Alþýðublaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Menning „Opið bréf til hins háæruverðuga bæjarráðs Hafnarfjarðar“ Verður Sverrir seinasti geirfuglinn? í upphafi þessa erindis, vildi ég gjaman vitna í hluta af formála fyrir sýningarskrá yfírlitssýningar minnar snemmaárs 1991. „Suður í Straumi eru merkilegir hlutir að gerast. Þar eru hús sem um nuirgt minna á Korpúlfsstaði, einungis smœrri í sniðum. Þar hafa Hafn- firðingar, sem um skeið hafa verið kenndir við mein- lausa aulabrand- Hringiðan r i Kjartan V Guðjónsson ■r ■y aHttM Wtm skrifar ara, þegar sett á stofn menningar- miðstöð. Þetta komflestum myndlist- armönnum í opna skjöldu. Það hafði ekki verið samin ein einasta bœna- skrá. Lengi hefur það verið plagsið- ur að dilla listamönnum í pjattrófu- stíl. Aftur er það sjaldgœfara að nokkur nenni að hlusta á þá, nema þegar majestetin eru orðin hífuð í kokteilboðum og tungan sleip. I Hafharfirði er nú þegar ágœtur sýn- ingarsalur með vistlegri kaffistofu og glœsilegri gestavinnustofu í sama húsi. I Straumi er komin stór gesta- vinnustofa, tvœr vinnustofur aðrar og eitthvað af gistiherbergjum. Og þetta er aðeins blábyrjunin. Það lít- ur út fyrir að Hafnfirðingar cetli að laða til sín reyk\nska listamenn í stórum stíl og láta Höfuðstaðnum eftir snobbið. Hafhfirskur listamað- ur rétti mér lykil og sagði: „Gjörðu svo vel góurinn. “ Með lyklinum fylgdi 100 fermetra vinnustofa. í Hafnatfirði er hlustað á listamenn, ég hitti ekki einn einasta bírókrat. Með slíka aðstöðu gat ég í rólegheit- um skipulagt þessa sýningu, sem hefði orðið mérfull eifitt í bílskúm- um heima. Vegna alls þessa kaus ég að sýna í Hafnaifirði. “ Og nú fjórum árum síðar er enn komið að stórsýningu hjá mér og enn leita ég glaður athvarfs í Hafnarborg, enda tæplega aufúsugestur í hinum stærri sýningarsölum í nágrenni mínu. Sú var tíðin endur fyrir löngu, að páfar í Róm hættu að vera af standi guðs- manna, heldur seildust til valda á páfastóli prins- ar, lénsherrar og annað illþýði, oft tæplega læsir og skrifandi. Þegar klukkur Rómar hljómuðu til marks um að páfi fóru skuggalegir ná- skjóli nætur. Þeirra væri dauður, ungar á kreik hlutverk var að drepa sem hunda alla páfans menn, hvar sem til náðist, en vinir og ættingjar páfa sátu í öllum embættum sem máli skiptu. Svo kom nýr páfi með nýja vini og skjól- stæðinga. Ef einhver segði að þetta minnti á íslenska pólitík, mundi ég segja, langsótt, en ekki víðsfjani. Það er næstum því sama hvað Is- lendingar taka sér fyrir hendur, þeir hafa sérstakt lag á að tapa á því öllu og kannske er það að meinalausu. Það deyr enginn úr fallítti, hús hrynja ekki, land leggst ekki undir vatn. Við erum reynslunni ríkari, géta þeir sagt án þess að meina neitt með því, sem horfa yfir eyðimörk fiskeldisins. Peningar eiu einhvem veginn gædd- ir þeim eiginleikum að ganga aftur eins og Djákninn á Myrká, alltaf er eitthvað til í nýja hringekju með allt f botni, bara ef menn em ekki með eitthvað reynslu- og víti til vamaðar- kjaftæði. Og þó, það er að vísu eitt sem enginn þolir að tapa á - menn- ing. Leggjum niður bölvaðar sinfón- íumar, opnum krár í Þjóðleikhúsinu, lögmálið um framboð og eftirspum, skal standa. Ekki ætla ég mér þá dul, að