Alþýðublaðið - 22.09.1998, Qupperneq 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 - 7
tíska landslaginu á íslandi sem
menn hafa verið að bíða eftir í
áratugi.
Velferðarþjóðfé-
lög á tímamótiun
I vissum skilningi stöndum við
í vestrænum velferðarríkjum á
tímamótum. I þróuðum velferð-
arþjóðfélögum hafa takmörk vel-
ferðarinnar verið til umfjöllunar
af ýmsum ástæðum. Stjórnmála-
menn og -fræðingar hafa velt fyr-
ir sér ýmsum kenningum um
þessi útþenslumörk. An þess að
farið sé lengra út í þessa sálma
hér, þá er alveg ljóst að íslenskir
jafnaðarmenn eru að fást við
sams konar viðfangsefni og
stjórnmálamenn í öðrum vel-
ferðarríkjum. Margvíslegar þjóð-
félagsbreytingar kalla á öðruvísi
vinnubrögð en áður tíðkuðust og
viðhorf almennings hafa breyst
mjög síðustu áratugi.
„Svarið felst ekki síst í nýrri
sókn í heimi síaukinnar al-
þjóðlegrar menntunar. Heim-
urinn verður ekki byggilegur
nema með tilstuðlan alþjóða-
samvinnu um umhverfis- og
efnahagsmál. Meginkjarni
jafnaðarhugsjónarinnar verð-
ur enn mikilvægari í framtíð-
inni til að lýsa leiðina fyrir
þjóðir heimsins..."
,,Við venjum okkur við að
standa saman, fyrst í sam-
starfi og síðan í einum sam-
tökum.
Nýjar kröfur- nýir
mögulelkar -
klassísk gildi
Nú er það svo að við sumum
atriðum þeirrar þróunar sem vel-
ferðarríkin hafa farið í gegnum
er ekkert hægt að gera, þetta eru
einfaldlega þjóðfélagsbreytingar.
En í öðrum atriðum hrópa mál-
efnin á hin klassísku gildi jafnað-
,, Við verðum að móta sam-
félag þar sem mannúð og
samábyrgð eru lykilhugtök.
Það þýðir að við berum öll
ábyrgð á okkar minnstu
bræðrum og systrum, um
leið og við viljum vinna að
almennri velmegun."
arstefnunnar; jafnrétti, bræðra-
lag og jöfnuð. Við verðum að
móta samfélag þar sem mannúð
og samábyrgð eru lykilhugtök.
Það þýðir að við berum öll
ábyrgð á okkar minnstu bræðr-
um og systrum, um leið og við
viljum vinna að almennri vel-
megun.
Svarið felst ekki síst í nýrri
sókn í heimi síaukinnar alþjóð-
legrar menntunar. Heimurinn
verður ekki byggilegur nema
með tilstuðlan alþjóðasamvinnu
um umhverfis- og efnahagsmál.
Meginkjarni jafnaðarhugsjónar-
innar verður enn mikilvægari í
framtíðinni til að lýsa leiðina fyr-
,,Viö jafnaðarmenn sjáum
fyrir okkur samfellda vinnu
við að bæta okkar eigið þjóð-
félag. Við eigum að nýta okk-
ur kosti smæðarinnar, til
dæmis í lýðræðismálum og
höfum alla burði til að geta
orðið öðrum þjóðum fyrir-
mynd í þeim efnum...“
ir þjóðir heimsins en á þeirri öld
sem brátt er liðin.
Við verðum að leggja áherslu á
að upplýsa þjóðfélagið, upp-
götva aftur ,,öryggisnetið“, ef
það þarf til til að þjóðfélagið geti
svarað þörfum þeirra sem mest
þurfa á aðstoð að halda. Vekja
samkennd og samábyrgð aftur til
lífs; bræðralagshugsjónina.
