Vísir - 03.03.1976, Side 8

Vísir - 03.03.1976, Side 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóriogábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson • Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. t iausasögu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Athyglisvert samstarf ungra manna Visir greindi frá þvi i gær, að samtök ungra manna i þremur stjórnmálaflokkum hefðu sett á fót samstarfsnefnd til þess að athuga og ræða hugsan- legar breytingar á kjördæmaskipaninni. Hér er ó- neitanlega um mjög athyglisvert samstarf að ræða, þótt á þessu stigi sé ekki unnt að sjá fyrir, hver ár- angur þess verður. Það er allrar athygli vert, þegar stjórnmálaflokk- ar eða samtök innan þeirra efna til samvinnu af þessu tagi. Sannast sagna er alltof sjaldgæft að stjórnmálamenn ungir sem gamlir standi þannig að málum. Full ástæða er þvi til að gefa gaum þessari jákvæðu tilraun ungra manna i Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Að sjálfsögðu er óvist að þessi stjórnmálasamtök geti komið sér saman um ákveðnar hugmyndir i þessum efnum. En viðræður þessara aðila og sam- eiginlegar athuganir á þeim vandamálum, sem við er að etja i þessum efnum, hljóta að koma hreyfingu á þetta mikilvæga mál. Visir hefur i vetur margsinnis vakið athygli á þvi misrétti, sem viðgengst innan núverandi kosninga- og kjördæmafyrirkomulags. Það stenst ekki, að kjósendur á Vestf jörðum hafi fjórfalt meiri áhrif en kjósendur i Reykjavik og á Reykjanesi. Þessi mikli munur er i hrópandi ósamræmi við grundvallar- hugmyndir lýðræðisskipulagsins. Þrir þingmenn Reykjavikur og Reykjaness hafa flutt tillögu til þingsályktunar, þar sem gert er ráð fyrir að Alþingi taki af skarið varðandi spurninguna um jöfnun kosningaréttar. Alþingi hefur ekki hreyft við málinu enn sem komið er. En það verður vissu- lega eftir þvi tekið, hvort reynt verður að koma þessari tillögu fyrir kattarnef i nefnd. Hér er um svo þýðingarmikið mál að ræða, að Al- þingi getur ekki skotið sér undan þvi að taka af- stöðu. Um þetta efni þurfa þvi að fara fram umræð- ur fyrir opnum tjöldum á Alþingi. En það er á fleira að lita i þessum efnum en jöfn- un kosningaréttar. Við endurskoðun kjördæmaskip- unar þarf einnig að koma fram breytingum, er stuðla að persónubundnu kjöri. Einn megingalli nú- verandi kosningakerfis er sá, að kjósendur hafa á- kaflega litla möguleika til að kjósa um einstaklinga. Valið stendur fyrst og fremst á milli flokkslista. Úr þessu þarf að bæta. Til þess eru ýmsar leiðír. Mestu máli skiptir að stjórnmálaflokkarnir freisti þess að ná samstöðu um breytingar i þessa átt. Samstarfsnefnd stjórnmálasamtaka ungra manna úr flokkunum þremur gæti verið visir að viðtækri samstöðu i þessum efnum. Núverandi kosningafyrirkomulag var óefað til mikilla bóta frá þvi sem áður var. En i timans rás hafa komið i ljós ýmis konar ágallar á þessu kerfi, sem ekki er unnt að loka augunum fyrir öllu lengur. Kjördæmaskipanin hefur oft á tiðum verið ásteyt- ingarsteinn i islenskum stjórnmálum. Margt bendir hins vegar til þess. að nú megi koma fram umbótum á þessu sviði án þess að stofnað verði til stórátaka milli stjórnmálaflokka. Skýringin á áhugaleysi þingflokkanna er ugglaust sú, að nú rikir ójöfnuður innbyrðis á milli kjós- enda, eftir þvi hvar þeir eru búsettir, en ekki á milli