Vísir - 04.05.1976, Blaðsíða 19
Namib-eyðimörkin i SV Afriku.
Namib-eyðimörkin.
Namib er svertingjamál sem
þýðir auðn. Namib-eyðmörkin
er i SV Afriku sem Sb vilja kalla
Namibiu, sennilega vegna sein-
heppnaðra tilrauna þeirra til að
siða svertingja i Kongó og
Angóla. Namib er meðfram
strönd Atlantshafsins mörg
hundruð kilómetra og lengst
inni landi. Viðbrigðin eru svo
snögg.að maður stigur yfir eina
sandölduna og hinumegin er is-
kalt Atlantshafið með
brennandi funa eyðimerkur-
innar i fjöruborðinu. Þarna er
Beinagrindaströnd. Þarna
hefur mikill fjöldi skipa
strandað og menn farist þegar
þokan hefur byrgt alla útsýn og
hvergi er vatn né björg að fá i
neina átt. Þessi strönd lumar þó
á einum auðugasta demanta-
fundi i heimi og er hluti af eyði-
mörkinni bannsvæði. Þar er
jafnvel leitað lengst úti sjó,
hlaðnir varnargarðar eins og i
Sumar sandöldurnar eru hærri
en Arnarfcll við Þingvallavatn.
Viggó Oddsson skrifar frá
Jóhannesarborg:
„Þegar islendingar heyra
nefnt orðið eyðimörk, dettur
þeim ósjálfrátt i hug sand-
breiður, glóandi sól og hiti,
arabar og úlfaldar i leit að
lindum með pálmatrjám.
Flestir halda að eyðimörk sé al-
gjör auðn og dauði. Reyndar er
engin eyðimörk eins mis-
munandi „dauð”. Tvö eyði-
merkursvæði má nefna I suður-
hluta Afriku eins og Kalahari og
Namib eyðimerkurnar, sem eru
ekki eins auðar og þær lita út
fyrir að vera.
í fyrsta sinn
sem ég sá eyðimörkina Kala-
hari, fyrir nokkrum árum, var
þegar ég flaug frá Jóhannesar-
borg til Windhoek i SV-Afriku.
Eyðimörkin er að mestu i
svertingjalandinu Botswana
sem er stórt og hrjóstrugt, með
búskmannahópum og öðrum
frumstæðum svertingjum. Það
tekur um 3 stundir að fljúga yfir
Kalahari, samfelld slétta um
12-1500 metra yfir sjó, með
rauðgulbrúnum sandi og
gisnum runnum sem hindra
sandfok. A stöku stað voru
slóðir sem hirtir eða önnur dýr
höfðu skilið eftir i leit að vatns-
bólum sem þau höfðu krafsað
þar sem raka var að finna i
dældum. Voru það furðu stórar
gryfjur sem dýrin höfðu gert, i
aldagamalli baráttu við
þorstann.
Vfsindamaður að skoða Welwitchiaplöntu i Namibeyðimörkinni.
Plantan er um 5 metrar i þvermál og mörg þúsund ára gömul.
Þarna hefur rignt tvisvar siðan 1934. Næturþokan er Iffgjafi fyrir
pföntur og pöddur I Namib.
Hollandi og mokað meö stór-
virkjum tækjum á sjávarbotni.
Lif i eyðimörkinni
Sumar sandöldurnar eru
stærri en Arnarfell við Þing-
vallavatn, þær mjakast með
vindinum. A svæði hefur ekki
rignt að sögn nema í ár og árið
1934. Þá skeður kraftaverkið.
Skyndilega er eyðimörkin haf-
sjór af fegurstu blómum sem
keppast við að vaxa, bera fræ og
bíða svo næstu rigningar, sem
kemur eftir árat'ug eða heila
öld. Þarna er ein einkenni-
legasta planta i heimi:
Welwitchia, sem mun vera til i
um 200 eintökum og sumar
plönturnar mörg þúsund ára
gamlar, eins konar steinrunnar
plöntur, regnið i ár gæti fengið
plöntu þessa tilaðfjölga. Þarna
eru einnig margar tegundir af
pöddum, slöngum og jafnvel
antilópur. Pöddurnar og allt
annað lif þar þurrka rakann úr
þokunni, sem getur teygtsig 100
km inn i land á nóttunni. Sumar
pöddur standa þá á höfði og láta
rakann leka af búkinum niður i
munn sér.
Gasloginn
Þegar ég flaug frá SV-Afriku
kom flugvélin við á einum flug-
velli, þar sem fámennur hópur
tórir við visindastörf búskap og
annað. Þegar komið var út úr
flugvélinni og út i sólina og
skrælþurrt loftið var eins og að
ganga nálægt gasloga, einn asni
var að kroppa sinubrúsk fyrir
utan girðingu. Við ströndina er
ein góð höfn sem nefnist Walvis
Bay og eru þar miklar fisk-
vinnslustöðvar. Sandrok og
þoka setja svip sinn á borgina
og er salt-tæring mikil. En alls
staðar eru mennirnir og mikið
er á sig lagt til að sigrast á
náttúruöflunum, hvort heldur
það er Namib eða Grimsey eða
Vestfirðir, þar sem and-
stæðurnar eru sem mestar.
