Vísir - 16.03.1976, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 16. mars 1976
Þriðjudagur 16. mars 1976
13
Lið Hauka, Hafnarfirði — sigurvegari í 4. flokki karla i körfuknattleik 1976. Lm. Einar
Lið UMFL Laugarvatni — sigurvegari í 3. deild íslandsmótsins í körfuknattleik 1976.
Lið Tindastóls Sauðárkróki — sigurvegari í 3. flokki karla i körf uknattleik 1976.
T__* * •
Lið Harðar, Patreksfirði — sigurvegari í 2. flokki kvenna í körf uknattleik 1976.
Umsjón: Kjartan L. Páisson og Björn Biöndal
BÆÐI KR-LIÐIN UR
LEIK I KÖRFUNNI!
Fram afgreiddi b-liðið, ÍS sg un» a-lioio — Ármann sigraði Val og stefnir
nú ó sigur í Islandsmótinu og Bikarkeppninni
„Við erum staðráðnir I þvl ao
sigra bæði f Bikarkeppninni og
tslandsmótinu i ár, — og teljum
okkur hafa góða möguleika tii
þess, eftir bikarleikinn við Val í
gærkvöldi” sagði Ingvar Sigur-
björnsson, þjálfari Armanns i
körfuknattieik, er við ræddum við
hann i morgun.
„Við eigum að leika við 1R i 1.
deildinni um næstu helgi, og ef
okkur tekst að sigra I þeim leik,
erum við búnir að tryggja okkur
tslandsmeistaratitilinn” sagði
Ingvar. ,,t Bikarkeppninni eru
skæðustu keppinautar okkar i
vetur, IR og KR, úr leik — og
léttir það róðurinn hjá okkur á
þeim vigstöðvum”.
Leikur Armannsog Vals i 8-liða
úrslitunum i gærkvöldi var fjör-
lega leikinn og mikið skotið og
skorað. Armann hafði 11 stig yfir i
hálfleik — 55:44 — og komst i 20
stiga mun i siðari hálfleik. En
undir lokin náðu valsmenn að
minnka bilið aftur — og var
munurinn i leikslok 10 stig —
112:102.
Hljoðið i herbúðum KR var ekki
eins gott og I búðum Armanns i
gærkvöldi. Bæði KR-liðin sem þá
léku voru slegin út i bikar-
keppninni — b-liðið af Fram og
a-liðið af 1S.
B-lið KR hafði lengst af forystu
gegn hinum ungu leikmönnum
Fram, en á siðustu þrem min-
útum leiksins urðu þeir að láta
undan, og Fram sigraði með 12
stiga mun — 61:49. Var þessi
leikur heldur slakur hjá báðum.
Leikur KR-a og ÍS var aftur á
móti mjög skemmtilegur og
spennandi en honum lauk með
Haukur og Steinunn
unnu með yfirburðum
Haukur Jóhannsson frá
Akureyri og Steinunn Sæmunds-
dóttir, Reykjavik, sigruðu meö
töluverðum yfirburðum á punkta-
mótinu sem fram fór i Bláfjöllum
á laugardaginn. Þá var keppt i
stórsvigi laræa pg lvemma o jomi
besta veðri, en i gær voru veður-
guðirnir hinsvegar i miklum ham
og varð að fresta svigkeppninni af
þeim sökum.
Haukur var með besta brautar-
timann eftir fyrri umferðina 60.83
sekúndur og I siðari ferðinni sem
farin var i annarri braut keyrði
hann einnig mjög vel, fékk
timann 50.06 sekúndur eða 110.89
sekúndur samanlagt. Sigurður
Jónsson, lsafirði, varð annar.
Hann fékk samanlagðan tima
113.33 sekúndur. Sigurður átti i
nokkrum erfiðleikum i fyrri
ferðinni vegna þess hve brautin
var stöm hjá fyrstu kepp-
endunum þvi hann var ræstur
þriðji i fyrri ferðinni — Sigurður
keyrði hins vegar vel i siðari
ferðinni og fékk þá sama tima og
Haukur.
