Alþýðublaðið - 22.09.1998, Síða 6
6- ÞRIDJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
„íslenska módelið" í smíðum
Stjórnmálaaflið sem
Öflug og sameinuö hreyfing jafnaðarmanna er að verða til og mun
móta nýtt þjóðfélag á næstu öld, segir Sighvatur Björgvinsson formaður
Alþýðuflokksins
Við viljum að öflug og samein-
uð hreyfing jafnaðarmanna verði
leiðarljós þessarar þjóðar inn á
nýja öld, segir Sighvatur Björg-
vinsson formaður Alþýðuflokks-
ins, er Alþýðublaðið ræddi við
hann í tilefni af flokksþinginu.
-Já, það er margt sem hefur
áunnist frá því síðasta flokksþing
var haldið, sem fól okkur í
flokksforystunni með skýlausum
hætti að vinna að virkri þátttöku
í umræðu sem hafin var um sam-
vinnu og sameiningu jafnaðar-
manna. „Aldrei fyrr á öldinni
hafa skapast jafn miklir mögu-
leikar og nú á því að sameina ís-
lenska jafnaðarmenn í breiða og
öfluga hreyfingu“, sagði í stjóm-
málaályktun flokksins. Við höf-
um unnið samkvæmt því sem
fyrir okkur var lagt og ég leyfi
mér að halda því fram að árang-
urinn sé góður. Sameiginlegt
framboð varð að veruleika í flest-
um þéttbýlissveitarfélögum
landsins sl. vor og verður að
veruleika í komandi alþingis-
kosningum. Samvinnuferlið hef-
ur því gengið betur en menn áttu
von á. Margir gera sér alls ekki
grein fyrir hversu margt hefur
gerst á skömmum tíma í þessu
ferli.
Hugsjón að
rætast
Oft er það svo í stjómmálum
að mönnum finnst miða hægt
og sjá ekki frá degi til dags ár-
angur af störfum sínum. Þannig
hefur þetta stundum virst vera í
sameiningarferlinu. Mönnum
hefur þótt of hægt miða. I þessu
ferli hefur hins vegar mjög margt
gerst, sem auðveldara er að sjá
þegar litið er yfir lengri tímabil
en dag eða viku.
A síðustu mánuðum hafa
stórmerk tíðindi orðið. Fornir
keppinautar hafa náð saman á
pólitískum vettvangi, myndað
sameiginleg framboð í sveitar-
stjórnarkosningum, stofnað sam-
eiginleg félög og ofið þannig
saman daglega baráttu sína.
Héðan af verður ekki aftur snú-
ið. Samheijar halda áfram sam-
vinnu sinni. Næst munu koma
sameiginleg framboð til Alþingis
og ennþá er ekki séð fyrir end-
ann á þessu ferli.
I vissum skilningi erum við að
sjá hugsjón jafnaðarmanna frá
því snemma á öldinni um öflug-
an flokk launafólks á grundvelli
jafnaðarstefnu verða að veru-
leika. I augsýn er sú sameigin-
lega hreyfing jafnaðarmanna
sem við stefndum að fyrir 70
árum. Snemma á því ferli varð
hins vegar klofningur og hér
urðu tveir álíka stórir flokkar í
staðinn fyrir einn. í sex tugi ára
hafa þessar tvær fylkingar síðan
,,0ft er það svo í stjórnmál-
um að mönnum finnst miða
hægt og sjá ekki frá degi til
dags árangur af störfum sín-
um. Þannig hefur þetta
stundum virst vera í samein-
ingarferiinu... “
tekist á án annars árangurs en
þess að fita andstæðingana.
Þessi sjálfhelda er ástæðan fyrir
því að íslenska þjóðfélagið varð
aldrei jafnaðarþjóðfélag í sama
mæli og þjóðfélögin annars stað-
ar á Norðurlöndum.
ðnniir leið en
áður
Nokkrum sinnum hefur verið
reynt að bijótast úr þessari sjálf-
heldu. Segja má að tilraunir til
að mynda eina pólitíska hreyf-
ingu jafnaðarmanna á Islandi
hafi strandað jafnt á tilfinninga-
legum hindrunum sem málefna-
legum. I stjórnmálum má ekki
,,Á síðustu mánuðum hafa
stórmerk tíðindi orðið. Fornir
keppinautar hafa náð saman
á pólitískum vettvangi,
myndað sameiginleg fram-
boð stofnað sameiginleg fé-
lög og ofið þannig saman
daglega baráttu sína. Héðan
af verður ekki aftur snúið.
