Vísir


Vísir - 04.05.1976, Qupperneq 8

Vísir - 04.05.1976, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 4. mai 1976. vism VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent lif. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Álögur eða niðurskurður? Um nokkra hrið hefur legið i loftinu, að rikissjóð- ur þyrfti að gripa til sérstakra aðgerða til þess að mæta auknum útgjöldum. Hækkun vörugjaldsins kemur því ekki á óvart, þó að fyrirheit hafi verið gefin um annað. Sú viðbótartekjuöflun, sem nú er afráðin, hlýtur á hinn bóginn að vekja menn til umhugsunar um þá köldu staðreynd, að Alþingi og rikisstjórn hefur ekki tekist svo að nokkru nemi að vikja af braut rikisumsvifastefnunnar. Þessu heldur fram meðan reynt er að hemja verðbólguna með sérstökum að- gerðum á öðrum sviðum. Aukin útgjöld vegna kjarasamninga, hækkaðra tryggingabóta, landhelgisgæslu og hafrannsókna hafa að sjálfsögðu kallað á tafarlausar aðgerðir i rikisfjármálum. Hjá þessari útgjaldaaukningu var ekki unnt að komast eins og mál hafa skipast. Landsmenn hljóta t.a.m. að vera sammála um að leggja aukið fé til landhelgisgæslu. . Með öllu hefði verið óverjandi að stefna að halla á rikissjóði á þessu ári eins og þvi síðasta. En spurn- ing er, hvort ekki hefði verið skynsamlegra að mæta breyttum aðstæðum með niðurskurði rikisút- gjalda á öðrum sviðum. Það hefði verið meir i sam- ræmi við þá stefnu að draga úr rikisumsvifum og hafa hemil á verðbólgu. Þessi rikisstjórn hefur tvivegis reynt að skera niður rikisútgjöld. Báðar þær tilraunir mistókust i verulegum atriðum. Fyrir ári ákvað rikisstjórnin talsverðan niðurskurð, sem framkvæma átti i sam- vinnu við fjárveitinganefnd Alþingis. Nefndin braut þessi niðurskurðaráform hins vegar á bak aftur. 1 fjárlagafrumvarpinu siðastliðið haust var enn gert ráð fyrir aðhaldsaðgerðum og samdrætti í ein- stökum greinum. Á þinginu náðu þessi áform ekki fram að ganga nema að takmörkuðu leyti. Þingmenn hafa þannig hvað eftir annað komið i veg fyrir aðhaldsaðgerðir i rikisfjármálum. í þess- um efnum er ábyrgð þingflokka rikisstjórnarinnar vitaskuld lang mest. Þrátt fyrir þessi málalok hefði verið æskilegt að reyna niðurskurðarleiðina enn einu sinni. Þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu virðast leggja meiri áherslu á að etja kappi við kröfugerðarhópana i þjóðfélaginu en að hafa hemil á rikisútgjöldum. Þetta er uggvænleg þróun og ekki til vegsauka fyrir Alþingi. Verkalýðshreyfingin setti i byrjun ársins fram til- lögur um frestun óarðbærra rikisframkvæmda. Þetta voru skynsamlegar tillögur. Alveg er ljóst að margs konar framkvæmdum hefði mátt skjóta á frest. En verkalýðshreyfingin hefði gjarnan mátt gefa vilyrði um stuðning við einstakar tilteknar að- gerðir i þessum efnum. Fyrr eða siðar hlýtur að koma að þvi að segja verður stopp. Áframhaldandi þensla gengur ekki endalaust. Einmitt þess vegna hefði nú þurft að gera alvarlega tilraun til þess að skjóta útgjalda- áformum á frest. En sannast sagna eru hér allt of margir hagsmunahópar bæði innan þings og utan, sem hvorki vilja niðurskurð né nýjar álögur. Vandamálin eru þvi ekki auðleyst. En mestu máli skiptir að komið verði i veg fyrir hallarekstur á rikissjóði. Sagan frá i fyrra má ekki endurtaka sig. Skæruliöar —jafnt hægri sem vinstri manna, kristinna og múham- eöstrúarmanna, eru viöskiptavinir hassræktendanna, og hafa þvf iitinn áhuga á aö skemma fyrir þeim. Þegar ekki er barist reykja þeir hass og aka um I hertólum sinum til skemmtunar. Hassverslun blómstrar í skjóli borg- arastríðsins Borgarastriðið i Libanon hefur dregið mjög úr öllum viðskipt- um, sérstaklega i höf- uðborginni Beirút. En ein er sú atvinnugrein landsmanna sem ekki hefur dregið úr við striðið, heldur þvert á móti aukist. Það er framleiðsla fikniefna, aðallega hass, úr cannabisjurtinni, og sala þeirra til útlanda. „Engin vandræöi hjá okkur núna, við njótum friðhelgi” sagði hasskaupmaöur sem fréttamaöur Reuterfréttastof- unnar ræddi við i Baalbek, mið- stöð hassframleiðslu og versl- unar