Vísir


Vísir - 04.05.1976, Qupperneq 9

Vísir - 04.05.1976, Qupperneq 9
VISIR Þriðjudagur 4. mai 1976. 9 OG ORLOFSFÉ Fyrir Alþingi hefur nú legið um nokkurt skeið frumvarp til laga um orlof. Þetta frum- varp hefur látið litið yfir sér og hvorki verið mikið rætt i fjölmiðlum né á Alþingi, enda stóðu félagasamtök vinnuveitenda og laun- þega að samningu þess svo að ætla mætti að frumvarpið væri bæði i þágu vinnuveitenda og launþega og tryggði einfalt greiðslu- og inn- heimtufyrirkomulag orlofsfjár. Svo er þó ekki... Flókið kerfi Oft virðist sem svo að það sé talið æskilegt að skipan mála, sem Alþingi beitir sér fyrir i löggjöf, sé flókin og kostnaðar- söm i stað þess að vera einföld og ódýr. Fyrri meðhöndlun á greiðslu orlofsfjár (orlofsfé er 8 1/3% af launum lausráðinna starfsmanna) var þessum kost- um búin, bæði kostnaðarsöm og flókin. Þetta „orlofsmerkjafargan” eins og rikisskattstjóri kallaði eldra fyrirkomulagið jaðraði þó við að vera hlægilegt vegna þess hve vitlaust það var, enda fór svo að launagreiðendur tóku að greiða orlof i beinhörðum pen- ingum i stað orlofsmerkja sem 8 1/3% af launum um leið og laun voru greidd. Nú voru góð ráð dýr. Kerfið var að hrynja, ein- föld lausn var fundin. Nýtt kerfi En nýtt kerfi fannst. Póstgiró- stofunni var fengið það verkefni að innheimta orlofsfé hjá launa- greiðendum vegna lausráðinna starfsmanna og hafa það til i reiðufé handa launþegum, þeg- ar þeir geta fengið það greitt. Þetta kerfi hefur þá kosti, að það er flókið: milliliður verður til á milli launagreiðanda og launþega og einnig kostnaðar- samt, þar sem Póstgiróstofan þurfti tölvu til þess að sinna verkefninu og eitthvert manna- hald hlýtur að þurfa til inn- heimtu- og skrifstofustarfa. Þó er skylt að taka það fram að skipulag innheimtunnar virðist til fyrirmyndar og allri skrif- finnsku er stillt i lágmark. Einföld lausn Einfaldasta fyrirkomulagið á greiðslu orlofsfjár væri hins vegar það, að launþegar, sem ekki eru fastir starfsmenn, fái orlofsfé sitt Utborgað hjá vinnu- veitanda við hverja kaup- greiðslu. Meö þessari einföldun vinnst þrennt: (1) Launþegar geta nú sjálfir fylgst með þvi og tryggt það, að þeir fái orlofsfé sitt greitt. (2) Launþegar geta ávaxtað or- lofsfé sitt, þar til orlof er tek- ið. (3) Kostnaðarsamt innheimtu- kerfi má fella niður. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi kveður ekki á um þessa breytingu til einföldunar og sparnaðar, heldur er gert ráð fyrir þvi, að núverandi kerfi haldist. Eina mótbóran Eina mótbáran gegn þessu einfalda og ódýra fyrirkomulagi á greiðslu orlofsfjár er sú að launþegar komi ekki til með að leggja fé fyrir til þess að fara i orlof heldur muni þeir eyða þvi jafnóðum. Þvi þurfi að hugsa fyrir fullorðið fólk og búa til kerfi, sem skyldar það til þess að leggja fé fyrir. Svarið við þgssu er þriþætt: • Ef launþegar vilja eyða þessu fé sinu jafnóðum, af hverju á Alþingi að banna þeim það? • Hver vill geyma peninga undir koddanum sinum i verðbólgu, sem hefur verið til skamms tima allt að 60% á 12 mánuðum? • Hver er kominn tii með að segja, að iaunþegar noti or- iofsfé sitt eins og