Alþýðublaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 9 Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar, náði fram um- talsvert meiri launahækkun fyrir félagsmenn sína en aðrir. Hann er hinsvegar ekki par hrif- inn af launastefnu alþýðubandalagsmanna í framkvæmd Menntamannagengið á Neskaupstað fylgir láglaunastefnu heimafyrir - en samþykkir svo í stefnuskrá Alþýðubandalagsins, að hækka launin um 15 þúsund krónur. ■ *__O A.__—. _ __ fX 11r A 1»... ii.li (i f.i otíi m r' 1 I 1 O fí li n I -1 Kn A n A Innnm i* Vi III • n I~I i < Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar, hefur samið við alla sína fé- lagsmenn um töluvert meiri hækkun en getur um víðast hvar annars- staðar á landinu. Al- þýðublaðið ræddi við Eirík í gær um samn- ingana og einnig um launastefnu Alþýðu- bandalagsins á Nes- kaupstað sem Eiríkur hefur ákveðnar skoðan- ir á. Við spurðum hann fyrst um hvemig samn- ingum hann hefði náð. „í fyrsta lagi vil ég benda á að við vorum búin að semja löngu áður en nokkuð var gert fyrir sunnan. Fyrst var samið fyrir um helming féiagsmanna - hjá Búðahreppi, Goðaborg hf. og Sólborg hf. - og síðan við restina hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga. Þetta gekk nokkuð ágætlega allt- saman þrátt fyrir, að það hafi auðvitað verið erfiðara að semja við Kaupfélagið en hina. Við náðum þama 3.700 króna hækkun á fyrstu lotu samningsins á flokkana sem em frá 43.000 til 50.700. Þeir þama fyrir sunnan náðu hinsvegar ekki hækkun nema á flokkana 43.000 til 47.999. Tölumar Eiríkur Stefánsson: Það eru hæg heimatökin fyrir sósíalistana sem stjórna þarna á Norðfirði að hækka launin hjá sínu starfsfólki. Afhverju eru bæjarstarfsmenn á Neskaupstað samt með miklu lægri laun en bæjarstarfsmenn á Fáskrúðs- firði? Það munar þarna gríðarlegu miklu, en lítill áhugi virðist á úrbótum meðal alþýðubandalags- manna. A-mynd:E.ÓI. em þannig örh'tið hærri hjá okkur í efstu launaflokkunum. Bytjunarlaun fiskverkunarfólks hækkuðu hjá okk- ur um 8,58% og það er sama hækkun og hjá Verkamannasambandinu þangað til komið er uppí taxtana sem em í gildi fyrir sérhæft fiskvinnslu- fólk með þriggja ára starfsreynslu og meira. Þar emm við með örlítið meiri hækkun þvf íjórir síðustu flokkamir - þriggja, fimm, sjö og tíu ára starf sérhæfðs fiskvinnslufólks - féllu inní þá hækkun. 3,7% hækkun náðum við síðan á ákvæðisvinnuna, en fyrir sunnan var samið um 3,2%. Við er- um afar ánægð með að hafa náð þessunt hækkunum fram.“ Nú skilst mér að þú hafir ákveðnar skoðanir á launa- stefnu Alþýðubandalagsins - sérstaklega á Neskaupstað. Segðu mér frá þessum mál- um. „I kosningastefhuskrá Al- þýðubandalagsins segir Olafúr Ragnar Grímsson að stefnan sé að hækka launin um 15 þús- und krónur. Eg vil í þvf sam- bandi benda á þá staðreynd, að það em hæg heimatökin fyrir sósíalistana sem stjóma þama á Norðfirði - því þeir em með hreinan meirihluta í bæjarstjóm - að hækka launin hjá sínu starfsfólki. Afhverju em bæjar- starfsmenn á Neskaupstað samt með miklu lægri laun en bæjar- starfsmenn á Fáskrúðsfirði? Það munar þama gríðarlegu miklu, en h'till áhugi virðist á úrbótum meðal alþýðubanda- lagsmanna. Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður Al- þýðubandalagsins á Austur- landi hlýtur að standa að þcss- ari kosningastefnuskrá Alþýðu- bandalagsins einsog aðrir al- þýðubandalagsmenn. Mér finnst það stómndarlegt að þessi for- ystumaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi - þessi Norðfirðingur - skuli ekki ganga ífam fyrir skjöldu á Neskaupstað og leggja sitt af mörk- um til að bæta kjör þessa fólks. Það er ótrúlegur tvískinnungur. Sfldar- vinnslan á Neskaupstað er til dæmis bæjarútgerð að miklu leyti - það er að segja, að bærinn á þar meirihluta - og þar ættu að vera einnig hæg heimatökin. Afhveiju fylgja alþýðu- bandalagsmenn á Neskaupstað ekki orðum sínum um 15 þúsund króna launahækkun eftir með framkvæmd- um og eiga viðræður við sitt heima- fólk? Það er afþví að ekki er vilji fyr- ir hendi. Þessir menntamenn og kap- ítalistar í Alþýðubandalaginu sem stýra öllu á Neskaupstað hafa fyrir mörgum áram misst áhugann á að bæta kjör láglaunafólksins. Mennta- mannagengið á Neskaupstað fylgir láglaunastefnu heimafyrir." 