Vísir - 02.07.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 02.07.1976, Blaðsíða 1
Erum við orðnir háðir varnarliðinu? Alíka mikill gjaldeyrir frá varnarliðinu og sjö stœrstu frystihúsunum Dvöl bandariska varnarliðsins hér á landi aflar okkur álika mikils gjaldeyris og þau sjö frystihús sem sköpuðu mestan gjald- eyri á siðasta ári. Samkyæmt Hagtölum mánaö- arins, sem Seðlabankinn gefur út voru gjaldeyristekjur af varnarliðinu á slöasta ári 4.190 milljónir. En frystihúsin sjö fluttu út afurðir i fyrra fyrir um 4,254 milljönir króna. Þess má og geta aö langstærsti Utflytj- andi okkar I frystum fiskafurð- um, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna flutti út fyrir um 13 milljarða króna á siöasta ári. Eins og Vfeir hefur sagt frá eru gjaldeyristekjur af varnar- liðinu mjög breytilegar. Náðu þær hámarki árið 1953. En á milli áranna 1974 og 1975 varö mikil aukning. Fyrra áriö voru gjaldeyris- tekjurnar af varnarliðinu 2.205 milljónir en voru eins og fyrr segir 4.190 milljónir króna i fyrra. —EKG Ókeypis litprentað helgarbloð með Vísi ó morgun! Islendingar fá stórt til- boð er- lendis frá Leitað hefur veriö eftir hug- myndum héðan frá islandi I sambandi við eflingu mat- vælaöflunar fyrir vanþróuð rlki. ,,Það eru ábyrgir aðilar sem standa að þessari máia- leitan”, sagði Jón Sveinsson, forstjóri Stálvikur, en það er til hans sem leitað hefur verið. Að öðru leyti vildi hann sem minnst um málið segja. Sagö- ist hann á þessu stigi vita litið um málið, þar sem sér hefði borist fyrirspurnin nú fyrir skömmu. „Það var fyrst I gærkvöldi sem leitað var til min um reynslu og þekkingu”, sagði Jón. Hugmyndin mun vera sú aö fullkomin skip fiski fyrir utan Afrikustrendur. ,,Ég get ekk- ert um það sagt hvort hér yröi um að ræða kaup eða leigu”,' sagði Jón. Jón sagði að menn viösveg- ar að úr heiminum stæðu að þessari fyrirspurn. Til dæmis frá Bandarikjunum. „Þetta er stórt verkefni miðað við islenska staðhætti og einnig mjög áhugavert. Þetta gefur Stálvik og fleiri is- lenskum fyrirtækjum mögu- leika á að keppa við önnur fyr- ir tæki.” —EKG ■ "'V’ ssiyiíiii Þessa loftmynd tók Loftur af loftbelg Holbergs Mássonar er hann flaug honum i fyrsta skipti opinberlega hér i gær. Holberg er að eiga við hitunar- tækin og i baksýn sést inn Hvalfjörðinn. Sjá nánar frásögn á bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.