Alþýðublaðið - 16.12.1997, Síða 3
Desember 1997
AIÞYÐUB LAÐ IÐ
3
Bjartsýni og kraftur
Nú er komin liðlega ársreynsla af
því samstarfi sem hleypt var af
stokkunum með sameiningu
þingflokka Alþýðuflokks og
Þjóðvaka í einn þingflokk,
þingflokk jafnaðarmanna. A
þessu ári hefur umræðan um
sameiginlegt framboð jafnaðar-
manna fengið mikinn hljómgrunn
og þingflokkurinn hefur gegnt
veigamiklu hlutverki í þeirri þróun.
Alþýðublaðið átti stutt spjall við
Rannveigu Guðmundsdóttur um
samstarfið í þingflokknum, áhersl-
ur hans og framtíðarsýn.
Hvernig hefur samstarfið verið í
þingflokki jafnaðarmanna?
Ég er mjög ánægð með
þingflokkinn. Það ríkir einhugur í
okkar röðum, samstarfið er gott og
umræða einlæg. Það var rétt
ákvörðun að sameinast í einum
þingflokki og þeim forystumönn-
um til sóma sem hlut áttu að máli.
Þama var lagt upp með nýja
framtíðarsýn sem að mínu mati á
eftir að gjörbreyta landslagi ísl-
enskra stjómmála.
Sameiningin leiddi til þess að
þingflokkurinn fékk aukin áhrif,
hann varð forystuafl í stjómarand-
stöðu og sú forysta birtist bæði í
nefndarstarfi og umræðu á Alþingi.
Á þessu hausti höfum við reyndar
lagt áherslu á aukna samvinnu
stjómarandstöðu og sú samvinna
gerir það að verkum að
stjómarandstöðuflokkamir leitast
fremur við að vera með sameigin-
legan málflutning og samhljóm í
sinni afstöðu en að sérgreina sig á
flokkslegum línum.
Hver hafa helstu málin ykkar
verið í haust?
Þingflokkurinn hefur flutt
veigamikil og stefnumarkandi mál
saman auk þess sem þingmenn
hafa flutt mjög mörg þingmann-
amál og fengið
til liðs við sig
meðflutnings-
menn frá hinum
stjómarandstöðu-
flokkunum. Við
höfum þannig
flutt mun fleiri
mál þvert á
flokksböndin á
þessu hausti en í
fyrra. Af þeim
málum sem við í
þingflokknum
höfum flutt
saman ber hæst
fmmvarp okkar
um veiðileyfa-
gjald en ásamt
því höfum við
flutt tillögur um allan fisk á
fiskmarkað, takmörkun á framsali
kvóta og fleira er varðar sameigin-
lega auðlind landsmanna. Önnur
þingmál okkar er varða sameigin-
lega auðlind snúa að hálendinu,
virkjun fjallvatna, auðlindir í jörðu
og almannahag. Auk þessa höfum
við flutt mörg mál sem varða hag
fjölskyldnanna auk þess sem við
höfum leitað upplýsinga með
skýrslubeiðnum til að móta frekar
stefnu okkar í málefnum fjölskyld-
unnar. Þá vil ég nefna fmmvarp
þar sem lögð verður aukin ábyrgð á
bankana við útlán og bannað
verður að gera fjámám í eignum
ábyrgðarmanns vegna kröfu sem
rakin verður til ábyrgðar. Mál af
svipuðum toga er fmmvarp um
greiðsluaðlögun sem miðar að
auknum stuðningi við fjölskyldur
sem komnar em í fjárhagsþrot og
ég nefni stefnumörkun á málefnum
aldraðra og fjölmörg mál sem snúa
að félagslegum réttindum eða
aðgerðum í málefnum bama. Ef ég
á að lýsa þingflokknum myndi ég
segja að í honum ríki bjartsýni og
kraftur.
Nú var hörð umræða á dögunum
um stjórnsýslu á hálendinu.
Já við leggjumst gegn hugmynd-
um félagsmálaráðherra um að
framlengja sveitarfélögin sem
liggja að hálend-
inu upp til jökla.
Það er fráleitt að
deila hálendinu
upp á milli
sveitarfélaganna
með þessum
hætti, hinsvegar
kemur fljótlega
til umræðu á
Alþingi fmm-
varp forsætis-
ráðherra um
þjóðlendur og
það fjallar um
eignarétt þar sem
gerð em glögg
skil á milli
eignarréttar ein-
staklinga og almannahagsmuna.
Það fmmvarp er í anda okkar jaf-
naðarmanna en fyrir 30 ámm lagði
Bragi Sigurjónsson, þingmaður
Alþýðuflokksins, fram frumvarp
um þetta efni. Frá þeim tíma hefur
"landið þjóðareign" verið með
helstu baráttumálum jafnaðarman-
na og birst í þingmálum og málflut-
ningi. Ég vek athygli á því hlutver-
ki sem Alþýðuflokkurinn hefur
haft í íslenskri pólitík að vera oft
fyrstur með mikilvægar hugmyndir
og leita stuðnings við þær ámm og
áratugum saman, þó við jafnaðar-
menn uppskerum ekki alltaf þegar
árangur næst.
Nú verða þáttaskil í
þingflokknum þegar Jón Baldvin
hverfur til trúnaðarstaifa erlendis.
