ég þessa vísu alveg samstundis: Gœttu þess hvar þú gengur gerðu ei villuslóð sporið í landinu lengur lifir en sá sem það tróð. Þetta er nokkuð góð vísa og það má leggja út af henni á margvíslegan hátt. En annars finnst mér skáldskap- ur minn ekki vera geymslufé. Ég mundi líklega ekki eiga einu einustu vísu á blaði ef konan hefði ekki hald- ið þeim til handargagns." Eitt það fallegasta sem þú hefur orl er Spor í sandinn sem Geirmund- ur Valtýsson gerði lag við. „Sá texti er saminn upp úr ljóði sem ég orti eftir vin rninn sem dó ungur og ég syrgði mjög. Geirmund- ur sá hann hjá mér og bað um að fá að gera við hann lag. Sjálfum finnst mér það fallegur texti, besti dægur- lagatexti sem ég hef gert.“ Svo hefurðu samið fjöldann allan af leikritum. V Í ð t Q I „Ég man ekki nöfn á öllum þess- um leikritum, en þar á meðal eru Sláturhúsið hraðar hendur og Gull- skipið. Þegar ég skrifa leikrit legg ég mikið upp úr skemmtanagildinu. Ég er bara þannig maður að mér fellur ekki að vera mjög hátíðlegur. Það er nokkuð mikið um kveðskap í þessum leikritum. Leikrit mín eru í rauninni eins konar yrkingar." Það er engin framtíð í stílæfingum Lestu mikið af skáldskap? „Ég lít á það sem hluta af starfi mínu sem bókavörður að lesa skáld- skap. En ég las miklu meira þegar ég var yngri. Fyrst var ég altekinn af Davíð, svo af Tómasi, og Steinn Steinarr var minn maður. Þegar ég fluttist í Borgarfjörð varð ég afar hrifinn af Guðmundi Böðvarssyni, ekki síst þegar ég kynntist honum lít- illega. Það má segja að haiin hafi ver- ið sprungulaus elskulegheit. Maður eignast ekki svo mörg skáld urn dagana. Einar Ben. hefur ekkert að segja mér, og meira að segja Stephan G„ sem er þó svo góð- ur, höfðar ekkert sérlega til mín. Ég er hrifinn af Hannesi Péturssyni en hann verður samt aldrei mitt skáld." Hvað með Jónas? „Ég er ekki Jónasarmaður. Ég er hrifinn af einu og einu kvæði hans en ég smitaðist aldrei af honum. Ég var beinlínis smitaður af Davíð, ljóð hans fóru beint til hjartans. A tíma- 'oili lagði ég Davíð frá mér og trúði á þennan þvætting að hann væri bara glassúr og buil. Svo undarlegt sem það er þá er Davíð látinn gjalda þess hvað hann er flinkur, það er í sam- ræmi við annað hjá Islendingum." Hefurðu ekki ort órímuð Ijóð? “Ég hef reynt en það hefur aldrei tekist. Ég er fæddur inn í hefðina og er orðinn fastnegldur í þessu rímna- stagli. Ég hef gaman af að lesa órím- uð ljóð en þau verða samt aldrei mín ljóð.“ Hvaða rithöfundar eru þínir menn ? „Björn Th. Bjömsson er einn þeirra og Böðvar Guðmundsson varð minn maður með bókunum sínum um Vesturfarana. Mér finnst Guð- mundur Andri flinkur höfundur og Þórarinn Eldjám er fjandi góður. En ég get ekki lýst yfir aðdáun á Ólafi Jóhanni Ólafssyni. Lávarður heims var á náttborðinu hjá mér í tvo mán- uði og er þó ekki þykk bók. Það var ekkert í henni sem vakti áhuga minn. Þeir sem einhver dugur er í vita að Guðrún gamla frá Lundi hafði rétt fyrir sér, það verður að segja sögu. Vel sögð saga lifir. Það er engin framtfð í stílæfingum." Hefurþig aldrei langað til að kom- ast ílandslið skálda? „Ég er kominn á þann aldur að ég get játað að á tímabili kitlaði sú hug- mynd mig nokkuð mikið. En ég sá frarn á það að ég yrði að gefa mig all- an og fórna of mörgu og ég hreinlega tímdi því ekki. En ég er eins viss urn það eins og ég sit héma að ég hefði getað það. Svo hefur það nú líka skipt nokkru máli að á þessum árum hafði ég afskaplega gaman af að drekka brennivfn og gerði það mér til lítils sóma.