Vísir - 03.03.1976, Side 2

Vísir - 03.03.1976, Side 2
Voru verkföllin til góös eöa ills? Halldór B. Stefánsson, skrif- stofumaöur: — Vafalaust til góðs fyrir launþega. En þau hafa hins vegar verið til skaða fyrir þjóðarbúið. Verkföllunum hefur fylgt framleiðslutap. Bjarni Hermundarson, fyrrver- andi sjómaöur: — Þau hafa ef- laust verið hvort tveggja. Það virðist svo sem menn fái ekki það út sem þeir ætluðu i upp- hafi, sem dæmi um það eru sjó- menn. Einar Knútsson, flugvirki: — Ég held að verkföllin hafi verið til litils góös. Kjarabæturnar verða ekki raunverulegar. Kauphækkuninni verður mætt með verðhækkunum. Sólmundur Jónsson, nemi: — Ég tel að þau hafi oröið til góðs að þvi leyti aö þau bættu úr kjararýrnuninni. En þau verka hins vegar iila á slæma stöðu þjóðarbúsins, þar sem það verö- ur fyrir framleiðslutapi, samanber loðnuna. Hugi Helgason: — Ég tel að það hafi orðið til einskis að þvi leyti að þvl fylgir engin raunveruleg kjarabót. Það tekur fólk árið að vinna upp I vinnutapið sem af verkfallinu hlaust. Gestur Hjaltason, nemi: — Þau hafa tvimælalaust orðið til ills. Kauphækkunin fer beint út i verðlagið og v'erkföllunum fylg- ir tap fyrir þjóðarbúið. Það á ekki að ráðast á garðinn ' þarsem hann er lægstur, heldur , ná betri jöfnuði á milli þjóðfé- lagshópa. eða alla vega hækka þá ekki. Að siðustu þarf að efla is- lenskan iðnað stórkostlega og flytja vörur út i stórum stil. og fyrirtækishafar, sem lifa kóngalifi. Þá mætti skattleggja meira en gert hefur verið, en lækka skatta hjá láglaunafólki, Jón Þorgeir Guömundsson skrifar: ,,Mig langar til að minnast nokkrum orðum á verkföll og fleira. Mér finnst fáránlegt að bjóða verkamönnum og láglauna- stéttum 16% kauphækkun á heilu ári i áföngum. Þetta er allt of lágt. Reynslan hefur verið sú á undanförnum árum, að ef verkamenn og láglaunastéttir I þjóðfélaginu hafa fengið kaup- hækkun upp á nokkur prósent, þá hækkar vöruverö margfalt meira strax á eftir og étur upp kauphækkanirnar. Það er tvennt sem menn ættu frekar að setja á oddinn i kröfú- gerð sinni. Það er i fyrsta lagi fulla visitölu á allt kaup, sem menn fengu fyrir nokkrum ár- um eftir mikinn barning, en rikisstjórnin kippti úr sambandi með lagasetningu. 1 öðru lagi að verðbólgan verði minnkuð. Það mætti lækka söluskatt á ýmsum mat- vörum t.d. landbúnaðarvörum. En til þess að rikissjóður fái sitt, þá mætti aftur á móti hækka söluskatt á ónauðsynjavörum, t.d. innfluttum vörum, kexi, sælgæti, tertubotnum, vini, sigarettum og öðru sliku. Nú svo eru það þessir brask- arar og ýmsir þjóðfélagshópar Theodór Einarsson, Akranesi, skrifar: { Það voru mikil gleöitíöindi s/ fyrir þúfutittlingastofn Islands, þegar einn háttvirtur ráðherra s' lýsti þvi yfir á hinu háa Alþingi ' fyrir stuttu, að hann myndi aldrei skjóta á þúfutittlinga. Eru það vinsamleg tilmæli allra þúfutittlingsunnenda Is- lands, aö þeir kauöar sem enn stunda þá iðju að skjóta á þessa fugla, feti i fótspor þessa heiör- aða ráðherra sem öllsnúa fram, og hætti að skjóta á þúfutittl- inga. Annars skulu þeir kauðar heita og ekkert nema kauðar. Þúfutittlingar þurfa ei meir, þegar einhver skýtur. Alvarlegum augum Geir á þann verknað litur. ljósaskilti þeirra tima. I dag er sem betur fer bannað samkvæmt Islenskum lögum að kenna sig viö annað en sinn eigin föður (eöa móður) og er vel. En þeir sem höfðu náð að skjóta rótum sinum svo- nefndum ættarnöfnum, héldu þeim. Þetta finnst mér miður. Ct- lendingum, sem gerast Islenskir rikisborgarar, er gert skylt aö taka upp fslensk nöfn, eða nöfn i samræmi við islenskar málregl- ur. Gildir það bæöi um skirnar- nöfn þeirra og ættarnöfn. A meðan vex hér upp sistækk- andi hópur fólks meö erlend ættarnöfn. I þessum hópi finnast tæplega aðrir en góöir islend- ingar. Það er vafasamt hvort þeir sæju yfirhöfuð nokkuð at- hugavert viö þaö, að mennta- málaráðherra beitti sér fyrir reglugerð, er færði nöfn þeirra til samræmis við islenskan upp- runa. Karl B. Jónsson skrifar Það hefur löngum verið nokk- ur sérstaða okkar islendinga hvernig við höfum kennt okkur við fööur okkar. Meö þvi ein- faldlega að skrifa föðurnafn og auðkenna kyn okkar með son eða dóttir. Aö visu bar á þvi nokkuð og þá sérstaklega á siðustu öld að is- lensk nöfn hentuðu ekki og voru þá fööurnöfnin „dönskuð” og þótti fint. Lágkúrulegt Þórarinsson (og fleira) var stílfært „paa dansk” og maðurinn var ekki lengur fremstur meðal jafningja, heldur af einhverjum öðrum meiði. Við sem fylgdumst með Benoni og Rósu eftir Knud Ham sun, munum sjálfsagt eftir hin- um norska herra Hartvigsen og siöan hinum alþjóðlega herra Hartwick. Sami maöurinn i báð- um þessum tilfellum. Neon-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.