Alþýðublaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 8
M] MPYÐUBLMÐ Fimmtudagur 19. júní 1997 78. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Nýtt aðalnúmer 535I100 ■ Hæstiréttur sammála héraðsdómi Sýslumennirnir eru vanhæfir - til að sækja fjölda Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Finnboga Alexanderssonar, héraðs- dómara við Héraðsdóm Reykjaness, að sýslumaðurinn í Keflavík sé van- hæfur til að vera sækjandi í máli á hendur manni sem rak fyrirtæki á Suðumesjum, en fyrirtækið er gjald- þrota. Eigandi fyrirtækisins taldi sýslumanninn vanhæfan þar sem hann hefði meðtekið peninga frá fyr- irtækinu, meðal annars það sem fékkst með nauðungarsölu, og ráð- stafað þeim peningum. Þá kom sýslumaður að málinu sem inn- heimtumaður ríkissjóðs. I rökum eig- andans kom fram að hann teldi allt eins líklegt að sýslumaður yrði kall- aður fyrir sem vitni. mála sem þeir hafa Þeim rökum neitaði sýslumaður fyrir héraðsdómi. Þrátt fyrir það taldi héraðsdómur hann vanhæfan. Hall- varður Einvarðsson ríkissaksóknari kærði úrskurð héraðsdóms til Hæsta- réttar, sem hefur nú staðfest fyrri úr- skurðinn. Mál þetta getur haft mikið for- dæmisgildi, þar sem frá árinu 1992 hafa sýslumenn farið með ákæruvald í málum sem þessum, en eftir þennan úrskurð Hæstaréttar er útlit fyrir að svo verði ekki í framhaldinu og eins að þeir hafi ekki verið hæfir til að fara með vald saksóknara þrátt fyrir að það hafi viðgengist til þessa. Einn af þeim þáttum sem snerta þetta mál, er að hluti þeirra fjöl- gert til þessa mörgu gjalda sem sýslumenn inn- heimta eru vörsluskattar, svo sem virðisaukaskattur og staðgreiðsla starfsmanna. Þeim peningum sem sýlsumennsembættin komast yfir, fyrir hönd þrotabúanna, er ekki fyrst varið til greiðslu vörsluskatta. Með því gerast stjómendur gjaldþrota fyr- irtækja sekir, meðal annars, við hegningarlög. “Þetta kerfi er ekki boðlegt," sagði Kristján Stefánsson hæstaréttarlög- maður, en hann flutti málið fyrir eig- anda hins gjaldþrota fyrirtækis, þeg- ar hann var talað um sýslumenn séu bæði innheimtumenn og ákæruvald í sama málinu. ■ Norðmenn elska landann þrátt fyrir Sigurðarmálið Reisa Flókavörðu í Hafnarf irði Sveitarstjórinn á norsku eyjunni Sviðu minnist sveitunga síns, Hrafna-Flóka, sem lagði frá Smjörsundi á Sviðu, og kemur sjálfur til að hlaða minnisvarða Flóka úr norsku grjóti. Magnus Skaaden, sveitarstjóri í Sveio kommune skammt norðan við Haugasund í Noregi, kemur hingað með norskt gijót og sérstakan hleðslumann í byrjun næsta mánaðar, til að hlaða sérstaka vörðu til minn- ingar um ferð landnámsmannsins Hrafna- Flóka. Sveio er í íslenskum sögum fomum sami staður og eyjan Sviða, en þaðan komu margir land- námsmannanna. Frægastur Sviðumanna fyrr og síðar var án efa Hrafna-Flóki, en frá- sögn Landnámu af fundi íslands hefst einmitt með lýsingu á því er hann leggur tríeð dætmm sínum þrem- ur, Þórólfi smjör og suðureyskum leið- sögumanni auk ann- arra fylgdarmanna, úr Smjörsundi á Sviðu. Áður en hann kvaddi Sviðu hlóð hann þó vörðu, sem hefur lifað öldum saman í munnmæl- um á Sviðu og geng- ið undir nafninu Flókavarða. Staðnum, sem varðan stóð á, er svo vel lýst í Landnámu að sérfræðingar telja engan vafa leika á að sá staður sé á Ryvarden, útnesi Sviðu þar sem í norður horfir í átt að eynni Storð, en á Ryvarden hefur um aldir staðið viti. Magnus Skaaden, ungur sveitarstjóri á Sviðu, er mikill áhugamaður um minningu Hrafna- Flóka en um landnámsmanninn og minningu hans er sérstakt áhugafélag í Noregi. Fyrir nokkrum árum kost- aði Sveio kommune endurbyggingu Flókavörðu í samvinnu við félagið, en lét ekki staðar numið þar, heldur kom upp litlu Flókasafni í tengslum við listasafn sem nú er til húsa í gömlu vitabyggingunum á Ry varden. í tengslum við víkingahátíðina í Hafnarfirði í næsta mánuði vilja Sviðubúar heiðra minningu gamals sveitunga með því að hlaða sams- konar Flókavörðu og er nú á Ryvar- den, og úr sama gijótinu. Margir Norðmenn koma á hátíðina, og sveit- arstjórinn á hinni fornu Sviðu, Magnus Skaaden, er meðal þeirra. Hann kemur hingað fyrst með hleðslumanni og gnótt norsks grjóts, sem búið er að senda, og hyggjast þeir reisa vörðuna milli 1.-4. júlí. Magnús kemur síðan aftur með fjöl- skyldu sinni og afhjúpar styttuna við hátíðlega athöfn þann 13. júlí. ■ Afmælisútgáfa Máls og menningar Fjallkirkjan í þýöingu Laxness „Sumar bóka hans, þær sem bæði hann og ég töldu meðal hinna bestu, voru svo algerlega Gunnar Gunnars- son sjálfur, að það hlaut næstum að vera fjarstæða fyrir aðra menn en höfundinn að snúa þeim á íslensku," sagði Halldór Laxness í minningar- grein sem hann skrifaði um skáld- bróður sinn. Halldór sneri nokkrum verkum Gunnars á íslensku, og þær þýðingar voru engin fjarstæða enda átti af- burða þýðandi í hlut. Fjallkirkjan, þessi mikli sagna- bálkur um Ugga Greipsson, þykir eitt merkasta skáldverk íslensks rithöf- undar á þessari öld. Það var frum- samið á dönsku undir heitinu Kirken paa Bjerget og kom upphaflega út í fimm bindum á árunum 1923-1928. íslensk þýðing Halldórs Laxness kom fyrst út á árunum 1941-1943. „Hinn einstæði hæfileiki skáldsins til að ljá dauðu sem kviku sinn sér- staka andblðé, mér er nær að segja andrúmsloft, er leyndardómur þessa skáldskapar og um leið svar við því, hverju sæti að slíkur höfundur varð höfuðskáld," sagði Halldór Laxggss um þetta mikla bókmenntaverk sem Mál og menning hefur nú endurút- gefið í tilefni af sextíu ára afmæli forlagsins. Velkomin um barö arfefjuna Baldur Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar:438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.