Alþýðublaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 MMDIIKIIDIII Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjóm Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Iðnvæðing og umhverfismál Viðhorf almennings gagnvart umhverfismálum hefur gerbreyst á einum áratug. Fólk skynjar takmörk náttúrunnar mun betur en áður. Nú eru jarðarbúar tæpir sex milljarðar en talið er að þeir verði rúm- lega átta milljarðar eftir aðeins 20 ár. Slíkur mannfjöldi getur ekki lifað á jörðinni nema ítrustu varkámi sé gætt gagnvart náttúrunni. Við munum eiga við vatnsvandamál að stríða, erfiðleika við að finna byggileg svæði, eyðingu regnskóga og ósonlags og risastór fátækrahverfi munu hrannast upp í nágrenni stórra borga. Helstu ráðin gegn vandamálum umhverfisins, offjölgun og stöðu þróunarlandanna er að auka menntun, einkum kvenna, og stuðla að því að bameignir verði síðar á ævinni þannig að þrjár kynslóðir í stað fjögurra séu á hverri öld. Þessi vandamál snerta okkur fslend- inga þótt við búum í stóm landi. Það er nöturlegt að við stöndum ekki við kröfur Ríó - ráðstefn- unnar um að draga úr koltvísýringi. Við ættum að skilja nauðsyn sjálfbærrar þróunar en virðingarleysi okkar gagnvart náttúmnni er alþekkt. Við höfum oft stundað rányrkju á fiskistofnum. Landið eyðist hratt en við fjölgum hrossum á viðkvæmum svæðum og rek- um fé á vansprottið land. Það er margt að hjá okkur þótt viðhorf hafi breyst eins og til dæmis stofnun grasrótarhreyfingar um gróð- umppbyggingu í Landnámi Ingólfs. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar ber umhverfismál ekki fyrir bijósti. Umhverfisráðuneytið er nú aukastarf hjá landbúnaðarráð- herra Framsóknar. Engri annarri þjóð hefur dottið í hug að láta sama mann fara með umhverfis- og landbúnaðarmál. Hagsmunir þessara ráðuneyta skarast alltof mikið til þess. Jafnaðarmenn verða að endurmeta afstöðu sína til fjölgunar ál- vera. í fyrsta lagi er óskynsamlegt að binda nær alla vatnsorku í einni atvinnugrein, í öðm lagi þarf að herða skilyrði gagnvart um- hverfinu og í þriðja lagi þurfa íslendingar að móta heildarstefnu við nýtingu orkuauðlinda. Þetta em endumýjanlegar auðlindir sem á að skipuleggja til langs tíma. Við eigum ekki að hlaupa til í hvert skipti þegar erlendum stór- fyrirtækjum dettur í hug að reisa hér verksmiðjur. Stefna okkar hef- ur að sönnu verið farsæl hingað til, en það er ekkert lögmál að halda skuli áfram á þeirri braut að sífellt meira af vatnsorkunni fari í einhæfa iðnaðarframleiðslu sem krefst tiltölulega fárra starfa. Er afrakstri auðlindanna ekki betur varið í tæknivæddari iðnaði, efl- ingu menntunar og styrkingu ferðaþjónustu? Það er athyglisvert í umræðu um hvalveiðar að ekki hefur verið lagt mat á hvort hvalveiðar borgi sig jafnvel þótt gengið væri út frá því að hægt væri að selja hvalaafurðir til Japans sem er þó alls ekki víst. Lauslegt mat bendir til að tekjur vegna ferðamanna í tengslum við hvalaskoðun nemi tæpum milljarði og fara hratt vaxandi. Það er ólíklegt að hvalveiðar gæfu jafnmikið af sér. Hvalveiðar era nefndar hér vegna þátttöku umhverfissamtaka í barátm gegn þeim. Sú andstaða er reyndar ekki byggð á vísindaleg- um rökum. Umræðan hér um hvalveiðar einkennist þó oft af bama- legu þjóðarstolti, að við eigum að sýna þessum útlendingum og Greenpeace í tvo heimana í stað þess að leggja raunhæft mat á hvað borgar sig best fyrir okkur. Það er umhugsunarvert að eitt stærsta matvæla- og sjávarútvegs- fyrirtæki í heimi, bresk-hollenski auðhringurinn Unilever vinnur nú með virtum umhverfissamtökum að tillögum um nýtingu hafsins. Við verðum að fylgjast vel með þessari þróun. Það er í þágu íslendinga að umhverfismál fái forgang í stjóm- málaumræðunni. Að mati Alþýðublaðsins er verðugt verkefni fyrir stjómarandstöðuna að móta sameiginlega stefnu á þessu sviði. skoðanir Sonnettur I Hálfrar aldar bragleysa hefur kom- ið þeirri ljótu firru inn í margan ómótaðan bókmenntahuginn hér- lendis og ugglaust víðar að bundinn bragur sé á einhvem hátt ófínni en laus og henti að minnsta kosti engan veginn til þeirra dýptarmælinga sem skáld ættu helst af öllu að fást við ef þau vilja láta taka sig alvarlega. Hann þykir frekar rustafenginn tónn- inn í íslensku rímnaháttunum og þeir Tvíhleypa Bflg£- ' -|H rj Þórarinn | 1 Eldjárn skrifar eru taldir best geymdir hjá hagyrð- ingunum fyrir glens þeirra og grín, klám, karp og níð. En einn er sá bundinn háttur sem aldrei hefur þurft að þola þær sömu kárínur og margir hinna, en ævinlega er talað um af mikilli virðingu, allt að því andakt, jafnvel af fólki sem ann- ars sér aðvörunarljós blikka um leið og