Vísir


Vísir - 02.07.1976, Qupperneq 8

Vísir - 02.07.1976, Qupperneq 8
8 VÍSIR Útgefandi: Heykjaprent hf. F’ramkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Hitstjórar: Dorsteinn Pálsson, ábm. Ólafur Ilagnarsson Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Ásgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Hitstjórn: Siðumúla 14..Sími86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ferðafrelsi og gjaldeyriseyðsla Útþráin hefur löngum verið rik i islendingum og enn leggja þeir mikla áherslu á ferðalög. Þeir þurfa að ferðast vegna viðskipta við aðrar þjóðir, til þess að kynnast umheiminum, hvíla sig frá erli dagsins og bæta sér upp vetur og sólarlitil sumur. Þótt ferðalög hér innan lands séu æskileg og ástæða sé til þess að auka þau, getum við ekki hætt að ferðast til útlanda og allar takmarkanir á slikum ferðum eru andstæðar eðli islendingsins og þvi frelsi, sem hann telur sig eiga að búa við. Gjaldeyrisskammtur ferðamanna hefur verið mjög takmarkaður um alllangt skeið, og litlar breytingar verið gerðar þar á, þótt verðlag hafi breyst mikið undanfarin ár. Er nú svo komið, að sú upphæð, er gjaldeyrisyfirvöld skammta þeim, sem til útlanda fara, dugar varla til þess að greiða hótel- kostnað almenns ferðamanns i eina viku erlendis hvað þá lengri tima. Aftur á móti hafa dagpeningagreiðslur til opin- berra starfsmanna hækkað undanfarin ár til sam- ræmis við verðlag. Er nú svo komið, að gjaldeyris- skammtur ferðamanns i þriggja vikna ferð til út- landa nemur svipaðri upphæð og dagpeningar opin- bers starfsmanns erlendis i tvo daga. Augljóst er, að þarna er breytinga þörf til þess að komið verði i veg fyrir þetta ósamræmi. Eins og komið hefur fram i skrifum þessa blaðs um gjaldeyrismál undanfarna daga, nemur gjald- eyrisnotkun landsmanna til ferðalaga, það er við- skipta- og skemmtiferða ásamt gjaldeyri náms- manna aðeins um 3% af heildargjaldeyrisnotkun þjóðarinnar. Engu að siður virðist þetta litla brot heildargjald- eyriseyðslunnar vera ráðamönnum gjaldeyrismála þyrnir i augum, og er sifellt reynt að skera niður þennan þátt í gjaldeyrisfyrirgreiðslu hins opinbera og auka þannig brask með gjaldeyri á svörtum markaði. Enn einu sinni hafa gjaldeyrisyfirvöld snúið sér að ferðamálunum, og hafa nú beinlinis lagt bánn við þvi að islendingar fari í hópferðir með erlendum ferðaskrifstofum. Slik skerðing á frelsi i ferða- málum er islendingum ekki að skapi og ættu stjórn- völd að aflétta þessum höftum sem fyrst. Talsmaður einnar ferðaskrifstofunnar bendir á það i viðtali við Visi i dag, að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu séu meiri en gjaldeyriseyðsla sú, sem sé henni samfara, og einnig telur hann að nú- verandi gjaldeyrisskammtur til ferðamanna sé alls ekki i samræmi við veruleikann. í stað þess að reyna sífellt að takmarka þann gjaldeyri, sem landsmönnum býðst eftir löglegum leiðum, ættu gjaldeyrisyfirvöld að auka gjaldeyris- skammtinn þannig að hann nægi ferðafólki til viðurværis erlendis. Sparnaðarráðstöfunum er rétt að beina að veigameiri þáttum gjaldeyriseyðsl- unnar og jafnframt þarf að herða allt eftirlit með þvi að þeir aðilar hér á landi sem afla gjaldeyris i viðskiptum geri á honum full skil til bankanna. Föstudagur 2. júli 1976 vism Umsjón: 'Guömundur Pétursson B0FAFARALDUR TRÖLLRÍDUR JAMAICA Síðustu sex mánuði hefur glæpafaraldur tröllriðið Jamaica, uns stjórnvöld þoldu ekki lengur við og settu neyðarástandslög, þrátt fyrir að ekki er nema eitt ár til næstu þingkosninga. Rammast hefur kveöið aö þessu iKingston, höfuðborginni, þar sem 163 hafa verið drepnir á þessum tima. Þar af nitján lög- reglumenn. Glæpir i Kingston er engin ný bóla. Þar hafa heilu bófaflokk- arnir borist á banaspjótum i gegnum árin. En ýmsir atburðir hafa gerst þar að undanförnu, sem þykja taka út yfir allan þjófabálk. Mætti iþvi sambandi nefna „blóðbaðið i Appelsinu- stræti”, eins og Jamaicabúar kalla það orðið. Einn bófaflokk- urinn, greinilega i hefndarhug vegna morðs á einum félagan- um, bar þar eld I hús og lét siðan byssukúlunum rigna yfir ibú- ana, þegar þeir ætluðu að forða sér úr eldhafinu, og einnig slökkviliðsmennina. Ellefú létu lifið, þar af átta börn. — Ekki eru nema tvær vikur siðan am- bassador Perú, Fernando Rod- riguez, var myrtur á heimili sinu. Lögreglan