Þriðji varð Böðvar Bjarnason
frá Húsavik á 113.51 sek. fjórði
Arni óðinsson, Akureyri, á 114,60
sekúndum og fimmti varð Tómas
Leifsson, Akureyri, á 115,25 sek-
úndum.
Steinunn Sæmundsdóttir,
Reykjavik hafði mikla yfirburði i
kvennakeppninni — hún fékk
bestan brautartima i báðum
ferðum 64.62 og 64.24 sekúndur —
eða samanlagt 128.86 sdcúndur.
önnur varð Jórunn Viggósdóttir,
Reykjavik, á 131,89 sek, þriðja
Margrét Baldvinsdótir, Akureyri
á 134.16 sek, fjórða Margrét
Vilhelmsdóttir, Akureyri, á 140,33
sek.og fimmta Anna Dia Erlings-
dóttir, Reykjavik, á 141,26
sekúndum.
Keppendur i karlaflokki voru
Houkar - Valur
í nœstu umferð
Siðasti leikurinn i fyrstu um-
ferð bikarkeppni Handknattleiks-
sambandsins var leikinn i
iþróttahúsi Breiðholtsskólans i
gærkvöldi — og áttust þar við ÍR
og HK (Handknattleiksfélag
Kópavogs). Leiknum lauk með
Úrslit
i
I
leikja
Englandi
Nokkrir leikir fóru fram á Eng-
landi I gær og urðu úrslit þeirra
þess i:
Skoska bikarkeppnin:
Motherwell —Hibemian
3. deild:
Mansfield — Southend
4. deild:
Darlington — Torquay
Stockport — Bradford
Tra nmere — Bournemouth
Leikur Motherwell og Hiberni-
an fór fram á leikvelli Rangers,
Ibrox Park i Glasgow. Mother-
well leikur gegn Rangers i undan-
úrslitunum 31. mars — og þá
verður leikið á Hampden Park.
— BB
2:1
3:1
1:0
2:1
2:0
öruggum sigri lR-inga 24:19 —
eftir að staðan i hálfleik hafði
verið 13:9.
Strax að leiknum loknum var
dregið i annarri umferö og dróg-
ust þessi lið saman:
Vikingur — Armann
KR — Fram
Grótta — Viöir, Garði
Haukar — Valur
KR — Breiðablik
Fylkir — Týr, Vestmannaeyjum
FH — IBK
1R — Stjarnan.
Það verður þvi ekki mikið um
stórleiki I næstu umferð, en þar
ber sjálfsagt hæst viðureign 1.
deildaliðanna Vikings við Ar-
mann og Hauka við Val.
— BB
37, og komust 20 báðar ferðirnar.
1 kvennaflokki voru keppendurnir
9 og þar luku 5 keppni.
Næsta punktamót verður á
Akureyri 27. og 28. mars.
—BB
sigri ÍS 104:99 eftir tvær fram-
lengingar. Jafnt var eftir venju-
legan leiktima og einnig eftir
fyrstu framlenginguna. Var þá
orðið lítið um „stjörnur” i
liðunum — IS búið að missa
Bjarna Gunnar útaf með 5 villur
ásamt fleiri leikmönnum, og KR
buið að missa „Trukkinn”, svo og
Kolbein Pálsson og Bjarna Jó-
hannesson.
En þá skaut öðrum upp á
„stjörnuhimininn” og hæst af
öllum, Guðna Kolbeinssyni
sem til þessa hefur verið litt
áberandi hjá ÍS. Hann gerði út um
leikinn fyrir 1S — fékk 4 vitaskot
i siðari framlengingunm og skor-
aði úr þeim öllum, auk þess sem
hann skoraði með tveim glæsi-
legum skotum langt utan af velli.
Með þessu voru bæði KK-liðin
úr leik i bikarkeppninni, svo og
Valur. Njarðvik á eftir að leika
við Snæfell i 8-liða úrslitunum, og
má fastlega reikna með sigri'
njarðvikinganna. Verða þá eftir-
talin fjögur lið i undanúrslit-
unum: Njarðvik, Fram, 1S og
Armann — og eru vlst flestir til-
búnir að ve*. á Ármann sem
sigurvegara i þeim hópi.
