Vísir - 29.03.1976, Side 2

Vísir - 29.03.1976, Side 2
Ertu flughrædd(ur)? Sigrún Sigurðardóttir, nemi: -f Nei, ég finn ekkert fyrir flug* hræðslu. Ég hef oft flogiö metg flugvél, að visu ekki i vondu veðrí' — en aldrei fundið fyrir flug; hræðslu. Arngrimur Guðjónsson, tré-B smiður: — Nei, ég finn ekkertj fyrirhenni. Ég fer nokkuðoft meðj. flugvél og hef stöku sinnum lent i!- slæmu veðri. Hörður Ingólfsson, bilstjóri: — Ég hef ekki orðiö var við flugJ hræðslu hjá sjálfum mér. Ég hef'- flogiö nokkrum sinnum i flugvél-f um af ýmsum gerðum og yfirleittl lent i góðu veðri. Pétur Kjartansson, laganemi: —| Ég er alveg afskaplega flug- hræddur i hvert sinn sem ég stig. upp i flugvél. Flughræðslan lýsirj sér i einhverri innilokunarkennd,- frekar en að ég hafi lent i svo1 vondu veðri. Stella Guömundsdóttir, vinnur i verslun: — Ég var óskaplega flughrædd. En nú er ég sem betur fer komin yfi r þann sjúkleika. Nú oröið hlakka ég bara til að fara — til dæmis til útlanda — og læt það ekki standa neitt i vegi að þurfa að fljúga. Guðjón Sveinbjörnsson, bifreiða- stjóri:— Nei, ég finn ekkert fyrirt sliku. Ég ferðast oft með flugvél- um og likar það mjög vel. Mánudagur 29. mars 1976 visra Afengishœkkunin: Flaskan kostar heils- dagsvinnu nú — en sex tíma fyrir tíu órum „Ástæður fyrir siðustu hækk- un á tóbaki og áfengi eru þrjár. 1 fyrsta lagi hcfur Afengisvarna- ráð beint þeim tilmælum til rikisins að verð á áfengi dragist ekki aftur úr verðlagsþróuninni. 1 öðru lagi hcfur landlæknir bent á að verð á tóbaki væri lægra en skyldi, t.d. miðað viö fjárráð unglinga. Þriðja ástæðan er sú að þessi aðgerð kemur sér vel miðað við útgjaldaaukningu rikissjóðs vegna t.d. kauphækkana og annarra hækkana." Þessar upplýsingar gaf Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðuneytinu i viðtali við Visi. Ennfremur sagði Höskuldur að i fjárlögum fyrir árið ’76 væri gert ráð fyrir sex milljaröa tekjum af áfengis- og tóbakssölu, sem er um 10% af áætluðum heildartekjum rikis- íns. Hækkunin á áfengi og tóbaki núna var að meðaltali 15% og sagði Höskuldur að áætlað væri að hún skilaði sex til sjö hundr- uð milljónum til viðbótar þvi sem gert var ráð fyrir i fjárlög- unum. Kaffið og ýsan hækkaði meira Hjá Áfengisvarnaráði fékk Visir þær upplýsingar að við samanburð á hlutfalli milli timakaups verkamanna og verðs á bennivinsflösku árið ’37, þá ætti brennivinsflaskan að kosta 2.128 krónur i dag. Flask- an kostar nú 2.600 krónur. Hins vegar gerði Afengis- varnaráðið samanburð á verö- hækkunum á kaffi, ýsu og brennivini frá árunum ’67 til ’76. Kom þá i ljós að miðað við hækkun á kaffinu ætti flaskan að kosta 3.000 krónur, en miöað við ýsuna 3.313 krónur. Það er þvi auðséð að miðað við þessar vörutegundir hefur áfengið dregist aftur úr. Hvað fer mikið af vinn- unni i tóbak og áfengi? Vfsir gerði samanburð á þvi hversu margar vinnustundir, greiddar eftir fjórða taxta Dagsbrúnar (var áður annar t.axti) lægju að baki hverrar flösku af islensku brennivini sl. tiu ár. Þess ber að geta að sum árin urðu oftar en einu sinni breyt- ingar á kaupi og einnig á áfeng- isverði, þótt hér sé aðeins tekinn samanburður einu sinni á ári. (Sjá töflu) Á þessu timabili hefur verð á filtersigarettum hækkað úr 32.75 i 220.00 en miðað við þenn- an kauptaxta hefur það yfirleitt tekið þrjá stundarfjórðunga að vinna fyrir einum pakka. Ef gengið væri út frá þvi að allar þær tekjur sem rikissjóður ætlar sér að hafa af áfengis- og tóbakssölu á árinu, kæmi af is- lensku brennivini (sem að visu er ekki raunhæft) þyrfti um 250 þúsund dagsverk á Dagsbrún- artaxtanum til að afla þessara tekna i rikiskassann. —EB Heilar átta stundir að vinna fyrir einni flösku... ... þaö var munur I „gamla daga” þegar ég var „aðeins ” sex stundir að vinna fyrir þeirri háls- löngu. tima- kaup. verð á