Alþýðublaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 tlMDUBIMÐ 20879. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Rússafiskur Víða um land - sérstaklega á Austfjörðum og á Norðurlandi - hafa landanir rússneskra togara verið atvinnulífí mikil lyfti- stöng. í fyrstu mættu þessar landanir mikilli andstöðu, meðal annars núverandi og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem reyndu að leggja stein í götu þessara landanna. Það er ekkert launungarmál að Alþýðuflokkurinn knúði á um að þessar land- anir yrðu leyfðar og reynt fyrir sitt leyti að styðja við bakið á þeim. Á tímum aflabrests á heimamiðum er nauðsynlegt að sjávarútvegurinn alþjóðavæðist og reyni að fá óunninn afla er- lendis frá til vinnslu hér á landi. Skilningsleysi yfirvalda á þessu vekur nokkra furðu. Sjávar- útvegsráðuneytið í tíð Þorsteins Pálssonar hefur oft og tíðum minnt meira á útibú frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna en æðsta yfirvald í málefnum sjávarútvegsins. í þessu máli þvældist ráðuneytið fyrir athafnamönnum í sjávarútvegi, í stað þess að ýta undir jákvæða þróun. Þær fréttir berast nú frá Nor- egi, að þar landi nú rússneskir togarar jafn miklum þorski á land og heimamenn. Hér er eftir miklu að slægjast og mikilvægt að íslendingar keppi að því að eitthvað af þessum fiski komi til vinnslu hér á landi. Til þess þarf sjávarútvegurinn stuðning stjómvalda, en ekki eins og í tíð Þorsteins Pálssonar, að draga þurfi stjómvöld nauðug viljug til þessa verks. Smuguveiðar Þó Þorsteinn Pálsson væri seinn til verka þegar Rússafiskur var annars vegar, verður ekki það sama sagt um Smuguveiðarn- ar. Ráðherrann vildi banna veiðamar og hafði látið útbúa reglu- gerð þess efnis þegar utanríkisráðherra greip í taumana og fékk málið stöðvað í ríkisstjóm. íslendingar eiga auðvitað sama rétt og aðrar þjóðir til úthafsveiða og að við okkur sé samið um þau efni, en ekki send herskip á miðin. Smuguveiðamar hafa verið mikil búbót. Úthafsveiðar fslend- inga hafa skilað þjóðarbúinu gríðarlegum verðmætum, eða sem svarar 2,7 milljörðum króna ef miðað er við óslægðan fisk upp úr sjó. Viðbótarverðmætasköpun hér innanlands gæti verið annað eins. Ef miðað er við fjögurra manna íjölskyldu þá gera þetta um 58 þúsund krónur á ári og gæti auðveldlega verið tvö- föld þessi upphæð að lokinni vinnslu aflans. Sjálfstætt fólk er hetjusaga, íslensk hetjusaga. Það hefur sumum gengið veist erfitt að skilja, af því íslendingar hafa ekki tekið mark á öðrum hetjum en þeim sem þrífast í Njálu. En blekið í Njálu er þornað og alls óvíst að andlegir ættingjar Skarphéðins Njálssonar eða Egils Skallagrímssonar eigi miklu gengi að fagna í samtímanum. Líklega búa nokkrir slíkir austast á Eyrarbakka um þessar mundir.“ Bankinn og bæjarhóllinn Vormorgun einn fyrir margt löngu stóðum við Guðmundur bóndi Jóns- son á bæjarhól Stóru-Avíkur í Ames- hreppi á Strönd- um. Veðrið var milt, stillt og kyrrt einsog í stafsetn- ingarstxlunum hjá Axel kennara Melaskóla, sólin skein spegilskyggðan fjörðinn. Um nóttina höfðum við Guðmundur bóndi setið og teflt í eldhúsinu: spjallað um heima og geima yfir göróttum miði. I bítið fómm við og gáfum svöngum kindum súrhey. Söngfuglar héldu dýrlegan konsert fyrir okkur, og loft- ið var þmngið gróðurangan líktog í skáldsögu eftir Indriða G. Reykjanes- hyman var búin að kasta af sér vetrar- möttlinum og gnæfði hnarreist yfir víkinni: forðum fóstraði hyman úti- legumann í helli sínum. Hann slapp í hollenska duggu, og er úr sögunni. Þessi morgunn var semsagt, í einu orði sagt, allsherjar lofgjörð til sköp- unarverksins. En það er ekki fegurð himinsins eða söngur fuglanna sem festi þessa stund í huga mér, þannig að mér verður einatt hugsað til hennar hugs- að. Nei, það sem gerði stundina ógleymanlega var þegar ungur og tápmikill Guðmundur bóndi spurði mig: „Veistu afhveiju ég get ekki hugsað mér að fara héðan?