Vísir


Vísir - 31.05.1976, Qupperneq 2

Vísir - 31.05.1976, Qupperneq 2
r. ISIR spyr C I REYKJAVIK T D Úr hverju er sólin? Magnús Sævar Pálsson.Hún er svo ofsalega heit, að hún hlýtur að vera búin til úr eldspýtum. Asgeir Asgeirsson.Sólin er bak við skýin, og hún er ábyggilega úr osti. Harpa Rut Engilbertsdóttir. Ég veit það ekki vel. Ætli hún sé ekki bara búin til úr osti þvi að hún er gul alveg eins og hann. Rúrik Vatnarson. Ég veit það ekki, ætli hún sé búin til úr nokkru. Kannski er hún úr sama efni og jörðin. örn Sigmundsson. Auðvitað úr himninum. Ég veit ekki úr hverju himinninn er, en guð bjó hann til með höndunum Eva Sigurbjörnsdóttir, fóstra. Ég kann ekki efnafræðiblönd- una, en sólin er búin til úr ein- hverju heitu. Hún er orðin mesta verslunarvara i heimi og við fáum aldrei nóg af henni hér á tslandi. Meira veit ég ekki. Kortöflurœktín lengí verið mítt tómstundagaman Mánudagur 31. mai 1976. vism ,,Ég er nú alveg að Ijúka við að setja niður. Á bara eftir að sprauta yfir til að verjast arfanum og síðan að breiða plast yfir allt saman, sagði Kjartan Gissurarson sem við hitt- um við Korpúlfsstaði þar sem hann var að enda við að koma síðustu kartöf lun- um fyrir. „Hér upp frá er ég með um 100 ferm garð. Ég þurfti að nota um 30 kiló af útsæði i hann. 25 kiló keypti ég. En útsæöið var afar lé- legt að sinni. Af þessum 25 kilóum voru um 6 kiló sem ekki komu mér að neinu gagni.” Hvað áttu von á mikilli upp- skeru? „Það fer allt eftir tiöarfari og þess háttar. En átta eða tifalt það magn sem ég setti niður er ágætt, Jarðvegurinn hér upp frá er góð- ur. t bland mold, möl og sandur. — Ég er orðinn gamall i hett- unni við kartöfluræktina. Þetta hefur verið mitt tómstundagam- an lengi. Það eru reyndar margir sama sinnis og ég. Hér uppfrá eru um þetta leyti ársins alltaf marg- ir. Og um helgar þyrpist fólkið hingað.” —EKG Bárujárn fyrst notað hér fyrir einns öld Inn f lu t ningsdeild S.t.S. gekkst nýlega fyrir kynningu á nýrri sænskri stálklæðningu fyrir þök og veggi, sem fram- leidd er af „Nordbottens Jarn- verk” I Noröur-Svíþióð. Klæðningin er gerð úr stál- plötum, sem eru heitgalvaniser- aðar og plasthúðaðar undir málningu. Er hún eingöngu ætl- uð til nota utanhúss, og kemur þannig i staðinn fyrir bárujárn, en er bæði fallegri og endingar- betri. Miklar vonir eru bundar við þetta klæöningarefni, þvi að ljóst er, að það getur valdið byltingu i frágangi bygginga hér á landi, ef vel tekst til. Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Pálssyni, framkvæmda- stjóra Innflutningsdeildar á bárujárnið, sem þetta nýja klæðningarefni á áð leysa af hólmi, sér orðið langa sögu á ts- landi. Geir Zoega, kaupmaður, setti fyrstur manna á hérlendis bárujárn á hús, og var það i kringum 1874. Hús þetta er nú i Árbæjarsafni. —AHO Kjartan Gissurarson ásamt börnum slnum Kristjáni og önnu. Það tók þau 4 til 5 tima að setja niður í 100 ferm. kartöflugarðinn. VISIR SMÁAUGLÝSINGAR TIL KLUKKAN 10, ÖLL KVÖLD VIKUNNAR, TÖKUM VIÐ Á MÓTI SMÁAUGLÝSINGUM ’l SÍMA 8-66-11 SMAAUGLYSINGAR Tilviljanakennt öryggi í umferð Með skömmu millibili hefur það sýnt sig að notkun bilbelta er ekki einhltt til bjargar llfinu. Fyrir nokkru varö bflslys I Fossvogi, þar sem sannað þykir, að ökumaður hefði ekki haldiö llfi, ef hann hefði notaö bflbelti. Og enn nýrra er dæmið frá Kristnesi I Eyjafirði, þar sem ökumaður varð aö sitja i kafi I