flösku. vinnu- stundir. sept. ’66 46.79 280,- 6.00 des. ’67 48.38 315,- 6.30 des. ’68 53.87 395,- 7.20 sept. ’69 62.00 395,- 6.15 okt. ’70 79.60 470,- 6.00 nóv. ’71 81.90 565,- 6.45 des. ’72 115.10 845,- 7.15 des. ’73 155.60 845,- 5.30 des. '74 221.00 1.390,- 6.15 des. '75 293.80 2.170,- 7.20 mars '76 320.70 2.600,- 8.00 Ætla Bretar að skjóta? Það sér á, að bretar búa viö litla yfirstjórn, þcgar jafnvel freigátukapteinar ætla að fara að taka málin i sinar hendur, og búa sig undir að skjóta á islandsmiöum. Atburöirnir á miðunum á laugardag benda eindregið til þess, að freigátu- kapteinarnir hafi ekki fengið nægilega skýr fyrirniæii frá I.ondon um þau mörk, sem þeir mega ekki fara yfir i viðureign- inni við íslenzku varðskipin. I.ýsing skipherrans á Baldri tckur af allan vafa um það, að freigátukaptcinar hennar há- tignar eru til alls visir, og munu við áframhaldandi átök verða mannsbanar nema fyrir liggi skvlaus fyrirmæli um, aö þeim se' óheimilt aö gripa til vopna hvað sent i skert á miðunum. A sama tima og setið cr á rök- stólutn i New York unt fiskveiði- lögsögu þjóða, og Ijóst cr að 200 milna reglan mun hljóta sam- þykki og verða aö alþjóða- lögum, bcr það vott um sinnis- brest að beina vopnum að islenzku varðskipi, sem er að framfylgja islenzkum löguni á miðunum, sköntntu áður en 200 milna rcglan verður að alþjóða- lögum. Slikur sinnisbrestur getur átt sinar skýringar, eins og misvisun á milli valdbeit- ingar og stöðu hnignandi sjó- veldis, sem er ekki lengur ráðandi á hafinu, og gctur ekki i krafti valds skrifaö þau lög, sem þvi sýnist, og Iteldur ekki skráð söguna fulla af lygum, eins og heimsvelda er siður. Bretar eru ekki lengur i þeirri valdalegu aöstöðu, að þeir geti kúgað íslendinga, og það getur hert svo á örvæntingu þeirra, að þeir telji aö nú og hér standi bar- áttan unt orðstir hins gamla sjó- veldis. En orðstirinn varð að engu þann dag, sem sjóveldið kaus fáein varðskip aö viöur- eign í þvi sönnunarstriði vald- réttarins, sem Bretar virðast heyja hér um þessar mundir. ólafur Jóhannesson. dóms- málaráðherra, hefur verið tal- inn of harður i viöureigninni viö bandamenn okkar og Breta innan Atlantshafsbandalagsins. En sé sinnisbrestur Breta og stjórnleysið þar i landi orðið svo alvarlegt, að freigátukapteinar fari að skjóta hér á miðunum, þá skilja menn kannski betur hörkuna i þeirri gömlu kempu, sem nú gegnir embætti dóms- málaráðherra. Það er ef til vill rétt, að barátta okkar viö Breta gctur ekki af okkar hálfu tekið á sig mynd sjóhernaöar, og þvi sé varla ástæða til að leita eftir lánum á freigátum. En Banda rikjamenn skulu vita það, að þeim er hollara að neita ekki um uöstoö i þessu máli, hvernig sem sú aðstoð verður. Og Nato- þjóðir skulu vita þaö, að islend- ingar verða ekki sundraðir i af- stöðu sinni til bandalagsins, ef Bretar byrja að skjóta. Héðan af veröum við ekki neyddir til neins, og alls ekki til undanláts- semi viö annars flokks riki, sem hcidur að það geti enn sett þjóðum lög og reglur i skjóli valds sins. Bretar hafa engin völd lengur. Þeir lifa i skjóli þeirrar kurteisi, sem Banda- rikjamenn hafa kosið að sýna þeim siðan 1 Súes-deilunni. Atburðurinn á miöunum s.l. laugardag, þegar brezkur frei- gátukapteinn lét manna byss- urnar, er siðasta ögrunin, sem Bretum leyfist að hafa i frammi við islendinga. Við krefjumst þess, að sá sem lét manna byssurnar vcrði leystur frá störfuin nú þegar. Við krefjumst þess, að án tafar verði sýnt i verki hvaða mat gildir um þátttöku. islands i samstarfi vestrænna þjóöa. Ilaldi menn, að þvi samstarfi verði hjargað eftir að brezkur sinnisbrestur hcfur leitt til þess, að byrjað vcrður að skjóta á islcndinga innan fiskveiðilög- sögu þeirra, þá eiga þeir eftir að vakna við aörar hernaðarlegar aðstæður á Norður-Atlantshafi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.