Vísir - 29.03.1976, Qupperneq 14
(
Mánudagur 29. mars 1976 visni
)
Enska knattspyrnan:
Varð
aðstoð Iðgreglu!
irski landsliðsmaöurinn Hon Givens skallar i mark, hann er einn af helstu driffjöðrunum í framlinunni hjá QPR sem nú á góða möguleika
á að hljóta Englandsmeistaratitilinn i fyrsta skipti i sögu félagsins.
Ennþá er ekki Ijóst hvaða lið
þaö verður scm hlýtur Eng-
landsm eistaratitilinn I ár.
Fimm efstu liöin—sem berjast
um meistaratiilinn — unnu i
leikjum sinum á laugardaginn
— og þvi er staða efstu liöanna
óbreytt. QPR er i efsta sætinu
meö 51 stig, þá koma Manchest-
er United og Derby með 50 stig,
Liverpool með 49 stig og Leeds
er með 44 stig. QPR og Derby
hafa leikið 37 leiki, Manchester
United og Liverpool 36 leiki og
Leeds hefur leikið 35 leiki.
Engar breytingar urðu heldur
á stöðu neðstu liöanna i 1. deild,
nema að nú er ljóst, að Sheffield
United fellur i 2. deild, spurn-
ingin er aðeins hvaða tvö lið
önnur falla lika — þar verður
baráttan á milli Burnley,
Wolves og Birmingham.
Lögreglan
skarst i leikinn
Það er ekki á hverjum degi
sem kalla verður á aðstoð lög-
reglu til að ganga á milli leik-
manna i knattspyrnuleik, en
þetta átti sér stað i leik QPR og
Manchester City á leikvelli
QPR, Loftus Road i London á
laugardaginn.
Þegar 77 minútur voru liðnar
af leiknum, lenti tveim leik-
mönnum saman, þeim Asa
Hartford úr liði City og Dave
Thomas úr liði QPR. Upphófust
, stympingar sem fljótlega
mögnuðust og að lokum logaði
völlurinn i slagsmálum milli
leikmanna beggja liðanna.
Dómarinn réð ekki neitt við
neitt — og það var ekki fyrr en
lögreglan, framkvæmdarstjór-
ar liðanna og aðstoðarmenn
þeirra höfðu skorist i leikinn, að
stilla tókst til friðar. Hartford
var visað af leikvelli og þvi urðu
leikmenn City að leika einum
færri það sem eftir var leiksins.
Ekki tókst leikmönnum QPR
að skora nema eitt mark i leikn-
um þrátt fyrir mýmörg tækifæri
og mikla yfirburði á flestum
sviðum — markið skoraði David
Webb átta minútum fyrir leiks-
lok eftir aukaspyrnu frá Don
Masson.
En litum þá á úrslit leikj-
anna:
1. deild
Aston Villa — Stoke 0:0
Coventry — Newcastle 1:1
Derby — Birmingham 4:2
Ipswich — Everton 1:0
Leeds — Arsenal 3:0
Liverpool — Burnley 2:0
Manch Utd —Middlesboro 3:0
QPR —Manch City 1:0
Tottenham — Sheff. Utd 5:0
West Ham — Norwich 0:1
Wolves — Leicester 2:2
2. deild
Blackburn — Notts C 2:1
Blackpool — Plymouth 0:0
Bolton — Chelsea 2:1
Bristol R — Oxford 0:1
Carlisle —Bristol C 0:1
Fulham —Oldham 1:0
Hull — York 1:1
Luton—Charlton 1:1
Notth For —Orient 1:0
Portsmouth — WBA 0:1
Sunderland — Southampton 3:0
Þrjú mörk
á tiu minútum
.
Ekkert mark var skorað i
fyrri hálfleik i leik Manchester
United og Middlesbrough á Old
Trafford i Manchester, en i sið-
ari hálfleik gerðu leikmenn
United út um leikinn með þvi að
skora þrjú mörk á tiu minútum.
Fyrst skoraði Gerry Daly úr
vitaspyrnu — eftir að John
Craggs hafði varið með höndum
á marklinu, David McCreery
bætti öðru markinu við og Gor-
don Hill skoraði þriðja markið.
