Alþýðublaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 Þýskir víkingar Diter og Andrea Scholz Öryggi að vera víkingur Þýsk hjón sem giftu sig á víkingahátíðinni fyrir tveinmur árum komin aftur Þýsku hjónin Andrea og Dieter Scholz voru gefin saman í ásatrú á Þingvöllum sumarið 1995, árið sem fyrsta Víkingahátíðin var haldin í Hafnarfirði. Nú eru þau komin til Is- lands í annað sinn til að aðstoða vin sinn Jóhannes goða Vtðarsson í Fjöru- kránni og aðra gaflverska hátíðarhald- ara. Hjónin eru að sjálfsögðu í fullum víkingaskrúða, alveg ekta, þótt ekki sé ég viss um að víkingakonur hafi átt bleikan varalit hvað þá að þær haft gengið með gleraugu í grænni plast- umgerð. Það má horfa framhjá smá skekkju í leikmyndinni, enda varla hægt að búast því við að tuttugustu aldar menn leggist út eða hætti að nota raf- magn. Fæ enda Dieter til að játa sjón- varpsfréttafíkn; hann er eflaust með víkingablóð í æðum sé tillit tekið til fréttaþorsta íslendinga, afkomenda víkinga. Magnús gaflari Kjartansson sem var þama á vappi áður en við- talið hófst, laumar því lfka að mér að á síðustu víkingahátíð haft hann séð banka fullan af fornlega búnum visa- kortanotendum. En visa var örugg- lega ekki til á landsnámsöld. En nóg um það. Snúum okkur að víkingaáhuganum. Hvenœr kviknaði áhugi þinn á vík- ingum Dieter? „Ég bý í Flensborg, skammt frá dönsku landamærunum þar sem ég ólst upp í nánum tengslum við nor- ræna sögu. Ahugi minn á gamalli menningu var því snemma vakinn. Fyrir mér voru handverkið og dag- legir lifnaðarhættir fólksins áhuga- verðustu þættimir í sögu víkinganna. Eftir skyldunámið fór ég í listaskóla í Flensborg þar sem ég lærði tréút- skurð. Sú kunnátta nýtist mér til að búa til styttur og skreytingar frá vík- ingatímanum. Anægjan felst í því að gera gamla hluti nýja,“ segir hann og afsakar enskukunnáttuna þótt hún sé hreint ekkert slæm. Hefurðu lifibrauð þitt af víkinga- stússinu? ,Já, það hef ég.“ [Kíminn] Ég vinn mikið fyrir skóla. Ég sýni nemendum hvemig víkingamir lifðu, kveiki eld, skýt með boga og tala um víkingatím- ann. Ég bý í tjaldi svo fólk geti séð hvemig þetta var. Konan mín saumar, eldar og gerir önnur verk sem vfkitíg- amir sinntu dags daglega. Sonur okk- ar er með okkur svo fólk getur séð að jafnvel böm geta búið við þessar að- stæður." Eru þetta þínir daglegu lifnaðar- hœttir, spyr blaðamaðurinn ekki alveg viss hvemig hann á að skilja þetta. „Nei. Dags daglega búum við í venjulegu húsi eins og allt venjulegt fólk.“ Ég skil. Varst það þú sem vaktir áhuga eig- inkonunnar á menningu víkinga, eða hafði hún áhuga á henni áður...? Andrea? „Það var hann sem vakti áhuga minn á víkingum. Áður en við kynnt- umst vissi ég lítið um þá. Hann vildi hins vegar alltaf vera heimsækja söfn í frítímanum þar sem við skoðuðum muni frá þessum tímum. I framhaldi af því lagði hann til að við fæmm sjálf að búa til samskonar hluti og reyndum að lifa okkur inn í þessa tíma. Við byrjuðum á því að búa til fötin og síð- an hluti og áhöld. Síðan hittum við annað fólk sem hafði sama áhugamál og þannig enduðum við á því að fara á markaði í