Alþýðublaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 2
I 2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 10.-13. MARS 1995 1 i MMDUBIMD 20886. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Rándýr ráðherra Alþýðublaðið vitnaði í gær í norska Fiskeribladet þarsem sagt er að Smuguveiðar íslendinga hætti eftir alþingiskosning- amar 8. apríl. Norska blaðið segir stjómvöld í Noregi binda miklar vonir við að Alþýðuflokkurinn og Jón Baldvin Hanni- balsson bíði ósigur í kosningunum - en það telja Norðmenn ávísun á sigur í deilunum við fslendinga um veiðar í Smugunni og Barentshafi. Orðrétt segir norska blaðið: „Það lítur út fyrir að utanríkisráðherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sé á leið út úr íslenskum stjómmálum eftir kosningamar 8. apríl. Það getur þýtt að fallið verði frá hinni herskáu stefnu íslands varðandi Barentshaf sem hefur verið á línu Jóns Baldvins Hannibalssonar og gengur gegn vilja bæði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra.“ Það er ekki skrýtið þótt norsk stjómvöld telji það þjóna hags- munum sínum að skipt verði um utanríkisráðherra á íslandi. Jón Baldvin hefur haldið fram málstað íslands af mikilli einurð gagnvart Norðmönnum. Hann studdi frá öndverðu fmmkvæði þeirra útgerðarmanna sem fyrstir sóttu í Smuguna og norður- höf. Öðm máli gegnir um Þorstein Pálsson. Jón Baldvin Hanni- balsson skýrði frá því í Alþýðublaðinu í gær, að það væri „op- inbert leyndarmál“ að Þorsteinn hefði ætlað að banna Smugu- veiðamar með reglugerð. Með ákveðnum viðbrögðum for- manna stjórnarflokkanna var komið í veg fyrir undanlátssemi Þorsteins Pálssonar. Þetta staðfestir Jóhann A. Jónsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, sem var brautryðj- andi úthafsveiðanna, í samtali við Alþýðublaðið í dag. Jóhann segir: „Það fór allt upp í.loft í sjávarútvegsráðuneytinu þegar það spurðist að við ætluðum til veiða í Barentshafi. Ráðuneyt- ið ákvað að setja reglugerð sem bannaði okkur þessar veiðar. Við fómm með málið í Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og Davíð Oddsson forsætisráðherra með þeim árangri að þeir óskuðu eftir frestun á reglugerðinni. Við fómm þá strax á stað með skipin norður í höf og eftir það gat ráðuneytið ekki stoppað okkur.“ Linkind Þorsteins Pálssonar hefði getað orðið íslendingum dýr. Smuguveiðamar, sem hann ætlaði að banna, hafa nú skilað tæpum þremur milljörðum í þjóðarbúið. Það jafngildir 55 þús- und krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Hafa Islendingar efni á sjávarútvegsráðherranum Þorsteini Pálssyni? Skoðanir, áhrif og ungt fólk Stjómmálafræðinemar við Háskóla íslands hafa efnt til sér- staks átaks til að hvetja ungt fólk til að hafa skoðanir. Af þessu tilefni hafa þeir meðal annars gefíð út afar veglegt og fróðlegt tímarit, sem að mestu leyti snýst um alþingiskosningamar og stefnu stjómmálaflokkanna. Um nokkurt skeið hefur ekki verið í tísku meðal ungs fólks að hafa skoðanir. Pólitík hefur þannig lítt eða ekki verið til um- ræðu, og ungt fólk hefur einatt vikið sér undan því að taka af- stöðu til þeirra mála sem hæst ber hveiju sinni. Ymis teikn em á lofti um að þetta sé að breytast, og er ástæða til að þakka sér- staklega fyrir framtak stjómmálafræðinema. Ungt fólk á að taka þátt í því að móta samfélagið. Það á ekki að vera í auka- hlutverki. Það er sérstök ástæða til að hvetja ungt fólk til að kynna sér til hlítar stefnu stjómmálaflokkanna sem bjóða fram í alþingis- kosningunum. Og líka ættu menn að kanna vandlega hvaða flokkar tefla fram ungu fólki ofarlega á framboðslistum. Það er eini marktæki mælikvarðinn á það, hvort ungt fólk hefur áhrif innan flokkanna. Ungt fólk á nefnilega ekki bara að hafa skoðanir - ungt fólk á líka að hafa áhrif. S k o ð a n í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndarinnar langar mig til að segja: Kieslowski er