“ Hann beið ekki eftir svari, enda virtist hann allt eins beina spumingunni til Reykjaneshymu ellegar norður í Selssker: „Afhverju ég get ekki hugs- að mér að hætta þessu endalausa basli og flytja á mölina? Það er vegna þess að hér er ég sjálfs mín herra og hús- bóndi. Hér er ríki mitt.“ Sagði Guðmund- ur bóndi. Við skild- um hvor annan. Sjálfstætt fólk Seinna las ég Sjálfstœtt fólk. Þar em ræður eftir Bjart í Sumarhúsum sem em mjög á sömu nótum og yfir- lýsing Guðmundar bónda á bæjarhól Stóm-Avfkur. Margir urðu víst bæði reiðir og móðgaðir yfir þeirri mynd sem Laxness dró upp af sveitah'fi og sjálfstæðisdraumum. Einn góður maður gat aldrei fyrirgefið Laxness að tíkin hans Bjarts skyldi vera lúsug í sögunni. Það taldi hann ósvífna árás á Framsóknarflokkinn. Sjálfstætt fólk er hetjusaga, fslensk hetjusaga. Það hefur sumum gengið veist erfitt að skilja, af því íslending- ar hafa ekki tekið mark á öðmm hetj- um en þeim sem þrífast í Njálu. En blekið í Njálu er þomað og alls óvíst að andlegir ættingjar Skarphéðins Njálssonar eða Egils Skallagrímsson- ar eigi miklu gengi að fagna í sam- tímanum. Líklega búa nokkrir slíkir austast á Eyrarbakka um þessar ntundir. Hveijir em hetjur? Kappi, hraust- menni segir orðabókin, bera sig eins og hetja. Það er nú allt og sumt. (Orðabókarskilgreining á kappa er: Hetja, garpur; hraustmenni.) Ekki mikið á menningarsjóðsbiblí- unni að græða í þessum efnum, sem- sagt. En Bjartur í Sumarhúsum var hetja. Og Guðmundur í Avík ekki síður. Afhverju? Jú, þeir sögðu báðir forlögunum stríð á hendur. Börðust fram í rauðan dauðann og rauða myrkur ef með þurfti. Hitt er annað mál, að ekki em allar hetjur skemmti- legar. Bjartur var tilaðmynda hroða- lega leiðinlegur oft og tíðum. Það var Guðmundur bóndi hinsvegar aldrei. (Innskot um hetjur: Önnur hetjuteg- und er sú sem kennd er við stríð. í Júgóslavíu sálugu hitti ég stríðsgarpa sem töldu sér til tekna að hafa í hel slegið fjendur í tugatali. Félagar þeirra vom uppveðraðir og harla glaðir yfir því að eiga svona duglega vini. Mér þóttu þessir menn litlar hetjur, en sjálfsagt verða skrifaðar um þá júgóslavneskar Islendingasögur þegar fram líða stundir.) Að kyssa vöndinn Ef enn em til hetjur á íslandi, þá em þær trúlega flestar í sveitum landsins. Engri stétt manna á Islandi er nefhilega gert eins óhægt um vik að sjá sér farborða: bændur em fóm- arlömb skipulagðrar fátœktar. Kvótakerfi og miðstýring veldur því að ungt og dugandi fólk á litla eða enga möguleika á að lifa af búskap. Enda em íslenskir bændur einhver elsta starfsstétt í heimi. Uppum sveit- ir landsins er að verða til öreigastétt smábænda sem á allt sitt undir náð og miskunn Bankans. A sama tíma auk- ast umsvif fárra stórbænda sem smámsaman auka umsvifin, kaupa upp jarðir og ffamleiðslukvóta. í reynd er fjöldi bænda ekkert annað en leiguliðar á jörðum feðra sinna og mæðra. Það fór aldrei svo að léns- skipulagið festi ekki rætur á Islandi. Það er nöturlegt að hugmynda- ffæðingar hinnar skipulögðu fátæktar koma flestir úr bændastétt. Að vísu hefur verið á það bent, að höfuðból afturhaldsins standa víðar en á Selja- völlum, Bergþórshvoli og Höllustöð- um: en þar ríkja þeir menn sem em sjálfskipaðir vinir bænda, hugmynda- fræðingar hinnar skipulögðu fátækt- ar, varðgæslumenn óbreytts ástands. Okkur tókst að þrauka í sveitum landsins við rýran kost lengstaf í þús- und ár. Auðvitað munu íslenskir bændur líka standa af sér hjálpræðið frá Seljavöllum. En þá þurfa þeir nátt- úrlega að slíta sig úr hinu kæfandi faðmlagi við skipuleggjendur fátækt- arinnar. Annað heitir að kyssa vönd- inn. Hvað ber að gera? Hvað ber að gera, Guðmundur bóndi? Þetta hér: Burt með kvóta, burt með