Vísir - 31.05.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 31.05.1976, Blaðsíða 15
VISIR Mánudagur 31. mal 1976. 15 Spáin gildir fyrir þriöjudaginn 1. júní: Hrúturinn 21. mars—20. aprfl: * Málin taka aöra stefnu og það veldur þér og samstarfsmönnum þinum áhyggjum. En þú hlýtur að vita, að án nauðsynlegra breytinga verða engar framfarir. Nautift 21. apríl—21. mai: Vertu ekki spar á ráðleggingar sem byggðar eru á þinni eigin reynslu, þvi að þær gætu komið einhverjum sem á viö að vanda að striða að góðu gagni. Sá mun verða þér mjög þakklátur. Tviburarnir 22. mai—21. júni: Þú brýtur mikið heilann um ein- hverja áætlun sem þú hefur i huga. Ef til vill ertu á villigötum. Þú ættir að afla þér fleiri stað- reynda áður en lengra er haldið. Krabbinn 21. júni—23. júlí: Þú sýnir framtið þinni litinn áhuga. Vaknaðu til lifsins og notaðu hæfileika þina. Gerðu ein- hverjar raunhæfar áætlanir sóaðu ekki gáfum þinum til einskis. Ljónift 24. júll—23. ógúst: Ruglingur, spenna, seinkun og truflanir einkenna þennan dag. Gerðu það sem þú ert vanur og vertu ekki of bundinn fyrirfram gerðum áætlunum. HMeyjan 24. ágúst—23. sept.: Vertu sveigjanlegur, þvi að i dag muntu verða fyrir sifelldum trufl- unum og töfum. Þó getur þetta orðið dagur framkvæmda og framfara ef rétt er haldið á spilum. Vogin 24. sept.—23. okt.: Ef þú fellst á vissa tillögu gæti dagurinn orðið mjög góður. Beindu athyglinni að þvi að gera skynsamlegar áætlanir og láttu óviturlegar tillögur sem vind um eyru þjóta. Drekinn 24. okt.—22. nóv.: Þú gætir orðið skapillur og dálitið þunglyndur fyrri hluta dagsins. Gerðu ekkert óvenjulegt og þá verðurðu aftur glaðvær eins og þú átt að þér. Bogmaburinn 23. nóv.—21. des.: Eyddu ekki kröftum þinum til einskis og foröastu eyðslusemi. Láttu ekki hugfallast þótt þér finnist þú ekki fá neinu áorkað. Aætlanir vilja oft fara út um þúfur hvernig sem reynt er að hamla gegn þvi. Steingcitin 22. des.—20. jan.: Ef til vill finnst þér þú vera kjark- laus og eiga erfitt með að hrista af þér doðann. Skýringin er lik- lega sú, að þú ert orðin(n) lang- þreytt(ur) og þarfnast hvildar. Vatnsberin n 21. jan.— lí). febr.: Ef þú býst við miklu er liklegt að dagurinn valdi þér vonbrigðum. Einbeittu þér aö þvi að ná tak- marki þinu. Fiskarnir 20. febr.—20. mars: Vonleysi nær tökum á þér, en mundu að erfiðleikarnir eru til þess aðyfirstiga þá. Virkur hugur þinn getur sagt þér hvað þú átt að taka þér fyrir hendur. Veiðimennirnir voru slegnir óhug við dýrslegu öskrinu, en þegar Tarsan snéri sér aö brosandi hvarf óttinn og þeir ’%VV\ 't \ _ Allt i einu greip Tarsan fram i fyrir þeim. Ég heyri I byss- lum. Það hefur vériö gerð árás lá þorp.ið.._____________________I Komiö, hrópaði höfðinginn, arabarnirhafa snúið aftur til að ræna konum okkar og auöæfum_______________• Var það ungfrú Glowstep, sem út- vegaði þér þetta starf, Wiggers? Já, Desmond, og ég verð að hraöa mér, áður en elsku gamla konan kemur. Hvernig vissir þú það?' Ég fann enga Einhverntima munu pláneturnar keppa hver viö aöra. Stórkostlegt. -*>r pi MD—r____________________________________________ -oomn-n -JOg ' 020; (nmuo2> ncrroni tj—u 2>NH>-I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.