4aM^ Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. mars 1995 er nítjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og meðlO. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.530,50 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1994 til 10. mars 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. lnnlausn vaxtamiða nr. 19 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1995. Hermann Níelsson er stjórnarformaður Náttúrufræðistofu Austurlands sem opnuð verður 1. apríl næstkomandi Gjörbylting í náttúrverndar- málum á Austurlandi Náttúmfræðistofa Austurlands, sú fyrsta sinnar tegundar, verður opnuð á Neskaupstað 1. apríl næstkomandi, en stefnumótun umhverfisráðuneyt- isins til framtíðar gerir ráð fyrir einni náttúmfræðistofu í hveiju af hinum átta kjördæmum landsins. Alþýðu- blaðið ræddi í gær við Hermann Ní- elsson, stjómarformann Náttúm- fræðistofu Austurlands, og spurði hann fyrst urn hlutverk stofunnar. „Þetta em sjálfseignarstofnanir í eigu sveitarfélaganna og munu ekki hafa önnur tengsl við Náttúmfræði- stofnun en fagleg. Náttúmfræðistofa Austurlands sem opnuð verður 1. apríl næstkomandi er fyrsta sinnar tegundar. Hlutverk stofanna er margþætt, en í stóram dráttum er það að stunda rannsóknir á h'fríki kjör- dæmisins og að veita útselda þjón- ustu til sveitarfélaga, ríkis, stofnana og fyrirtækja. Umhverfismat við hverskonar framkvæmdir - til að mynda virkjanir - fellur undir nátt- úmfræðistofu svo tekið sé dæmi. Gert ráð fyrir að ráða einstaklinga í ýmis verkefni. Stór hlutur í starfsemi stofunnar verður síðan umhverfis- og náttúmfræðsla af ýmsu tagi. Til- koma Náttúmffæðistofu Austur- lands veldur algjörri gjörbyltingu í þessum málum í kjördæminu.“ Hver mun stýra Náttúrufræði- stofu Austurlands? „Það sóttu tíu um stöðu forstöðu- manns síðastliðið haust þegar við auglýstum og þar á meðal vom fimm doktorar. Niðurstaðan varð sú að doktor Guðrún Jónsdóttir var ráð- in. Hún er héðan að austan og tekur formlega við embætti 1. apríl. Guð- rún er nú verkefnisráðin við undir- búning og hefur staðið sig framar vonum.“ Hefur hlutur umhverfisráð- herra verið mikill í þessu máli? „Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra náttúrlega setti þetta mál af stað og er að- alhvatamaður þess. Rfldð hefur síðan skuldbundið sig til að greiða laun forstöðumanns og helming stofnkostnaðar. A þessu ári er áætlað að opna náttúmstofur í Vestmannaeyj- um og Bolungarvík. Vegna þess að Náttúmfræðistofa Austurlands er sú fyrsta til að opna hefur verið vandað alveg sérstaklega lil ailrar undirbún- ingsvinnu og er horft til þess starfs af öðmm sem undirbúa slíka opnun. Jón Gunnar Ottósson hjá Náttúmfræði- stofnun hefur þar verið okkur mjög innan handar. Ennfremur var Kristbjörn Egilsson verk- efnisráðinn sem starfsmaður til undirbúnings starfslýsingu og hefur hann - einsog aðrir sem að málum hafa kontið - staðið sig með miklurn ágætum." Hefur ekki Norðfjarðar- kaupstaður verið ötull við undirbúninginn? „Jú, Norðfjarðarkaupstaður hefur sýnt Náttúrufræðistofu Austurlands mikinn áhuga ffá upphafi og gerði þetta í raun- inni mögulegt með því að leggja fram fjármagn - helm- ing stofnkostnaðar á móti rík- inu - og aðstöðu." Þið ætlið að opna 1. aprfl, þetta er ckkert gabb, er það? „Nei, okkur er fúlasta al- vara.“ Hermann Níelsson í ræðustóli á Alþingi: Tilkoma Náttúrufræðistofu Austurlands veldur algjörri gjörbyltingu í þessum málum í kjördæminu. A-mynd: E.ÓI. Reykjavík, 28. febrúar 1995. SEÐLABANKIÍSLANDS \ A B ÍAH Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1982-l.fl. 01.03.95 - 01.03.96 kr. 165.273,00 1983-l.fl. 01.03.95 - 01.03.96 kr. 96.023,50 1984-2.fl 10.03.95 - 10.09.95 kr. 82.965,20 1985-2.fl.A 10.03.95 - 10.09.95 kr. 52.216,60 1985-2.fl.B 10.03.95 - 10.09.95 kr. 27.457,60 ** *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. febrúar 1995. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.