Alþýðublaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1997 I janúar árið 1923, í miklu kuldakasti, gerðu kynþáttahatar- ar árás á lítinn bæ í Flórída og skildu hann eftir í rjúkandi rústum. í sjötíu ár fóru eftirlifandi íbúar Rosewood með veggjum, meðan glæpamennirnir sluppu undan réttvís- inni. En fyrir þremur árum voru eftirlifandi fórnarlömbum dæmdar bætur af rík- inu. En umræðan hefur opnað gömul sár sem nú blæða aftur. Ung hvít kona Fannie Taylor sem bjó í Sumner, litlu þorpi skammt frá Rosewood hljóp út úr húsi sfnu dag einn skömmu fyrir morðölduna og æpti að á sig hefði verið ráðist. Hún sagði að það hefði verið svartur maður. Sumar útgáfur af sögunni segja að hún hafi sagt að henni hafi verið nauðgað auk þess sem hún hafði verið barinn. Aðrir sögðu að hún hefði líka verið rænd en það var aðeins eitt atriði sem eng- inn vafi lék á, árásarmaðurinn hafði verið svartur. Atburðimir sem fóru á eftir í ná- grannaþorpinu Rosewood, þar sem flestir íbúamir voru svartir, áttu eftir að ganga af mörgum dauðum og skilja enn aðra eftir sára. Það breytti lífi hundruðum manna og lagði til- veru litla samfélagsins í rúst. Heilt þorp hafði verið jafnað við jörðu. Sagan af atburðunum átti eftir að lifa með ótrúlegri seiglu í sjö áratugi og breytast smám saman úr því að verða þjóðsaga til þess að rata í sögubækur. En hvað er það í þessari ljótu sögu sem hefur enn slíkt gildi og slíkt vald árið 1990. Sagan af Rosewood hefur orðið tilefni til ótal blaðagreina, bóka, heimildamynda, rannsókna í háskólum og nýlega var gerð kvik- rnynd um atburðina hjá Wamer Brothers í leikstjóm Johns Singleton. Atburðimir hafa meira að segja kom- ist í þáttinn hjá Oprah Winfrey. Óvild og öfund hvítra Robin Mortin var átta ára gömul árið 1923. Hún átti að sögn ham- ingjuríka bamæsku þar til blóðbaðið varð í Rosewood. Miðað við hóf- stilltan lífsstfl þeirra tíma var litla samfélagið vel sett og íbúarnir unnu í sögunarmyllu í nágrannaþorpinu Sumner eða annars staðar í nágrenn- inu. aðrir voru smábændur eða veiði- menn. í bænum var lítill einkaskóli sem svartir ráku, þrjár kirkjur, lestar- stöð, og samkomuhús. Þetta var auð- sæld sem kynti undir óvild og öfund margra hvítra sem voru ekki jafn vel settir. Robin Mortin ólst upp hjá frænda sínum og ömmu í þotpinu en faðir hennar bjó rétt utan við þorpið. Dag- inn sem vandræðin byrjuðu var hún stödd hjá honum í jólaleyfi frá skól- anum. Sú staðreynd kann að hafa bjargað lífi hennar. Eftir hina meintu árás á Fanny Taylor setti lögreglustjórinn allt í gang til að leita brotamannsins. I greinargerð um atburðinn, sem sagn- fræðingar tóku saman árið 1993, segir að gmnur hafi fljótlega fallið á dæmdan sakamann að nafni Jesse Hunter, hans var leitað með spor- hundum en hann komst undan. Slóð hans var rakin til Rosewood, að húsi Aaron Carrier sem tilheyrði einni af áhrifafjölskyldum bæjarins. Cartier var dreginn úr rúmi sínu og hótað hengingu og hann var heppinn að sleppa lifandi. Þeir héldu síðan áfram og slóðin leiddi þá að Sam Carter, jámsmiði sem bjó í grennd- inni. Hann var frændi Robie Mortin. Ef hvíta mafían hafði haft ein- hverja þolinmæði var hún fokin út í veður og vind. Þeir fundu Sam Cart- er og pyntuðu hann til að játa á sig að hafa hjálpa brotamanninum á flótta. Þegar hann gat ekki svarað fleiri spumingum skutu þeir hann og hengdu upp í næsta tré. Sögusagnir hermdu að þeir hefðu skorið af hon- um líkamshluta til að eiga til minja. Faðir Robie Mortin heyrði fyrst um morðið daginn eftir þegar hann mætti í vinnu í myllunni. Þrátt fyrir að vera frávita af ótta var hann samt skyldugur til að mæta til vinnu hjá hvítum yfirboðurum sínum til að halda stöðu sinni. Leitin af Jesse Hunter var þó enn í fullum gangi og hvítir menn bættust í hópinn í nær- liggjandi og jafnvel fjarlægum þorp- um. “Eftir vinnu kom faðir minn heim á hlaupum," segir Robie Mortin og bætir við að það hafi verið deginum Ijósara að hann hafi ekki dregið af sér alla leiðina. „Eg hugsa að hann hafi orðið hissa að sjá að húsið okk- ar stóð enn, eftir að hafa hlustað á frásagnir af atburðum í vinnunni. Hann kom inn og sagði okkur að týna saman öll þau föt sem við gæt- um fundið til í hvelli og koma síðan út. Hann sagði okkur ekki afhverju." Eftir að hafa komið dóttur sinni á lest sem var á leið frá Sumner, fór

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.