Lfnuvörðurinn veifaði rang-
stöðu á Hill, en dómarinn lét
sem hann sæi það ekki og þrátt
fyrir áköf mótmæli leikmanna
Middlesbrough dæmdi hann
markið gilt. Ahorfendur á Old
Trafford voru 58.527.
Dave Fairclough kom inná
sem varamaður fyrir Steve
Heighway i leik Liverpool og
Burnley — og hann skoraði bæði
mörk Liverpool i leiknum — sitt
ihvorum hálfleik. Það fyrra eft-
ir hornspyrnu frá Kevin Keegan
og það siðara eftir fyrirgjöf frá
Tommy Smith. John Toshack
þóttist ætla að skjóta, hætti við
og lét boltann halda áfram til
Faierclough sem skoraði af
stuttu færi. Áhorfendur á An-
field voru 36.708.
...og þrjú mörk
á niu minútum
Meistarar Derby urðu fyrir
enn einu áfallinu á laugardag-
inn, fyrr i vikunni meiddist
markahæsti maöur liðsins,
Gharlie George — og verður
hann frá keppni i þrjár vikur —
og i leik-Derby og Birmingham
á laugardaginn meiddist Roy
McFarland, en óvist er hversu
alvarleg meiðsli hans eru.
Leighton James náði foryst-
unni fyrir Derby i fyrri hálfleik
og þannig var staðan þar til i
siðari hálfleik að leikmenn
Derby gerðu út um leikinn með
þrem mörkum á niu minútum —
Bruce Rioch, Roger Davis og
David Nich.
Þá meiddist McFarland og
Birmingham tókst að skora tvi-
vegis á siðustu minútunum,
fyrst Trevor Francis og siðan
Howard Kendall. Ahorfendur
voru 28.161.
Allan Clark fann leiðina tvi-
vegis i mark Arsenal með stuttu
millibili i fyrri hálfleik og voru
þetta 200. og 201. deildarmök
hans. Leikmenn Arsenal voru
lengstum leiknir sundur og
saman, en þrátt fyrir mörg
tækifæri tókst Leeds aðeins að
bæta einu marki við — það skor-
aði Billy Bremner eftir einleik
Duncan McKenzie. Áhorfendur
voru 26.657.
Leikmenn Tottenham voru i
miklum ham gegn botnliðinu
Sheffield United á leikvelli sin-
um White Hart Lane i London og
gerðu vonir United um að halda
sæti sinu i 1. deild að engu með
þvi að senda boltann fimm sinn-
um i mark andstæðinga sinna.
Willie Young náði forystunni
fyrir Tottenham i fyrri hálfleik,
en I þeim siðari urðu mörkin
fjögur — John Duncan, Steve
Perryman tvö og Martin Chiv-
ers skoruðu þá fyrir Spurs.
Áhorfendur voru 21.370.
Útispilarinn
fór i markið
Markvörður Leicester, Mark
Wallington, meiddist illa i leikn-
um gegn úlfunum og varð að
yfirgefa leikvöllinn, stöðu hans
tók Keith Weller og hann stóð
sig mjög vel — hélt hreinu
marki — og Leicester náði jafn-
tefli.
John Sammels náði foryst-
unni fyrir Leicester með marki
úr vftaspyrnu, en Úlfunum tókst
að jafna og komast yfir með
tveim mörkum á tveim minút-
um i lok fyrri hálfleiks. Fyrst
skoraði John Richards og siðan
Ken Hibbitt. Stuttu siðar meidd-
ist Wallington og Weller varð að
taka við. Jöfnunarmark
Leicester skoraði Frank
Worthington um miðjan siðari
hálfleik og Bob Lee átti mögu-
leika á að tryggja Leicester sig-
ur i leiknum stuttu siðar, en
hann klúðraði fyrir opnu marki.
Áhorfendur voru 18.113.
Litil tilþrif voru i leik Ipswich
og Everton. Þar tryggði Trevor
Whymark sigur Ipswich með
marki úr vitaspyrnu sem dæmd
var á fyrrum Ipswich leikmann
Bryan Kamilton fyrir að hand-
leika boltann innan vitateigs.
Áhorfendur 22.368.
Ted MacDougall skoraði
mark Norwich i leiknum gegn
West Ham með þrumuskoti af
löngu færi í fyrri hálfleik og var
þetta 21. deildarmark hans á
keppnistimabilinu. Áhorfendur
voru 20.628.