vatni, fastur i bilbelti, eftir að hafa ekið út I Eyjafjarðará, og losnaöi ekki fyrr en tekist hafði að klippa bilbeltið I sund- ur, en þá var stundarfjórðungur liöinn frá slysinu. Þessi öku- maöur hefði drukknað af völd- um bilbeltis hefði billinn lent á i- við meira dýpi. Þessi tvö dæmi eru næg sönn- un þess, að löggilding á notkun bilbelta nær ekki nokkurri átt við þær akstursaðstæður, sem hér rikja. Það er ekki einasta að bílbeltin geti reynst hættuleg I akstri. Þess er lika dæmi, að ökumaður hafi flækt fætur I lausu bilbelti við að stiga út úr bil og fótbrotnað. En þrátt fyrir fyrrgreind slys, þar sem bilbelti orkuðu tvimæl- is, á auðvitað öllum að vera frjálst að nota belti. Sumir eru orönir vanir þeim og telja af þeim nokkurt öryggi. Og satt er þaö og margsannaö, að viö sér- stakar aðstæður, eins og fram anáárekstur, bjarga þau oft miklu. Slikir árekstrar eru al- gengir og valda oft vondum slysum. En þeir eiga sér einkum stað I þéttbýli og þar sem veg ir eru komnir I það horf, að mannsæmandi getur talist. Svo er á Stór-Reykjavikursvæöinu, Keflavikurvegi, veginum upp i Kollafjörð og veginum austur að Skeiðaafleggjara. Aörir vegir á landinu bjóða ekki upp á á- rekstra, þar sem tveir bilár skella hvor á öðrum i þannig mæli, aö það yfirskyggi hættuna á veltum og útafakstri ýmiss konar. 1 slikum slysum hefur það komiö I ljós, að bilbeltin geta reynst stórhættuleg, og enginn áróður megnar að hamla gegn þeim staðreyndum. En fleira tilheyrir öryggi I umferðinni en bilbelti. Allt of litið er um þaö, að almenn lög- gæsla sinni ýmiss konar sóða- skap I akstri á fjölförnum svæð- um. Það er eins og einungis sér- stakar sveitir lögreglu hafi leyfi til að áminna ökumenn, en mestur hluti löggæslumanna horfi fram hjá brotum. Algeng- ustu brotin eru vannotkun stefnuljósa, bæöi meðan verið er að skipta um akreinar og þó helst, þegar beygja þarf af leið og inn i hliðargötur. Þá er stefnuljósinu brugðið upp um leiö og beygjan er tekin, svona til að sinna skyldunni, með þeim afleiðingum, að þeir sem eru að fara fram úr eru i stórfelldri hættu. Það veitti þvi ekki af her- ferð fyrir réttri notkun stefnu- ljósa. Þeirri herferð ættu allir lögreglumenn að taka þátt I með stöðugum áminningum. Lög- reglan getur ekki ástundað neina vinsældakeppni. Henni ber að leiðbeina fólki og áminna það i umferöinni, daginn út og daginn inn, þangað til ökumenn finna, að það er betra að aka af árvekni og athygli og losna við leiðindi og þvarg. Stór hluti landsmanna ekur nú á steyptum vegum mestan hluta ársins. Það er aöeins á sumrin, sem þessi breiðvegahópur öku- manna fer út á landsbyggöina. Af þessum hópi stafar sérstök og ný hætta I umferðinni. Hann kann ekki að vikja, þegar kemur út á malarvegina. Þeir sem ekið hafa malarvegi frá fyrstu tiðog eru kunnugir lausa- möl og linum köntum vita, að þaö mætast engir á fullri ferð á malarvegum. Þaðdettur engum I hug að vaða á móti bil án þess að vera viö öllu búinn. Breið- vegafólkið leysir þennan vanda á malarvegunum með þvi aö halda sig sem mest á miðjum vegi, þegar það mætir bilum. Þannig leitar það öryggis á kostnað þess, sem það er að mæta. Þarfur væri sá áróður fyrir sumarferðirnar, sem brýndi það fyrir breiðvegafólk- inu aö hægja á sér þegar þaö mætir bil á malarvegi og nota kantana. Þá lifðu kannski fleiri sumarið af. Svarthöfði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.