Alþýðublaðið - 27.06.1997, Side 5

Alþýðublaðið - 27.06.1997, Side 5
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 hann um og reyndi að aðvara sem flesta við hættunni. Mortin fór með lestinni til Chiefland þar sem upp- komin systir hennar bjó, en þar heyrði hún fyrst hvað hafði komið fyrir Sam Carter. Hún frétti um at- burðinn í smáaatriðum. „Mig langaði að deyja þegar ég frétti að Sam hefði verið hengdur, hann var mér allt,“ segir hún. Eldri systir hennar fylgdist með at- burðum í fjölmiðlum þá daga sem nú fóru í hönd. Á fimmtudeginum fékk hvíta mafían veður af því að Sylvest- er, annar meðlimur Carrier fjölskyld- unnar, hefði safnað í kringum sig hóp af svörtu fólki undir einu þaki. Sylv- ester var hreinskiptin og sjálfstæður og það gerði hann óvinsælan í hvíta samfélaginu. Eftir að Sam Carter var drepinn hafði hann gert það Ijóst að hann myndi ekki hika við að verja fjölskyldu sína fyrir árásum. Margir hvítir þurftu ekki meira en það. Hóp- ur manna fór heim til Söruh Carrier, móður Sylvester þar sem þeir sáu að heimilið var varið. Þegar þeir reyndu að komast inn kváðu við skothvellir. Tveir hvítir menn féllu. Sarah Carri- er sem var vel þekkt kona, bæði í samfélögum hvítra og svartra, birtist í glugganum og bað hvítu mennina að snúa til sinna heima. Hún var skotin og drepin. Umsátrið varði í marga tíma og um nóttina tókst sum- um í húsinu, mestmegnis konum og bömum að flýja. Þegar hvítu menn- imir náðu loks inn í húsið fundu þeir þar aðeins fyrir lík Sylvester og Sömh. I reiði sinni brenndu þeir hús- ið til granna. Sfðan brenndu þeir fimm önnur hús og kirkju. Fimmtug kona, Lexie Gordon, var í felum und- ir húsi sínu þegar þeir kveiktu í því. Hún var skotin þegar hún reyndi að flýja. Aðrir íbúar flúðu út í nóttina, inn í skógana eða freðnar mýramar allt um kring. Þrátt fyrir að ríkisstjórinn í Flórída hefði heyrt af atburðunum í Ros- ewood og hefði vald til að senda þjóðvarðliðið til að skakka leikinn, kaus hann fremur að halda á veiðar. Eyðileggingin hélt þvf áfram og James Carrier, bróðir Sylvester var eltur uppi og skotinn. Á sunnudegin- um, þann sjöunda janúar, stóðu um hundrað og fimmtíu manns og fylgd- ust með þegar síðustu hús svartra í Rosewood voru eyðilögð. En það tóku ekki allir hvítir þátt í herferðinni. John Wright var eini hvíti maðurinn sem bjó í Rosewood, hann faldi konu sína og böm í húsinu og bræður hans sem bjuggu hjá þeim og unnu við jámbrautirinar reyndu að útvega flóttamönnum lestarvagn sem gæti flutt þau til Gainesville. Það verður aldrei ljóst hversu margir féllu í Rosewood. Einungis era til heimildir um sex svarta og tvo hvíta, en eftirlifendur segja að þeir hafi verið miklu fleiri. „Það voru heilu fjölskyldumar sem ég þekkti vel sem ég heyrði aldrei um aftur,“ segir Robie. Jesse Hunter fannst aldrei og enginn íbúa þorpsins sneri aftur og gerði tilkall til landeigna sinna. Það var líkt og þorpið hefði verið þurrkað út af landakortinu. Seinna varð það altalað að Fanny Taylor hefði logið sögunni um svarta nauðgarann til að breiða yfir bar- smíðar kærasta síns sem var hvítur. Rosewood - atburðanna er minnst fyrir margar sakir. Á þessum tíma var Flórída þekkt af ofbeldi gegn svörtu fólki. Fyrir heimsstyrjöldina fyrri hafði fylkið hæstu morðtíðni í Bandaríkjunum. Svartir menn voru hengdir fyrir minnstu ögran og oftar en ekki var það tengt á vafasaman hátt við hvítar konur, en slíkt var mjög álgeng orsök ofbeldis svartra gegn hvítum. Þetta vora gósentímar fyrir Ku Klux Klan. Árið 1920 réðust þeir að svörtu fólki sem reyndi að nýta sér kosningarétt sinn í bænum Ocoee í Flórída. I bænum Perry voru heimili jöfnuð við jörðu og kirkjur brenndar tveimur árum síðar. I Rosewood gegndi dálítið öðru máli, ekki síst vegna þess að það var í fyrsta skipti sem svartir gripu til vopna og vörðust gegn ofsækjendum sinum. Sylvester Carrier er enn minnst af mörgum fyrir hetjuskap enda hafði hann hugrekki til að standa fast á sínu. I öðra lagi era enn eftirlifandi vitni frá atburðunum, ólíkt því sem gerist um marga aðra kynþáttaglæpi frá þessum tíma. I þriðja lagi vegna algers aðgerðar- leysis yfirvalda sem stóðu hjá og gerðu ekki neitt. Og þau héldu áfram að sitja með hendur í skauti. Þegar hörmungunum létti loksins sjö dögum síðar gerðu yfirvöld enga tilraun til þess að koma íbúunum til baka til þorpsins og eng- in viðleitni var til að framfylgja neinu réttlæti. Það var þögn sem varð að lokum kannski enn ámælisverðari en glæpurinn sjálfur. í millitíðinni breiddi þögnin sig einnig yfir eftirlif- “Það er merkilegt að þau skyldu ekki vilja minnast atburðanna. Það kallaði fram slíkan hrylling í hugum þeirra að þau vildu ekki að bömin þeirra þyrftu að upplifa það.