Vísir - 03.03.1976, Side 10

Vísir - 03.03.1976, Side 10
10 Miðvikudagur 3. marz 1976 vism Sum leik- tœkin œttu ekki að sjóst á leikvöllunum Börn geta ekki lengur leikið sér hvar sem «r. Hætturnar eru alls staðar, og þá verður að gera leik- vellina þannig að börnin uni sér vel á þeim. Rólur og önnur leiktæki laða börnin að sjálfsögðu til sín, en sum leiktæki eru hreinlega hættuleg. Hér á siðunni sýnum við og segj- um frá þeim leiktækjum s.em ættu ekki að sjást á leikvöllum. detti úr þeim. Klifurgrind- urnar ættu að vera úr vel frágengnu tré, en ekki stálrörum, þvi það er kalt og óþægilegt. Þar að auki sest oft ryð á stálrörin ef þeim er ekki vel við haldið. mynd 4 Rennibrautir geta verið skemmtilegar — en hættu- legar. Rennibraut með ,,bungu" er alltaf hættu- leg, og alls ekki æskileg á leikvöllum. Meðfylgjandi mynd sýnir eina slíka. Svona rennibrautir eru lika mjög ónauðsynlegar. Börn kunna vel að meta þær miklu einfaldari. Rennibrautir eiga helst ekki að vera háar, því þá þora ekki nærri öll börn að klifra upp í þær hvað þá meir. Þessi leiktæki eru hrein- lega hættuleg. Það hendir alltaf að börn slasast í leiktækjum. Þannig á það alls ekki að vera. Leikvellir ættu ekki að bjóða upp á nokkra hættu AAynd 1 Hringekjur svokallaðar ættu til dæmis ekki að sjást á leikvöllum. Á meðfylgj- andi mynd er ein slík. Af þeim hljótast oft meiðsli. Börnin vilja detta á höfuð- ið eða jafnvel beinbrotna. Slík leiktæki eru ekki ráð- lögð nema í sérstökum skemmtigörðum. AAynd 2 Rólurnar eru sennilega vinsælustu leiktækin. Börn áöllum aldri vilja róla. En rólur eru þvi miður oft hættulegar. Þær má þó gera þannig úr garði, að foreldrar geti rólegir skilið börnin eftir í rólum. Rólur eru oftast nær að- eins ein plata í keðju, og stundum er pallur úr tré, eða jafnvel steyptur undir, rólunum. AAaður getur hæglega ímyndað sér að það er allt annað en þægi- legt að detta úr rólu á slík- an pall, sérstaklega ef höf- uðið kemur fyrst. Ef hafður eru um 40 sm djúpur sandur undir rólun- um, og ef rólan er bíldekk, þá býður hún ekki hættunni heim. AAynd 3 Klifurtækin svokölluðu verða að standa í sandi, þá slasast börnin ekki þó þau

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.