fara að þvarga við sýslunga mfna Hafnfirðinga út af fjármálum þeirra, 494 en mér er aftur skapi næst, að snúa þessu bréfkomi upp í bænarskrá til konungs, að fomum sið. Góðir stjómarmenn, nefndarmenn, meiri- hluti og minnihluti, rasið nú ekki um ráð fram. Snúið ekki hinni ungu gróskumiklu menningu Hafnarfjarð- ar upp í gjaldþrot. Menningin verður ekki afturganga. Enginn má trúi ég, ógrátandi til þess hugsa að eftir sitji minningin ein, að aulafyndnin um Hafnfirðinga taki á sig nýja harm- sögulega mynd með grenjandi „vík- inga“ á Fjömkránni, með danska blómapotta á hausnum og álímdum kýrhomum úr plasti og þetta verði ásamt Eden í Hveragerði eitthvað sem við sýnum gestum sem rammís- lenskt. Á langri ævi man ég ekki eft- ir öðm en að listamenn haft með kjafti og klóm, reynt að verja rétt sinn til að hafa stjóm á eigin málum, en sá réttur alltaf verið tekinn af þeim af peningavaldi, mitt í öllum fagurgalanum. Það er svo sem við að búast, að dýrðin í Straumi stæði ekki lengi. Hver tekur nú á móti mér næst þegar ég kem og leita ásjár. Verður það kannski poppari? eða listfræð- ingur eða í versta falli amerískt menntaður rekstrarhagfræðingur með Dale Camegie á hreinu. Fylltu út eyðublað í fjórriti góurinn. Verður Sverrir seinasti geirfuglinn? Ég man eftir tíkinni Skmggu sem þáði í nefið og bröndótta músabananum sem hringaði sig á faxtæki staðarhaldar- ans og brosti breitt. Þetta litla tæki var lykillinn að hinum stóra heimi og það opnaði þann hellismunna sem listin streymdi inn um til Hafnar- ijarðar á listahátíð. Og vel að merkja, trúlega mætti rétta af hallann með því að selja úr landi jámskúlptúr þann eftir Sebastian sem nú prýðir höggmynda- garðinn. Nú mun búið að gera stórátak í kynningu á íslenskri menningu eink- um í London. Smáþjóðir em oft haldnar kynlegri blöndu af minnimáttar- kennd og stórmennsku- brjálæði. London, París, New York. Það er eitt- hvað óljóst um hvemig til hefur tekist, en eitthvað virðist hið eina sem skipt- ir máli láta á sér standa fyrir órólegu deild mikil- mennskubijálæðisins, það er frægðin. Helst hefur hennar orðið vart í fyrir- sögnum íslenskra frétta- manna á staðnum. Einn góður listamaður með báða fætur á jörðinni og þátttakandi í gámaútflutn- ingi á íslenskri menningu, lét þau orð falla að þetta tilstand væri kjörið tæki- færi fyrir Islendingafélög og fáeina Islandsvini til að fara á fyllerí. Þetta gerist bara ekki svona, þó að við ætt- um hundraðfalt betri listamenn tök- um við aldrei London, París eða New York með trompi. Innlendir listamenn í stórmeistaraflokki, bú- settir á staðnum, hafa oftar en ekki þurft að berjast fyrir lífi si'nu áratug- um saman, áður en eftir þeim var tekið; Og við vomm að tala um listahá- ti'ðir. Á þvf er enginn vafi, að ef við viljum kynna og jafnvel útbreiða ís- lenska menningu, er þar leiðin. Gjör- ið svo vel, sækið okkur heim, dragið djúpt andann, snertið nánast íjöllin í órafjarlægð og kynnist þeirri menn- ingu sem þetta land á vonandi ein- hvern þátt í að móta. Höfundur er listmálari. Hann er búsettur á Seltjarnarnesi. „Það er svo sem við að búast, að dýrðin í Straumi stæði ekki lengi. Hver tekur nú á móti mér næst þegar ég kem og leita ásjár. Verður það kannski popp- ari? eða listfræðing- ur eða í versta falli amerískt menntað- ur rekstrarhagfræð- ingur með Dale Carnegie á hreinu. Fylltu út eyðublað í fjórriti góurinn. Verður Sverrir sein- asti geirfuglinn? Ég man eftir tíkinni Skruggu sem þáði í nefið og bröndótta músabananum sem hringaði sig á fax- tæki staðarhaldar- ans og brosti breitt.