EYÐIMERKURLIF
Lágmarksaldur á
vínveitingahúsum
er f jarstœða
Tvær vinkonur skrifa:
„Við erum hérna tvær vin-
konur, sem getum ekki orða
bundist lengur, vegna þeirrar
fjarstæöu að háfa lágmarks-
aldur á vinveitingahús 20 ára.
Hvar eiga unglingar á aldrin-
um 16—20 ára aö skemmta sér?
Eiga þeir að fara i Tónabæ, þar
sem þeir eru taldir óæskilegir
vegna hinna yngri, og sem þar
að auki rúmar ekki ailan þann
fjölda sem er á þessum aldri á
höfuðborgarsvæðinu.
Að þetta skuli þekkjast i nú-
timaþjóðfélagi. Þó það hafi
gengið fyrir 20 árum, þá hafa
timarnir breyst. Það er stað-
reynd sem ekki má loka augun-
um fyrir, að unglingar eru bráð-
þroskaðri en áður og fara þvi
fyrr ,,út á lifið".
Stærsti hópurinn i
skemmtanalifinu er frá 18—20
ára, en þeir komast hvergi lög-
lega inn.
Nú er i lögum að 18 ára stúlk-
ur megi gifta sig, en þó er ekki
taiið að þær hafi nægilegan
þroska til þess að fara inn á vin-
veitingahús. Hverjum finnst
þetta raunhæft??
Okkur finnst aö lækka ætti
lágmarksaldur vinveitingahúsa
niður i 18 ár og opna stað fyrir 16
ára og eldri, þvi að ekki er hægt
að ætlast til þess að 16, 17 ára
unglingar skemmti sér með 13
ára krökkum.
Nú eru margir 16 ára og eldri
sem sækja á vinveitingastaðina,
en myndi ekki ásókn þeirra
minnka ef opnaður væri staður
fyrir þennan aldursflokk?”
DAYNDIS ARFUR
IIPJ.Hvg. skrifar:
„Laugardaginn 10. april birt-
ust á 5. siðu Morgunblaðsins
upplýsingar um að: „Hver 4
manna fjölskylda skuldar 1.6
m.kr i erlendum gjaldeyri”.
Heimild vinnuveitendasam-
bandið. Mynd fylgir!
Sama dag sjáum við i Visi á
fyrstu siðu á dökkum grunni:
,,Hver fjögra manna fjölskylda
skuldar 1,6 millj. kr. erlendis”.
Engin mynd!
Þá fylgja þessum upplýsing-
um nokkrar hugrenningar og er
sami rassinn undir báðum.
Nú hætti ég mér ekki út á
þann hála is að reifa þessar
hugleiðingar blaðanna, þær
eiga sjálfsagt einhverja stoð i
veruleikanum, en ekki sætti ég
mig við þessa fjögra manna
Ijölsk. viðmiðun. þó svo ég
taki hana inn i dæmið hér á eftir
sem verður dægradvöl min i
dag, sem nefna mætti: Leikið
með tölur.
Nú nálgumst viö islendingar
að vera alls tæpar 220.000
(tvöhundr. tuttugu þús.) hræð-
ur. Með fjögra manna fjöl-
skyldu viðmiðuninni verða þetta
þannig 55.000 fjölskyldur, en á
henni hvila eins og fyrr segir
1.600.000 (ein milljón sex-
hundruð þús.) isl. krónur i er-
lendum gjaldeyri. Nú skulum
við margfalda þessar tölur
þannig: 55000 x 1600000, þá fáum
við út tölu i isl. kr. sem þannig
litur út: 88000000000 i heilum
krónum, þvi nú hafa allir aurar
verið afskrifaðir. Þetta verða-
þvi nánar tiltekið 88.000 (áttatiu
og átta þús. milljónir) = 88 mil-
jarðir islenskar kr. sem hvila á
55000 fjögra manna fjölskyldum
i landinu. Til þess nú að fá fram
hvað hvilir á hverjum einstak-
lingi í landinu. skulum við deila
i alla skuldasúpuna og endur-
taka kr. 88000000000 með ibúa-
Ijöldanum 220.000. fáum við
þannig út, að á hverjum is-
lendingi hvila i erlendum gjald-
evri kr. 400.000 (fjögurhundr.
þús. krónur) . Nú grip ég enn til
i'jögra manna fjölskyldunnar og
set dæmið endanlega upp
þannig: 400.000 x 4 = 1.600.000
(ein milljón sexhundruð þús.
krónur). Er þá komin upp ná-
kvæmlega sama tala og hjá
þeim visu mönnum. hjá
Morgunblaðinu og Visi.
Eins og fyrr greinir eru hér
allir islenskir þjóðfélagsþegnar
meðtaldir. styrkþegar hvers
konar sem eru ótaídir. öryrkjar
og gamalmenni, öll blessuð
börnin. jafnvel þó þau séu i
burðarliðnum. Dávndis arfur
það."
DREGIÐ í 1. FLOKKI KL.5.30 í DAG.
ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR ENN FÁANLEGIR í AÐALUMBOÐINU
VESTURVERI.
JMSb
mogukM
H
\\
l|
ú