Alþýðublaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAЮ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð Flugmálastjórn Laus staða Staða umdæmisstjóra Flugmálastjórnar í Norðurlandsum- dæmi er laus til umsóknar. Tæknifræði- eða sambærileg menntun er áskilin, sem og mjög góð enskukunnátta. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum er snerta vélar, verklegar fram- kvæmdir, áætlanagerð og starfsmannahald. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá Flugmála- stjórn, í síma 569-4100. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eft- ir tilboðum í smíði 11 færanlegra kennslustofa ásamt átta tengivögnum. Flelstu magntölur: Heildarflatarmál kennslustofa: 690 m2 Heildarflatarmál tengiganga: 98 m2 Verkinu skal lokið 31. júlí 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. mars 1995, kl. 15.00. Hollustuvernd ríkisins. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Vinnueftirlit ríkisins. A Alþingiskosningar 8. apríl 1995 Ráðuneytið vekur hér með athygli á nokkrum atriðum (tímsetningum) er varða undirbúning og framkvæmd kosninga til Alþingis 8. apríl 1995. 1. Kjörskrár skulu gerðar miðað við skráð lögheimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardag- inn 18. mars. 2. Beiðni um nýjan listabókstaf stjórnmálasamtaka skal hafa borist dómsmálaráðuneyti eigi síðar en kl. 12 á há- degi þriðjudaginn 21. mars. 3. Framboð skal tilkynna skriflega yfirkjörstjórn eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars. 4. Dómsmálaráðuneytið skal auglýsa framlagningu kjör- skráa í útvarpi og dagblöðum eigi síðar en mánudaginn 27. mars. 5. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis eigi síðar en miðvikudaginn 29. mars. 6. Landskjörstjórn skal auglýsa framboð eigi síðar en miðvikudaginn 29. mars. 7. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. apríl. Slík at- kvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en laugardaginn 18. mars. 8. Dómsmálaráðherra skal ákveða eigi síðar en fimmtu- daginn 6. apríl hvort kosning skuli standa í tvo daga. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMl: 568 12 00 • BEINN SÍMl: 553 12 36 Námskeiðin eru einkum ætluð þeim sem vilja öðlast rétt- indi til þess að mega kaupa og nota efni og efnasamsetn- ingar í X og A hættuflokkum og/eða starfa við garðaúðun eða meindýraeyðingar. Þátttaka í eiturefnanámskeiði veitir ekki sjálfkrafa rétt á leyfisskírteini til kaupa á efnum í X og A hættuflokkum og verður að sækja sérstaklega um leyfi til að starfa við garðaúðun eða sem meindýra- eyðir. Þátttökugjald er kr. 9.500 fyrir eitt námskeið, kr. 14.500,- fyrir bæði námskeiðin. Námskeiðin verða haldin hjá Rannsóknarstofnun land- búnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Tilkynna skal þátttöku sem fyrst og eigi síðar en 24. mars nk. til Hollustuverndar ríkisins í síma 568 88 48. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 10. mars 1995. Með upplýsingar um umsóknir verður farið samkvæmt ákvæðum iaga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. fyrir: RÆSTINGUNA? Landsins mesta úrval af ræstivögnum og moppuvögnum ósamt öllum fylgihlutum. Verö fró lcr. 16.996 rm m/vslc. stgr. Með allt á hreinu ! ^ REKSTRARVÖRUR Ry RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 INNKAUÞASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Eiturefnanámskeið 1995 ★ Námskeið vegna notkunar eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og við garðaúðun verð- ur haldið dagana 30.-31. mars 1995. ★ Námskeið vegna notkunar eiturefna og hættulegra efna fyrir meindýraeyða verður haldið dagana 3.-4. apríl 1995, ef næg þátttaka fæst. Frá 624.000,- kr.