Vísir - 31.05.1976, Síða 4

Vísir - 31.05.1976, Síða 4
4 Mánudagur 31. maf 1976. vism IÐNSKÓUNN I REYKJAVIK Innritun iðnnema og móttaka umsókna um skólavist í eftirtaldar deildir fyrir næsta skólaár, fer fram I skrif- stofu yfirkennara (stofa 312) dagana 31. maf til 4. júnf kl. 9—12 og 13.30—16. 1. Samningsbundnir iðnnemar. Inntökuskilyrði fyrir 1. áfanga eru að nemandii hafi stað st miðskólapróf (3. bekk) með lágmarkseinkunn S að meðaltali og minnst 16 samtals i islensku, reikningi, ensku og dönsku. Inntökuskilyrði fyrir 2. áfanga eru að nemandi hafi stað.'st landspróf með lágmarkseinkunn 5 að meöal- tali eða gagnfræðapróf með lágmarkseinkunn 5 að meöal- tali og minnst 16 samtals I Islensku, reikningi, ensku og dönsku. Við innritun ber aö sýna vottorö frá fyrri skóla undirritað af skóiastjóra, nafnsklrteini og námssamning. Nemendur úr verknámsskólanum, sem komnir eru á námssamning eiga að koma til innritunar á sama tlma. Nemendum á námssamningi, sem stunduðu nám 11. eða 2. áfanga og 2. og 3. bekk á siðastliðnu skóiaári, verður ætluð skólavist á næsta skólaári. Upplýsingar um námsannir verða gefnar slðar. 2. Verknámsskóli iðnaðarins Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi staðist landspróf með lágmarkseinkunnina 5 að meðaltali eða gagnfræöapróf með lágmark 5 eða meöaltali og minnst 16 samtals I Is- lensku reikningi, ensku og dönsku. Við innritun ber að sýna prófskirteini, undirritað af skóla- stjóra fyrri skóla og nafnskirteini, en námssamningur þarf ekki að vera fyrir hendi. Þær deildir Verknámsskólans, sem hér um ræðir eru: Málmiðnadeild: Fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf I málmiönaöi og skyldum greinum, en helstar þeirra eru: Vélvirkjun, rennismiði, plötu & ketilsmlöi, bifreiða- smiði, bifvélavirkjun, blikksmiði, pipulögn, rafvirkjun, rafvélavirkjun, skriftvélavirkjun og útvarpsvirkjun. Tréiönadeild: Fyrir þá sem ætla að leggja stund á húsa- smiði, húsgagnasmiði, skipa- og bátasmiði og aðrar tréiðngreinar. Iiárgreiðsla-.hárskuröur: Þessar iðngreinar er nú hægt að læra án samnings við meistara, við Iðnskólann I Reykja- vlk. Inntökuskilyrði eru aö nemandi hafi staðist iandspróf með lágmarkseinkunina 5 aö meðaltali eöa gagnfræðapróf með lágmarkseinkunina 5 að meðaltali og minnst 16 samtais I islenzku, reikningi, ensku og dönsku. Framhaldsdeild I bifvélavirkjun: Skólinn hefur opnað nýja deild sem gefur möguleika til menntunar bifvéla- virkja til sveinsprófs án námssamnings.Inntökuskilyrði eru aö nemandinn hafi lokiö prófi úr málmiðnadeild Verk- námsskólans, úr 2. bekk eða 2. áfanga Iðnskólans. Framhaldsdeildir rafiðna: Inntökuskilyröi eru, að nem- andinn hafi lokiö prófi úr málmiðnadeild verknáms- skólans. Þeir nemendur, sem hafa lokiö prófi úr fram- haldsdeild og eru komnir á námssamning hjá meistara, þurfa að innrita sig til framhaldsnáms i Iðnskólanum á sama tima. Framhaldsdeild I húsgagnasmlöi: EI tilskilin leyfi fást hjá Iðnfræðsluráöi og Menntamálaráðuneytinu verður starfrækt framhaldsdeild I húsgagnasmiði við Iönskólann i Reykjavik næsta vetur, Inntökuskilyrði eru, að nem- endur hafi lokið prófi frá tréiönadeild Verknámsskólans. Framhaldsdeild málmiðna: Ef tilskilin leyfi fást verður starffrækt framhaldsdeild fyrir nemendur i málmiðnum. Inntökuskiiyröi eru, að nemandi hafi lokiö prófi frá málm- iðnadeild verknámsskólans. 