Samherjar halda áfram sam-
vinnu sinni.“
vanmeta tilfinningar manna.
Fólk hefur lagt fram mikla vinnu
og jafnvel fjármuni í flokkinn
sinn. Það er tengt honum til-
finningaböndum, sem það er
ekki reiðubúið að slíta fyrirvara-
lítið. Þess vegna verður fólk að
finna sjálft þörfina fyrir næstu
skrefum í uppstokkun flokka-
kerfisins. Fólk verður ekki flutt
hreppaflutningi úr gömlum
flokki í nýjan. A þeirri einföldu
staðreynd hafa fyrri tilraunir til
samfylkingar gjarnan strandað. I
öðru lagi hafa fyrri tilraunir,sem
gerðar hafa verið ávallt miðast
við að stofna nýjan stjórnmála-
flokk upp úr gömlum. Þá hefur
verið gert ráð fyrir að samstaða
geti fengist um fullburða stefnu-
skrá, þar sem sameiginleg,
flokksleg niðurstaða þyrfti að
fást um öll atriði í litrófi stjórn-
málanna án tillits til þess hvort
um raunhæf samtímaviðfangs-
efni sé að fást eða ekki. I þeirri
vinnu hefur rekið í stóra strand,
jafnvel vegna ágreinings um mál,
sem a.m.k. hafa ekki verið við-
fangsefni samtímans eða fram-
tíðar.
Nú förum við hins vegar aðra
leið. Við höfum stigið skrefin í
þrepum og leggjum meginá-
herslu á að ná samstöðu um
samtíma viðfangsefni í stjórn-
málum og verkefni næstu fram-
tíðar - þ.e. stefnuskrá næsta
kjörtímabils. Við virðum hins
vegar andstæð sjónarmið um
önnur málefni.
Og nú geta menn rólegir hald-
ið flokksstarfsemi gömlu flokk-
anna áfram, því verið er að fylkja
saman í eina hreyfingu um fram-
boð en ekki að stofna nýjan flokk
á þessari stundu. Auðvitað er
ágreiningur á milli hópa og
manna eftir sem áður. En sá
ágreiningur er alls ekki meiri
heldur en er t.d. innan stórra
jafnaðarmannaflokka í ná-
grannalöndum okkar. Þannig
verður svo hin stóra hreyfing
jafnaðarmanna til hjá okkur. I
framhaldi af árangursríku kosn-
ingasamstarfi.
Raimveruleg
uppstokkim -sam-
einiug
Ef þetta tekst vel,þá er ekkert
því til fyrirstöðu að innan
skamms verði til ný samtök sem
spanni þessa flokka og aðra
hópa. En núna er hér um að
ræða samfylkingu. Reynslan er
sú að kosningabandalög af þess-
um toga balda saman, eru ein
,, Prófkjör er sú leið að mati
Alþýðuflokksins sem felur í
sér gagnkvæmt traust. Með
þeirri aðferð treysta stjórn-
málamenn fólkinu og þannig
efla þeir traust fólks á stjórn-
málunum. Við kratar erum
ví hefðinni samkvæmt
lynntir prófkjöri “
hreyfing og verða að einum flok-
ki. Skipulag jafnaðarmanna-
flokkanna víða erlendis er með
viðlíka hætti. Þannig er breski
verkamannaflokkurinn myndað-
ur af mörgum ólíkum einingum
og franski sósíalistaflokkurinn er
myndaður af fjölda smærri flok-
ka. I okkar tilviki eru Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag að
sameinast um sameiginlegt
framboð, kosningabandalag,
ásamt Samtökum um kvenna-
lista óg Þjóðvaka og fjölda fólks
,í vissum skilningi erum við
að sjá hugsjón jafnaðar-
manna frá því snemma á öld-
inni um öflugan flokk launa-
fólks á grundvelli jafnaðar-
stefnu verða að veruleika. „
sem nú stendur utan flokkspóli-
tískra samtaka. Þetta er raun-
veruleg uppstokkun á íslenska
flokkakerfinu. Við venjum okkur
við að standa saman, fyrst í sam-
starfi og síðan í einum samtök-
um.
