Vísir


Vísir - 31.05.1976, Qupperneq 23

Vísir - 31.05.1976, Qupperneq 23
VISIB Manudagur 31. mal Börnin í sumardvöl í sveit á meðan foreldrarnir sigla Ferðalangur skrifar: „Fyrir nokkru rakst ég á aug- lýsingu i Visi, þar sem'kona nókk- ur kvaðst vilja taka börn i sumar- dvöl. Það sem var athyglisvert við þessa auglýsingu að mlnum dómi var að þarna var um að ræða dvöl án sérstakra tima- marka. Var tekið fram að þetta væri hentugt fyrir foreldra sem ætli til dæmis til útlanda án barn- anna. Gallinn var bara sá fyrir okkur sunnlenska foreldra að kona þessi var búsett á Hjalteyri við Eyja- fjörð. Það er nokkuð langur spotti til að koma börnum i sumardvöl. Finnst mér að vel væri athugandi t.d. fyrir sunnlenskar bændakon- ur að taka að sér svona þjónustu. Þeir staðir sem sunnlenskum börnum standa til boða til sumar dvalar i sveit eru allir bundnir ákveðnum timasetningum, sem ekki falla alltaf að áætlunum for- eldra um sumarfri. Einnig geta aðrar aðstæður foreldra og barna verið þannig, að mun hentugra sé að geta yalið timann alveg frjálst og vera ekki bundinn við ákveð- inn brottfarar- og komudag. Lengd dvalarinnar er lika gott að geta haft svolitið frjálsa. Mér finnst þetta framtak kon- unnar við Hjalteyri vera mjög til fyrirmyndar og ég er viss um að foreldrar vildu gjarnan borga að- eins meira fyrir frjálsara fyrir- komulag.” Fólk héðan aö heiman lagði leið sina þúsundum saman til Kanada siöastliöiö sumar til þess aö taka þátt I hátíöahöldum islendinga þar I tilefni af 100 ára afmæli varanlegs landnáms Islendinga þar. Nú ætla vestur-Islendingarnir aö fjölmenna hingaö, en alveg er óvist, hvaö gert veröur fyrir þá hér. Sýnum vestur-íslending- unum íslenska gestrisni Helgi Vigfússon skrifar: „Heimsóknir vestur-is- lendinga eru ávallt gleðivið- burðir, þá þeir leggja leið sina til Islands. Vináttuböndin hnýt- ast þá fastar en áður. Tií tslands rekja vestur-is- lendingar ættir, þar skynja þeir elstu rætur. Haröindi og fátækt var helsta orsök hinna miklu mann- flutninga frá íslandi til Vestur- heims, en ef til vill hefir ævintýraþrá ráðið talsvert hjá ýmsum. Mikil blóðtaka litils þjóðfélags. Vestur-islendingar hafa margsinnis lagt góöum málum liö hér heima á gamla landinu, þátttakendur i margvislegum og stórkostlegum breytingum. Ómetanleg er aðstoð þeirra við stofnun Eimskipafélags Islands árið 1914, þannig að möguleiki varð að kaupa tvö skip þegar markmið Islendinga var aöeins eittskip. Drengskap- ur og dáð vestur-islendinga varð þess valdandi. Árni Eggertsson fasteignasali og borgarráðsmaður I Winnipeg var sérstaklega ötull liösmaöur i þessu máli sem öllu öðru en sá maður kom nálægt. Eggert Grettir sonur hans, raf magnsverkfræðingur i Winnipeg verkfræðilegur ráðu- nautur i rafmagnsmálum hérlendis, vann við uppsetningu Ljósafossvirkjunar, Laxár- og Skeiöfossvirkjunar, Sogsvirkj- unar og Elliðaárstöövarinnar nýju. Þátttaka Grettis var mikil i rafvæðingu landsins. Týran hvarf, rafljós komu I staöinn. tJtverðir íslands íslensk þjóðarsál á ekki ein- göngu heima á íslandi, heldur hvar sem islensk tunga er töluð og rituð. Vestur-islendingar eru útverðir Islands i vestri. Eitt merkilegasta starf vestur-is- lendinga i dag er útgáfa Lög- bergs-Heimskringlu, áður voru blöðin tvö og aðskilin. Með útgáfu blaðsins er Island stærra. Blaðið tengir saman dreifða vestur-islendinga i Kanada og Bandarikjunum. Ómetanlegt til viðhalds is- lenskri tungu vestra. Blaðið er höfuötengiliður vestur- og aust- ur-islendinga. Um þrjátiu ára skeiö sendi bóndinn