Alþýðublaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Menningararfleiðin og myndlistin: Fornsögurnar þóttu púkó Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur setti upp og valdi verkin á sýninguna Sögn í sjón í Listasafni íslands. Margrét Elísabet Ólafsdóttir fékk hann til að skýra nán- ar frá þema sýningarinnar og frá tilurð hennar. Sýningin Sögn í sjón sem nú stend- ur uppi í Listasafni Islands er forvitni- leg fyrir margra Wuta sakir. Sýningin er vissulega ekki mjög stór, hún telur aðeins þrjátíu og sex verk, en hún vekur spumingar um tengsl íslenskra myndlistarmanna við bókmenntaarf- inn. Þegar sýningin er skoðuð vekur athygli hve sundurleit verk er þar að finna, en jafnframt að þau em ekki öll jafn merkileg eða spennandi skoðuð út frá listrænu sjónarmiði. Hins vegar er athyglisvert að sjá hvemig íslensk- ir myndlistarmenn hafa meðhöndlað fombókmenntimar og óhætt að segja að þær veitt þeim ólíkan innblástur; Ásgrímur Jónsson og Finnur Jónsson sýna á hefðbundin hátt ákveðin atvik eins og Vignir Jóhannsson sem fer aðra leið; Ragnheiður Jónsdóttir og Haraldur Guðbergsson túlka hug- myndir; Magnús Pálsson og Friðrik Þór Friðriksson em framsæknir. Sögn í sjón vekur upp spumingar um tilgang slíkrar sýningar og um for- sendur hennar. Því þótti við hæfi að fá Aðalsteinn Ingólfsson hstfræðing sem valdi verkin á sýninguna og setti hana upp til að svara þeim. Hver var kveikjan að sýningunni Sögn ísjón? Ámastofnun átti frumkvæðið. Hún vildi halda sýningu á handritunum í tilefni af heimkomunni og hafði áhuga á að eiga víðara samstarf um fleiri sýningar þeim tengdar. Þannig er sýningin í Listasafiii íslands til- komin og einnig sýning á mynd- skreytingum við fomritin sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Hvemig voru verkin valin á sýning- una? Eins og alltaf við undirbúning sýn- inga af þessu tagi skoðuðum við öll þau verk sem gátu komið til greina. Eftir að hafa kannað hvað væri til og hvaða verk vora fáanleg var fundinn flötur á þeim verkum og loks fór fram endanlegt val. Þú skrifar í sýningarskrá að ís- lenskir myndlistarmenn hafi yfir höf- uð ekki sýnt fomsögunum mikinn áhuga. Þetta er eins og með ftskveiðamar. Þær eiga að vera okkar aðalatvinnu- grein en samt hafa þær ekki verið áberandi viðfangsefni í íslenskri myndlist. Hið sama gildir um menn- ingararfleiðina, miðaldabókmenntir og þjóðsögur. Það hefur ótrúlega lítið verið fjallað um þær í íslenskri mynd- list miðað við hvað þær era mikilvæg- ar fyrir þjóðina og reyndar evrópskar bókmenntir í heild sinni. Kanntu einhverja skýringu á þessu áhugaleysi? íslendingar vildu flýta sér svo mik- ið að vera módem að þeir snera baki við fortíðinni. Þeir vildu strax byija að búa til heimslist. Gömul minni úr þjóðsögunum og fombókmenntunum urðu útundan. / sýningarskrá skrifar þú að ís- lenskir myndlistarmenn hafi sýnt sam- tímanum meiri áhuga. Er það ekki eðlilegt? Eiga myndlistannenn að velta sér upp úr fortíðinni? Þetta er eins og með mannkynssög- una. Þeir sem ekki kunna skil á henni þekkja ekki sýna eigin fortíð. En það er nauðsynlegt að þekkja fortíðina til að vita hvaðan þú ert sprottinn og hvort þú ert skapandi. Getur verið að íslenskir myndlist- armenn hafi ekki sýntfortíðinni áhuga af því þeir gátu ekki stuðst við ís- lenska myndlistarhefð þar sem hún var ekki til? Þeir hefðu alveg getað búið til myndlistarhefð eins og Norðmenn og Finnar gerðu. Þeir áttu ekkert meiri hefð í myndlist en við. En þegar Finn- amir fóra að búa til myndlist byijuðu þeir á að leita í kallivallað. Okkar myndlistarmenn voram að- eins seinna á ferðinni svo kannski má einfaldlega rekja þetta til tíðarandans. Það er eins og við höfúm misst af lest- inni. Það þótti púkó að vera fom- eskjulegur þegar við byrjuðum að búa til myndhst. En skiptir það einhverju máli að skapa nýja hefð úr fortíðinni? Ég held að Finnar og Norðmenn hafi gert þetta ekki vísvitandi heldur hafi þetta legið í loftinu. Finnar hafa eflaust fundið hjá sér þörf til að nýta menningararfmn til eflingar þjóðar- vitundinni og þjóðemiskenndinni