,, Skipulag jafnaðarmanna-
flokkanna víða erlendis er
með viðlíka hætti..“
Kratar eiga þakk-
ir og hrós skilið
Alþýðuflokkurinn hefur lagt
sig allan í þetta ferli sem nú er
að ganga upp. Ohætt er að full-
yrða að ástæðan fyrir því að þetta
er að takast er sú að flokkurinn
>
,...sá ágreiningur er alls ekki
meiri heldur en er t.d. innan
stórra jafnaðarmannaflokka í
nágrannalöndum okkar...“
hefur verið einhuga og aldrei
hvikað frá markmiðinu. Eg held
að einmitt þetta hafi ráðið úrslit-
um. Það var aldrei bilbugur á
mínum flokki. Eg vil nota þetta
tækifæri til að þakka og hrósa
flokksfólkinu fýrir stuðninginn
og þátttökuna í þessu ferli sem
vonandi skilar íslensku þjóðfé-
lagi nær hugsjónum okkar jafn-
aðarmanna en síðustu áratugir
hafa gert.
Jafnaðarmenn hafa vissulega
verið víðar en í Alþýðuflokknum,
en þar hefur verið kjölfestan. Við
munum halda áfram að starf-
,í þeirri hreyfingu eigum við
öll að eiga heima: Alþýðu-
flokksmenn, Alþýðubanda-
lagsmenn, Þjóðvakafólk,
Kvennalistafólk, unga fólkið í
Grósku og fólkið í verkalýðs-
hreyfingunni, jafnaðarmenn
utan flokka, frjálslyndir og
jafnréttissinnaðir úr öllum
áttum. Þetta er það nýja afl
sem svo lengi hefur verið
beðið eftir...“
rækja okkar Alþýðuflokk, nú í
víðtækara samstarfi en áður hef-
ur þekkst, en það dregur ekki úr
mikilvægi flokksins, heldur jafn-
vel þvert á móti.
Óvíst hvort próf-
kjör verða alls
staðar
Það er ómögulegt að segja fyr-
ir um það hvernig framboðin
verða ákvörðuð. Þetta er f hönd-
um kjördæmanna sjálfra. Eg geri
ráð fyrir að sums staðar kunni að
verða prófkjör með einum eða
öðrum hætti en annars staðar
verði Ieitað annarra leiða. Próf-
kjör er sú Ieið að mati Alþýðu-
flokksins sem felur í sér gagn-
kvæmt traust. Með þeirri aðferð
treysta stjórnmálamenn fólkinu
og þannig efla þeir traust fólks á
stjórnmálunum. Við kratar erum
því hefðinni samkvæmt hlynntir
prófkjöri, en að fleiru er að
hyggja í svona samstarfi og ljóst
er að valdið er heima í héraði.
Þess vegna held ég að valið verði
að þessu sinni með mismunandi
hætti á listana í hinum ýmsu
kjördæmum.
Fá en mikilvæg
kosningamál
Kosningamálin í næstu kosn-
ingum verða fá en yfirgripsmikil.
Segja má að átökin milli hinna
pólitísku fylkinga muni snúast
um tvennt. I fyrsta Iagi um bar-
áttu fyrir almannahagsmunum
gegn sérhagsmunum. I öðru lagi
um hvort lýðræðisleg jafnaðar-
stefna nái loks traustri fótfestu á
Islandi.
I því fyrrnefnda felast öll
helstu átakamál íslenskra stjórn-
mála þessi misserin. Við erum að
tala hér um hið sama og er yfir-
skrift flokksþingsins okkar Auð-
lindastefnu í almannaþágu.
Þetta er hin nýja stefna and-
spænis því ástandi sem fengið
hefur á sig skýra mynd undir
stjórn Davíðs Oddssonar, og lýs-
ir sér t.d. í því hvernig sérhags-
munagæsla befur ráðið úthlutun
fiskimiða almennings til örfárra
gæðinga, stjórnsýsla á hálendi
verið afhent til fámenns hóps á
kostnað almennings og svo fram-
vegis.
I því síðarnefnda felst að sjón-
armið jafnaðar, félagshyggju og
kvenfrelsis verði hafin til vegs
um Ieið og við reynum að gera
þjóðfélag okkar nútímalegra,
upplýstara og menntaðra. í því
felst svarið við spurningunni
hvort okkur takist að breyta póli-