Léleg aðsókn
i Coventry
Lélegasta aðsóknin I 1. deild
var á Highfield Road i
Coventry, þar komu aðeins
14.144 áhorfendur til að sjá lið
sitt leika gegn Newcastle.
Leikurinn þótti slakur og jafn-
tefli sanngjörn úrslit. John Bird
náði forystunni fyrir Newcastle
seint i fyrri hálfleik og aðeins
tveim minútum siðar jafnaði
Donald Murphy fyrir Coventry.
Efstu.liðin i 2. deild unnu öll i
leikjum sinum. Mark Bristol
City i Carlisle skoraði Gow úr
vitaspyrnu, leikmenn Chelsea
skoruðu öll mörkin i leiknum
gegn Bolton — Hay og Wilkins
skoruðu sjálfsmörk, e"h Britton
réttu megin. Leikmenn Sunder-
land náðu sér vel á strik i leikn-
um gegn Southampton, Green-
wood tvö og Holden skoruðu fyr-
ir Sunderland og West Bromich
vann i Portsmouth með marki
Cantello. Mark Luton gegn
Charlton skorði John Ryan og
Bowyer mark Notthingham
Forest gegn Orient.
Flestir áhorfendur i 2. deild
voru á leik Sunderland og Sout-
hamton 34.946, en fæstir á leik
Blackpool og Plymouth. Voru
þeir aðeins 5.497.
Staðan er nú þessi:
1. deild
QPR 37 20 11 6 55:26 51
ManUtd 36 20 10 6 62:35 50
Derby 37 20 10 7 63:46 50
Liverpool 36 18 13 5 53:27 49
Leeds 35 18 8 9 57:37 44
ManCity 34 14 10 10 54:31 38
Ipswich 34 12 14 8 41:34 38
Tottenham 37 12 14 11 56:56 38
Leicester 36 10 17 9 40:46 37
Middlesb. 36 13 10 13 37:35 36
Stoke 35 13 10 12 42:40 36
WestHam 37 13 8 16 44:60 34
Newcastle 34 12 9 13 59:49 33
Arsenal 36 12 9 15 42:43 33
Norwich 35 12 9 14 50:52 33
Everton 35 11 11 13 49:60 33
Coventry 36 10 13 13 38:48 33
Aston Villa 36 9 14 13 43:52 32
Birmingh- 35 10 6 19 47:65 26
Wolves 36 8 9 19 42:60 25
Burnley 37 7 10 20 39:60 24
Sheff.Utd. 36 2 9 25 24:75 13
2. deild
Bristol C 37 18 13 6 54:29 49
Sunderland35 19 7 9 55:33 45
Bolton 37 17 10 8 51:33 44
WBA 35 16 11 8 40:30 43
Luton 36 16 8 12 49:43 40
NottsC 35 16 7 12 49:44 39
Southampt. 35 16 7 12 56:43 39
NotthFor 36 14 10 12 47:38 38
Charlton 35 14 9 12 52:58 37
Fulham 36 13 10 13 42:38 36
Chelsea 36 12 11 13 46:45 35
Oldham 36 12 11 13 49:54 35
Hull 36 13 8 15 38:41 34
Bristol R 35 10 14 11 31:36 34
Blackpool 35 11 12 12 33:40 34
Orient 35 11 11 13 31:33 33
Plymouth 37 11 11 15 44:48 33
'Carlisle 36 10 12 14 39:51 32
Blackburn 36 9 13 14 36:45 31
Oxford 36 9 11 16 34:48 29
Portsm. 36 8 6 22 26:49 22
York 35 8 6 22 31:60 22
Staðan i 3. deild er óbreytt,
efstu liðin Hereford og Brighton
léku innbyrðis og skildu jöfn —
bæði liðin skoruðu sitthvort
markið. CrystalPalace lék gegn
Bury og sigraði 1:0. Hereford er
efst með 50 stig, Brighton og
Cristal Palace eru með 47 stig
og Walsall og Millwall eru með
45 stig.
Neðst eru Southend, Sheff
Wed. og Halifax með 30 stig,
Colchester með 29 stig og Swin-
don 28 stig.
— BB