3. Tækniteiknaraskólinn Inntökuskilyrði eru, að umsækjendur séu fullra 16 ára og hafi staöist landspróf með lágmarkseinkunina 5 að meðal- tali eða gagnfræðapróf með lágmarkseinkunnina 5 að meðaltaii og minnst 16 samtals ilslensku, reikningi, ensku og dönsku. Leggja ber fram undirritað prófsklrteini frá fyrri skóla ásamt nafnskirteini. Skólastjóri. Húsbyggjendur Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavlkursvæðiö með stuttum- fyrirvara. Afhending á byggingarstað. IIAUKVÆMT VERD. (iRElDSI.USKII.M Al.AK Borgarplast hf. Horgarnesi simi: 93-73711 Kvöldsimi 93-7355. Einnig getið þér haft samband við söluaðila okkar i Keykjavik: IÐN'VAL Kolholti 4. Simar 83155—K3354. FIMM VERK A FJOLUM IÐNÓ í N/ESTA MÁNUÐI Siðasta frumsýning Leik- félags Reykjavikur á þessu leik- ári veröur 7. júni á ..Sögunni af dátanum” eftir Igor Stravinsky og C.F. Ramus, og er það fram- lag félagsins til Listahátiöar. Verkiö er flutt i samvinnu við Kammersveit Reykjavikur. Verkiö er byggt á rússneskri þjóðsögu um hermanninn, sem selur óvininum sál sina. Það er samið undir lok heimstyrjaldar innar fyrri og gætir I þvl áhrifa af þeirri siöferöilegu niðurlæg- ingu og fjárhagslegu öngþveiti, sem þjóðir Evrópu urðu að þola i striöinu. Sagan af dátanum er mjög sérstætt leikhúsverk, en þar er reynt aö sameina frásögn leik og dans, en tónlistin gegnir veigamiklu hlutverki. 1 sýning- unni i Iönó er enn einum þætti bætt viö þessa formfléttu, lát- bragösleik, en tveir trúöar bregöa sér I gervi ýmissa þög- ulla persóna verksins, lita þannig frásögnina. Trúöarnir leika auk þess tákn unhverfis- ins, gefa til kynna staö og stund og koma þannig aö nokkru I staö leikmyndar. MeÖ hlutverk þessara trúöa fara þau Daniel Williamsson og Valgeröur Dan, Jón Sigur- björnsson er sögumaöur, Harald G. Haraldsson leikur dátann, en Sigriöur Hagalin fer meö hlutverk djöfulsins, sem raunar bregöur sér I allra kvik- inda llki og mun óvenjulegt ef ekki einsdæmi aö kona fari meö þetta hlutverk. Helga Magnús- dóttir hefur samiö listdansinn I sýningunni, en dansmeyjan er Aöalheiöur Nanna ólafsdóttir. Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son. — Stjórnandi hljómsveitar- innar er Páll P. Pálsson, en hljóöfæraleikarar þau Rut Ingólfsdóttir, sem leikur á fiölu, Jón Sigurösson, bassa, Gunnar Egilsson, klarinett, Siguröur Markússon, fagot, Lárus Sveinsson, trompet, Ole Kr. Hanssen,, básúnu, og Jóhannes Eggertsson, slagverk. Sex sýn- ingar veröa á „dátanum” fram til 20. júni. Þorsteinn Valdi- marsson þýddi texta verksins, leikmynd geröi Jón Þórisson. Alls veröa 5 verk á fjölun- um I Iönó á Listahát.. Franski látbragösleikarinn Yves Lebreton sýnir dagana 14. og 15. júnl. Leikur hans nefnist Ha, eöa ævintýri herra Ballon. Aö- ferö þessa þekkta látbragösleik- ara hefur vakiö mikla athygli vlöa um heim, en hann samein- ar I túlkun sinni ýms einkenni heföbundins látbragösleiks og tiltektir skemmtitrúös. Leikfélag Akureyrar kemur I heimsókn þann 16. júni og sýnir I Iönó „Glerdýrin” eftir Tennessee Williams, leikstjóri er GIsli Halldórsson. Er þetta framlag Leikfélags Akureyrar til Listahátiöar. Inn á milli listahátlöarsýning- anna veröa fáeinar sýningar á „Saumastofunni” og „Skjald- hömrum”, en örfáar sýningar eru nú eftir á þessum vinsælustu sýningum Leikfélagsins I ár. LeikáriL.R.lýkur 20. júni, en strax daginn eftir hefst leikferö á vegum leikhússins. Fariö veröur meö „Saumastofuna” vestur og noröur um land. Strax og leikári lýkur hjá Leikfélaginu hefst leikvika landsbyggöarinnar I Iönó og hafa þegar nokkur leikfélög sýnt áhuga á aö koma meö sýn- ingar sinar i heimsókn til Leik- félags Reykjavlkur. Fyrsta frumsýning leikhúss- ins næsta haust veröur gaman- leikur eftir ungverska höfund- inn Ferenc Molnár. Leikur þessi samanstendur af tveimur þátt- um, og hefur hlotiö nafniö „Stórlaxar I islenskri útgáfu. Þar er fjallaö um einkallf og athafnallf stórlaxa I fjármála- llfinu. Leikstjóri er Jón Hjartar- son. Æfingar eru nú aö hefjast hjá Leikfélaginu á nýju verki eftir Svövu Jakobsdóttur, nefnist þaö „Húsráöandinn”. Leikstjóri veröurBrletHéöinsdóttir. t>etta verk veröur væntanlega annaö verkefni Leikfélagsins á kom- andi hausti.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.