Kvikmyndin á afmæli um þessar mundir og því fagna Frakkar eins og þeir geta. 100 ár em liðin ffá því að Lumiére-bræður (þvílíkt nafn fyrir fyrstu kvikmyndagerðarmenn sög- unnar) tóku fýrstu hreyfimyndimar. Og þó hundrað ár séu liðin er París enn höfuðborg kvikmyndarinnar (þrátt fyrir allt Hollywood). Hér er mesta bíóúrval heimsins, hér er hægt að sjá allt frá Demi Moore og yfir í Pasolini, allan ársins hring. Stuttmyndir Ljós-bræðra em nú sýndar á undan auglýsingum í flest- um bíóum borgarinnar og em ffóðleg sjón - þrátt fyrir nýrri tfma meðhöndl- un með klós-öppum og klippingum eins og tilgerðarlegum Frökkum ein- um er lagið - og minna mann á hve margar ræmur hafa rúllað í gegnum sýningarvélar frá því að ljósmyndin fór að hreyfast og þar til að Scwarz- enegger varð óléttur. Lumiére-myndimar minna mann einnig á þá staðreynd hve saga kvik- myndarinnar er í raun stutt. Hómer var uppi fyrir rúmum 2000 ámm. Shakespeare kom 1600 ámm síðarog nú loks em Islend- ingar famir að yrkja hækur. Þetta kemur allt með hægðinni. I kvik- myndunumerFell- ini þegar kominn og nú bíðum við róleg í 1500 ár eftir Shakespeare film- unnar. A meðan dundum við okkur við að horfa á forgengilegt og óskars- verðlaunað drasl sem eingöngu hefur þann tilgang að drepa tímann fyrir manni og afþreyta mann, þó maður sé nú orðinn nokkuð þreyttur á allri þessari afþreytingu. Forest Pmmp. Það er hátíð að maður sjá i góða kvikmynd. Þær em annað hvort: Evr- ópskar eða Amerískar. Ameríska formúlan er löngu orðin svo fúllkom- in að hún er nú orðin forskrúfuð; um leið em áhorfendur orðnir svo mennt- aðir, vita orðið aflt um handritagerð, uppbyggingu og plott, að eina ununin sem eftir er, er sú að dást að góðu handverki. Ameríska kvikmyndin er komin á sama stig og rímumar fs- lensku vom þegar Jónas kom og drap þær. I Evrópu em menn svo að gera myndir sem eiga að vera góðar af því að þœr eru ekki amerískar. En and- formúlan er orðin jafn klén og form- úlan sjálf. I gærkvöldi v;tr fmmsýnd í París nýjasta mynd hins költ- kunna Jean- Lucs Godards. Hún heitir ,JL.G/JL.G“ en er (gat nú verið) þó ekki sjálfsmynd, en fjallar þó (að vísu) að einhveiju leyti um viðbrögð við síðustu mynd leikstjórans „Hélas pur moi“ „...mynd sem engin sá“ segir JL.G. sjálfur. Ég segi það ekki, það getur oft verið gaman að intellektúal sukki, en samt... Vonin kemur annars staðar frá: Ein besta myndin og allavega sú frumleg- asta sem nú er sýnd í París er nýjasta afurð íranska leikstjórans Kirostamis „Au travers des oliviers" sem maður gæti þýtt „Undir ólífutijám". Þetta er skemmtilega ódýr og einföld mynd sem tekin er „útá landi“ í íran (það eitt nægir nú til að heilla mann í bíó) og blandar saman raunvemleika og kvik- mynd á einkar magnaðan hátt. Kirost- ami byijaði sem myndlistarmaður en heillaðist af Fellini útí bíógerð og neitar öllum formúlum; gengur sjálf- ur út af myndum sem halda manni „í gíslingu" með spennufaktomm, og dásamar fremur þær myndir sem hann sofnar á: Þær virði rétt einstak- lingsins (til svefns) og séu þannig ,Jiúmanískar“. Eftir að hafa lesið þetta í viðtali við ieikstjórann losnaði maður að sönnu við samviskubit yfir því að hafa sofnað í fimm mínútur „Undir ólífutrjám". Kirostami er af mörgum (Kurosa- wa) talinn hinn nýi Ray og kannski kemur kvikmyndaljósið frá „nýjum og ferskum" íieimsálfúm. Á heima- slóðum virðist amerísk-evrópskur bræðingur skapa bestu verkin. Maður fær „best of both sides“. Andrei Konchalovsky var á sínum tíma efnilegur kvikmyndari í Sov- ét en plataðist svo til Hollywood þar sem hann var í tutt- ugu ár án þess að gera svo mikið meira en tvær myndir sem maður man eftir; Marias Lovers með Nas- tössju Kinski. Nú er hann kominn heim í sinn heiðardal og búinn að gera mynd um núverandi ástand í Rússlandi sem er hreint út sagt algjört meistaraverk: „Riaba ma poute“ heitir hún á frönsku og mætti þýða sem „Hænan mín Hrafnhildur" eðajafnvel „Litla gula hænan“. Þetta er „tour de force“ um lítið gaddffeðið þorp utan við Moskvu og það bijálæði og þann tiylling sem ný- ir tímar valda í iífi þess sem haldist hefur fábreytt og óbreytt í fimm þús- und ár. Söguþráðurinn er snilldarlega spunninn, hraður og þéttur, fáránlegur og farsakenndur og þó raunsær og nakinn, og svó víðfeðmur að hann iúmar allt ffá kapítalísku dæmisög- unni um þá litlu gulu yfír á þjóðsög- una um gulleggið; allt frá Marx til Gorbasjoffs; allt frá Miðöldum til Mafíunnar; og allt skreytt með heima- bmggi og Absolut-vodka, samóvör- um og örbylgjuofnum. (Þetta er mynd sem Arni Bergmann þarf að sjá sem fyrst og á örugglega eftir að ffla vel og í raun væri gaman að horfa á hana með honum og láta hann svo segja sér nokkrar skemmtilegar sovétsögur í umræðunum á eftir.) f stuttu máli: Besta kvikmynd sem gerð hefur verið síðan ... já, besta kvikmynd sem gerð hefur verið síðan... já, síðan hvað? Konchalovsky er kominn heim úr útlegð og hefur greinilega lært allt sem gott má læra í Hollywood og nýt- ir það allt á langþráðum heimavelli þar sem menn eru jú alltaf sterkastir fyrir. Vikupiltar | Hallgrímur Helgason skrifar D a 9 a t a 1 1 10. m a r s Atburðir dagsins 1910 Leikstjórinn D.W. Griffith tek- ur upp mynd í Hollywood, óþekktu útkjálkahéraði í Kalifomíu. 1934 Dregið í fyrsta skipti í Happdrætti Háskólans. 10 þúsund króna vinn- ingur kom á miða númer 15857. 1988 Karl Bretaprins sleppur naum- lega undan snjóflóði í Sviss. 1988 Andy Gibb, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Bee Gees deyr úr ofneyslu eiturlyfja, þrítugur að aldri. 1990 Fréttaritari breska blaðsins Observer dæmdur til dauða í írak fyrir njósnir. 1991 Davíð Oddsson veltir Þorsteini Pálssyni úr for- mannssessi á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Davíð fékk 733 atkvæði en Þorsteinn 651. Afmælisböm dagsins Tamara Karsavina rússnesk ball- ettdansmær, 1885. Arthur Hon- egger franskur tónsmiður, 1892. Játvarður Bretaprins, 1964. Annálsbrot dagsins 2. Febr. varð úti Jón Þórisson á Grund, fáráðlingur, gekk út í hríð mót allri venju berhentur og ber á bijósti, fannst hjá Miðgerði dauður, og höfðu hrafnar þá kroppað úr hon- um augað annað. Hrafnagilsannáll, 1745. Málsháttur dagsins Launvígs skal hefna sá er sverð úr sári dregur. Málkennd dagsins Viðkvæmni hans fyrir máli og stíl minnti helst á prinsessuna á bauninni í ævintýri Andersens. Hann kenndi strax til, hvað lítið sem ekki var með felldu. Svipurinn breyttist snögg- lega, varð vandræðalegur, áhyggju- fullur eða háðskur, þegar hann kom að óheppilegu orði, stirðlegu málfari eða leiðinlegu. Kristján Albertsson um Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. væminn kjói „Kieslowski er væminn kjói...l\lú þegar hann er búinn með boðorðin og franska fánann, Þá getur hann kannski tekið allar stjörnurnar í Evr- ópusambandsfánanum næst." Öfúga leið fer Robert Altman; Am- eríkani sem afneitar Ameríku og gerir nú mynd í Evrópu um Evrópu. I París um París: „Pret- a-porter“ („Beint af herðatrjánum'j. Islendingar eru nú að horfa á „Short Cuts“ eftir sama mann, og Egill Helgason er réttilega búinn að gefa átta stjömur. „Pret-a-porter“ er svipuð í uppbyggingu nema hvað hér gengur meistarinn lengra: 500 persónur og jafnmörg plott og allt gengur upp. Irónísk mynd um tísku- bransann sem Parísingar eiga skiljan- lega erfitt með að kyngja. Der Alte Mann er - eins og góðir málarar á átt- ræðisaldri - kominn á æðra plan og hefúr náð Valasquez- stigi í léttleika; hann veit að það þarf ekki alveg nýja tækni til að gera bíómyndir. í hveijum ramma eru sjö sögur í gangi. Myndin umhverfir mann eins og kokteilboð sem maður getur farið í aftur og aftur. Kvikmyndagagnrýnendur kvik- myndaborgarinnar hafa hins vegar flaskað jafn illa á mynd Altmans og meistaraverki Konchalovskys. Enda eru þeir ekki, fremur