Danmörku þar sem við hittum enn fleira fólk og gátum sýnt vinnubrögðin og selt hlutina." Hverskonar markaðir eru þetta? Dieter: „Það kemur mikið af vík- ingum þangað, en einnig venjulegt fólk sem er forvitið um lifnaðarhætti víkinganna. Andrea: „Þegar maður fer á söfn em hlutimir óaðgengilegir þar sem þeir em lokaðir í glerkössum. Maður á erfitt með að átta sig á því hvernig þeir vom notaðir. Á mörkuðunum gefst tækifæri til að átta sig á notagildi þeirra." Hvemig aflið þið ykkur upplýsinga um það hvemig hlutunum var beytt? Dieter : „Við höfum mjög gott samband við starfsfólk þjóðminja- safnanna. Það sýnir okkur teikningar af vinnuaðferðum og aðstoðar okkur á allan hátt. Auðvitað er margt sem við vitum ekkert um, en við reynum samt. Stundum hittumst við, bara víking- amir, og fömm út í skóg eða eitthvað annað út í náttúmna, í upprunalegum víkingaklæðum og reynum að kveikja eld án aðstoðar nútímatækja. Það er alls ekkert auðvelt. En það má reyna og þetta gefur okkur mikið, auk þess sem þetta er þrælskemmtilegt." Hvað gefur þetta ykkur? Dieter: „Þetta færir okkur nær upp- runanum og veitir okkur auk þess ör- yggistilfinningu. Þótt okkur væri sparkað út úr flugvél inni í miðjan frumskóg væmm við fær um að kom- ast af. Við myndum vita hvemig við gætum búið til föt, við kunnum að búa til áhöld. Við notum bein, skinn og tré.“ Er hœgt að lifa góðu lífi af víkinga- starfinu? „Já,“ segir Dieter ákveðinn. „Það hentar okkur.“ Andrea tekur undir: „Við emm eins og ein stór fjöl- skylda." Eru allir ykkar vinir víkingar? Andrea: „Flestir vinir okkar em víkingar, en við eigum líka „venjulegt fólk“ að vinum." Eigið þið einhver önnur áhuga- mál? Eg virðist viss um að þau séu föst ifortíðinni þrátt fyrir bleika vara- litinn. . Já. Já,“ segir Dieter. „Ég hef áhuga á þjóðflokkum frá Ástralíu og einnig á indíjánum.“ Snúast öll ykkar áhugamál um nátt- úruna ogfortíðina??? ,Já,“ svarar Dieter grafalvarlegur. (Almennur skellihlátur.) Hvað með nútíðina? Menningu samtíðarinnar?... Horftrðu á sjón- varp? „Ég er hrifinn af fréttum. Já, í einkalífinu hef ég áhuga á fréttum." (Hlátur.) Andrea: „Okkur þykir gaman að vera úti í náttumnni. Synda í sjónurn eða fara með hundinn út í skóg.“ Hvers vegna le'tuð þið gefa ykkur saman á Islandifyrir tveimur árum? Hann: „Það var mikilvægt fyrir okkur að gera þetta á uppmnalegan hátt. Við emm heilluð af náttúmnni og trúum á foma guði. Okkar guðir em í skýjunum og í vatninu. íslendingar hafa haldið nánum tengslum við fom- ar hefðir og hér var hægt að giftast samkvæmt þeim. Þess vegna létum við gefa okkur saman hér. Það hefði verið ómögulegt í Þýskalandi." Hvemig fréttuð þið afhátíðinni? Hún: „I dönsku fréttablaði vík- inga.“ Var hún ólík öðrum vikingahátíðum eða alveg eins? „Ólík,“ er óhikað svar Dieters. „Vegna þess hve hún er langt í burtu. Ég held að fyrir þá víkinga sem hing- að komu hafi hátíðin verið eins og lít- ið ævintýri. Það var dásamlegt að fara til Þingvalla með öllum þessum vík- ingum; to do it again.“ Hann leggur áherslu á þessi síðustu orð sín. „Þingvellir em heilagur stað- ur í augum víkinga, einskonar mekka þeirra.