Alþýðublaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 Nasistadeilur splundra Wagnerfiölskyldunni Bitrar deilur eru nú uppi í Wagner íjölskyldunni en Wolfgang Wagner, sonarsonur Wagners hefur bannað syni sínum Gottfried Wagner að vera viðstaddur Bayreuthhátíðina sem hefst í næstu viku og er haldin í minningu tónskáldsins. Faðirinn Wolfgang sem stendur fyrir hátíðinni í minningu afa síns, er sagður ævareiður Gottfried syni sín- um, sem er tónfistarsagnffæðingur og heimildaþáttagerðarmaður, og hefur afneitað honum vegna bókar sem hann skrifaði um samband ömmu sinnar við Adolf Hitler. Hann segir bókina vera hreinasta slúður. Gottfried iðrast hinsvegar einskis og hefur hafið herferð gegn hinu virta íjölskylduveldi og vill neyða þau til að játa vafasaman kafla í fortíðinni sem vekur upp deilur um samband Wagnerfjölskyldunnai við Nasistana. Tónlist Wagner með hetjustefum sínum og þjóðemisbragði hefur liðið allt frá stríðslokum fyrir þann stall sem Nasistar ætluðu henni og Hitler heimsótti Bayemth jafnan vegna há- tíðarinnar og dvaldi þá í viðbyggingu Wagnerssetursins. Þrátt fyrir að tónskáldið hafi látist árið 1883 löngu áður en Nasisminn varð til, hefur gyðingaandúð hans lengi verið að á allra vitorði og er vel skráð í heimildum, og tónlist hans er ekki leikin í ísrael. Wolfgang sonarsonur Wagner hefur tlr alfaraleið Dropar úr síðustu skál rússneska keisarans, finnast í söltum sjó ARússneski Zarinn sá sænskum köfumm nútímans fyrir drykkjar- varningi áður en hljóðfærasláttur- inn þagnaði alveg í heimkynnum hans, en vegna þess varð drykkjuglaumur í síðustu veislum hans minni en til var ætlast. Sænska skipið Jönköbing sem sökk með manni og mús við Finn- landsstrendur, reyndist nefnilega innihalda síðustu drykkjarpöntun hans hátignar, samtals fimmþús- und kampavínsflöskur og 67 eik- artunnur með fínasta koníaki sam- tals nærri 6000 lítrum. Nú áttatíu árum seinna er hægt að byrja partíið. Sænskir kafarar hafa ekki einungis fundið skipið heldur einnig bjargað stórum hluta af vamingnum. “Kampavínið er af guðdómlegri gerð, Heidesieck, árgerð 1907,“ segir Claes Bergwall kafarinn, sem hefur unnið að því að bjarga farminum frá árinu 1993 en það er ómögulegt að geta sér til um hvað söluverð þessa eðaldrykkjar yrði í dag. Þegar tókst að bjarga fyrstu kampavínsflöskunum var auðvitað skálað rækilega í hópi félaganna sem stóðu að björguninni. Enn um sinn má þó stærsti hluti farmsins liggja óhreyfður þar til fæst ein- hver til að fjármagna björgunina sem er mjög kostnaðarsöm. Claes, segir það möguleika að selja hluta af farminum á alþjóðleg vínuppboð en hann vill ekki ljóstra upp um hvað á að gera við sjálft skipið. Enn er ekki ljóst hversu mikið er heillegt af því. Það liggur á 64 metra dýpi og þeir geta aðeins dvalið í tuttugu mínútur í senn í kafi. Sænsku kafaramir hafa ekki trú á því að það rísi upp deilur um eignarrétt þótt það sé fundið í fmnskri landhelgi. Það er ljóst að saltur sjór hefur hugsanlega eyði- lagt eitthvað af hinum dýrmæta koníaksfarmi, en þrátt fyrir það er fundurinn mjög merkilegur. Frá Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur Sumarferð félagsins er áætluð laugardaginn 26.7. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir, en meðal annars verður farið á Selfoss, að Úlfljótsvatni og að Nesja- völlum. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Fyrir hönd stjórnar, Rúnar Geirmundsson lengi strítt við að hreinsa nasista- stimpilinn af afa sínu, í fyrstu ásamt bróður sínum Wieland, og vegna þessa hefur tónskáld- um af gyðing- legum uppmna oft verið boðið að taka þátt. En fortíðin eltir fjölskylduna og nú síðast bít- ur hún í skottið á sér með útkomu bókarinnar sem nefnist: Hann sem ekki ýlfrar með úlfinum, en úlfsnafnið vísar til Hitlers sem bræðumir Wolf- gang og Wieland þekktu á sínum sokkabandsámm sem Wolf frænda. Hitler skrifaði Mein Kampf á bréfsefni Wagnerfjölskyldunnar meðan hann sat í fangelsinu. Gottfried lýsir í bók- inni og ófáum viðtöl- um við fjölmiðla hvemig Winifried hin enska amma hans, sem sá um Bayemth - hátíðina eftir dauða manns síns árið 1930, dáði Hitler opinskátt löngu áður en hann komst til valda. Hún heimsótti Hitler í fangelsið árið 1920 og gaf honum merktan pappír frá Wagnerljöl- skyldunni en það var bréfsefnið sem Hitler notaði til að skrifa Mein Kampf. Winifried sniðgekk allar hjálparbeiðnir frá gyðingum úr hópi listamanna sem höfðu komið fram á hátíð- inni en vom nú dæmdir til dauða í helförinni. Winifried hélt áfram að dá for- ingjann löngu eftir ósigur Nasista og skál- aði við skoðanasystkin sín fýrir blessuðum Adolf Hitler. Gottfried hefur einnig lýst því yfir að faðir hans hafi talað við hann um sigra Nasista með jákvæðum undir- tón og jafnframt reynt að hvítþvo hátíðina af Nasistafortíð sinni. Þeir hafa ekki talað saman síðan Gottfried fór í heimsókn til Israel þar sem hann ræddi um gyðingaandúð Wagners. „Ég hef ýmislegt alvar- legt að athuga við inni- hald allra Wagneróper- anna,“ segir Gottfried. „Þær em fullar af ras- isma og kvenfyrirlitn- ing þeirra er tíma- skekkja og í raun ómannleg." Tónlist Wagner meö hetjustefum sínum og þjóðernisbragöi hefur liö- ið allt frá stríðslokum fyrir þann stall sem Nasistar ætluðu henni og Hitler heimsótti Bayeruth jafnan vegna hátíðarinnar og dvaldi þá í viðbyggingu Wagnerssetursins. Foringagrúppían Winifred ásamt Herman Goering áriö 1936 á Bayeruth hátíðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.