Vísir - 04.05.1976, Síða 3

Vísir - 04.05.1976, Síða 3
3 vism Þriðjudagur 4. mai 1976. Fasteignagjöld eru lægst i Reykjavik, á Seltjarnarnesi og i Hafnarfirði. Þessi sveitarfélög notfæra sér helming eða minna af heimiid sveitarfélaga til að legga allt að 50% á lögboðna fasteignaskatta. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði upplýsti við Hamar, blað Sjálf- stæðisflokksins i Hafnarfirði, að fasteignagjöld af 500 rúmmetra einbýlishúsum væru: iReykjavik kr. 44.262 á Seltjarnarnesi ” 49.200 iHafnarfirði ” 51.413 iNjarðvík ” 52.055 iGarðabæ ” 53.118 á Akureyri ” 59.377 á Selfossi ” 59.493 iKópavogi ” 62.505 i Keflavik ” 72.590 Innifalið i fasteignagjöldum eru auk fasteignaskatts hol- ræsagjöld, vatnsskattur og lóðarleiga. -SJ Ferðastyrkir til Noregs veittir úr Þjóðhótíðargjafarsjóði Norska störþingið færði is- lendingum 1 miiljón norskra króna að gjöf i tilefni ellefu aida afmælis íslandsbyggðar á s.l. ári. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins sém ber heitið Þjóðhátiðargjöf Norðmanna skal W a Keðjur lögreglu- bílinn Sumrinu virðist ekki alveg hafa tekist að bola vetrinum burtu. Að minnsta kosti snjóaði hjá þeim á Húsavik i nótt og þegar Visir hafði samband við lögregluna þar, voru þeir að setja keðjur á lögreglubilinn. Að visu var litill snjór, föl á jörðu, en hafði þó náö að fest- ast á götum og öryggisbilar eins og t.d. lögreglubilar verða að vera sem best búnir. — EA veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hóp- um ferðastyrki til Noregs, i þvi skyni að efla samskipti þjóðanna, t.d. með þátttöku i mótum, ráð- stefnum eða kynnisferðum. Styrkirnir verða ekki veittir einstaklingum og ná einungis til ferðakostnaðar. Höfuðstóll sjóðs- ins skal standa óskertur en styrkirnir veittir af vaxtatekjum. Ákveðið er að efna til styrkveit- inga á þessu ári og verður auglýst eftir umsóknum siðar. Forsætis- ráðuneytið annast afgreiðslu á málefnum sjóðsins. Guðbjörg hefur keyrtleigubfl frá þvi I haust og likar starfiö vel. Mynd: Loftur. Starfið jaf nt fyrir konur sem karla... — segir Guðbjörg Hjörleifsdóttir leigubílstjóri „Það pirraði mig svolitið fyrst eftir að ég byrjaði að keyra, að sumt fólk sem kom út af skemmtistöðunum gekk fram hjá minum bil og tók næsta bil fyrir aftan. Það var eins og það tryði þvi ekki að ég væri leigubilstjóri þótt ég væri með skiltið I glugg- anum” sagði Guðbjörg Hjör- leifsdóttir, ieigubilstjóri á Borgarbilastöðinni i viðtali við Visi. Eftir að viðtalið við kollega hennar, Guðlaugu Jónsdóttur birtisti Visi á föstudaginn, feng- um við nokkrar upphringingar frá lesendum sem bentu'á að konur hefðu fyrr keyrt leigubila. Ein hefur keyrt bfl á tsafirði i fjölda ára og er hún sennilega sú fyrsta. önnur var með leigubil i Hafnarfirði og ef til vill eru þær viðar. Guðbjörg byrjaði akstur hjá Borgarbil i haust, en hún er tveggja barna móðir búsett i Reykjavik. „Mér bauðst að keyra i þessu leyfi og mig langaði til að prófa starfiö. Þetta hefur gengið miklu betur en ég bjóst við og ég tel þetta starf engu siður fyrir kvenfólk en karlmenn” sagði Guðbjörg. —EB að Kjarvalsstöðum Starfsemi að Kjarvalsstööum verður I fullum gangi yfir sumarmánuðina. Sumarleyfi eru mun dreifðari en áður og ætti að vera grundvöllur að rjúfa áralanga hefð, sagði Aðal- steinn Ingólfsson, framkv.stjóri iistráðs, á fundi með blaða- mönnum. A fundinum gerði form. hins nýja listráðs hússins, Ólafur B. Thors, grein fyrir breyttum lög- um um stjórn Kjarvalsstaða og Aðalsteinn Ingólfsson kynnti sýningar og aðra starfsemi til ársloka. My ndlistasýningar eru fjölþættar og bryddað upp á ýmsum nýjungum. Fágætir list- munir verða til sýnis i glerskáp- um á göngum og i kaffistofu, sýning á leikbrúöum i nóvember og verður tónlist einnig gefinn gaumur. Þá er ætlunin að halda viku- iega fyrirlestra um nútimálist i fundarsalnum, sem Aðalsteinn sér um, auk þess verða aðrir fengnir til að halda þar erindi um list. Verður það kynnt nánar siðar. Nú stendur yfir sýning finnsku listakonunnar Terttu Juvukainen og opnað er i dag sýning á pólskum plakötum. Pólverjareru heimsfrægir fyrir framlag sitt til þessaraar list- greinar. Framundan er einkasýning Eiriks Smith. 