\ 156.000,- kr. útoý I 15.720,- kr. í 36 mánuði. FLOKKSSTARF UNGIR JAFNAÐARMENN Sæluvist í sveitinni! Kosningastjórn Ungra jafnaðarmanna efnir til sæluvistar í sveit- inni um næstu helgi (föstudaginn 3. mars til sunnudagsins 5. mars) í þremur bústöðum sem leigðir hafa verið við Bifröst í Borgarfirði. Tilgangurinn með ferðinni er sá, að þjappa saman öllum ungum frambjóðendum (á aldrinum 0 til 35 ára), svo og öðrum ungum jafnaðarmönnum sem hyggjast taka þátt í baráttunni þessar síð- ustu vikur fyrir alþingiskosningarnar 8. apríl. Með öðrum orðum: Allir eru velkomnir. Til að halda verði á pakkanum niðri verða engar skipulagðar rútu- ferðir á svæðið og ekki sameiginlegur matur, heldur þurfa ungir jafnaðarmenn að koma sér þangað á einkabílum eða með BSÍ og hafa meö sér eigin fæði. Á laugardeginum er skipulögð dagskrá frá klukkan 10:00 til mið- nættis. Dagskrá þessi felst í skemmtun, innivist, skemmtun, úti- vist, skemmtun, fyrirlestrum, skemmtun, sýnikennslu, skemmt- un, hópvinnu, skemmtun, einstaklingsframtaki. Mestmegnis mun þó dagskráin samanstanda af ábyrgðarlausu gríni og glensi frá morgni til morguns - og skemmtun. Þar sem aðeins er hægt að koma um fimmtíu manns fyrir í bú- stöðunum þremur eru áhugasamir hvattir til að skrá sig nú þegar á skrifstofum SUJ í síma 552-9244, þar sem Baldur Stefánsson, kosningastjóri Ungra jafnaðarmanna, tekur óður og uppvægur á móti pöntunum. HVERJIR VERÐA ÞAR? Frambjóðendur Ungra jafnaðarmanna og þeir sem ekki komust í framboð, þeir sem unnu kosningarnar í Háskólanum og þeir sem töpuðu, fallega fólkið og Ijóta fólkið, heppna fólkið og óheppna fólkið, skemmtilega fólkið og nerðirn- ir, tilvonandi þingmenn og þeir sem ekki eiga séns, foringjarnir og fótgönguliðið, gafflarnir og skeiðarnar. Og allir hinir. Kosningastjórnin. JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Kosningaskrifstofa opnuð Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Akranesi verður opn- uð föstudaginn 3. mars í félagsheimilinu Röst. Sími 93-11716. Leitið upplýsinga. JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Góugleðin nálgast Alþýðuflokksfélag Akraness heldur sína árlegu góugleði í félagsheimilinu Röst, laugardaginn 11. mars. Allir jafnaðarmenn eru velkomnir. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Baráttukveðjur. Stjórnin. ALÞÝÐUFLOKKURINN í KÓPAVOGI Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Kópavogi hefur verið opnuð í Hamraborg 14a (II. hæð til hægri). Fyrst um sinn verður skrifstofan opin mánudaga til föstudaga frá klukkan 11:00 til 21:00, laugardaga frá klukkan 10:00 til 16:00 og sunnudaga eftir samkomulagi. Kosningastjóri er Halldór E. Sigurbjörnsson þjóðréttar- fræðingur. Sími skrifstofunnar er 554-4700, en myndsími er 554-6784. Heimasími kosningastjóra er 554-0146. Vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslu hafið samband við skrifstofuna eða á aðalskrifstofur Alþýðuflokksins í Reykja- vík í síma 91-29244 (Gylfi P. Gíslason yngri). Alþýðuflokkurinn í Kópavogi. ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM Kosningamiðstöð Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur verið opnuð á 4. hæð Kratahallarinnar við Silfurtorg á ísa- firði. Fyrst um sinn verður hún opin frá klukkan 13:00 til 19:00 alla virka daga. Kosningastjóri er Gísli Hjartarson sem jafriframt er rit- stjóri Skutuls, málgagns jafnaðarmanna í kjördæminu. Sími skrifstofunnar er 94-5348 og myndsendir er 94-5346. Farsímanúmer kosningastjóra er 985-39748 og heimasími hans er 94-3948. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 27. febrúar 1995. Jafnaðarmenn á Vestfjörðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.