“ ■ ■ Oskudagur í Reykjavík Á öskudag er viðtekin venja að böm og unglingar klæðist fúrðufötum og mála sig í framan. Á þessum degi hafa þau komið niður á Lækjartorg til að sýna sig og sjá aðra, um leið og öskupoki er „hengdur" aftan í náung- ann, en öskupokaframleiðslan er tal- inn séríslenskur siður sem skemmti- legt er að viðhalda. íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur mun standa fyrir skemmtun á Ingólfstorgi á ösku- dag frá klukkan 11:30 til 13:00. Hljóðkerfi borgarinnar verður stað- sett á torginu og þar fá skemmtikraft- ar ffamtíðarinnar af yngri kynslóðinni að koma Ifam. Öll böm og unglingar sem vilja koma fram með skemmtiat- riði, söng, dans, töfrabrögð, eftir- hermur, hljómsveitir eða annað sprell era beðin að hafa samband við ITR til skráningar. Verðlaun verða veitt fyrir besta skemmtiatriðið og framlegustu búningana. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni í lok skemmtunarinnar. „Dóttirin, Bóndinn og..." Listaklúbbur Leikhúskjallarans hefúr ákveðið að halda áfram sýning- um á einleik í þremur þáttum - Dótt- irin, Bóndinn og Slaghörpuleikarinn - effir Ingibjörgu Hjartardóttur. Einleikimir vora frumfluttir í janúar síðastliðnum og hlutu mjög góðar undirtekúr. Verkin byggjast uppá sönnum sögum af lífi þriggja ís- lenskra nútímakvenna sem segja sögu sína og velta fyrir sér úlfinning- um sínum og lífshlaupi. Þær era allar á svipuðum aldri, uppaldar við áþekkar ástæður og hafa álíka lífssýn. Brennipunktur sagnanna er á nýleg- um atburðum, sáram missi, sem þær alla standa frammi fyrir og verða horfast í augu við. Leikkonumar Guðlaug María Bjarnadóttir (Dótt- irin), Guðbjörg Thoroddsen (Bónd- inn) og Ingrid Jónsdóttir (Bóndinn) spila á allan tilfinningaskalann í túlkun sinni á lífi kvennanna þrigg- ja. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Sýningamar era allar á sunnudögum og heljast klukk- an 16:15, húsið er opnað þremur kort- eram fyrr og tekið er á móú borða- pöntunum í síma 19636. Miðaverð er krónur 800, en boðið er uppá hópaf- slátt. Næsta sýning verður sunnudag- inn 26. febrúar. „Sex dagar, sex nætur" Regnboginn itumsýndi nýverið írönsku kvikmyndina A la folie sem í íslenskri þýðingu hefur hlotið nafnið 6 dagar, 6 nœtur. Myndin var fram- sýnd á kvikmyndaháú'ðinni í Feneyj- um sfðastliðið haust og komst þar inn í aðalkeppni hátíðarinnar og hlaut verðskuldaða athygli. I aðalhlutverk- um my ndarinnar eru tvær af frægustu leikkonum Frakka um þessar mundir, Beatrice Dalie (Betty Blue) og Anne Parillaud (La Feinme Nikita). Leik- stjóri og aðalhöfundur handrits er Di- ane Kurys, en mynd hennar Entre Nous, hlaut tilnefningu úl Óskars- verðlauna sem besta myndin fyrir nokkram áram. Myndir Kurys fjalla ávallt á hispurslausan og opinskáan hált um innbyrðis samskipti vina, elskenda, hjóna eða fjölskyldna og í þessari nýjustu mynd sinni rær hún á sömu mið. Hér segir