Vísir - 04.05.1976, Side 4

Vísir - 04.05.1976, Side 4
4 Þriðjudagur 4. mai 1976. VISIR ALDARFJÓRÐUNGUR Á morgun 5 mai eru liðin 25 ár frá því að íslenzk stjórnvöld undir- rituðu varnarsamning við Bandaríkin, en eins og kunnugt er var varnar- samningurinn gerður innan ramma Atlants- hafssáttmálans, sem Island hafði gerzt aðili að tveimur árum áður. Bandarískt herlið kom til landsins nokkrum dögum eftir undirritun varnar- samningsins og hefur dvalizt hér síðan. Á aldarf jórðungsaf mælinu er e.t.v. ekki úr vegi að staldra við og rifja upp nokkur atriði viðvíkjandi veru varnarliðsins. Hvers vegna kom bandarískt varnarlið til islands? Vegna ástandsins i alþjóða- málum. Kóreustriðið haföi byrjað árið áður (1950) og vestræn stjórnvöld óttuðust að Sovétmenn og Kinverjar kynnu að láta til skarar skriða á fleiri vigstöðvum. Atlantshafsbanda- lagið hafði verið stofnað árið 1949, en það var fyrst er hér var komið sögu, að hafizt var handa um gerð samræmdra varnar- áætlana og stofnun sameigin- legra herstjórna. Við inngönguna i Atlantshafs- bandalagið árið 1949 var á þvi fullur skilningur af hálfu annarra aðildarrikja banda- lagsins, að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yröu á íslandi á friðartimum. En jafnframt var þvi lýst yfir af hálfu Bandarikjamanna, að ef til ófriðar kæmi, myndu banda- lagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Islandi og i heim- styrjöidinni siðari, og mundi algerlega vera á valdi Islands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin i té. Sem fyrr segir ollu blikur, sem á lofti voru i alþjóöamálum þvi, að vorið 1951 þótti nauðsynlegt að styrkja varnir landsins og um leiö varnir Atlantshafsbandalagsins i heild. Þess vegna sté erlent varnarlið á land á tslandi hinn 7. maí 1951. Hvert er hlutverk varnarliðsins í dag? Hlutverk varnarliðsins hefur frá upphafi verið tviþætt, þ.e. annars vegar varnir landsins sjálfs og hins vegar varnir haf- svæðanna umhverfis landið. Aherzla er lögð á, að styrkur bandalagsins til hvors tveggja sé svo augljós og óvefengjan- legur, að ekkert utankomandi riki láti sér til hugar koma að reyna friðrof. Varnarmátturinn sé m.ö.o. aftrandi Vegna sivaxandi mikilvægis hafsvæðanna almennt og Norður-Atlantshafsins sér- staklega sem hernaðarvett- vangs, hefur þýðing herstöðvar- innar á Keflavikurflugvelli sem eftirlitsstöðvar stöðugt aukizt og gegnir hún nú lykilhlutverki að þvi er varðar eftirlit með ferðum vigvéla i og á hafinu umhverfis Island, en ennfremur er fylgzt með ferðum „ókunnra” flugvéla. Ógerningur er að draga skörp skil á milli varnarhlutverks og eftirlitshlutverks varnarliðsins, enda hvort tveggja liður i varnarviðbúnaði Atlantshafs- bandalagsins. Stendur Bandarfkja- mönnum ekki nákvæm- lega á sama um líf og örlög íslenzku þjóðar- innar? Líta þeir ekki einungis á ísland sem hlekk í eigin öryggis- kerfi? Vitanlega eru Bandarikjamenn litt frábrugðnir öðrum þjóðum hvað það snertir aö hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Og það er að sjálfsögðu augljós hagur Bandarikjanna, að fjand- samlegt herveldi öðlist ekki hernaðaraðstöðu á íslandi. Þeir sjá sér þvi allan hag i að hafa hér staðsett herlið og i þvi að varðveita og treysta góð samskipti við íslendinga. En á sama hátt og það þjónar öryggishagsmunum Banda- rikjanna og annarra aðildar- rikja Atlantshafsbandalags- rikja, að tsland