Já sæti Jóns Baldvins verður
vandfyllt og það verður mikill
sjónarsviptir að honum úr íslenskri
pólitík. Én þáttaskil skapa oftast
nýja stöðu og það sem einkennt
hefur þingflokk jafnaðarmanna er
hátt hlutfall kvenna. Nú eflumst
við konur enn því á nýju ári
verðum við 5 af 11 þingmönnum
þingflokksins - þetta er glæsileg
staða. Það em margir öflugir þátt-
takendur í stjómmálum en það em
ekki inargir sem skapa stjómmál
eins og Jón Baldvin hefur gert og
ég spái að eftirmæli um hann verði
glæstari en umsagnimar sem hann
fékk meðan hann var á vettvangi.
Slík em örlög atkvæðamikilla
stjómmálaforingja. Jón hefur valið
að víkja nú. Hann hefur verið ötull
brautryðjandi í sameiningarmálum
og ég met það svo að með brott-
hvarfi sínu hafi hann viljað skapa
svigrúm fyrir nýtt fólk til að skapa
og fylgja eftir stjómmálum
morgundagsins. Sighvatur hefur
nú tekið við boðkeflinu, hann hefur
verið afdráttarlaus í baráttunni fyrir
sameiginlegu framboði. Sú afstaða
hefur haft mikið að segja fyrir hið
góða samstarf í þingflokknum. Og
á vettvangi sameiningar er mikið
að gerast.
Unt leið og við í þingflokki jafn-
aðarmanna þökkum Jóni farsælt
samstarf, óskum við þeim hjónum
ánægjulegrar dvalar í nýjum
heimkynnum og megi gæfan fylgja
þeim í nýjum störfum sem þau hafa
kosið að hverfa til.
Sameiningin leiddi til
þess að þing-
flokkurinn fékk aukin
áhrif, hann varð
forystuafl í
stjórnarandstöðu og
sú forysta birtist bæði
í nefndarstarfi og
umræðu á Alþingi.
Barátta Reykjavikurlistans
gegn atvinnuleysi skilar árangri
Atvinnuleysi hefur
ekki verið minna í
Reykjavík á þessum
árstíma síðan 1992.
Á árunum 1991 - 1993 jókst
atvinnuleysi um 400%. D-listinn
hafði það eina úrræði í atvin-
numálum að setja á fót
átaksverkefni. Átaksverkefni sem
fólk vann við í nokkra mánuði og
var svo jafn atvinnulaust eftir sem
áður. Seinasta árið eyddi hann
500.000.000,- í þessi verkefni, sem
engu skiluðu.
Eftir kosningasigurinn 1994 var
ljóst að breyta þurfti áherslum
borgarinnar í atvinnuuppbyggingu
og aðstoð við atvinnulausa.
Starf atvinnumálanefndar var
eflt og gert markvissara - styrkir til
atvinnu-uppbyggingar voru aug-
lýstir.
Stofnun sérstakrar Atvinnu og
ferðamálastofu var undirbúin og
tók hún til starfa í ágúst 1995.
Byrjað hafði verið á ýmsum
verkefnum hennar mun fyrr eða á
árinu 1994.
Verkefnum var skipt milli þess-
arar nýju Atvinnu- og ferða-
málastofn og Aflvaka hf.
Atvinnulausum snarfækkaði í
Reykjavík
Fleiri nefndir á vegum borgarinnar
vinna og hafa unnið að atvinnu-
uppbyggingu með góðum árangri.
T.d. beittu Veitustofnanimar sér
fyrir byggingu raforkuvers á
Nesjavöllum sem kom á stað átaki
í stóriðju.
Bæði ísal og
Jámblendiverksmiðjan tóku við
sér þegar ljóst var að nýir aðilar
komu inn á orkumarkaðinn, þ.e.
Norðurál í Hvalfirði.
Af verkefnum stofunnar má
nefna sem dæmi.
Viðskiptaráðgjöf við nývirkja
verkmiðstöð í Reykjavík (í
Þingholtsstræti). Job-Club
verkefnið sem hjálpar atvinnu-
lausum út í vinnumarkað á ný.
Brautargengi, nám fyrir konur,
sem byrja í eigin rekstri. Gangskör,
nám og starf, ætlað atvinnulausum.
Nefna má einnig ýmis sam-
starfsverkefni við ÍTR.
Styrkir Atvinnumálanefndar
skiluðu sér. Dæmi um slíkt er
styrkur til prófunar harðkoma-
dekkja, sem em að verða vinsæl í
vetur og einnig má nefna framlag
til stofnunar undirbúningsfélags til
byggingar sérstakrar
Vetnisperoxið verksmiðju sem
getur risið í Gufunesi og nýtt hluta
aðstöðu Áburðarverksmiðjunnar
(vetnisperoxið er vistvænt
bleikiefni sem notað er í staðinn
fyrir klór).
Fólk getur haft ýmsar skoðanir á
stóriðju - en ég tel að þessi
stóriðjuáform hafi þurft að verða
að veruleika núna - þó full ástæða
sé til að fara varlega í framtíðinni.
Ennþá er atvinnuleysi í
Reykjavík en það er stefnt
markvisst að því að það minnki
enn á næstu misserum. 1
fjárhagsáætlun borgarinnar er
ætlað sérstökum fjármunum til að
hjálpa atvinnulausum á vinnu-
markaðinn á ný.
Stöðugt atvinnulíf sem getur
boðið góð lífskjör er nauðsyn til að
hér geti þróast það mannlíf sem við
viljurn hafa hér á landi og fólk
þurfi að leita mannsæmandi lífs-
kjara í útlöndum.
Þannig getum við búið ungu
fólki bjarta framtíð við nám og
störf á Islandi.
Pétur Jónsson.