af systranum Al- ice og Elsu. Báðar hafa þær útlitið með sér, en yfir þeim hangir skuggi Sex dagar, sex nætur. Anne Paril- laud og Beatrice Dalle. fortíðarinnar sem festir þær í neti mis- kunnarlausra leikja. Fyrirlestur dokt- or Uecker Doktor Heiko Uecker flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands í dag, þriðju- daginn 28. febrúar, klukkan 17:15, í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefn- ist Ammerkungen zum deutschen Is- landsbild (vom 11. zum Ende 19. Ja- hrhunderts) og verður fluttur á þýsku. Doktor Heiko Uecker er prófessor í norrænum bókmenntum við háskól- ann í Bonn í Þýskalandi. Hann stíind- aði háskólanám í Múnchen og Osló, lauk doktorsprófí í Múnchen árið 1966 og æðra doktorsprófi (Habilit- ation) frá háskólanum í Bonn árið 1977. Auk starfa sinna við háskólann í Bonn hefur hann verið gistiprófess- or í Chicago. Doktor Uecker hefur rannsakað bæði miðaldabókmenntir og skandinavískar nútímabókmennt- ir, meðal annars gaf hann svokallaðan Vínar-saltara út hjá Ámastofnun í Kaupmannahöfn árið 1980. I þeirri bók era Davíðssálmamir skrifaðir á laú'nu, en þýðing einstakra orða er á íslensku á milli lína. Bókin virðist vera kennslubók, þýðingamar era skrifaðar á 16. öld, en líklega gerðar svosem einsog einni öld fyrr. Auk þessa hefur doktor Uecker meðal annars samið rit um germanskar hetjusagnir og um Knut Hamsun. Hann er formaður stjómar IASS (Intemational Associaúon for Scandinavian Studies) og núver- andi gestur Ámastofnunar við rannsóknir. Fyrirlesturinn í dag er öllum opinn. Blaðamanna- verðlaun N0RDB0K Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra afhenú í gærkvöldi verðlaun þau sem Norræna bók- mennta- og bókasafnsnefndin NORDBOK veitir einum norræn- um blaðamanni ár hvert fyrir besta umfjöllun um norrænar bók- menntir. í ár hlaut verðlaunin finnska blaðakonan Tuva Korsström, en hún er menningar- ritstjóri við Huvudstadsbladet í Helsinki og einnig bókmennta- gagnrýnandi sem hefur sérlega lagt sig fram við að skrifa um það sem efst er á baugi á norrænum bókmenntavettvangi. Auk greina sinna í Huvudstadsbladet skrifar hún meðal annars reglulega í tíma- riún Café Existens og Books in Finland auk dagblaðsins Göte- borgsposten. Styrkfjárhæðin nem- ur 25 þúsund dönskum krónum. Hún er einkum hugsuð sem ferða- styrkur svo viðkomandi verð- launahafi fái sótt Norðurlöndin heim og kynnt sér lönd og þjóðir af eigin raun. Síðastliðið vor sendi Tuva Korsström ffá sér ritgerða- safnið Berattelsemas áterkomst - pá spaning efter den eurpciiska ro- manen, en þar fjallar hún meðal annars um fjölda norrænna rithöf- unda. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru veitt. I fyrra hlaut þau góðkunnur þýðandi íslenskra bókmennta, Erik Skyum Nielsen. Vinningstölur iaugardaginn: 25. feb. 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 5 af 5 0 2.043.842 a +4af 5 1 320.660 3 4 af 5 59 9.370 □ 3 af 5 2.356 540 Aðaltölur: 20j(34j(37 BÓNUSTALA: © kr. 4.189.572 UPPLÝSINQAH. StMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 9» 10 00 - TEKTAVARP 451 r LADA SAFIR Frá 588.000 kr. 148.000,-kr. út og’ 14.799,- kr. í 36 mánuði. Tökum notaða bila sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.