Vísir - 04.05.1976, Page 1

Vísir - 04.05.1976, Page 1
FASTEIGNAGJOLDIN: Lœgst í Reykjavík — hœst í Keflavík — sjá frétt bls. 3 Þriðjudagur 4. mai 1976 96. tbl. 66. árg. Breskir togarar veita frest o Einn bresku togaranna hélt til Grœnlands í morgun eftir viðureign við vorðskip Frá Óla Tynes um borð i HMS Ghurka. Það hefur verið litið við að vera við að elta Ver undanfarna daga. Við höfum verið að dóla undan Suðurlandi siðastliðinn sólarhring og litið gert annað en sigla i hringi. Ver virðist nú vera á heimleið en við erum á leiðinni austureftir aftur. Það hefur enn ekkert svar borist við kröfu togarasjómannanna um aukna eða bætta herskipavernd og bætur fyrir tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Það er fyrir- hugaður ráðherrafundur seinni- partinn i dag, og ekki er búist við að neitt svar berist fyrr en eftir þann fund, en reiknað er fastlega með þvi að togararnir veiti frest þangað til eftir þennan fund. Það eru fá skip á þeim slóðum sem við erum núna, og þar sem við vorum i gær. Ég fór i „njósna- flug'' með þyrlu freigátunnar i gær og við sáum einn breskan togara og nokkra færeyska fiski- báta. Dýr kartafla Ég hef áður sagt frá þvi að það er strangur agi um borð i freigát- unum. Um daginn þegar við vor- um i einvigi við Óðir, varð einum hásetanum á að fleygja kartöflu yfir i varðskipið, þegar skammt var á milli skipanna. Hann hefur nú verið sviptur landgönguleyfi i 30 daga og þar að auki dæmdur i fésekt fyrir tiltæk- ið. Þessar þyrlur eru annars undratæki. Þær og skipin sem flytja þær eru þannig útbúnar að hægt er að nota þær við erfið skil- yrði. Ef hægt væri að hafa þyrlu um borð i varðskipi og ef aðstaða væri til að beita henni vel gæti hún gert nánast ómetanlegt gagn. r Oðinn í miklu einvígi Sjálfsagt hefur margan þráti ULLARNÆRBUXUR AFTUR í GAGNIÐU Það er ekki lengi að breytast Egilsstöðum. Eru þetta mikil veörið hér uppi á norðurhjara umskipti frá siðustu dögum, veraldar. Fyrir nokkrum dög- sem var hver öðrum betri — hit- um var fólk farið að tina fram inn komst t.d. i 20 stig á Akur- sundskýlur sinar og bikini-baö- eyri á sumardaginn fyrsta og föt og fariö að huga að sólböð- fyrir austan var hver dagurinn um, en i' gær og i dag mátti það öðrum betri þar til i gær. aftur taka fram kuldagallann. Trúlega er þessi ungi maður Frost var um allt land i nótt hér á myndinni frá norölægari og samkvæmt upplýsingum slóðum en við. t það minnsta lét Veðurstofunnarerekki búist við hann kuldann ekki á sig fá er að það minnki á næstunni. 1 Jim ljósmyndari okkar kom morgun var 5 stiga frost i auga á hann á harðahlaupum i Reykjavik, á Akureyri var 6 bænum. stiga frost og 7 stiga frost var á — klp — fyrir þetta langað til að endur taka kartöflukastið i gær. Þá var Helgi Hallvarðsson skipherra á Óðni I miklum vigahug og sótti fast að togurunum. Laust fyrir kl. 1 gerði hann fjór- ar atlögur að togaranum Ross Kelly, en að sögn bresku freigát- unnar Falmouth tókst honum ekki að klippa. Það var þó ekki gefin nein skýring á þvi hvers vegna honum tókst það ekki. Óðinn gerði einnig atiögu að Boston Kommanchi, sem var bú- inn ab hifa áður en varðskipiö komst að. Þá sneri Helgi sér að Boston Kestrel og gerði að togar- anum harða hrið. Falmouth segir að sér hafi tekist að hindra fyrstu tilraunina til að klippa, en i annarri atlögunni hafi honum ekki tekist að bægja varðskipinu frá og Óðinn klippti á báða togvira Boston Kestrel. Einn togarinn, Boston Kommanchi(er nú á leið til Græn- lands og var ekki gefin nein skýr- ing á þvi. Helgi hefur kannski gefið honum slikan skrekk að honum þyki vænlegast að leita á önnur mið. — ÓT/SJ Enginn viðbrögð í London fyrr en eftir fundinn í dag Engin viðbrögð voru komin frá bresku ríkis- stjórninni árdegis við kröfum bresku togar- anna á íslandsmiðum um aukna flotavernd. Samkvæmt heimildum, sem Vísir aflaði sér hjá breskum blaðamönnum i London í morgun er talið fremur óliklegt að togararnir sigli heim á leið á hádegi í dag eins og þeir höfðu hótað. Siðdegis i dag, sennilega kl. 17.30, verður haldinn fundur i London þar sem fulltrúar skipstjóra, togaraeigenda og áhafna frá Grimsby, Hull og Fleetwood ræða við Pearth. sjávarútvegsráðherra. Lagt hefur verið að togara- skipstjórunum að biða eftir niðurstöðu fundarins. Gert er ráð fyrir að þeir verði við þeirri beiðni. Sveitarfélög á höfuðborgarsvœðinu mynda samtök ílí

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.