framleiðslustýringu, burt með ofstjóm. Við eigum að gefa rösku og dugmiklu fólki tækifæri til að byggja upp búskap. Við eigum að hætta að borga fyrir framleiðslu en nota þá milljarða sem nú em til skipt- anna í búsetustuðning - jafnt til allra. Við eigum að gera jreim bændum sem komnir em á efri ár, og vilja bregða búi, kleift að hætta með sæmd. Umfram allt: við eigum að losa bændur úr viðjum hinnar skipulögðu fátæktar - áðuren Bankinn eignast alla bæjarhóla í landinu. Einsog gengur og á Hrafn Jökulsson i ý ýý; % ’ ^ skrifar Jöfnun húshitunar- kostnaðar Húshitunarkostnaður vegur þungt í útgjöldum fjölskyldna víða um land. Fyrir forgöngu Alþýðuflokksins hafa niður- greiðslur á húshitunarkostnaði stóraukist á kjörtímabilinu. Nið- urgreiðsla á rafmagnsnotkun meðalfjölskyldunnar hefur hækk- að úr 20.719 krónum á ári í 41.400 krónum eða um 100%. Á föstu verðlagi nemur hækkunin nálægt 75%. Kæmi til niðurgreiðslna og afsláttar á húshitunarorku næmi orkureikningur meðalljölskyldunnar á veitusvæði Rarik um 140 þúsund krónum á ári. Eftir þær breytingar sem orðið hafa í tíð núverandi ríkisstjómar er orkukostnaður sömu fjölskyldu um 83 þúsund krónur, eða um 40% lægri en ella. Þetta er afar mikilvægur árangur í því að jafna lífskjörin á landsbyggðinni og enn ein sönnun þess að Alþýðuflokkurinn hefur náð miklum árangri á erfiðum tímum í efnahagslífi landsmanna. Dagatal 28. febrúar Atburðir dagsins 1574 Þrír breskir sjómenn brenndir á báli í Mexíkó, fyrstu fómarlömb Rannsóknarréttarins illræmda í nýja heiminum. 1912 Fyrsta fallhlífar- stökk sögunnar framkvæmt af Albert nokkrum Beny. 1920 Þilskipið Val- týr fórst fyrir sunnan land og með þvi 30 manns. 1950 Breska olíuskipið Clam fórst við Reykjanes. Björgun- arsveit ffá Grindavík bjargaði 23 mönnum en 27 fórust. 1986 Olaf Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar og leiðtogi jafnaðarmanna, skotinn til bana á götu í Stokkhólmi. Málið er óupplýst. Afmælisbörn dagsins Charles Blondin franskur línudans- ari sem trítlaði á stultum yfir Niag- arafossa, 1824. Stephen Spender breskt Ijóðskáld og gagnrýnandi, 1909. Zero Mostel bandarískurgam- anleikari, 1915. Brian Jones einn af stofnendum Rolling Stones, 1942. Lokaorð dagsins O, er ég nokkuð að deyja? Hann mun ekki aðskilja okkur, við höfum verið svo hamingjusöm! Hinstu orð enska rithöfundarins Charlotte Bronte (1816- 55). Annálsbrot dagsins Vetur frá jólum til þess daginn eftir Matthíasmessu snösusamur með snjógangi og blotum. Gjörði þá góða hláku, sem hélzt með regni til Greg- oriimessu, síðan snjógangur. Ólafur biskup í Skálholti deyði þann 3. Janu- arii. Stúlka varð úti í Garðahrauni þann 28. Jan. Ölfusvatnsannáll, 1753. Lof dagsins Er það mála sannast að furðu gegnir hvfiíku valdi þetta tuttugu og tveggja ára gamla skáld hefur náð á viðfangs- efnum sínum, jafnt að formi sem efni. Jóhannes úr Kötlum um fyrstu bók Hannesar Péturssonar, Þjóðviljinn 23. febrúar 1955. Málsháttur dagsins Það er ekki hægt að gera tvo mágana úr einni dótturinni. Orð dagsins Út ert þú við eyjar blár en eg er setztur að Dröngum; blóminn fagur kvenna klár, kalla eg til þín löngum. Skák dagsins Endatöflin er sjaldnast öll þarsem þau eru séð. Staðan f skák dagsins virðist ekki bjóða uppá mikil tilþrif, en enska stórmeistaranum Plaskett sem hefur hvítt og á leik, tókst nú samt að knýja Tkatschiew til upp- gjafar með einum snjöllum leik. Hvað gerir hvítur? ájs 4^ X X M'' * X * % fgi u ,4 X K > m A A Æ • X A * | | A A 0 • ■ 0$ ■ b c d e f g h 1. He5! Meira þarf ekki til: Hvíta staðan er unnin. Drepi svartur hró- kinn skákar riddarinn á e5 og tekur síðan svarta hrókinn á g4. Ella kemst hvíti hrókinn til a5. Þá fellur peðið á a7 og síðan er þess skammt á að bíða að peð hvíts bmni uppí borð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.