Vísir - 02.07.1976, Síða 7
vism
Föstudagur 2. júli 1976
3g oli Tynes
Loftbelgurinn
lenti í sjónum,
en róssarnir
björguðu œvin-
týramanninum
Flugkennarinn, Karl
Thomas, sem ætlaði að
fljúga i loftbelg yfirAtl-
antshafið frá New
York, er nú kominn
fram. Leit var gerð að
honum, þar sem ekkert
hafði til hans spurst frá
þvi á sunnudag.
Karl Thomas er enn á leiðinni
til Evrópu, en að þessu sinni sjó-
leiðis. Rússneskt flutningaskip,
Dekabrist, tók hann upp i fyrri-
nótt, þar sem hann var á reki.
t skeyti frá skipinu segir, að
Karl Thomas sé við bestu heilsu
og að honum verði skotið i land,
þegar skipið kemur til Rotter-
dam þann 8. júli.
Thomas gerði sér vonir um að
verða fyrsti maðurinn til þess
að svifa yfir Atlantshafið i loft-
belg. Hann hreppti tvivegis
ofsastorm á leiðinni og hlekktist
á.
Óvopnaðurhandtók
hann 4 byssumenn
Óvopnaður bresk-
ur umferðarlög-
regluþjónn handtók i
gær fjóra vopnaða
menn, sem voru á
flótta eftir mis-
heppnaða ránstil-
raun.
Ræningjarnir reyndu að
skjóta upp dyrnar á stórri
fataverslun til að ná Iaunum
sem átti að borga út siðar um
daginn. Þaö mistókst, en
þrjár starfskonur verslunar-
innar meiddust litillega.
Ræningjarnir flýðu þá i
bifreið og mættu lögreglu-
þjóninum, sem var að fylgja
stórum flutningabil. Hann
rétti upp höndina. Þeir stað-
næmdust. Hann tók af þeim
skotvopnin og fór með þá i
fangelsi.
Sovéskur kafbátur og austantjaldsherskip á siglingu norður af Skagen I Kattegat.
Danir mótmœla,
rússar storka
Danska varnarmála-
ráðuneytið kvaddi i gær
á sinn fund varnarmála-
fulltrúa rússneska
sendiráðsins til að mót-
mæla truflunum rúss-
neskra herskipa á
danskri flotaæfingu i
siðustu viku.
Meðan veriö var aö bera fram
mótmælin sigldu tvær rússneskar
korvettur á óvenjulega mikilli
ferð um Eyrarsund, milli Dan-
merkur og Svlþjóðar. Þau trufl-
uðu ferjur og skemmtibáta með
hraðsiglingu sinni.
Danir voru aö mótmæla atviki
sem gerðist 11. júni siðastliðinn.
Þá voru nokkur dönsk skip á æf-
ingu á svæði sem danski flotinn
notar venjulega til slikra hluta,
þegar fjögur rússnesk herskip
komu blaðskellandi. Dönsku her-
skipin urðu að hætta æfingunni.
Tveim dögum áður reyndu
austur-þýsk herskip aö stela
dönsku æfingatundurskeyti sem
hafði verið skotið frá kafbáti.
Dönsku sjóliöarnir urðu beinlinis
að togast á við þjóöverjana, áður
en þeim tókst að endurheimta
tundurskeytið. Danska varnar-
málaráðuneytið mótmælti þessu
framferði mjög harölega.
Mótmælin gagnvart rússum
voru mun mildilegri. En svo virð-
ist sem rússar hafi gefið svar við
þeim með hraðsiglingu herskipa
sinna um Eyrarsund samdægurs.
Lánuðu New
York $500
milljónir
Rikissjóður Banda-
rikjanna lánaði i gær
New Yorkborg fimm
hundruð miiljónir doll-
ara til að hjálpa henni út
úr nýjustu efnahags-
örðugleikunum.
William Simon, fjármálaráð
herra, sagði að þótt stjórnin héldi
áfram að styðja við bakiö á New
York, myndi hún fylgjast vand-
lega með þvl að stjórn borgarinn-
ar héldi sig við efnahagsáætlun-
ina sem hún lagði fram i siðustu
viku.
Ef rikissjóður hefði ekki hlaup-
ið undir bagga I gær, hefði borgin
farið á hausinn, þvi aö hún á ekki
fé til að greiða kennurum, lög-
reglumönnum og öðrum opinber-
um starfsmönnum laun sin.
Skógareldar í Noregi
Frændur okkar, norömenn,
hafa ekki fariö varhluta af hita-
bylgjunni, sem gengiö hefur yfir
álfuna, eöa skaövænlegum af- &
leiöingum hennar.
Eldur kom upp i skógunum
viö Elverum og hefur leikiö laus
i nokkra daga. Geypistórt svæöi
hefur eyöilagst, og hefur margt
fólk oröiö aö flytja úr húsum
sinum, þegar horföi til þess, aö
ekki yröi unnt aö verja þau.
m •+ v* mr'
Sœrða hjúkrunar-
konan sleppur ekki
Sýrlendingar hafa tjáð
svium, að þeim hafi ekki
tekist að koma á vopna-
hléi við flóttamannabúð-
ir palestinuaraba
skammt utan við Beirut,
en þær hafa legið undir
umsátri um hrið.
Þvi hefur ekki tekist að ná það-
an brott sænskri hjúkrunarkonu
og tveim læknum, sem sömuleiðis
eru frá Sviþjóð.
Hjúkrunarkonan missti annan
handlegginn, þegar handsprengja
sprakk og hlaut um leið svöðusár
á fæti. Nú herma fréttir, að hún
gangi ekki kona einsömul, heldur
sé komin fimm mánuði á leið.
Sendiráð Sviþjóðar I Damaskus
fór þess á leit við sýrlandsstjórn,
að hún beitti sér fyrir þvi, áð sett
yrðu grið við flóttamannabúðirn-
ar, svo að unnt væri að flytja hina
særðu brott og koma þeim undir
læknishendur. En sýrlendingar
hafa ekki lengur þau áhrif á
libanonmenn, sem þeir höfðu.
Falangistar virða ábendingar
þeirra að vettugi.