Vísir - 04.05.1976, Page 6

Vísir - 04.05.1976, Page 6
6 ( Connally ætlar að hjálpa gegn Itölskum kommúnistunum. Hjálp gegn komm- únislum John Conally, fyrrum fjár málaráðherra Bandarikj anna, tiikynnti i gær að hann hefði stofnað samstarfsnefnd til að sýnaandstöðu gegn upp gangi kommúnista í þingkosn- ingum á ttalfu. Connally sagði að þessi samstarfsnefnd almennra borgara ætlaði að sýna itölum aö bandarikjamenn hefðu áhyggjur af baráttu þeirra fyrir frelsi. Hann sagði að hópurinn mundi ekki skipta sér beint af stjórnmálum á ttaliu, en styðja við bakið á flokkum sem ekki eru kommúnískir, með því að senda skemmti- krafta, stjórnmálamenn og fleiri til að koma fram á kosn- ingafundum. Vikuverk- Þriðjudagur 4. maf 1976. VISIR Unts}ón: Guömundur Péturssnji Fékk Pulitzerverðlaun 60 árum eftir dauða sinn Scott Joplin, ,,rag- time” tónskáldið sem _ lést áður en tónlist hans varð fræg, fékk sérstök Pulitzer verðlaun, þeg- ar hin árlega verðlaunaafhending fór fram i New York i gær. Joplin er einna þekktastur fyrir lagið „The Entertainer”, aðallag kvikmyndar- innar The Sting. Pulitzer verðlaunin eru veitt fyrir afrek á sviði blaða- mennsku, bókmennta, leikrita- gerðar og tónlistar. Ópera sem Scott Joplin samdi, „Treemonisha” var sett upp á Broadway i fyrra. Pulitz- er verðlaunanefndin sagði að Joplin væru veitt verðlaunin fyrir alla þá tónlist sem hann samdi. Fyrir framúrskarandi blaða- mennsku fékk Sidney Schan- berg blaðamaður við New York Times verðlaunin. Hann fékk þau fyrir fréttir um valdatöku kommúnista i Kambódiu I fyrra. Pulitzer verðlaunin eru talin mesta viöurkenning sem veitt er- á sviði blaðamennsku. James Risser, blaðamaður við dagblaö I Iowa fékk verð- laun fyrir blaöamennsku innan- lands, fyrir skrif sta um spill- ingu i komsöluverslun. Á bókmenntasviðinu hlutu R.W.B. Lewis og Saul Bellow verðlaun, Lewis fyrir ævisög- una „Edith Wharton”, og Bel- low fyrir skáldsöguna „Hum- bolt’s Gift”. Floti Bandaríkjanna endurnýjaðar Skipastóll breta og bandarikjamanna, þessara eitt sinn heims, er aumlega á sig voldugustu flotavelda kominn, og hefur banda- * rikjastjórn ákveðið að lappa upp á flota sinn. — Fordstjórnin hefur nú aukið skipasmiðaáætlun flotans fyrir næstu fimm ár um 50 skip. Þessi ákvörðun verður lögð fyrir hermálanefnd öldunga- deildarinnar á morgun, þar sem Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra, mun gera þingmönnum grein fyrir þvi, að ætlunin er að bæta á næstu fimm árum 160 nýjum skipum við i flotann.. Ford forseti mun hafa farið að tillögu James Holloway, flota- foringja, sem varaði viö þvi, að bandariski flotinn mundi dala niður til jafns við sovéska flotann^ ef skipastóllinn yrði ekki endur- nýjaður alveg á næstunni. En fréttaskýrendur vestra, vilja telja, að gagnrýni Ronalds Reagans, keppinautar Fords forseta um útnefningu Repúblikanaflokksins, hafi komið forsetanum til þess að taka þessa ákvörðun. 4 Eitt hinna risastóru flugmóður skipa Bandarikjmna. fall við þýsku dag- blöðin Dagblöð i Vest- ur-Þýskalandi koma i fyrsta skipti út i dag i nær heila viku, þegar prentarar snúa aftur til starfa úr verkfalli. Samningar hafa ekki tekist i launadeilu þeirra við útgefendur, en sæst var á að taka aftur upp vinnu, meðan gengið verður frá samningum. Fulltrúar prentara hitta útgef- endur að máli i Mainz I dag. En takist ekki samningar þá, hafa prentarar hótað að leggja strax aftur niður störf. — Niðurstöður 'viðræðnanna I dag verða bomar undir atkvæði 80.000 manna stétt- arfélags prentara i kvöld. Prentarar hafa farið fram á 9% hækkun, en útgefendur hafa boðið 5,4%. Fulltrúar prentara létu á sér skilja i gærkvöldi, að þeir kynnu að vera tilleiðanlegir til að lækka kröfurnar, en niður fyrir 6% myndu þeir þó aldrei fara.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.