hefur ekki fund- ið morðingjana, en grunar, að innbrotsþjófar, sem ambassa- dorinn hafi staðið að verki, séu valdir að ódæðinu. Alþýðuflokkurinn, sem fer með stjórn landsins, og stjórn- arandstaðan, verkamanna- flokkurinn, saka hvorn annan um að vera flæktir inn I glæpa- samtökin. Varaformaður verkamannaflokksins, Pearnel Charles þingmaður, situr á bak við las og slá, sakaður um hin og þessi lögbrot, en mál hans kem- ur fyrir dóm 21. júli. Michael Manley, forsætisráð- herra, heldur þvl fram, að þessi glæpafaraldur sé skipulögð spellvirki til þess að grafa und- an efnahag landsins og rýra traust stjórnar hans. Hann hef- ur látið I veðri vaka, að and- stæðingar stjórnar hans njtíti til þess aðstoðar erlendis. Hann vill heimfæra það með / • /'-.im ^ i £ Almenningur er skelfingu lost inn yfir sumum ódæðisverkun um, eins og „blóðbaðinu I Appel sinustræti”, þar sem átta börn létu iifið fyrir byssukúlum bófa flokks. þvi, að stefna stjórnar hans, sem er sósialisk, og aukin tengsl lands hans við Kúbu-stjórn (hann studdi opinberlega af- skipti Kúbu af borgarastyrjöld- inni I Angóla) séu CIA, leyni- þjónustu Bandarikjanna, mÚtill þyrnir i augum. Embættismenn 163 hafa verið myrtir I Kingston á siðustu 6 mánubum. Þar af nitján lögreglumenn. hans benda á, að bófarnir noti nýtiskulegri vopn, en þeir hafi nokkurn tima áður haft tök á að eignast. I Washington hefur Henry Kissinger utanrikisráðherra visað öllum slikum aðdróttun- um á bug sem algerri fjarstæðu. I siðasta mánuði dró til tið- inda, þegar Herb Rose, einn framámanna I verkamanna- flokknum sagði sig úr honum og sakaði flokksstjórnina um að þjálfa ungmenni til ofbeldis- verka i þeim tilgangi að klekkja á stjórnarflokknum fyrir næstu kosningar. Edward Seaga, leiðtogi flokksins, lýsti þvi þegar I stað yfir, að þetta „væri þáttur I samsæritilþessað komaóorðiá flokkinn”. — Manley forsætis- ráðherra segir hinsvegar, að lögreglan hafi komist á snoðir um ráðabrugg, þar sem ætlunin bæri að hrinda af stað nýrri of- beldisöldu, sem bera skal upp á Kairfesta-hátiðarhöldin i júli. Þar með taldi Manley engin úrræði eftir nema setja neyðar- ástandslög, sem veittu lögregl- unni aukið umboð til að ganga hart fram. Verkamannaflokkurinn hefur ekki verið i sem bestri aðstöðu til að gagnrýna þetta örþrifaráð stjórnarinnar. Þegar verka- mannaflpkkurinn var sjálfur I stjórn, lýsti hann sömuleiðis yf- ir neyðarástandi fyrir tiu árum, sem mönnum er ekki enn úr minni. Seaga segist fús til sam- vinnu við stjórnina gegn glæpa- öflum, en lætur i það skina, að stjórninni gangi annað til. — Segir hann, að lögreglan hafi haft fyrir mjög frjálsar hendur til áð taka ftílk fast af minnsta tilefni og gripa til ýmissa ráða til að vinna gegn ofbeldisverk- unum. Neyðarástandslögin séu þvi beinlinis sett til þess eins að setja kosningaundirbúningi verkamannaflokksins hömlur. Verkamannaflokkurinn hefur tapað þrivegis I sveitarstjórnar- kosningum siðasta árs, en Seaga heldur þvi samt fram, að flokkur hans muni hljóta meiri- hluta I næstu kosningum, 32 þingmenn gegn 21. Eins og stendur hefur verkamanna- flokkurinn aðeins 17, meðan sósialistaflokkurinn hefur 39. — Vill Seaga skýra þessa stóru sveiflu, sem hann spáir, á þá lund, að efnahagsvandræði landsmanna undir stjórn Man- ley og sósfalisk stefna stjórnar-. innar hafi valdið hughvörfum hjá kjósendum. Þegar Manley kom i stjórn fyrir fjórum árum, hófst hann handa við aðjafnakjör ibúanna. Stjórn hans keypti land af stóru sykurræktendunum og deildi út milli smábænda, eða stofnaði samyrkjubú. Hann hækkaði lág- marksvikulaun upp I 20 dollara, meðan 58% verkamanna höfðu haft um 500 dollara árslaun. Siðan hefur þrennt hjálpast að við að þrengja að efnahag Ja- maica. Markaðserfiðleikar er- lendis fyrir útflutningsvörur þeirra. Samdráttur iframleiðsl- unni heima fyrir. Og svo eftir- köst oliukreppunnar, sem hafa leitt til hærra verðs á öllum inn- flutningsvörum. Samskipti stjórnar Manleys við Kúbu hafa borið hátt i blöð- unum á Jamaica að undan- förnu. Manley heimsótti Kúbu i fyrrasumar og þótti mjög til um það, sem þar bar fyrir augu, auk þess sem með honum og Fidel Castro tókst mikil vinátta. — Um 300 kúbumenn eru nú á Jamaica til aðstoðar við bygg- ingu skóla, stíflu og samsetn- ingar húsa.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.