“ MEÓ Leyfi til sölu notaðra ökutækja í apríl sl. tóku gildi lög nr. 20/1997, um breytingu á lögum nr. 69/1994, um sölu notaðra ökutækja. í lögunum er kveð- ið á um að hver sá sem vill reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki skuli hafa til þess sérstakt leyfi við- skiptaráðherra. Einnig er kveðið á um að viðskiptaráðu- neytið skuli halda skrá yfir þá sem leyfi hafa til starfsemi samkvæmt lögunum. Þess er hér með óskað að allir þeir sem reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki sendi upplýsingar þar um til viðskiptaráðuneytisins, þ.e.a.s. afrit af leyfisbréfi og gildri starfsábyrgðartryggingu. Gerð verður skrá yfir alla leyfis- hafa með hliðsjón af þeim upplýsingum sem berast ráðu- neytinu. Þeir sem ekki verða á skrá 15. ágúst n.k. en reka þrátt fyrir það verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki mega eiga von á því að sölustað þeirra verði lokað í kjöl- farið. Viðskiptaráðuneytið 7. júlí 1997 Sögualdar leiksvæði: Hringlaga heimur víkinganna Guðjón Kristinsson torfhleðslumaður og útskurðarmeistari á Víðistaðatúni. I einu homi Víðistaðatúnsins f Hafnarfirði, mótstað Víkingahátíðar- innar, hefur verið reist lítið leiksvæði fyrir böm í anda sögualdar. Ekki er þar með sagt að þannig hafi leiksvæði víkingabama litið út, heldur er hug- myndin að útiliti svæðisins sótt til mannvirkjagerðar víkinganna. Fáar leifar sem gefið gætu heilsteypta mynd af byggingum víkinga eru til á íslandi og því er stuðst við áþekkar byggingaleifar í Skotlandi og í Leir- vík á Hjaltlandi. Guðjón Kristinsson skrúðgarðyrkjumaður frá Ströndum og áhugamaður um söguöld var að leggja síðustu hönd á verkið með að- stoð Bergsveins Þórssonar umhverfis- fræðings sem „getur allt“ og Róberts Jakobs sem er af „öllum kynþáttum" þegar Alþýðublaðsmenn bar að vík- ingagarði f Hafnarfirði fyrir nokkmm dögum. Þótti okkur því tilvalið að fá Guðjón til að segja nánar frá þessu mannvirki, yfir meters hárri hringlaga torfhleðslu með þremur hliðum sem útskomir æsir standa vörð um. „Þráinn Hauksson arkitekt sá um að teikna og skipuleggja svæðið en ég kann torfhleðslu og var því fenginn til að sjá um hleðsluna á veggnum. Hug- myndin var að skapa virkis- og vemd- arsvæði en vemdarsúlumar vom mín hugmynd; ég skar þær út.“ Hringlaga form svæðisins er ekki úr lausu lofti gripið: „Veröld manna á bronsöld var homlaus. Hús og skálar vom höfð hringlaga eins og tjöld, en seinna breyttist formið og víkinga- skálamir vom hafðir bátlaga. Það er eins og teygt hafi verið á forminu. Klömbruhleðslan sem við notum til að hlaða torfið í vegginn er líka dæmi- gerð fyrir þennan tíma. Hún er eitt elsta form torfhleðslu. Torfinu er rað- að á ská til að loka veggjunum og koma í veg fyrir raka. Þessi hleðsla er frá níundu eða tíundu öld og var alveg þaulhugsuð. Svipuð hleðsla þekkist reyndar víða annarsstaðar frá, meðal annars hjá Kúrdum. Við leggjum neðsta torfið við jörðu, en á síðari hluta tímabilsins var farið að nota steinpalla undir vegginn til að koma í veg fyrir að húsdýrin ynnu á honum.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.