“ Önnur ástæða þess að geymd at- burðanna varð einungis í munnmæl- um er sú að fólkið upplifði tilgangs- leysi. „Þau vissu að fjölmiðlar höfðu fjallað um atburðina út um allt land- ið en þrátt fyrir það var ekkert gert,“ segir Amett Doctor en móðir hennar var ellefu ára gömul þegar þetta gerðist og var eitt þeirra bama sem var í húsi Sylvester Carrier í umsátr- inu mikla. „Þegar þú verður fómar- lamb í slíku umhverfi, hverjum ætlarðu þá að segja frá? Hversvegna ættirðu einu sinni að hugsa til þess að gera tilkall til lands þíns? Það var einnig óttinn. Tilfinning sem átti eftir að elta þá sem sluppu on Carrier sem var drepin í Ros- ewood. „Hún dó þegar ég var tíu ára gömul en ég man eftir sérkennilegum siðum hennar. Hún sat alltaf næst glugganum og ef hún heyrði í bíl færði hún til gluggatjöldin og leit út. Ef hún þekkti ekki bflinn þá stóð hún upp og gekk út úr herberginu. Eg vissi ekki hversvegna fyrr en móðir mín sagði mér söguna af Rosewood. í fyrsta skipti sem ég heyrði um at- burðina í Rosewood var ég tíu ára gömul,“ segir Jenkins. „Ég var svo lítil að það fyrsta sem kom upp í hug- ann var tré, fyllt með rósum. Mamma sagði mér að þeir hefðu náð frænku minni og nauðgað henni, og þá meina ég hópnauðgun. Mamma sagði mér söguna af Rosewood aftur og aftur vegna þess að ég þrábað hana um það. f langan tíma hataði ég alla hvíta menn. Rosewood hefur enn frekar bilið milli hvítra og svartra. Það er staðreynd að Flórída dagsins í dag, með öllum ferðamönn- unum, er einnig staður þar sem tveir hvítir helltu bensíni yfir svartan mann og kveiktu í árið 1993. Sól- skinsfylkið er enn staður kynþátta- haturs. Flórída ásamt Tennessee er sá staður þar sem flestar kirkjur svartra hafa verið brenndar á undanfömum áram og Ku Klux Klan hefur enn hreðjatak á samfélaginu." ÞKÁ stytti og stældi úr The Sunday Times. Robie Mortin sem lifði hörmung- arnar segir heilu fjölskyldurnar hafa horfið af sjónarsviðinu með- an hörmungarnar dundu yfir. verið mér ofarlega í huga allt mitt líf og er enn.“ Rosewood öðlaðist nýtt líf í hug- um almennings eftir að Gary Moore, frá St Petersburg Times heyrði sög- una og ákvað að gera um hana sjón- varpsþátt. Afkomendur Philomena Doctor, sérlega Amett sonur hennar urðu helteknir af áhuga á sögu fólks- ins síns og brátt varð Amett leiðtogi fólksins í baráttunni við að koma Rosewood aftur á kortið. Árið 1992 samþykkti lögfræði- stofa í Flórída að taka að sér mál eft- irlifenda Rosewood án þess að taka fyrir neina þóknun. Baráttan sýndist vonlaus í fyrstu en leiddi loks til þess að sjötíu árum eftir morðin og of- beldið, eyðileggingu og hrylling, fengu eftirlifendumir tvær milljónir dollara sem áttu að skiptast milli eft- irlifenda og afkomenda þeirra. Það er í fyrsta og eina skiptið sem að yfir- völd í Bandaríkjunum hafa dregið tjöldin frá og horfst í augu við kyn- þáttaglæpi fortíðarinnar og greitt bætur til fómarlambanna. Margir hafa hugsað til þess fordæmis sem dómurinn gefur, hvemig ættu hvítir nokkru sinni að geta bætt fyrir alla glæpi sína gegn svörtum? Það er af nógu að taka. “Þetta er erfið spurning," segir David Colbum prófessor. „Ég held að það sé rnjög erfitt að láta kynslóð- imar núna borga brúsann fyrir for- feður sína. Ég tala fremur sem borg- ari en sagnfræðingur, en talandi um skaðabætur, þá værum við að víkka endur atburðanna. „Rosewood fólkið talaði varla um atburðina við bömin sín,“ segir David Colbum sagnfræð- ingur við Flórídaháskóla, og einn höfundur greinargerðarinnar frá 1993 um Rosewood. lifandi ævina á enda. Liz Jenkins er roskin skólakennari sem býr í Archer rétt fyrir norðan Rosewood, og ólst upp með vitneskjunni um að eitthvað hroðalegt hefði komið fyrir frænku sína Gussie Brown sem var gift Aar- Bob Walker lögreglu- stjóri skömmu eftir óeiröirnar. Hann held- ur á byssu Sylvester Carrier, svarta mannsins sem var ákærður fyrir að hafa myrt tvo hvíta menn. Sylvester er hetja í hugum margra svartra fyrir að rísa upp gegn hvíta glæpalýðnum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.