Alþýðublaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 f o r n m c n n i n s - f r ó ð I e í k u r - s k c m rn t u n Alþjóðleg Víkingahátíð í Hafnarfirði, 9.-13. júlí 1997 VÍKINQAMARKAÐUR Á VÍÐISTAÐATÚNI ALLA DAQA: • Veitingar að víkingasið- heilsteikt lömb og eldbakað brauð. • Vfír Ó0 bardagamenn kynna vopnfimi. • Hestasýningar • Hestar teymdir undír börnum. • Qrænlenskir handverksmenn. • Eldsmiðja • Eldbakstur fyrir börn. • Qlímumenn sýna og kenna fangbrögð • Bogfimi. • Karmöy Víkíngklub frá Noregi skemmtir gestum, • Mínjagripasala Landnáms: bolír, veggspjöld, póstkort o.fl. • Qaularspelet frá V-Noregi sýnir leíkritíð „Ingólfur Arnarson". • Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir „Epii Iðunnar", leikþátt úr goðafræði. AÐQANQSEYRIR: Eíns dags miðí: Fuílorðnir 600 kr. • Börn 4-13 ára 200 kr. Tveggja daga miði: Fullorðnir 900 kr. • Börn 4-13 ára 300 kr. Sölu aðgöngumiða lýkur kl, 20.30 20.00 16.00 20.00 8. júli HAFNARBORQ, fyrirlestrar sérfæðinga um víkingatímann 9. julí VÍÐJSTAÐATVN, forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Qrímsson, opnar hátíðina. Opið til kl. 21.00 NORRÆNA HVSIÐ, fyrirlestrar 10. iúli Hópreið og ganga víkínga frá Asfjalli, meðfram höfninni út á Víðistaðatún. 13.00-21.00 VÍÐISTAÐATVN, víkingamarkaður - föst dagskrá. 20.00 NORRÆNA HVSIÐ, fyrirlestrar. 11. juií 13.00-21.00 VÍÐISTAÐATVN, víkingamarkaður 20.30 HAFNARBORQ, fyrírlestrar. 10.45-12.10 ÞINQVELLIR - hátíðardagskrá. Leikrit, söngur og hestasýning. 14.00-21.00 VÍÐISTAÐATVN - víkíngamarkaður - föst dagskrá og að auki: 17.30 „Hallgerður '97" val á hárprúðustu konu hátíðarinnar. 13.00-21.00 VÍÐISTAÐATVN - víkingamarkaður - föst dagskrá og að auki: 15.00 keltnesk messa • 17.30 „Egill '97" - Skegg- prúðastí maður hátíðarinnar • 19.00 Iokaathöfn með bálför „Víkingahöfðingja" 1Ó.00 HVALEYRARHOLT -mínnísvarði um Hrafna Flóka afhjúpaður. Qjöf frá Sveio kommúnu í Noregi til Hafnarfjarðarbæjar. 1Ó.30 QOLFSKÁLI KEILIS - norsk myndlistarsýning um Hrafna Flóka. 20.30 HAFNARBORQ - norskt menningarkvöld Víkingasiglingar '97. VÍKINQASKIPIÐ „ÍSLENDINQVR" - síglír með gesti frá bryggju við Fjörukrá, kl. 13.00 til 21.00 SANNKÖLLVÐ FJÖLSKYLDVSKEMMTVN ! Nánari upplýsingar á skrifstofu Víkingahátíðar og á Vpplýsingamiðstöð ferðamanna Vesturgötu 8, 220 Hafnarfirði símar 5Ó5-2915 / 565-0661 /898-2915 fax 565-2914 E-maíl: vikíngs@hafnarfj.is Landnám Víkingahátíð á Víðistaðatúni: Gerum me Rögnvaldur Guðmundsson framkvæmda- stjóri situr fyrir svörum. Víkingahátíðin í Hafnarfirði verð- ur haldin í annað sinn dagana 9. til 13. júlí á Víðistaðatúni. Hátíðin er í senn menningarhátíð sem vill kynna fom vinnubrögð og foma lifnaðar- hætti og skemmtisamkoma með sýn- ingum og markaðstjöldum. Hafna- fjarðarbær styrkir hátíðina sem er haldin af félaginu Landnám sem í eiga hlut, Hafnarfjarðarbær, Flugleiðir, Ur- val- Utsýn, Fjömkráin og Viking. Rögnvaldur Guðmundsson er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar en sem ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðrbæjar tók hann þátt í því að koma fyrstu vík- ingahátíðinni á Islandi, sem haldin var sumarið 1995, á koppinn. Hver eru tildrögin að stofnun Vík- ingahátíðarinnar? „Hugmyndin kom upphaflega frá dönskum aðila sem haldið hefur svona hátíðir í Póllandi, Englandi og víðar, Lars Beck Sörensen. Hann og Gunnar Snæland sem þá vann fyrir Urval-Utsýn í Danmörku höfðu sam- band við okkur. Þeir höfðu tekið þátt í þessum hátíðum í Póllandi og Dan- mörku og voru að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að halda slíka hátíð á Islandi. Þeir viðmðu hugmyndina fyrst við Jóhannes í Fjörukránni og höfðu sfðan samband við mig, sem ferðamálafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Okkur leyst strax á að gera eitthvað í málinu. Við stofnuðum hlutafélagið Landnám haustið 1994, fengum styrk frá Hafnarfjaðarbæ og fómm svo á fulla ferð við að undirbúa víkingahá- tíð. Undirtektimar vom mjög góðar al- veg frá upphafi. Niðurstaðan varð sú að við fengum á fimmta hundrað er- lenda víkinga á hátíðina auk nokkurra Islendinga. Nú vilja fleiri Islendingar vera með og við leggjum mikla áherslu á að fá þá inn á hátíðina. Eg sé fyrir mér að í framtíðinni verði meiri- hluti þátttakenda íslendingar en síðan komi úrvals flokkur erlendis frá.