Vísir - 04.05.1976, Side 2
2
Þriðjudagur 4. mai 1976.
c
HAFNARFIRÐI
D
Hver er mesta prýði
Hafnarfjarðar?
fl
B
8
fl
I
Bjarni Jónsson, sjómaður:Það er
Hamarinn.
Sóley Þorsteinsdóttir, vinnur
efnalaug: Mér dettur nú fyrst
hug túnið hjá gamla sýslumanns-
setrinu og Þjóðkirkjan. Annars
finnst mér bærinn i það heila
fallegur.
Sigurjón Guðmannsson, scndibil-
stjóri: Ætli Hamarinn sé ekki
fallegastur af þessu öllu saman,
en þetta er á allan máta fallegur
og elskulegur bær.
María Friðfinnsdóttir, vinnur hjá
rikisspitölum: Það er erfitt að
velja úr, en þó held ég að Hellis-
gerði hafi alltaf verið mesta prýð-
in.
Ólafur Bjarnason, læknanemi:
Ætli það sé ekki bara torgið hérna
i miðbænum.
Margrethi Kristinsson, húsmóð-
ir: Ég hef nú ekkert velt þvi fyrir
mér, en kann vel við bæinn i heild.
Hótt á annað hundrað
mál eru enn óafgreidd,
og skammt í þinglok
1 skjalasafni Alþingis er allt I röð og reglu hjá Kjartani Bergmann
skjalaverði. Frumvörpin eru á öðrum veggnum, en ályktanir á hin-
um, en glfmumyndirnar hefur Kjartan sér til andlegrar upplyfting-
ar. Myndir Loftur.
: í-l: ■ 1 1J y'
\JjJ fi f i •
Loftið I Alþingishúsinu er að springa utan af afrakstri þingmann-
anna undanfarin ár. Þar eru geymd eintök af hverju þingskjali allt
frá 1953 og þaðan af eldri Þingtiðindi.
Fimmtiu og niu stjórnarfrum-
vörp, fjörutiu og sex þing-
mannafrumvörp og fimmtiu og
fimm ályktanir eru enn óaf-
greiddar frá Alþingi. Itætt hefur
vcrið um að þingi Ijúki um
miðjan maimánuð, svo að það
er greinilegt að þingmenn verða
að halda á spöðunum þennan
tima scm eftir er.
Þessar upplýsingar fengust á
skrifstofu Alþingis, en að sögn
skrifstofustjóra er þess að
vænta að megináhersla verði
lögð á að ljúka afgreiðslu
stjórnarfrumvarpa. Meðal
þeirra mætti nefna frumvörp
um aflatryggingasjóð, tekju-
stofna sveitarfélaga, fjáröflun
til vegagerðar og sauðfjárbað-
anir.
Þá verða þau þingmanna-
frumvörp sem lögð voru fram af
öllum flokkum væntanlega látin
sitja fyrir öðrum. Af ályktun-
um, sem sennilega verða látnar
ganga fyrir eru t.d. vegaáætlun,
ályktanir um landhelgismálin
og um Menningarsjóð.i Norður-
landa.
Að sögn skrifstofustjóra má
gera ráð fyrir að enn eigi eftir
að bætast i hópinn allmargar á-
lyktanir og frumvörp, áður en
þingi lýkur.
—EB
Bjálkinn í gullauganui
Sagt er að chile-búar hafi
fyrstir manna lagt sér hana til
munns, séra Valtýr á ralli (Sir
Walter Raleigh) fyrstur manna
flutt hana til Evrópu frá
Virginiu I Norður-Ameriku, irar
orðið henni svo háðir, að þegar
hún brást hafi orðið hungurs-
neyð I landinu, sem kennt er við
hana, af henni séu til á annað
þúsund tegundir, þar af ein Is-
lensk, kennd við Ólaf nokkurn I
Hjarðardal, ogað siðustu sé hún
bakverkur búdrýgindafólks og
árlegur höfuðverkur Græn-
metisverslunar rikisins.