enda vora þeir undir Rússum á þess- um tíma. Við voram undir Dönum á þeim tíma sem við eignuðumst okkar fyrstu myndlistarmenn. Það hefði því mátt búast við því að þeir fyndu hjá sér svipaða þörf og Norðmenn og Finnar til að rækta þjóðemisvitundina með því að leita í bókmenntimar. En þeir gerðu það nánast ekkert og þjóðrækn- in í íslenskri myndlist birtist einna helst í málverkum af íslensku lands- lagi. Þegar þú varst að velja verk á sýn- inguna, tókstu þá eftir einhverju sem gœti kallast sameiginlegt með verkun- um sem fjalla umfomritin? Ekki get ég sagt það. Að vísu era þrívíddarverkin heildstæðari en mál- verkin. Það er eins og viðfangsefhið liggi betur fyrir þeim en málverkinu. Annars hef ég ekki velt þessu neitt sérstaklega fyrir mér. Þó er greinilegt að yngri kynslóðin hefur verið sprækari að fást við fom- bókmenntimar en hinar eldri. Þeir rót- tæku og óþjóðlegu pæla í fortíðinni með sýnu nefi. Menn einsog Magnús Pálsson, Magnús Tómasson og Daní- el Magnússon. Getur verið að þessir myndlistar- menn, þeir sem sumir gagnrýna fyrir að vera of ginkeyptir fyrir erlendum áhrifum, þeir sem eru hvað nœst sam- tímanum, séu eftir allt saman þjóð- legri en hinir sem vilja ekkert af er- lendum straumum vita? Þeir virðast í það minnsta hafa náð fullkomnu jafnvægi í list sinni; þeir nýta sér nútímatækni og erlend áhrif en myndefnið sjálf snertir okkur ís- lendinga prívat. Og kannski þessi kynslóð sé sú þjóðlegasta af öllum. Þetta á ekki aðeins við um þrívídd- arverkin á sýningunni. Ragnheiður Jónsdóttir fjallar um Völuspá út frá ógnum nútímans og túlkun Vignis Jó- hannssonar á atviki úr Egilssögu er afar ferskt. Það sést á þessum verkum að núlifandi íslenskir myndlistarmenn hafa pælt í þjóðsögunum, jafnvel á út- lenskum forsendum. Þeir leggja nýjan skilning í söguna. Það má sjá merki um þetta á Suður- götu 7 sýningunni sem nú er á loftinu í Nýlistarsafninu. Til dæmis í verkum Steingríms Eyfjörð og Friðriks Þórs. Var mikil fjölbreytni í þeim verkum sem þú skoðaðir? Fjölbreytnin er eflaust meiri í þrí- víddarverkunum. Það er mikil munur á verkum Einars Jónssonar og Frið- riks Þórs Friðrikssonar. Það er þó óhætt að segja að það komi fram öll möguleg sjónarhom. Sum nýrri verk- in era ofurlítið flókin en í rauninni gildir hið sama um verk Einars Jóns- sonar. Hugmyndimar á bakvið verk Einars og allt sköpunarferli þeirra era álíka flóknar og hjá Magnúsi Páls- syni. Er hægt að greina meiri áhugafyr- ir ákveðnum bókmenntaverkum en öðrum? 1 heildina er hægt að segja að áhug- inn sé mestur á Völuspá og á áhrifum Snorra-Eddu. Þessi verk em miklu meira en sögulegar frásagnir. Þetta eru mýtur. í þeim koma fram ákveðin heimssýn og ákveðinn skilningur á lífinu og dauðanum. Snorri og Völuspá standa kannski nœr myndlistarmönnum en sjálfar fomsögumar? Þau eru auðvitað meira hugleg en frásögnin í Egilssögu. Og það er ekki ólíklegt að menn vilji gera þær að tákni fyrir eitthvað sem við skynjum úr samtímanum og úr fortíðinni. For- tíð sem við teljum að sé séríslensk. Geturðu nefiit dœmi? Ragnarrökin í Völuspá og heimsendirinn sem þar er spáð. Við höfum oft staðið frammi fyrir hug- myndum um heimsendi og í Ragnar- rökum er sláandi lýsing á eyðingu allrar sköpunnar. Hún er í senn fom um leið og hún minnir á lýsingar af eyðingu af völdum kjamorku- sprengju. Er hœgt að benda á eitthvert þeirra listarverka sem jjalla um miðaldabók- menntir okkar og segja að það hafi markað tímamót í íslenskri myndlist- arsögu? Ekki get ég sagt það. Fæst þeirra hafa skipt sköpum. Nema verk Magn- úsar Pálssonar. Það er eitt af lykil- verkununt í íslenskri myndlist. Það er í því stórbrotin hugsun og djörfung í efnismeðferð. Túlkunin er mikilfeng- leg. Það era ekki mörg slík verk í ís- lenskri myndlist. Það hefur enginn íslenskur mynd- listarmaður einbeitt sér að því að fjalla um fombókmenntimar? Nei. Ég held það sé óhætt að segja að þær séu aukageta hjá flestum. Sýningunni Sögn í sjón i Listasafnilslands, Fríkirkjuvegi 7 lýkur 17. ágúst. Safnið er opiö alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.