i Lfbanon. Baalbek er stærsta þorpið i Bekaa-dalnum, þar sem frjó- sömustu héruðin eru til ræktun- ar cannabisjurtarinnar. Hasskaupmaðurinn veifaði 'skammbyssu sinni og benti yfir dalinn. „Þetta er eins og I villta vestrinu. Hér gengur allt. Þetta eru velgengnistimar” sagði hann. Hassið sem framleitt er I Bekaa-dalnum er i góðu áliti meðal hasskaupenda um allan heim vegna „gæða” sinna og fjölbreytni. Rautt Libanonhass er hassneytendum það sama og vandað rauðvin er vindrykkju- mönnum. Réðust á lög- reglustöðvarnar Borgárastriðið i Libanon hef- ur aö mörgu leyti komið sér vel fyrir hassviöskiptin. Yfirvöld voru alltaf að reyna að stemma stigu við framleiðsl- unni. tbúar i Bekaa-dalnum þóttust berjast á sömu forsend- um og aðrir libanir, þ.e. kristnir við múhemeöstrúarmenn. En skothriðinni var aðallega beint að ýmsum rikisskrifstofum og lögreglustöðvum. Nú sjást varla lögreglumenn eöa sérstakir eftirlitsmenn sett- irtilhöfuðs hassbændum. Tim- inn er notaður til að sá meira en nokkru sinni fyrr, og bændur búast við metuppskeru i ágúst. „Þetta gæti orðið besta upp- skera sem við höfum nokkurn tima fengið” sagði hasskaup- maðurinn sem upplýsti frétta- manninn um gang mála, án þess að reyna að draga nokkuð und- an. „Það er auðveldara að lifa nú en nokkru sinni fyrr” bætti kaupmaðurinn við. Skæruliðar beggja megin kaupa hassið. Þótt borgarastriðið hafi einn- ig náð til Bekaa-dalsins, eru það vinstrisinnar sem hafa þar tögl- in og hagldirnar. Og það litur ekki út fyrir að þeir ætli að gera neinum lifið leitt i dalnum með óþarfa afskiptasemi. Fréttamaðurinn og kaupmað- urinn horfðu á jeppa fullan af þrælvopnuðum ungum mönn- um, hiæjandi og hrópandi, sem ók framhjá. „Þetta eru viðskiptavinir okkar. Strákunum finnst gott að fá sér reyk þegar ekki er barist, og þeim leiöist. Þeir fá sér einn- ig reyk áður en þeir leggja i bar- daga. Það sama gildir um skæruliða kristinna manna. Hvers vegna ættu þeir þá að vera að angra mig?” segir kaupmaðurinn. Grammið á 210 krónur Þrýstingur á rikisstjórn Libanon á alþjóðavettvangi að reyna að draga úr hassfram- leiðslunni, hefur valdið þvi að með auknum aðgerðum i þá átt hækkar verðið á hassinu. Tvöhundruð gramma plata af rauðu Libanonhassi kostar á markaðnum i Baalbek um 4300 krónur, eða 210 krónur gramm- ið. Til samanburðar má geta þess aö komið hingað til lands kostar þetta hass frá 1500 kr. grammið. Verðið er ákveðið af sameig- inlegu verðlagsráði allra stærstu kaupmannanna i Baal- bek. Reglurnar um verðið eru sjaldan brotnar. Þó er gert ráð fyrir afslætti ef um stór innkaup er að ræða. „Grammið verður auðvitað ó- dýrara ef þú kaupir eitt tonn eða svo” sagði hasskaupmaðurinn. „Við sendum hvert á land sem er. En ábyrgð okkar nær ekki lengra en til viðtökulandsins. Sá sem kaupir hassið verður sjálf- ur að sjá um að taka við þvi og koma þvi áfram”. Auðvelt að koma hassinu úr landi Ibúar Baalbek fara ekki leynt með hvaða leiðir eru farnar með hassið. Ein er um Sýrland, en landamæri þess eru i ekki nema 16 km fjarlægð frá Baalbek. Áður var einnig farið með hassið til Beirút, sem var til- tölulega fljótfarin leið. Þá var farið um borgina Zahle. Nú ráða kristnir menn borginni, og verð- ur þvi að fara umhverfis hana. Ferðin sem áður tók einn og hálfan tima tekur nú þrjá tima. Á leiðinni þarf að fara um 13 vegartálmanir, sem skæruliðar a.m.k. fimm mismunandi vinstrihreyfingar gæta. Þeir skoða skilriki manna, en reyna ekki að stöðva þá á annan hátt. Enginn i tugthúsinu Áður en borgarastriðið hófst, var Baalbek all-fjölfarinn feröamannastaður, með fornar rómverskar minjar. 1 hópi ferðamannanna voru hundruð evrópskra ungmenna sem komu til að reykja hass og afla sér peninga á auðveldan hátt. Nú þarf enginn að óttast fang- elsun fyrir að rækta hass eða hafa það undir höndum — þótt I kilóatali sé. Þeir sem sátu inni fyrir þær sakir i rammbyggðum fangels- um Beirút hafa nú allir verið frelsaðir. Skæruliðar opnuðu fangelsin i aprilmánuði, og hleyptu öllum föngunum út.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.