til er ætlast en noti það ekki til þess að borga af láninu, sem fallið er i gjalddaga, kaupa sjónvarp o.s.frv. . Bann við vinnu Þrettánda grein frumvarps- ins hljóðar svo: Óheimilt er manni að vinna fyrir launum i starfsgrein sinni eða skyldum starfs- greinum, meðan hann er i or- lofi, og má setja um þetta nánari ákvæði I reglugerð. Brot við þessu ákvæði varðar sektum, sem renna i rikissjóð. Þessi grein vekur þá spurn- ingu: 1 hvers þágu er þetta á- kvæði? Er það sett til hagsbóta fyrir þá, sem vegna lágra tekna eða sérstakra fjárhagserfið- leika þurfa að vinna i stað þess að taka orlof? Slikir menn þyrftu að finna nýtt starf um stuttan tima i stað þess að vinna eigið starf, sem reikna má með að þeir kunni best og gefi þeim hæstar tekjur. Er þetta ákvæði ekki i andstöðu við almenn mannréttindi og til þess fallið að meina mönnum að bjarga sér? Upptaka eigna Fjórtánda grein frumvarps- ins er þannig: Framsal orlofsfjár er óheim- ilt. Orlofsfé, sem orlofsþegi hefur ekki tekið út innan tveggja ára frá lokun orlofsársins, rennur i sérstakan orlofssjóð, sem nota skal til hagsbóta fyrir orlofsþega. Varsla og ráðstöfun sjóðsins er i hönd- um orlofsnefndar rikisins og stendur sjóðurinn sjálfur und- ir kostnaði við rekstur sinn. Þetta ákvæði kveður skýlaust á um upptöku eigna án þess að nokkrar bætur komi fyrir. Sann- gjarnara væri ef Alþingi telur æskilegt að viðhalda núverandi innheimtukerfi, að farið verði með óvitjað orlofsfé á sama hátt og sparisjóðsinnstæður, en þær geta staðið óhreyfðar i 15 ár samfleytt, án þess að eigandi tapi eignarrétti sinum, sem hann þó getur i flestum tilvikum endurheimt næstu fimm árin þar á eftir. Einnig er þetta á- kvæði óþarft, þar sem skila- grein er gerð vegna ákveðinna launþega, svo að ávallt hlýtur að vera ljóst i hvers eigu orlofs- féð er. Þvi verður vart trúað að óreyndu, aðhér sé beinlinis ver- ið að reyna að hafa fé af þeim, sem kunna ekki á kerfið. Tilraun til breytinga Vegna þessara galla á frum- varpinu kom Albert Guðmunds- son alþm. athugasemdum um þessi atriði á framfæri við fé- lagsmáladeild efri deildar Al- þingis. Þegar þær athugasemd- ir báru ekki árangur flutti Albert formlegar breytingartil- lögur við frumvarpið við þriöju umræðu. Tillögurnar eru: • Orlofsfé verði greitt laus- ráðnum starfsmönnum 8 1/3% af launum, þegar laun eru gr«Mdd. • Launþegar séu ekki neyddir lil þess að taka orlof. • Óvitjað orlofsfé sé launþeg- um ekki tapað fé eftir tvö ár. Alþingi ó iokaorðið Umræðum um frumvarpið er enn ekki að fullu lokið á Alþingi, en i þeim umræðum mun vænt- anlega koma fram hvort Alþingi vill: 0 einfalt greiðslufyrirkomuiag orlofsfjár i þágu launþega og launagreiðenda • sparnað i opinberum rekstri virða rétt manna til þess að .aka launuðu starfi hvenær sem er • virða eignarrétt launþega á orlofsfé sinu i lengri tima en tvö ár I hnotskurn snýst málið um almenn mannréttindi og það hvort Alþingi eigi að ráðskast með málefni einstaklinga eða hvort menn eigi að ráða málum sinuin sjálfir. Arni Árnason rekstrarhagfrœðingur skrifar: -------------------y OFRELSI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.