en Islendingar, búnir að jafna sig á Kieslowski-æð- inu. Fólk hefur alltaf þörf fyrir einhvem til að dýrka. Ég man þá tíð þegar ekki var talað um aðra leikstjóra en Fass- binder. Enginn var maður með mönn- um nema hann gengi í síðrassa galla- buxum, hermannaskóm og leður- jakka, reykti hass og sæti d gólfmu í Fjalakettinum eða J-sal í Regnbogan- um og fflaði Fassbinder í ræmur. Síð- an kom eitthvað tómarúm í æðis-sál- inni sem þó var sæmilega brúað af hinum ofmetna Tarkowski og nú hef- ur Kieslowski leyst þetta allt á farsæl- an hátt. Nú svalar hann þörf hins eilífa menntskælings fyrir erfitt og öðmvísi goð. Kieslowski kom eins og spámaður frá Austur-Evrópu, djúpur og spakvit- ur, yfir alla velmegun hafinn, færandi spámannsbíðandi Vesturlandabúum - sem fyrirlíta í sífellu sína eigin menningu sem yfirborðslegt neyslu- jukk - lágværa og hógværa, hæga og djúpa list sem var „urnffam allt mann- leg“. Hin leyndu vonbrigði yfir falli kommúnismans, tíu ára gamalt snobb fyrir Solidamos og fyrirlitningin á eigin þjóðfélögum: Allt þetta hjálpaði til að taka Kieslowski opnum örmum. Kommúnisminn hmndi kannski en hann gaf okkur þó Kieslowski sem aldrei hefði getað sprottið uppúr kap- ítalísku þjóðfélagi. Þetta var alvöru maður. Hann gerði „Boðorðin ú'u“. Hvorki meira né minna. Og síðan alla litina í franska fánanum. „Blár“ var lítið fallegt ljóð með efni sem nægt hefði í snotra stuttmynd. Ég sá ekki „Hvítarí' (af því að það er ekki litur). „Rauður" var síðastur og stjömum hlaðinn af öllum spekúlöntum kvikmyndapressunnar en var, þegar maður sá hana loks á dögunum, í raun óttalega litlaus mynd um lítið annað en rauðar peysur, úlp- ur, veggi og umferðarljós. Víst var allt voða vel og vandlega uppbyggt og allt rímaði þetta svona óskaplega fal- lega en einmitt það var veikleiki myndarinnar. Þetta var rím rímsins vegna. Óskhyggja leikstjórans bar söguna ofurliði. Einhvem veginn langaði hann bara til að allar persónur myndarinnar tækju feiju yfir Erma- sund. Og þá passaði alveg mjög vel að láta hana farast en láta síðan „sitt fólk“ bjargast. Vonda fólkið (sem hélt framhjá og svona) það fórst hins veg- ar, fékk makleg málagjöld. Hér er ekki bara um að ræða mjög ódýra og í raun (gagnvart okkur áhorfendunt) dónalega móralíseríngu heldur einnig hreina væmni fólgna í dásamlega fallegri kvikmyndatöku þar sem allt rennur inn og út í blóð- (að sjálf- sögðu)-rauðum fókus. Og allt er þetta með yndislega austur-evrópskri hægð og þögn; eftir að maður hefur eytt 15 mínútum í inú'm samræðum með að- alpersónum við borðstofuborðið fer maður, jú... jú... ég neita því ekki..., að trúa á „hið góða í manninurrí*. Þá er líka farið að rökkva og þá kemur einn af dramaúskum hápunktum myndarinnar; sá gamh ætlar að kveikja ljósið en peran springur. Hann nær í nýja, setur hana í og mik- ið er það falleg stund þegar nýja per- an ljómar upp andlitið á hinni ofur- sjarmerandi Irene Jakob. Kieslowski er væminn kjói. Nú þegar hann er búinn með boð- orðin og franska fánann, Þá getur hann kannski tekið allar stjömumar í Evrópusambandsfánanum næst. Lokaorð dagsins Hvað á nú þetta að þýða? Hinstu orð Frederick Douglas (1817-95), baráttumanns fyrir réttindum svertingja. Orð dagsins Stefhi að þér darra dríf, duga er bezt og þegja. Annað hvort er þér ætlað líf eða þá að deyja. Fornólfur. Skák dagsins Davíð Bronstein er einn litríkasti skákmaður aldarinnar, nýsestur í helgan stein á áttræðisaldri eftir glæstan feril. Hann tefldi heims- meistaraeinvígi við Mikael Botvinnik fyrir ríflega 40 ámm en tapaði á jöínu. í skák dagsins lýtur hann hinsvegar í lægra haldi fyrir herskáum Jakowitsch sem hefur hvítt og á leik. Hvað gerir hvítur? 1. Rxe6! fxe6 2. Bxe6+ Kf8? Enda- lokin em skammt undan en Brons- tein flýtir þeim með þessum leik. 3. Dxh6 Bronstein gafst upp. Fax-mynd: HH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.