1 endaðan mai tekur Listahátið við báðum söl- um hússins. 1 vestursalnum mun félagið Islensk Grafik standa yfir yfirlitssýningu á is- lenskri graíik. I austursalnum verður sýning á 40 gvassmynd- um eftir viöfrægan listmálara, Gérard Schneider. Þá tekur við minningarsýning um Barböru Árnason, Ijós- myndasýning i júlilok og grafik- sýning i ágúst i vestursal, en Kjarvalssýning i austursal — og vón er á fleiri viðburðum þegar liða fer á haust. -þgb Ekki allir á eitt sáttir um ummœli þjóðminjavarðar um frímerkin og askinn Vegna viðtals Þórs Magnússon- ar, þjóöminjavarðar, viö dag- blaðiö Visi fimmtudaginn 29. april s.l. um ný frimerki, sem póststjórnin gaf út 3. þ.m., vil ég að eftirfarandi komi fram: í.Samkvæmt upplýsingum póst- stjórnarinnar eiga frimerkin að sýna islenska nytjalist, forna eða nýja, en ekki endilega þjóð- minjar, geri ég tæplega ráð fyrir, að þjóðminjavöröur heföi reynt að hindra útkomu merkj- anna með þeim myndum, sem Kostnaður við jarð stöð er litlu meiri en við sœstreng A fundi i Rafmagnsverk- fræöingadeild Verkfræöinga- félags Islands 27. april 1976 voru sumþykktar eftirfarandi ályktanir: l.Skorað er á rikisstjórnina að ieita nú þegar undanþágu- samninga við Stóra Norræna Ritsimafélagiö, er miðist viö að hér verði byggð jaröstöö i staö lagningar nýs sæstrengs. Félagið bendir á, aö Stóra Norræna Ritsimaiélagið gæti náð jafntniklum hagnaði af rekstri jarðstöðvar, ef hún yrði rekin i samvinnu við is- lendinga, eins og af rekstri sæstrengs. Félagið bendir jafnframt á, að tillögur Stóra Norræna um rekstur sæstrengsins i sam- vinnu við islendinga fela þeg- ar i sér undanþágu frá upp- hafl. samningi, sem gerir ráö fyrir óskoruðum einka- rétti Stóra Norræna til allra fjarskipta viö útlönd. Félagið bendir á, að stofn- kostnaður jarðstöðvar er litlu meiri, eða 700-900 milij. kr., heldur en stofnkostnaður sæ- strengs, sem er um 650 millj. kr. 2. Félagiö telur það ólýðræðis- legar aðferðir að gera ekki al- menningi rækiiega grein fyrir þeirn valkostum, sern um er að ræða i stórmálum sem þessu.áður en ákvarðanir eru tekuar eöa framkvæindir hafnar. Þessum ályktunum hefur ver- ið komið á framfæri við rikis- stjórnina. á þeim eru, ef honum heföi ver- ið þessi staðreynd ljós. 2.Það er rangt hjá þjóðminja- verði, að askurinn, sem mynd er af á öðru frimerkinu, sé renndur úr heilu tré. Askurinn er settur saman úr stöfum likt og gert mun hafa verið, þegar smiðaðar voru sannar fyrir- myndir, eins og komist er að orði i fyrrnefndu viðtali. Askur- inn er að öllu leyti handsmiðað- ur oghefurengin vél af nokkru tagi komið þar nærri. 3.1 viðtalinu segir þjóðminja- vörður, aö hann hafi aldrei séð ask ..útskorinn á belgnum”. Til að bæta úr þvi gæti hann t.d. flett upp á bls. 37 i íslenskum þjóðháttum eftir Jónas Jónas- son frá Hrafnagili. Einnig skoðað aska eftir Rikharð Jónsson og Sfefán Eiriksson og fleiri aska af yngri gerð. 4.Ég harma það mjög, að askur smiöaður af mér skyldi dragast á þennan hátt inn i deilur, sem gætu orðið þess valdandi, að þeir fjölmörgu viðskiptavinir minir, sem hafa treyst þvi, að þeir væru að kaupa vandaða, handunna listmuni. teldu mig ósannindamann. Asgeir Torfason

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.