Tegundarheitið er Solanum
Tuberosum, en að öðru leyti
gengur hún undir nafninu
kartafla, og fyrir utan að vera
matur á hvers manns diski dag-
lega má úr mjöli hennar fram-
leiða brennivin sem hægast, af
þvi geta menn fengiö brenni-
vínsnef, sem er hliðstæða við
kartöflunef, sem eru meöfætt en
ekki innflutt.
Þannig er I stuttu máli rakin
saga kartöflunnar, þangað til
hún lenti i klónum á Grænmetis-
verslun rikisins með þeim
afleiðingum að nú má hana
enginn réttum augum lita.
islendingar fóru að rækta
kartöflur töluvert á nitjándu
öldinni, og nú er svo komið að
hún er helsti jarðávöxturinn,
sem hér er ræktaður til mann-
eldis. Við erum ýmsu vön um
útlit og gæði kartaflna, m.a.
vegna þess að okkur hefur ekki
almennt verið eins sýnt um
geymslu þeirra að vetrinum og
skyldi. Þá hcfur mjög skort á
nægan sendinn jarðveg til að
kartöflurnar yrðu þéttar og
mjölmiklar og geymdust þar af
leiðandi betur. Stutt sumur og
vætusöm gera sitt til að minnka
geymsluþol þessa dáða jarð-
ávaxtar.
En út yfir tekur, þegar kemur
undir vor mcð tilheyrandi
kartöfluleysi af heimamarkaði
og misjöfnum innflutningi. Og
enn einu sinni sitjum við eftir
misjafnan kattöfluvetur við að
tina skemmdar kartöflur upp úr
fimm kflóa pokum, þegar á að
fara að taka til i kvöldsuðuna.
Ekkert er ergilegra en greiöa
fyrir það, sem siðan verður að
henda, eða hreinsa af skemmd-
um, þegar kartöflur eru, I þessu
tilfelli, skrældar. Fólk spyr eðli-
lega hvort ekki sé hægt að hafa
betra lag á kartöfluframleiðsl-
unni og innkaupum á þeim.
Þegar þess er gætt hve kartöflur
eru mikill hluti af daglegri fæðu
okkar, fer ekki á milli mála, að
nauðsynlegt er að vanda til
þeirra sem mest, og meðhöndla
þær eins og hverja aðra við-
kvæma matvöru, þótt moldugar
séu upp úr jörðinni. Kartaflan
hefur að visu oftast fengist fyrir
lltið, og þvl er máski minna
vandaðtil meðferðar á henni en
ella. Hins vegar er það stað-
reynd, að allt, sem við leggjum
okkur til munns er mikilsvert,
hvað sem kann að vera greitt
fyrir það.
Hér starfar stór visindastofn-
un i landbúnaði. Hún mundi
áreiðanlega geta bætt úr stórum
vanda Grænmetisverslunarinn-
ar og kartöflubænda, ef hún
sneri sér að þvl af atorku að
kynbæta svo útsæði, að það
hentaði sérstökum islenskum
aðstæðum. Við erum að skarka
þetta ár eftir ár með gullauga
og Ólafs-rauð og nú siðast bintje
i smáum stil. Grænmetis-
verslunin á að þrýsta á um
þetta og hafa forgöngu um slik-
ar rannsóknir. Hennar ábyrgð
er þeim mun meiri, þar sem um
rikiseinokun er að ræða. Og hún
verður að vanda innflutning
miklu betur á þessari daglegu
neysluvöru landsmanna. Stór
liður i daglegri velliðan og
heimilisfriði er góðar kartöflur.
Grænmetisverslunin er I húsi,
sem fengiö hefur nafnið
Gullaugað manna á meðal. En
talað um augu, þá virðist sem
stundum sé annað auga Græn-
metisverslunarinnar blint og
fyrir það sé kikirinn settur, þeg-
ar gera á innkaup erlendis, en
bjálki aðgerðarleysis standi i
þvi, sem snýr að framförum i
kartöflurækt og meðferð
kartaflna innanlands.
Svarthöfði.