“ Var það mjög eifiður tími? „Þetta með brennivínið var ægi- lega sárt. I sjálfu sér er ég ekki reið- ur út af brennivíninu. Mér féll vel að vera fullur og leiddist mikið tíminn sem leið á milli þess að ég náði mér í flösku. En börnin mín ólust upp án þess að ég kynntist þeim. Það þykir mér sárast í lífinu. En ég hef náð því að sinna barnabömunum. Og þetta hefur svosem allt saman blessast því til allrar guðslukku stóð konan mín með mér þótt hún væri síður en svo hrifin af þessari iðju minni.“ Pú vœrir líklega nokkuð hjálpar- vana án konunnar þinnar. „Já, líklega væri ég það. Kannski er það karlagrobb eða bjartsýni, en ég held samt að ef ég hefði ekki hitt hana þá hefði ég bara komið mér upp einhverri annarri konu. En ég hef haft mikið gagn af þessari’ og ótrú- lega góða nýtingu." Hefurðu verið skotinn í einhverri annarri konu? „Ég hef bara ekkert leitað eftir því, er sennilega bara einnar konu maður. Ýmsir kunningjar manns hafa verið að leita í vinskap við aðrar konur með misgóðum árangri. Svo koma þeir, búnir að drekka í marga sólar- hringa, og horfa á mann þessum hyl- djúpu örvæntingaraugum og spyrja mann hvað í ósköpunum þeir eigi að gera. Það eina sem ég get sagt þeim er að þetta sé svo mikið rugl að ég nenni ekki að taka þátt í því. Það er með fjöllyndið eins og rithöfundafer- ilinn, ef manni á að takast vel upp verður maður að búa yfir óhemju mikilli orku.“ Þú hefur fengist við ótal margt um ævina, ertu sáttur maður? „Stundum finnst mér sem ég hafi ekki stjómað ferð minni gegnum til- veruna nema að mjög litlu leyti. Allt mitt líf hefur mér þótt vont að taka ákvarðanir, en einhverra hluta vegna hef ég alltaf valist í störf þar sem ég hef þurft að taka ákvarðanir. Ein- hvern veginn hef ég villst á að taka þær réttu, allavega sloppið við þær röngu. Ég fékk kransæðastíflu fyrir ekki ýkja löngu. Ég átti ekki von á því, ég hélt ég væri hjartalaus. En veikindin gáfu mér tíma til að hugsa um líf mitt og ég komst að því að ég gæti verið harla ánægður. Það reyndust ekki vera neinir lausir endar í lífi mínu. Ég varð ákaflega glaður þegar það rann upp fyrir mér. Mér hefur alltaf verið bölvanlega við lausa enda.“ (lr alfaraleið Brenndi spariféð jegar eiginkonan <vaddi eftir 41 árs hiónaband Raymond Orton fráskilinn breskur eiginmaður hlaut miskun fyrir augum dómara þegar hann var dreginn fyrir rétt og ákærður fyrir að hafa brennt sparifé sitt til þess að komast hjá því að deila því með fyrrum eiginkonu sinni. Hann fleygði peningunum alls 125.000 pundum á eld sem hann kveikti í bakgarðinum við heimili sitt. Eiginkonan fyrrverandi fór fram á að maður hennar yrði lát- inn svara til saka fyrir að hafa brotið gegn ákvæði skilnaðar þeirra sem kvað á um að hann snerti ekki sparifé hjónanna. Dómarinn úrskurðaði hinsvegar manninum í vil þar sem engar sannanir lágu fyrir um að rnaður- inn segði ósatt þegar hann stað- hæfði að peningamir hefðu brunnið á báli. Hann sagði enn- fremur við úrskurðinn að maður- inn hefði verið frávita er atvikið átti sér stað. Réttinum var skýrt frá því að afgangurinn af sparifé hjónanna rnyndi renna til kon- unnar fynverandi en Orton sem er verksmiðjustarfsmaður sagði að peningunum hefði verið ætlað að sjá fyrir þeim hjónum í ellinni. Þegar konan hans yfirgaf hann eftir 41 árs hjónaband hafi hann orðið mjög þunglyndur og til dæmis reynt sjálfsmorð en mis- tekist. Eftir það tók hann pening- ana út af reikningnum og fleygði á eldinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.