“ Er markmiðið með hátíðinni fyrst og fremst menningarlegs eðlis, eða hefur hún aðallega skemmtanagildi? „Við leggjum áherslu á að þetta er menningarhátíð. Við fáum sérfræð- inga til að halda fyrirlestra. Þeir verða fjögur kvöld í röð, tvisvar í Hafnar- borg, í Norræna húsinu og á Þingvöll- um. Þar verður haldin hátíðleg stund; Heimir Pálsson ætlar að flytja erindi og heiðursgestur er Ólafi G. Einars- son forseti Alþingis. Ætlun er að bjóða bæði fróðleik og skemmtun, flétta þetta saman í eina heild til að ná til víðs hóps fólks, bama, fræðimanna og allt þar á milli.“ Hvað kom ykkur mest á óvart á síð- ustu hátíð? Heldurðu að gestir hafi uppgötvað eilthvað sem þeir ekki þekktu? „Eg held það. Sem dæmi þá feng- um við mjög góðan vitnisburð frá Þóri Magnússyni þjóðminjaverði, Jónasi Kristjánssyni í Amastofnun og Magn- úsi Magnússyni í Skotlandi." Tengdust þeir síðustu hátíð? „Magnús Magnússon var okkar að- algestur síðast. Hann var mjög já- kvæður strax í upphafi. Aðrir, eins og Þór, vom mjög efins í byrjun um að þetta væri ekta. En eftir hátíðina var hann mjög sáttur við hvemig til tókst og sagði til dæmis að ef menn ætluðu að fá innsýn í söguna, hvemig lífið í landinu var á landnámstímanum, væri líklega best að koma hingað út í Hafn- arfjörð." Á hvað leggið þið mesta áherslu? „Meiri parturinn af dagskrá hátíðar- innar fer fram á Víðistaðatúninu. Kjölfestan í þeirri dagskrá er hand- verksfólkið. Það starfar allan daginn við að búa til hluti og áhöld og selja úr tjöldum sínum.“ Er verið að sýna vinnubrögð sem tilheyra víkingatímanum? „Já, gömul og fom vinnubrögð. Margir afskaplega hæfir handverks- menn koma hingað.“ Er handverkið hluti af menning- unni? „Handverkið er að sjálfsögðu hluti af menningunni og menningararfm- um. Auðvitað vitum við ekki ná- kvæmlega hvemig víkingamir unnu né hvaða verkfæri þeir notuðu. Því verður að byggja á þeim heimildum sem til em og skálda í eyðumar, reyna að ímynda sér hvemig menn fóru að. ímyndunaraflið fær því að njóta sín upp að vissu marki. Við gerum samt sem áður heiðarlega tilraun til að end- urskapa fortíðina.“ Skiptir fortíðin einhverju máli? „Já, það hlýtur að vera mikilvægt að þekkja eigin arfleið. Mér virðist líka sem menn sýni fortíðinni áhuga í auknum mæli. Njáluslóðarsetrið á Hvolsvelli er eitt merki þess að menn séu að vakna til vitundar um eigin sögu og að þeir skammist sín ekkert fyrir hana lengur. Það er því full ástæða til að draga fram menningar- arfmn, gera hann sýnilegan." Hefur þú farið á víkingahátíðir er- lendis? „Eg hef reyndar ekki farið á nema eina litla víkingahátíð úti. En ég var mjög hrifinn af því sem ég sá og sann- færðist endanlega um að þetta ætti að geta lukkast vel og geta fallið fólki í geð. Það eru haldnar einar átta eða tíu víkingahátíðir á ári í Danmörku í dag og Danir em búnir að halda svona há- tíðir í yfir tuttugu ár.“ Hvað laðar almenning á hátíð sem þessa? „Fólki finnst gaman. Það slakar á og fer til baka í tímanum. Þar er rólegt andrúmsloft ef miðað er við tölvuöld- ina. Allt annað tempó. Eg minntist áðan á handverksfólk- ið, en annar mikilvægur hópur eru bardagamennirnir. Þeir tilheyra vík- ingafélagsskap sem ber heitið The Viking Association. Þeir verða með bardagasýningar tvisvar á dag. Þetta em erlendir bardagamenn en við emm líka með íslenskan bardagahóp sem kallar sig Rimmugýg." Hverskonar bardagar verða sýnd- ir? “Það verða háðar miklar orustur og barist þar til aðeins einn maður stend- ur uppi. í ár verður til dæmis sýndur bardaginn Þangbrandur biskup og andstœðingar Itans. Þar segir frá Þangbrandi sem kom hingað til að kristna landslýð en gekk illa og hrökklaðist að lokum úr landi. Síðan rnunu bardagamenn leika stórt hlutverk í bálförinni sem verður hluti af lokaathöfn hátíðarinnar. Kveikt verður í átta metra löngu vík- ingaskipi héma á túninu. Einn fallinn víkingahöfðingi verður borinn í skip- ið og síðan á að skjóta með eldörvum úr fjarlægð til að kveikja í því - ef veður leyfir." Var það gert, að brenna fallna höfðingja t skipum sínum? “Já. Að vísu var það yfirleitt gert úti á sjó þótt við ætlum að gera það héma á túninu. Þá var gat gert í botn skips- ins, sett í hann gijót og kveikt í, jafn- vel með hesta innanborðs. Þannig var ömggt að skipið sykki til botns en það var talin trygging fyrir friði í Valhöll." Hvað rekur erlendu vtkingar alla leið hingað fyrst það eru svona marg-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.