Vísir - 16.03.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 16.03.1976, Blaðsíða 19
visra triðjudagur 16. marz 1976 19 GLUGGAÐ í ffgriótið" í Firðinum Hér á árum áður varð aö hlaupa Hafnarfjarðarlögregluna uppi á göt- um úti, ef til hennar þurftiað leita, þar sem hún átti sér ekkert athvarf. Nú má ganga að henni visri 1 gamla Sýslumannshúsinu við Suður- götu, eða öllu heldur viðbyggingu þess húss. Hvorki er þar hátt til lofts né vitt til veggja enda mun vinnuaðstaöa lögreglunnar þarna jaðra við aðstöðuleysi. Við tókum okkur bessaieyfi á dögunum, örkuðum inn á varð- stofuna, með hálfum huga, og óskuðum leyfis til að skoða húsa- kynni og greina frá þvi hvernig rikið býr að löggæslumönnum i Firðinum. Að sjálfsögðu var slikri umleit- an vísað til úrskurðar yfirlög- regluþjóns, og við héldum á brattann upp á næstu hæö að I Eina snyrtiaðstaðan i stöð- inni er nánast að segja i skáp y undir stiganum. Skammbyss- unum skiluðu fyrri eigendur flestir sjálf- viljugir, eftir að auglýst hafði verið eftir þeim. kanna undirtektirnar. í fangaklefa númer sex. ,,Það er vissulega óþægilegt að vera með aðsetur hér uppi meðal fanganna og vera þannig að nokkru slitinn úr sambandi við varðstofuna niðri ” sögðu þeir Steingrimur Atlason yfirlög- regluþjónn og Ólafur K. Guð- mundsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, er þeir höfðu látið til leið- ast að spjalla við okkur. Skrifstofa þeirra er i innsta fangaklefanum á efri hæðinni og þar er ekki um neina hljóðein- angrun að ræða. ,,Það getur orðið ansi hávaða- samt hérna i klefunum við hliðina og þá stundum erfitt að tala sam- an eða i simann. Við erum með þrjá klefa hérna uppi og tvo niðri. Það er þvi ekki hægtað hýsa nema fimm manns I einu, og þvi verðum við stundum að leita á náðir Reykjavikurlög- reglunnar með húsnæði. Núna er- um við t.d. með þrjá gæsluvarð- haldsfanga svo við höfum ekki nema tvo klefa lausa.” Fara i bað til Reykjavikur „Rýmið sem við höfum til af- nota er allt of litið, lágmarkið væri helmingi stærra húsnæði. Auk þess höfum við hvergi að- Það kennir ýmissa grasa i geymslunni — þótt lítil og þröng sé. Kannski þekkir einhver þarna sina flösku eða sinn riffil, én hvort- tveggja er varningur sem hefur verið gerður upptækur. Þannig litur hún út lögreglustöðin i Hafnarfirðinum. Þarna hefur rannsóknarlögreglan einnig bækistöð og bifreiðaeftirlitið hefur tvöherbergi i enda gamla hússins. Myndir Loftur. Arnbjörn Leifsson lagar kaffi handa starfsliði og föngum. Ekkert hyllir undir nýja stöð. „Þvi miður virðist vera langt i land með það að við fáum nýja stöð. Við erum vist ekki næstir á listanum með húsnæðisúrbætur. Ibúafjöldinn i okkar umdæmi vex ár frá ári og útköllin og þeim málum sem við þurfum að hafa afskipti af fjölgar einnig. Okkar svæði nær yfir Hafnar- förð, Garðabæ, Seltjarnarnes, Mosfellssveit, Bessastaðahrepp, Kjalarnes og Kjós. Alls eru starf- andi þrjátiu og tveir lögreglu- þjónar, þar af þrir i rannsóknar- lögreglu og tveir á Seltjarnarnesi. Bflakostur okkar er of litill, en hinsvegar erum við nú að fá mótorhjól fyrir svæðið. Þá er það einnig til bót að við erum að fá lokað fjarskiptakerfi svipað og Reykjavikurlögreglan hefur. Það brýnasta er að fá stærra og betra húsnæði, en það er ekki út'- Iit fyrir að það fáist á næstunni.” Að fengnum þessum upplysing- um hjá Steingrimi og Ólafi skoð- uðum við húsakynnin og Loftur smellti i grið og erg — eins og sjá má. —F.R Þannig eru skirteinin sem lög- reglan hefur upp á vasann þegar hún er óeinkennisklædd á þjófa- vöktum. stöðu til til þess að þrifa og gera við þessa þrjá bíla sem við höf- um eða til að geyma þá inni. Viðtalsherbergið niðri sem notað er til skýrslugerða og yfir- heyrslna er óaðskilið frá varð- stofunni þannig að þar heyrist allt á milli. t varðstofunni er fjarskipta- sambandið, þannig að ekki er hægt að taka við eða spnda skila- boð i gegnum talstöðvarnar, án þess að hver sem þarna er stadd- ur heyri. Bagalegust er þó hreinlætisað- staðan. Það er aðeins ein snyrting hérna til afnota fyrir alla, bæði lögregluna og fanga sem hér dvelja i lengri eða skemmri tima. Baðaðstaða er engin, þannig að gæsluvarðhaldsfanga verðum við að keyra inn til Reykjavikur til þess þeir komist i bað.” Það er þröngt i varðstofunni hjá Garðari Gislasyni varðstjóra, eins og raunar i húsinu öllu. Þeir klippa líka „Við höfum ekki kvartað yfir aðs töðunni, enda mun rýmra fyrir okkur þrjá i þessum tveim herbergjum en hjá lögreglunni ” sagöi Páli Ingimarsson, bifreiðaeftirlits- maður, er við litum við hjá honum á leiðinni út I frelsiö aftur. „Það er fremur rólegur timi hjá okkur núna, við erum ekki byrjaðir á aðalskoðuninni.” Oti á plani var sextán ára gamall Volkswagen að enda sinn feril. Eigendurnir höfðu gert úrslitatilraun til að koma honum í gegnum ’75 skoðun, en ómar Zophaniasson kvað upp dóminn og klippurnar fóru á loft. — Það er nefnilega viðar klippt en á miðunum. — EB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.