Helmingaskipta-
þjóðfélagið
í áratugi á þessari öld höfum
við þurft að þola helmingaskipta-
veldi Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Á þriðja og fjórða
áratugnum náðu foringjarnir
samkomulagi um helmingaskipti
auðs og valda í skjóli pólitískrar
forræðishyggju, rangláts kosn-
ingakerfis, rikisforsjár og hafta-
búskapar. Þeir byggðu upp fá-
keppnisþjóðfélag og einokunar-
með tveimur valdablokkum fyrir-
tækja sem hafa síðan verið í nán-
um tengslum við forystu þessara
flokka. Allt þetta kerfi byggði á
gagnkvæmum hagsmunum: ann-
ars vegar flokksforingjanna sem
nutu stuðnings fyrirtækjaveld-
anna og hins vegar fyrirtækja-
veldanna sem nutu stuðnings
flokksforingjanna til að tryggja
sérréttindi sín sem auðvelduðu
þeim undirtökin í atvinnu- og
viðskiptalífi þjóðarinnar.
Alveg eins og öll valdakerfi
,,í okkar tilviki eru Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag
að sameinast um sameigin-
legt framboð, kosninga-
bandalag, ásamt Samtökum
um kvennalista og Þjóðvaka
og fjölda fólks sem nú stend-
ur utan flokkspóiitískra sam-
taka. Þetta er raunveruleg
uppstokkun á íslenska flokka-
kerfinu."
verða um síðir að láta undan, er
kominn tími til að þetta sérfs-
lenska sovétkerfi helminga-
skiptaflokkanna hrynji. I staðinn
á verða til fjölþætt blómlegt at-
vinnulíf sem byggir á jafnræði og
jöfnum rétti allra í krafti heiðar-
legrar samkeppni og jafnræðis.
Viðtal
við
formann
Alþýðu-
flokksins
„Islenska
módeliö66
Eg talaði áðan um að eðli þjóð-
ríkisins hefði verið að breytast á
síðustu árum og þar með jafnað-
armannaþjóðfélögin norrænu.
Það er óhætt að tala um ,,evr-
ópska módelið" og auðvitað eru
landamærin að hverfa í þeim
skilningi sem menn áður þekktu.
En það breytir ekki því að við
höfum fyllstu möguleika á að
taka þátt í að móta gott og fagurt
samfélag á okkar eigin forsend-
um, -„íslenska módelið". Við
jafnaðarmenn sjáum fyrir okkur
samfellda vinnu við að bæta okk-
ar eigið þjóðfélag. Við eigum að
nýta okkur kosti smæðarinnar, til
dæmis í lýðræðismálum og höf-
um alla burði til að geta orðið
öðrum þjóðum fyrirmynd í þeim
efnum.
Eg sé fyrir mér að á nýrri öld
munum við leggja áherslur á ör-
yggi og velferð fyrir alla, frelsi til
menntunar og vinnu, lýðræð-
isumbætur með jöfnun atkvæð-
isréttar og margvíslegum umbót-
um sem ný tækni býður upp á,
nýja menntastefnu, kvenfrelsi og
mannréttindi, fjölbreytni í
menningarmálum, efnahagslega
uppstokkun og nýsköpun, aukna
,,Ég vil nota þetta tækifæri til
að þakka og hrósa flokksfólk-
inu fyrir stuðninginn og þátt-
tökuna í þessu ferli sem von-
andi skilar íslensku þjóðfé-
lagi nær hugsjónum okkar
jafnaðarmanna en síðustu
áratugir hafa gert..“
samvinnu við Evrópu og reyndar
allan umheiminn, náttúruvernd
og umhverfisumbætur, auk þess
sem samræmd auðlindastefna
verður meðal grunnþátta hug-
myndafræði hinnar nýju hreyf-
ingar jafnaðarmanna.
I þeirri hreyfingu eigum við öll
að eiga heima: Alþýðuflokks-
menn, Alþýðubandalagsmenn,
Þjóðvakafólk, Kvennalistafólk,
unga fólkið í Grósku og fólkið í
verkalýðshreyfingunni, jafnaðar-
menn utan flokka, frjálslyndir og
jafnréttissinnaðir úr öllum átt-
um. Þetta er það nýja afl sem svo
lengi hefur verið beðið eftir. Það
er að verða til, einmitt núna. Við
höfum beðið eftir því í sjö tugi
ára, íslenskir jafnaðarmenn. Nú
fáum við nýtt afl við aldahvörf.
Við eigum það skilið. Islenska
þjóðin þarf á því að halda.