Vísir - 29.03.1976, Blaðsíða 11
vísm
ci
Viðavangshlaup islands fór
fram i Vatnsmýrinni i gær og að
venju var þátttakan mjög góð og
liátt á annað hundrað keppendur
mættu til leiks. FH-ingar voru
sigursæiir að venju, þeir áttu
fyrsta mann i karla- og drengja-
hlaupinu og auk þess fjórar
sveitir sem sigruðu i sveitar-
keppninni.
Verðlaun voru veitt til elsta
keppandans og þau hlaut að þessu
sinni sá landsfrægi bóndi frá
Vorsabæ, Stefán Jasonarson sem
er 62 ára. Stefán var ekki meðal
fyrstu manna i hlaupinu, en hann
var heldur ekki siðastur og hljóp
léttilega i markið.
Sigurður P. Sigmundsson FH
sigraði örugglega i karlahlaup-
inu. Hann hljóp á 17:05.7 min-
útum og kom það mönnum mjög á
óvart, hversu langt hann var á
undan Jóni Diðrikssyni UMSB
sem varð i öðru sæti. Kann að
vera að fótabúnaður Jóns hafi átt
þar einhverja sök, en hann hljóp á
strigaskóm og átti greinilega i
erfiðleikum með að fóta sig. Timi
hans var 17:12.6 min. Þriðji varð
Ágúst Þorsteinsson UMSB á
17:29.9 min.
Ragnhildur Pálsdóttir KR
sigraði örugglega i kvennahlaup-
inu, hljóp á 6:34,4 minútum,
önnur varð Lilja Steingrimsdóttir
USVS á 6:40,4 minútum og Anna
Haraldsdóttir FH varð þriðja á
6:48.0 minútum.
1 piltaflokki 14 ára og yngri
sigraði Árni Arnórsson 1R, hann
hljóp á 6.23.6 min, annar varð
Friðgeir Jónsson, Leikni á 6:29.0
min og Guðmundur Sigurjónsson,
Breiðabliki, varð þriðji, hljóp á
6:30.7 min.
Slavar og
danir
í úrslit!
Júgóslavneska liðið Borac
Banja Luka, tryggði sér réttinn til
að leikai úrslitum Evrópukeppn-
innari handknattleik á föstudags-
kvöldið með þvi að sigra vest-
ur-þýsku meistarana Gummers-
bach 15:13, i Júgóslavfu. Fyrri
leiknum I Vestur-Þýskalandi lauk
með jafntefli 16:16
Popovic var markahæstur fliði
Banja Luka með 5 mörk, en
Dekarm i liði Gummersbach með
6 mörk. Hansi Schmidt skoraði 4
mörk.
Borac Banja Luka leikur gegn
dönsku meisturunúm KFUM
Frederica, sem sigraði norska
liðið Fredensborg f hinum undan-
úrslitaleiknum.
Árni Arnórsson Irt kemur i mark-
ið sem sigurvegari f piltaflokki 14
ára og yngri.
Ragnhildur Pálsdóttir KR sigraði
örugglega f flokki kvenna. Ljós-
mynd Einar.
Einar P. Guðmundsson FH
sigraði í flokki drengja 14 til 18
ára, hljóp á 9:52.1 min, Hafsteinn
Óskarsson 1R varð annar á 9:53.9
og þriðji varð Guðmundur Geir-
dal, Breiðabliki á 9:59,7 min-
útum.
HSK sigraði i þriggja, fimm og
tiu manna sveitum i kvenna-
keppninni, FH-ingar sigruðu i
öllum sveitunum i drengja-
keppninni, Leiknir i þriggja og
fimm manna sveitunum i pilta-
flokki, en FH-ingar i tiu manna
sveitinni — og i karlaflokknum
sigruðu IR-ingar i þriggja manna
sveitarkeppninni HSK i fimm
manna sveitinni en ekkert lið
fyllti tiu manna sveitina.
— BB
Tilátta
stórborga
vetursem sumar
Félög sem sjá um föst tengsl viö umheiminn
Þess vegna gerir vetraráætlun okkar ráö fyrir
tíðum áætlunarferöum til átta stórborga í Evrópu
og Bandaríkjunum.
Þjóöin þarf að geta reitt sig á fastar öruggar
áætlunarferðir til utlanda jafnt vetur sem sumar,
þaö er henni lífsnauðsyn.
Það er okkar hlutverk að sjá um aó svo megi
verða áfram - sém hingað til.
kvgfelac LOFTLEIDIR
ISLANDS
Sumarið er sá tími ársins, sem íslendingar nota
mest til ferðalaga, þá koma einnig flestir erlendir
ferðamenn til landsins. Þess vegna er sumar-
áætlun okkar víðtækari, við fljúgum til fleiri staða
og fjöldi áætlunarferða okkar er meiri en
venjulega.
En ferðalög landsmanna og samskipti við umheim-
inn eru ekki bundin við sumarið eingöngu- þau
eiga sér stað allan ársins hring.
Só elsti var 62 ára!
og hljóp léttilega í Víðavangshlaupi íslands,
sem háð var í gœr
Borusssa
áfrýjar!
Forráðamenn vestur-þýska
knattspyrnuiiðsins Borussia
Mönchengladbach mótmæltu
dómí agadómstóls Evrópuknatt-
spyrnusambandsins (UEFA), um
að taka kæru þeirra i ieiknum
gegn Real Madrid ekki til greina
og hafa áfrýjað þeim dómi til
áfrýjunardómstóis UEFA.
Áfrý junardómstóllinn mun
væntanlega fjalla um málið á
morgun, en á miðvikudag á Real
að leika við Bayern Munchen i
undanúrslitum keppninnar.
—BB