og fræða- þulurinn á Stóra-Kroppi, Krit- leifur Þorsteinsson, fróðleg fréttabréfum jól og sumarmál i Lögberg. Kristleifur lagði til ómetanlegan þráð I þátt frænd- semi, bróðurþels. Þessu merki Kristleifs, einingu og bróðuranda til vestur-islendinga, verður aö halda við t.d. með auknum, áskriftum að Lögberg-Heims- kringlu héðan frá tslandi. Hjálpumst að allir islending- ar á .sumri komanda að tengja á ný slitin ættarbönd, myndum fölskvalausa vináttu á milli. Hjálpumst að við að gera heim- ferð vestur-islendinga að fagnaðarrikustu dögum I lifi þeirra. Hátindur þakklátsseminnar og fagnaðar komu þeirra væri ' ef forseti Islands, borgarstjóri Reykjavikur og fleiri aðilar byðu þá velkomna að Bessa- stöðum eða Héðinshöfða, i Ráö- herrabústaðinn eða á Þingvöll. Æskilegt væri að þátttakend- ur i hópferðunum á Uönu sumri fengju t.d. veitingahús að kvöldi 1. júli og byðu gesti velkomna, og þar yrði ef til vill raðað niður á 'héimiíi ’fólki, er engin skyld- menni ættu. Hótelherbergi af ódýrustu gerð fyrir tvo, kostaði fyrir 1. mai s.l. eitt hundrað tuttugu og sjö þúsundir i þrjár vikur. Væri það drengilegt, ef ann- arra kosta er völ, að gestir þyrftu ekki aö dveljast á svo ópersónulegum stöðum, þó þæg- indi séu næg á hótelum.” Sjaldan vegur sofandi maður sigur Jóhann Þórólfsson skrifar: „Hefur rikisstjórnin tekið inn svefntöflur? Margur mætti halda það, svo værukær sem hún er. Má benda á mörg mál, sem óleyst eru, en rikisstjórnin lofaði að leysa á þessu þingi. Þessi mál hafa ekki enn séð dagsins ljós. Má þar nefna á skattalögin, að ég nú tali ekki um það réttarfarsleysi, sem við búum við i dag, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og sem ég hef áður rætt um. Allir vita um seinaganginn i landhelgismálinu. Það er ekki rikisstjórninni að þakka, að rányrkjuhundarnir eru ekki búnir að drepa okkar kjark- miklu og dugmiklu varðskips- menn, sem mér finnst að forseti landsins ætti að heiðra fyrir framúrskárandi vel unnin og áhættusöm störf. Ég álit að orðunefnd ætti að gera meira að þvi en hingað til að heiðra okkar dugmiklu sjómannastétt, frem- ur en einhverjar skrifstofublæk- ur, sem þiggja sin laun af þeim sem sjóinn stunda. 1 þessu sambandi vil ég benda á þá sárgrætilegu staðreynd, að menntakerfi islendinga skuli vera að sliga þjóðina. Þeir sem ganga menntaveginn, fást ekki til þess aö vinna að aðalundir- stöðu atvinnugreinum is- lendinga, sem er eins og allir vita sjávarútvegur, landbúnað- ur og iðnaður. Þetta fólk reynir heldur að koma sér að i bönkum skrifstofum eða við verslunar- störf. I frystihús eða á sjóinn fer það ekki. Og hver borgar svo brúsann? Auðvitað skattborg- ararnir. Ég vil ekki skilja svo við þessa hugvekju, að ég láti ekki i ijós þá skoðun mina að ástæða sé til að skora á kjósendur að yngja upp hina kjörnu fulltrúa á Alþingi islendinga i næstu kosningum. Margir af þessum eldri mönnum hafa ekkert með það að gera að fara með æðsta vald þjóðarinnar. Það yrði þá kannski til þess að þingmenn tækju réttarfarið fastari tökum., fremur en að rifast um bókstaf- inn z á Alþingi.” Nú er hver síðastur að tryggja sér Skoda. Síðustu sendingarnar á hinu einstaklega iága afmælisverði eru að verða uppseldar. TEKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/O SHQDR A /SLAND/ H/E AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SÍMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆOIÐ A AKUREYRI »\f. ÓSEYRI 8 EGILSTAÐIR: VARAHLUTAV. GUNNARS GUNNARSSONAR.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.