það heyrir örla á rími eða tæpt feimnislega á stuðlasetningu. Hér á ég við sonnettuna, hún virðist ein- hvern veginn hafa sloppið við það óorð sem annar bundinn bragur hefur fengið á sig. Þetta má teljast nokkuð merkilegt, ekki síst vegna þess að í sínu elsta og göfugasta og jafnframt snúnasta formi er sonnettan meira en lítið bundin og krefst svo sannarlega mikillar hagmælsku af skáldum sín- um. Og einmitt sá hagleikur þykir þá ailt í einu hin mesta prýði. Enda sannast sagna að einu gildir í ljóðum hve ómælisdýpið er hrikalegt, ef óhaglega er raðað saman orðunum er allt unnið fyrir gýg. Ekki veit ég hvað þessu veldur, en stundum grunar mig að erlend fæð- ingarvottorð sonnettunnar og vin- fengi við skáldjöfra eins og Petrarca og Shakespeare eigi sinn þátt í þessu. Hún er einfaldlega fínni en íslensku hættimir og ber ekki eins og þeir með sér stegginn af neftóbaki, mold- argöngum og fjósbaðstofum. Má vera, en burtséð frá öllu slíku þusi má svo sem líka alveg viðurkenna það að sonnettan er afskaplega skemmtilegur og sérstakur háttur. Bragurinn er strangur, ekki síst rímið, og um leið helst niðurröðun erinda í hendur við ákveðna upp- byggingu yrkisefnis. Jöfrar þeir er hér vom nefndir, Petrarca( 1304-74) og Shakespeare (1564-1616), hafa hvor um sig gefið nafn tveimur megingerðum bragar- háttarins sem nú tíðkast, það er ítalskri sonnettu og enskri sem spratt síðar af þeirri ítölsku. Hér skal nú lauslega gerð grein fyrir ítölsku sonnettunni. Fræðimenn virðast sammála um að fyrsta sonnettan hafi orðið til á Sikiley ekki löngu fyri miðja þrett- ándu öld. Sumir segja að Giacomo da Lentino, lögmaður við hirð Friðriks annars keisara, hafi orðið fyrstur til, aðrir eigna heiðurinn Piero delle Vtgne, utanríkisráðherra þess hins sama Friðriks keisara. í framhaldi af þessum frumherjum tóku að yrkja sonnettur skáld eins og D'Arezzo og Cavalcanti og loks þeir Dante og Petrarca og með þeim varð hin ítalska gerð háttarins fullmótuð: Ljóðlínur sonnettu em fjórtán alls, hver ljóðlína fimm tvfliðir. Þær átta fyrstu mynda fyrri hluta ljóðsins, átt- henduna (ottave), hinar sex sem eftir lifa mynda seinni hlutann, sexhend- una (sestetto). Öllum sem kunna margföldunartöfluna kemur líklega Ekki veit ég hvað bessu veldur, en stundum grunar mig að erlend fæðingar- vottorð sonnettunnar og vinfengi við skáldjöfra eins og Petrarca og Shakespe- are eigi sinn þátt í þessu. Hún er einfald- lega fínni en íslensku hættirnir og ber ekki eins og þeir með sér stegginn af neftóbaki, moldargöngum og fjósbaðstofum. framhaldið ekki á óvart: Átthendan skiptist í tvær ferhendur (quadem- ario), sexhendan í tvær þríhendur (terzetto). Ríminu er þannig skipað: Fyni ferhenda: abba, og seinni ferhenda í sama máta: abba. Þetta kallast lokað rím, eða rima chiusa. Þríhendurnar aftur á móti cde og cde. Tilbrigðum fjölgaði þó fljótt við þríhendurímið, svo sem cdc dcd; cde dce; cde ced; og loks þrjú tilbrigði sem einkum tíðkast í frönskum sonnettum: ccd ede; ccd ccd; ccd eed. Aðaleinkenni sonnettunnar felst þó í þeirri togsteitu sem ríkir milli átthendu og sexhendu. Milli þeirra myndast hik sem leiðir af sér hvörf (volta), eins og skipt sé snögglega um gír og allt önnur vinnsla komist í vélina. Tvískiptingin byggir á athug- un og niðurstöðu, eða rýni og gagn- rýni og af þessu leiðir efnisuppbygg- ing sem oft hefur verið greind á há- fleygan og stundum afskaplega langstóttan hátt. Annars er óþarft að fjölyrða um hvemig yrkja skal ítalska sonnettu, því hefur spænska skáldið Lope de Vega (1562-1613) lýst til fulls í Sonnettu, sem hljómar svo í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Sonnettu skal mín bjarta brúðurfá Sú bragar-þraut er ekkifyrir héra; ogfjórtán línur verður hún að vera. En, viti menn, það sýnist góðu spá að koma fyrri ferhendunni á stjá! ogfimmtu línu! Nú er um að gera að láta þessa helzt afhinni bera. Sko! Hún er búin líka. Viltu sjá! Nú kemurfyrri þríhendan með þraut sem þegar sýnist vera nœstum unnin; hún verður ekki héðanaf til falls. Þá kemur hin. Eg þramma sömu braut: Þréttánda línan brátt á enda runnin! Búið! Húrra! Þcer urðu jjórtán alls. Petrarcasonnettan lifir og þó form- ið sé strangt þá leyfist þeim sem kunna á kjamann að teygja það næst- um hvert sem er. I nýlegu Indlands- hefti breska tímaritsins Granta (57) er til að mynda eftirfarandi sonnetta eftir indverska rithöfundinn Vikram Seth. Efnið byggir á hinu ævafoma indverska sagnljóði Ramayana, á eins konar Ikarusarsögu sem þar er að finna: Sampati: "Why do you cry?“ “I flew too high. Un- done, all see me fall. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.