þingflokka eins og áður fyrr. Enþrátt fyrir það er ó- hjákvæmilegt að koma fram umbótum á þessu sviði. ,—yiY^TíMíiV m Miðvikudagur 3. marz 1976 VISIR Hvað hafa jarðvísinda- menn náð langt í að geta sagt fyrir um jarð- skjálfta? Þessi spurning hefur verið í sviðsljósinu eftir jarðskjálftann mikla í Guatemala 4. febrúar, sem olli dauða 20 þúsund manns, og gerði eina mill- jón heimilislausa. í Bandaríkjunum hafa jarðvisindamenn fengist í mörg ár við tilraunir til að segja fyrir um jarð- skjálfta. Þeim hefur tekist að segja nákvæmlega fyrir um nokkra. En margar aðrar spár hafa verið út í hött. Von vísindamanna er þó sú, að með tíð og tíma verði hægt að gera áreið- anlegar skjálftaspár. Framfarir i jarðvísindum t raun er þaö stórvirki að hægt hafi verið að segja fyrir um jarð- skjálfta. Miklar framfarir hafa orðið i jarðvisindum siðasta ára- tug. Aldagamlar kenningar um jarðskorpuna hafa orðið að vikja. Stórkostlegar framfarir við gerð mælitækja og annarra hjálpar- tækja hafa opnað nýjar leiðir til rannsókna á eðli jarðskjálfta. Geimferðir höfðu mikil áhrif á jarðfræðikenningar. Utan úr geimnum sáust miklar og sam- felldar sprungur á yfirborði jarð- Jarðskjálftar sagðir fyrír ar, sem ýmist styrktu kenningar, eða felldu þær. Djúpsjávarboran- ir hafa styrkt kenningar um að jarðskorpan sé samsett úr risa- stórum hellum, sem reka ýmist að eða frá hver annarri og valda jarðskjálftum. Áríöandi aö geta spáð fyrir um jaröskjálfta En þótt hægt verði að segja fyrir um jarðskjálfta, hvaða gagn er þá að þvi? Hús munu hvort sem er hrynja, og önnur mann- virki skemmast. Mannslif eru efst i huga þeirra, sem standa að þróun skjálfta- spáa. Þeir benda á, að sifellt sé þéttar byggt. Stór skjálfti i þétt- býli getur ekki aðeins valdið skemmdum á mannvirkjum, heldur einnig dauða tugþúsunda, ef ekki milljóna manna. Mörg þéttbýl svæði eru á þekkt- um jarðskjálftasvæðum. Ef hægt er að sjá fyrir jarðskjálfta, má reyna að bjarga ibúum þar, og kðma þeim fyrir á öruggari staði: Hvenær verður hægt að segja fyrir um jarð- skjálfta? Þeir, sem gjörst til þekkja á- ætla, að ef nægilegar fjárveiting- ar fáist til að þróa gerð jarð- skjálftaspáa, muni taka um 10 ár að gera þær nokkurn veginn á- reiðanlegar. En mörgum finnst að nú sé ekki nægilegu fé veitt til þessara rannsókna. í Bandarikjunum sér jarðvis- indastofnunin að mestu um þess- ar rannsóknir. Af 11 milljónum dollara, sem fara til rannsókna til að minnka hættu af jarðskjálft- um, fara 3 milljónir til beinnar vinnu við gerð skjálftaspáa. Onnur visindastofnun fær svo 8 milljónir dollara árlega til rann- sókna á hvernig best sé að byggja mannvirki með tilliti til jarð- skjálfta. Hvað þarf til skjálfta- spáa? Jarðvisindamenn telja að upp- fylla þurfi fjögur meginskilyrði til að hægt sé með nokkurri vissu að segja fyrir um jarðskjálfta. 1. Nákvæm skýrsla um jarð- skjálftasögu svæðisins. 2. Fjölbreytt úrval jaröskjálfta- mæla og annarra mælitækja til að nema hin mismunandi merki þess að jarðskjálfta megi vænta. 3. Hraðvirkt kerfi til að safna saman upplýsingum. 4. Stóran rafmagnsheila til að geyma, flokka og vinna úr upp- lýsingum. Nema allar hreyfingar Sérstakir hallamælar nema yfirborðshreyfingar, t.d. sig. Unniö við liknarstörf meðai bágstaddra eftir jarðskjáifta.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.