Vísir - 07.01.1976, Page 7

Vísir - 07.01.1976, Page 7
Að visu urðu ekki mikil spjöil í veðurofsanum, sem sleit voldug tré upp nieð rótum, en fátt er svo með öllu illt. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott, og það má meira að segja hafa um fár- viðrið, sem gekk yfir norðvestur hluta álf- unnar um siðustu helgi. Haffræðingar og lifeðlis- fræðingar ala nú með sér nýjar vonir um lif i Eystrasalti, eftir að stormurinn ýtti undan sér öldum úthafsins, og bætti með þvi miklu af súrefnisrikum sjó inn i Eystrasaltið. Arne Nielsen, forstöðumaður hafrannsóknarstofnunar um- hverfismálaráðuneytisins i Kaupmannahöfn, lét eftir sér hafa i gær, að mikið vatnsmagn Fárviðrið bœtti nýjum súrefnis- ríkum sjó í Eystrasaltið w Olífvœnlegt orðið vegna súrefnisskorts og straumtregðu úr Norðursjónum hefði komist inn i Eystrasalt i þessu fárviðri. ,,Svo mikið magn sjávar hef- ur ekki komið i einu i Eystrasalt siðan 1951, en þá streymdu 200 rúmkflómetrar saltvatns i gegnum dönsku sundin á þrem vikum,” sagði hann. „Siðan hefur straumurinn verið svo litill, að súrefni við hafsbotninn f Eystrasalti var nær uppurið. Eystrasaltið var orðið mjög ólífvænlegt fyrir sjávargróður og sjávardýr, en nú hefur þessi viðbót úr Norður- sjónum hresst upp á sakirnar,” sagði Nielsen. Eystrasaltsrikin hafa haft miklar áhyggjur af þróun lifs i Eystrasalti og hafa gert með sér samkomulag um vernd þess gegn mengun. Vatnagangurinn var mikill I fárviðrinu, eins og þessi mynd frá Hamborg ber með sér, en enn nteira gekk þó á við Jótland Tóku tvo mann- rœningjanna í Bostillunm í gœr Tveir menn voru hand- teknir í gærkvöldi þegar þeir ætluðu að sækja 15 milljón marka lausnar- gjald fyrir hljómplötu- forstjórann, Louis Hazan. Hazan var rænt á stjórnarf undi ,,Phono- gram France" á gamlársdag, eins og sagt var frá í Vísi í gær. t fyrstu höfðu ræningjarnir krafist þess, að lausnargjaldið yrði haft til reiöu á hóteli einu i 'Paris, en þeir vitjuðu þess aldrei þangað. Siðast var svo ákveðið að greiðslan yrði innt af hendi i Bastillu-kastalanum. Þar voru mennirnir tveir handteknir. „Hafiö peningana til i tveim sekkjum og skiljið þá eftir við fót súlunnar sem stendur á miðju torginu,” sagöi rödd i sima. Þá hafði áður verið þann- ig fyrir komið að skilaboðin mundu berast i vinstofu eina i Paris þar sem menn biðu við simann. Peningarnir áttu að afhendast einhverjum, sem mundi gefa sig fram með lykiloröinu „Francis”. Fjórir lögreglumenn fóru til Bastillunnar og biöu við torgið. Tvo menn bar að i smábil og földu þeir andlit sin á bak við öryggisgler bifhjólahjálma. Þegar annar þeirra tuldraði lykilorðið, voru þeir þegar i stað umkringdir lögreglumönnum. Lögreglan vili ekki láta uppi, hvort hún veit núna, hvar Hazan forstjóri er geymdur. Innanrikisráðuneytið hefur upplýst, að lögreglan hafi fyrir- mæli um að reyna að sporna gegn þvi að lausnargjöld séu greidd i svona tilvikum I fram- tiðinni. „Til þess að reyna aö stemma stigu við þeirri ugg- vænlegu fjölgun”, sem orðið hefur á mannránum. Finna fornmuni ó botni „Blóa hellisins" Kafarar hafa nú náð upp á yfir- borðið fjölda af fornum róm- verskum styttum, sem taldar eru vera meira en 2,000 ára gamlar. — Höggmyndir þessar fundu þeir á botni Bláa hellisins i Kapri. Þessi fundur kafaranna frá „Miðstöð neðansjávarrann- sókna” i Kapri þykir renna stoð- um undir þá tilgátu, að rómverjar til forna hafi vitað um Bláa hell- inn, og að hann hafi jafnvel verið byggður. Meðal muna, sem kafararnir færðu upp á yfirborðið i gær, var stytta og altari. Styttan er talin vera af sjávarguðinum Neptún- usi. Blái hellirinn er frægur af Rœndu sextón mónaða gömlu sveinbarni Fyrsta barnsránið ár- ið 1976 hefur nú verið framið á ítaliu þar sem sextán rnánaða gamalt barn var slitið úr örm- um móðurinnar. — Ræn- ingjarnir krefjast 600 milljón lira lausnar- gjalds (150 milljónir isl. kr.). Þrir grimuklæddir menn vopnaðir byssum tóku sveinbarn- ið i fyrrinótt, eftir að þeir höfðu stöðvað bifreið foreldranna hjá San Sebastiano skammt frá Napóli. Stungu þeir miða i lófa föðun- ins, en á honum stóð skrifað: „Hafið 600 milljón lirur til taks, annars...” Lögreglunni kom fyrst til hug- fegurð sinni, og árlega leggja margir ferðamenn leið sina til að skoða hann. Nafnið dregur hann af þeirri sérstöku birtu, sem slær bláum ljóma á veggina, þegar flæðir að og sjórinn lokar hellis- munnanum, en sólargeislarnir ná enn að brjótast i gegn um sjóinn. Þessi hellir er 30 metra hár, þar sem hæst er til lofts, og veröur ekki inn i hann komist nema á báti á fjöru i gegnum litinn hellis- munna. — Þessi hellir fannst aft- ur snemma á nitjándu öld. ar, að bófarnir væru að reyna að koma fram hefndum við föðurinn einhverra hluta vegna. Hann heitir Antonio Guida og er starfs- maður stálverksmiðju, en engan veginn efnaður maður. Siðar kom i ljós að afi Guida er auðugur jarðeigandi, og er lög- reglan ekki lengur i vafa um. að ránið var íramið i auðgunar- skyni. Mannræningjar hafa vaðið uppi á Italiu siðustu tvö árin. A siðasta ári voru framin 61 mannrán þar syðra, sem samsvarar þvi að eitt sé framið sjötta hvern dag. Frakkar miklir kattar- vinir Annað hvert heimili i Frakklandi hefur húsdýr eða gæludýr eitthvert, eftir þvi sem skýrslur sýna. Eru kettir þar i meirihluta. Alls eiga franskir dýravinir um niu milljónir katta, átta milljónir hunda. átta milljónir fugla (einsog t.d. páfagauka) og fimm milljónir fiska.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.