Vísir - 31.05.1976, Side 5
Stúlkan á þessari mynd heitir Donna Young og „leikur” hún
aðalhlutverkið i kvikmyndinni „Wild Honey”.
„HUNANGIÐ
í BÆJARBÍO
Á fundi I kynllfsklúbbnum, þar sem menn njóta ástarinnar undir
áhrifum LSD.
Forráðamenn Bæjarbiós i
Hafnarfirði hafa löngum sagt að
erfitt væri að laða menn að þvi
kvikmyndahúsi, það væri eins
og menn nenntu ekki að leggja á
sig ferðalag innan úr Reykjavik
til að sjá þar þær kvikmyndir
sem upp á væri boðið. En nú
hefur orðið breyting á. Frá þvi
að Bæjarbló hóf sýningar á
„Wild Honey” er fullt á hverja
sýninguna á fætur annarri, og
það er eins og menn telji það
ekkert eftir sér að fara i Fjörð-
inn til að komast I bló.
„Wild Honey” er „djörf”
kvikmynd, áem kvikmynda-
húsagestir hér eiga ekki að
venjast. Hún fjallar um unga
stúlku I sveitinni, og helst dettur
manni i hug að stúlkan sú hafi
heilastöðvarnar fyrir neðan
nafla, þvi það eina sem kemst
að hjá henni er kynlif.
Hún er náttúrulega saklaus
stúlka sem aldrei hefur verið
við karlmann kennd, fyrr en
einn daginn að ungur maður
kemur til að vinna á bænum.
Faðir stúlkunnar er mjög guð-
rækinn og vill ekki að stúlku-
tetrið umgangist hina og þessa
drengi, sem svert geta mannorð
hennar. Auk þess er gefið i skyn
að móðir stúlkunnar hafi haft
svipuð áhugamál og stúlkan.
Auðvitað fær vinnumaðurinn
stúlkunnar og faðirinn verður
ógurlega reiður, en þegar hann
hefur frétt hvað fór stúlkunni og
drengnum i milli, gerist hann
æstur mjög og viíl reyna lika.
Vinnumaðurinn kemur þá að-
vifandi og bjargar stúlkunni og
strjúka þau saman i burt.
Þeirra leiðir skiljast svo siðar,
en stúlkan reynir að bjargast
upp á eigin spýtur og tekst henni
það bærilega, þvi áður en langt
um liður er hún orðin vel stæð
vændiskona og hefur komist inn
á gafl hjá heldri mönnum fyrir
einskæra tilviljun. En að lokum
gengur kynlifið hjá henni út i al-
gerar öfgar þegar hún heim-
sækir kynlifsklúbb og vigist þar
á hinn merkilegasta hátt til inn-
göngu.
Löngum hefur verið rætt um
það að halda ætti „klámkvik-
myndum” utan landssteinanna,
þvi þær gerðu ekki annað en að
menga hugarfar landans. Þessa
skoðun má að vissu marki
styðja, þótt hálf ergilegt sé að
láta einhvern pétur og pál út i
bæ ákveða það fyrir mann hvað
sé hollt og hvað ekki i þessum
efnum. Hinu er þó ekki að leyna
að gera verður vissar kröfur til
klámkvikmynda, t.d. er varðar
listgildi, og það verður að segj-
ast að myndin i Bæjarbió upp-
fyllir i engu þær kröfur- sem
hugsanlega mætti gera i þeim
efnum. Eiginlega er eini kostur
myndarinnar sá að tónlistin i
henni er sæmileg áheyrnar og
ekki svo illa til fundið að
presturinn i útvarpinu skuli
vara menn við freistingum
holdsins i þann mund sem
stúlkutötrið, sem við fylgjumst
með allan timann, reynir að fá
útrás án utanaðkomandi hjálp-
ar. — En stærsti galli myndar-
innar er þó sá að það vantar i
hana allan húmor, sem dönsk-
um er einum lagið að smeygja
inn i kvikmyndir af þessu tagi...
Sími 50184
Wild Honey
Ein djarfasta kvikmynd sem
hér hefur verið sýnd.
Bönnuð innan 16. ára.
Sýnd kl. 9 og 11
Ath. Myndin verður ekki
sýnd I Rvik.
Bankaránið
The Heist
ÍSLENSKUR TEXTI
Afar skemmtileg og spenn-
andi ný norsk kvikmynd i lit-
um.
Sýnd kl. 6 og 8.
Miðasala frá kl. 3.
TEXTI.
Æsispennandi og bráðfyndin
ný amerisk sakamálakvik-
mynd i litum.
Leikstjóri: Richard Brooks.
Aðalhlutverk: Warren
Beatty, Goldie Hawn.
Endursýnd kl. 10.
Bönnuð börnum.
Flaklypa Grand Prix
Alfholl
4. sýningarvika
—^cunandi ný banda-
risk litmynd um einn ill-
ræmdasta glæpaforingja
Chicagoborgar.
Aðalhlutverk: Ben Gazzara
og Susan Blakely.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Mánudagsmyndin:
Eplastríðið
Nútima þjóðsaga frá Svi-
þjóð, sem hefur vakið verð-
skuldaða athygli og fengið
mikið lof.
Leikstjóri: Tage Danielsson
Aðálhlutverk: Max von
Sydow, Monica Zetterlund.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
l mus.
KJI
Mongo hinn hræðilegi (leikinn af Alex Karras) riður á uxa inn i Rock
Ridge, þeirra erinda að ganga frá lögreglustjóranum. Eitt af hinum
bráðskemmtilegu atriðum I myndinni „Blazing Sáddles”, sem Austur-
bæjarbió sýnir við mikla aðsókn og góðar undirtektir þessa dagana.
ISLENSKUR TEXTI
Bráðskemmtileg, heims-
fræg, ný, bandarisk kvik-
mynd i litum og Panavision,
sem alls staðar hefur verið
sýnd við geysimikla aðsókn,
t.d. er hún 4. bestsótta mynd-
in i Bandarikjunum sl. vetur.
Cieavon Littie.
Gene Wilder.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TÓNABÍÓ
Sími31182
Nafn mitt er Trinity
Sprenghlægileg itölsk-ame-
risk mynd með þeim Trinity
bræðrum. Þetta var fyrsta
myndin i þessum mynda-
flokki.
Bönnuð börnum innan 12
ára.
Endursýnd kl. 5, 7 og 9.
Sími: 16444.
Léttlyndir sjúkraliðar
Afbragðs fjörug og skemmti-
leg ný bandarisk litmynd.
Candice Rialson
Robin Mattson
Islenskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
LAUGARAS
B I O
Sími 32075
Einvígið
Duel
Ovenjuspennandi og vel gerð
bandarisk litmynd.
Leikstjóri: Steven Spielberg
(Jaws).
Aðalhlutverk: Dennis
Weaver (McCloud).
Endursýnd kl. 5, 7 og 11.15.
tslenskur texti.
Jarðskjálftinn
Sýnd kl. 9
Siðasta sinn.
pJÓÐLEIKHÚSIÐ
ÍMYNDUNARVEIKIN
miðvikudag kl. 20.
föstudag kl. 20.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala 13.15—20.
Simi 1-1200.
LEIKFÉLAG 2(2 2(2
REYKJAVlKUR
SAUMASTOFAN
Fimmtudag kl. 20,30.
Fáar sýn. eftir.
SKJALDHAMRAR
miðvikudag kl. 20,30.
Föstudag kl. 20,30.
Fáar sýn. eftir.
Miðasalan i Iðnó opin kl. 14
til 20,30. Simi 1-66-20.
x