sé þátttakandi i vestrænu varnarsamstarfi, þá þjónar það jafnframt okkar eigin hagsmunum. Það er mergurinn málsins frá islenzkum sjónarhóli. Ef svo væri ekki, ættum við auðvitað ekki að taka neinn þátt i þessu varnarsamstarfi. Atlantshafs- bandalagið er gagnkvæmt öryggiskerfi, þar sem ekki einn heldur allir hagnast á sam- vinnunni. Þess vegna mætti eins snúa við þeirri staðhæfingu, að Bandarikin liti á Island sem hlekk i eigin öryggiskerfi og fullyröa i staðinn að frá okkar bæjardyrum séu Bandarikin einungis hlekkur i islensku öryggiskerfi. Engin dul er á það dregin, að Atlantshafsbanda- laginu sé fyrst og fremst ætlað að berja á Sovét- mönnum. Er ekki Rússa- grýlan áróðursbragð eitt og leifar frá Kalda stríðinu? Höfum við nokkra ástæðu til að ótt- ( Baldur ” iGuðlaugsson skrifar i ast sovézka ihlutun, ásælni eða yfirgang? 1 þessu sambandi verður fyrst að undirstrika, að Atlantshafs- bandalagið er varnarbandalag, ekki árásarbandalg. I öðru lagi ber að hafa i huga, að banda- lagið sjálft hefur ekkert yfir einstökum aðildarrikjum að segja, eins og við höfum mátt reyna i þorskastriðum okkar. Það er fyrst og fremst vett- vangur samráðs, samræmingar og sameiginlegs átaks, en allar raunverulegar ákvarðanir og framkvæmdir eru i höndum ein- stakra aðildarrikja. Jafnvel þótt árás á eitt aðildarriki skuli skoðast sem árás á þau öll, er það i valdi hvers einstaks bandalagsrikis að gera ,,þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins”, eins og i 5. gr. Atlantshafssátt- málans segir. Ef við vikjum þvi næst að „sovézku ógnuninni”, þá er á tvennt að lita: Hugmyndafræði og stórveldahagsmuni. Þótt Sovétrikin hafi tekið þátt i Útboð Kröflunefnd óskar eftir tilboðum i smiði og uppsetningu á loftræstikerfi i stöðvar- hús Kröfluvirkjunar. ÍJtboðsgögn verða afhent gegn 5.000. kr. skilatryggingu á Verkfræðistofu vorri frá miðvikud. 5. mai 1976. Tilboðum ber að skila á sama stað fyrir kl. 11 f.h. fimmtud. 20. mai 1976. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Nauðungaruppboð, sem auglýst var i 86., 88. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1975 á eigninni Miðvangur 37, Hafnarfiröi, þinglesin eign Jóns V. Jónssonar, fer fram eftir kröfu Harðar ólafs- sonar, hrl., Hákonar H. Kristjónssonar, hdl., Innheimtu rikissjóðs og Hauks Jónssonar, hrl., á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 5. mai 1976, kl. 3.30 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð, sem auglýst var 159., 60. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1975 á eigninni Þrastarlundur 17, Garöakaupstað, talin eign Bjarna ó. Helgasonar, fer fram eftir kröfu Verslun- arbanka tslands, Guðjóns Steingrimssonar, hrl. og Einars Viðar, hrl., á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. mai 1976 kl. 2.45 e.h. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað. Árbœjarapótek Breytt símanúmer Almenn afgreiðsla 75200 Lœknasími (receptur) 75201 Árbœjarapótek Hraunbœ 102 Nauðungaruppboð sem auglýst var 134., 37. og 39. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1975 á eigninni Goðatúni 32, Garðakaupstaö, þinglesin eign Magnúsar Danielssonar, fer fram eftir kröfu Veð- deildar Landsbanka tslands, á eigninni sjálfri miðviku- daginn 5. mai 1976, kl. 2.00 e.h. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. PASSAMYIVDIR s teknar i litum tilbúnar sfrax I karna & flölskyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 tilraunum til að draga úr spennu rikja austurs og vesturs og sambúð þeirra við vestræn riki hafi batnað til muna — (raunar hefur nú orðið nokkur afturkippur i þeim efnum) —, þá hafa þau enga dul dregið á það, að þau berjist enn fyrir fullnaðarsigri kommúnlsks þjóðskipulags um allan heim. Sovétrikin lita á sig sem móður- skip heimskommúnismans og hyggjast áfram leika aðalhlut- verk i sigurgöngu hans, sem sovézkir ráðamenn telja óstöðv- andi. Hin æ hugmyndafræðilega barátta heldur áfram, segja sovézkir ráðamenn undan- bragðalaust, og telja ekki eftir sér að rétta hjálparhönd ef verða megi til að hraða hinu óumflýjanlega. Að sjálfsögðu tefla realpólitikusarnir i Kreml ekki i neina tvisýnu I hug- myndafræðilegri landvinninga- stefnu sinni og fara þvi að öllu varlega, ef öðrum hagsmunum þeirra er ógnað. En þegar mál- staðurinn er heilagur eins og kommúnisminn er kommúnist- um, þá helgar tilgangurinn meðalið og þá er einskis svifizt ef svo býður við að horfa. Þess vegna stafar öðrum þjóðum áfram hætta af sovézkum áformum. Auk sannfæringar um sögu- legt hugmyndafræðilegt hlut- verk Sovétrikjanna eru sovézkir valdamenn i fyrirsvari fyrir risaveldi, sem hefur öll einkenni stórvelda að fornu og nýju og heyr valdabaráttu við annað risaveldi — Bandarikin. Vegna vigbúnaðarkapphlaupsins á höfum og flotauppbyggingar Sovétrikjanna á Norður- Atlantshafi hefur hernaðargildi Islands aukizt til mikilla muna. Hvað okkur snertir er það þvi nánast aukaatriði I sambandi við varnir landsins, hvort Sovét- menn sækist eftir yfirráðum yfir íslandi eða öðrum löndum vegna meintrar hugmynda- fræðilegrar eða heimsvalda- sinnaðrar útþenslustefnu sinnar. Hitt skiptir öllu, að vegna vöntunar á flota— og flugvallaaðstöðu á Norður- Atlantshafi og vegna sivaxandi umsvifa þar, liggja til þess nægjanleg hernaðarleg rök, að Sovétmenn ásælist hér aðstöðu hvort heldur til sóknar eða varna. Það má I þvi sambandi alveg liggja á milli hluta, hvern áhuga þeir hafa I sjálfu sér á að herleiða islenzku þjóðina. Það nægir okkur að vita, að landið sjálft hlýtur að freista þeirra. Eins lengi og við teljum okkur fremur eiga samleið með vest- rænum rikjum I stjórnmála- legum, efnahagslegum og menningarlegum efnum, fáum við best tryggt hagsmuni okkar I bráð og lengd með nánu samstarfi og samstöðu meö þessum rikjum Timabundin „þorskastrið” mega ekki villa okkur sýn að þessu leyti. Þetta breytir þvi svo au'Bvitað ekki, að við viljum eiga sem bezt samskipti við Sovétrikin og styðjum heilshugar alla við- leitni til að bæta sambúð austurs og vesturs. Ein af skyldum fullvalda rikis er að gæta öryggis sins. Vegna ástands I alþjóðamálum og vöntunar á innlendum varnar- mætti, höfum við Islendingar ekki átt annars úrkosta en að sætta okkur við dvöl erlends herliðs I landinu I aldar- fjórðung. Við verðum hér eftir sem hingað til að draga skörp skil á milli herlifs og þjóðlifs. Erfitt er að spá — og þó sér- staklega um framtiðina, eins og góðir menn hamra á þessar vikurnar, en vonandi tekur mannkyn þeim stórstigu fram- förum i næstu framtið og vonandi tekst að skipa öryggis- málum i Norðurálfu með þeim hætti fyrr en nokkurn varir, að við íslendingar getum áhættu- laust búið einir I landi okkar að aldarfjórðungi liðnum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.