Vísir - 03.03.1976, Síða 1

Vísir - 03.03.1976, Síða 1
Miövikudagur 3. mars 1976. LITIL VON TALIN TIL AÐ HAFRÚN SÉ OFANSJÁVAR Eitt lík fundið — Víðtœk leit stendur yfir Lítil von er nú talin til þess að Hafrún ÁR-28 sé ennþá ofan sjávar. Ekkert hefur til bátsins spurst frá því í fyrrinótt og búið er að finna lík matsveinsins sem var Ingibjörg Guðlaugs- dóttir, frá Reykjavík. Víð- tæk leit fer nú fram að hin- um sjö af áhöfn bátsins. Þeir eru Valdimar Eiðsson, skipstjóri og eigandi bátsins, frá Eyrarbakka, Agúst ólafsson, stýrimaður, einnig frá Eyrar- bakka, Þórður Þórisson, vél- stjóri, frá Eyrarbakka, Július Stefánsson, annar vélstjóri, frá Eyrarbakka, og hásetarnir Haraldur Jónsson, frá Eyrar- bakka, Guðmundur Sigursteins- son, frá Blönduósi, og Jakob Sófaniasson, frá Reykjavik. Hafrún var 73 rúmlesta stál- skip, smiöað árið 1957. Siðast heyrðist til Hafrúnar kl. 01.15 i fyrrinótt, þá var hún nýfarin frá Þorlákshöfn og tilkynnti sig á vesturleið, á leið á loðnumiðin. Ekkert hefur spurst til hennar siðan, en i gær um kl. 16, fann vél- báturinn Jóhannes Gunnar, lik á reki, tvær milur undan Reykja- nesi. Það reyndist vera lik Ingi- bjargar, sem fyrr segir. Geysi umfangsmikil leit stend- ur nú yfir. Hannes Hafstein hjá Slysavarnafélaginu tjáði Visi i morgun að björgunarsveitir Slysavarnafélagsins frá Grinda- vik, Eyrarbakka og Þorlákshöfn, gengju fjörur. Flugvél Landhelgisgæslunnar og leitarflugvél og þyrla frá varnarliðinu taka einnig þátt i leitinni og fjölmörg skip og bátar leita á sjó undir stjórn Þorsteins RE 303. — ÓT. Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélaginu sýnir blaða- manni Visis I morgun leitar- svæðið á korti. — Ljósm: Jim Það var glatt á hjalla á barnaheimilinu Kvistaborg i Fossvogi þegar Ijósmyndari Vísis leit þar inn i morgun. Börnin höfðu búið sér til grlmur og hatta til að nota i tilefni öskudagsins. Þau sögðu okkur, að það ætti að halda ball með lögum til að dansa eftir. ,,Og svo fáum við líka poppkorn" bættu þau við — og þau gátu ekki leynt eftirvæntingu sinni. — Ljósm: JIM. Söngur og gleðskapur á lög- reglustöðinni á Akureyri Þaö var heldur betur lif og fjör á lögreglustöðinni á Akur- eyrií morgun. Þegar Visir sló á þráðinn til lögreglunnar þar, var aö heyra mikinn söng og gleðskap. Fljótlega fékkst skýring á öllu fjörinu. Það er nefnilega öskudagur i dag, og krakkarnir á Akureyri vita vel hvernig á að haga sér þá. Strax klukkan 7 i morgun voru þau komin á stjá, búin i alls kyns skrautlega búninga. Siðan var farið i heimsóknir á ýmsa staði. Þar taka þau lagiö og fáistaðinn sælgæti. Lög- reglan var búin að fá einhver ósköp af börnum i heimsókn. Hver hópurinn kog á fætur öðrum og allir fengu sælgæti. Það var ekki að heyra annað en að lögreglan kynni vel að meta þennan sið, enda fátitt að gestirhennar séu svona lif- legir. — EA. I fi 2 Urgur í sjómönn- um útaf forustunni — sjá baksíðufrétt Gjaldþrota- mál Air Vik- ing mun taka langan tíma Flugfélagið Air Viking hefur nú verið úrskurðað gjaldþrota — og hefur félagið verið tekið til gjaldþrotaskipta aö ósk Olíu- félagsins h/f. Fyrirtækið er nú i höndum skiptaréttar og er óvist um rekstur þess. Að sögn Unnsteins Beck, borgarfógeta, geta liðið nokkrir mánuðir, þar til fer að hilla undir skiptalok i málinu, þar sem gefa þarf út innköllun til kröfuhafa. Er það gert með þrem auglýsingum i Lög- birtingablaðir.u — og þurfa að liða fjórir mánuðir frá birtingu siðustu auglýsingar þar til skiptalok geta farið fram. Unnsteinn sagði að á þessu stigi málsins væri ekki ákveðið, hvernig eignum Air Viking yrði ráðstafað. Fyrst lægi fyrir að skrásetja eignirfyrirtækisins og taka þær i vörslu skiptaréttar- ins. Jafnframt færi strax fram athugun á bókhaldi fyrirtækis- ins og útstandandi skuldir, ef einhverjar væru, innheimtar. Þegar hugað yrði að þvi, hvernig eignum fyrirtækisins yrði ráðstafað, sagði Unnsteinn að það væri á valdi skiptafundar, hvort uppboð yrði látið fara fram, — eða hvort vélarnar yrðu seldar á annan hátt. Upp- boð er alltaf lögleg leið og sú al- gengasta. Unnsteinn sagði að það væri engan veginn — undir öllum kringumstæðum heppi- legasta leiðin, sérstaklega þeg- ar um jafn óvenjulegar eignir sem þessar væri að ræða. Aðspurður sagði Unnsteinn, að öll gjaldþrot væru send saka- dómi til umfjöllunar eftir að skiptaréttur heföi skilað af sér. Saksóknari ákveður, hvort ástæða sé til rannsóknar, en ákvörðun um rannsókn sé ekki tekin nema ástæða sé til að ætla að eitthvað saknæmt sé við reksturinn. — SJ. Kvikmyndagerðarmenn setja verkbann á sjónvarpið Fara leikarar í samúðarverkfall? — Þetta bann þýöir væntan- lega það að þeir félagsmenn i félagi íslenskra kvikmynda- gerðarmanna, sem ekki eru fastir starfsmenn sjónvarpsins hætta vinnu fyrir sjónvarpið, sagði Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins. — Þá þýðir það einnig það, að sjónvarpið hættir að kaupa kvikmyndir félagsmanna til sýningar. Sagði Pétur að framleiðsla og vinna þessara manna væri hlut- fallslega lltil, framleiösla inn- lends efnis hvildi að mestu leyti á heröum starfsmanna sjón- varpsins, þannig aö þetta bann hefði ekki veruleg áhrif — en þó nokkur. Forsaga þessa máls er sú, að undanfarandi fjögur til fimm ár hafa staðið yfir samningaviö- ræður milli kvikmyndageröar- manna og sjónvarpsins. Upp úr þeim slitnaði fyrir um hálfum mánuði. Kennir þar hvor öðr- um. Kvikmyndagerðarmenn settu þá verkbann á vinnu fyrir sjón- varpið.Þess iná geta aðþeir eru i Bandalagi fslenskra lista- manna og hefur Visir fregnað að leitað hafi veriö eftir stuðningi þess og annarra aöildarfélaga BIL. Skýrist það væntanlega á boðuðum blaöamannafundi i dag hverjar undirtektir verða. -VS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.