—klp—
Upp skal það — hvað sem það kostar!
Einbeittur á svip og með alla sina miklu vöðva spennta, er lyftingamaðurinn Guðmundur Sigurösson,
Ármanni, þegar hann ræðst á lyftingartækin á tslandsmótinu i lyftingum i „súlnasalnum” i Laugar-
dalshöllinni á sunnudaginn. Guðmundur varð islandsmeistari i milliþungavigt — snaraði 137,5 kg og
jafnhattaði 180 kg — og var þetta annar besti árangur mótsins samkvæmt alþjóða stigatöflu. Hann var
samt ekki ánægður með útkomuna — var að standa upp úr flensu — og var þvi ekki eins „sterkur” og
hann er vanur að vera á stórmótum. Ljósmynd Einar....
Celtic
kaupir
Celtic festi I gær kaup á skoska
landsliðsmanninum John Doyle
frá Ayr. Kaupverðið var 90 þús-
und sterlingspund.
Siðast þegar Celtic lék viö Ayr
var Doyle — sem er framherji —
vísað af leikvelli og hann dæmdur
i þriggja vikna keppnisbann.
— BB
Ýmiss konar titlar og
sæmdarheiti hafa streymt að
undanförnu að bandariska
blökkumanninum Arthurs Ashe,
sem talinn er einn besti tennis-
leikari heims. Fyrir nokkrum
dögum var hann útnefndur
heiðursdoktor i bókmenntum
við háskólann Virginia Union i
Bandarikjunum, og i siðustu
viku var hann útnefndur
„tennismaður ársins” af
iþróttafréttamönnum viðsvegar
úr heiminum. 1 þeirri atkvæða-
greiðslu var hann i efsta sæti á
228 seðlum af 240. t öðru sæti
kom landi hans Jimmy Connor
og þribji varð sviinn Björn
Borg.
Þe**l vlðurkennlng er
aðein* veltt elnum
oðila ár hvert fyrlr
framúrakarandi t»knl-
nýjung.
Lumenátio
Platípulausa transistorkveikjan er
eina raunhæfa
endurbótin á
kveikjukerfinu J!
frá þvi benzínhreyfillinn var fundinn upp
Hefur hlotið sérstaka vlðurkenningu
frá The Automobile Association
Ummæli 15 islenzkra ökumanna, sém birzt hafa i hérlendum dagblöð-
um, staðfestu einhuga:
mun betra start og kaldakstur
Ennfremur áberandi:
Þýðari gangur - Sneggra
viðbragð - Betri vinnsla
Auk þess er meðal benzinsparnaður með LUMENITION kveikjubúnað
inum a.m.k. kr. 8-10 pr. lítra, miðað við kr. 60/ltr. Á minni bilum er
benzinsparnaðurinn reyndar enn meiri.
Skýringin liggur i bví, að i LUAAENITION eru hvorki platínur né þéttir.
Bruni á platínum, svo og síbreytilegt platínubil er höf uðorsök aukinnar
benzíneyðslu.
LUAAENITION tryggir, áð bezta hugsanlega kveikjuástand haldist
óbreytt.
LUAAENITION tryggir jafnframt6-8% betri árangur en bezt getur orðið
með platinum og þétti.
Það stenzt þvi fyllilega hörðustu gagnrýni, að meðal benzinsparnaður.
séa.m.k. 13-14%. AAiðað viðkr. 60/ltr. þá verður útkoman sú, að
benzínlítrinn kostar kr. 52
LUAAENITION kostar aðeins kr. 14.900, þannig að búnaðurinn er f Ijótur
að borga sig ,i benzinsparnaði einum saman, en þá er ótalinn sá kostnað-
ur, sem bíleigendur losna við vegna reglubundinnar endurnýjunar á
platinum, þétti og mótorstillingu.
Auk þess er hægt að keyra allt að3 sinnum lengur á kertunum!
Veitum fúslega frekari upplýsingar.
Einkaumboö á íslandi:
ÆBBSft HABERG h£
SkeiSunni 3e • Simí 3’33'45