Vísir - 02.07.1976, Page 10
10
Skipholti 19
Símar 23-81
Klapparstíg
Nóatún
við
500
800
23
og
26
RNAR
19
800
Simi
Fjórðungssjúkrahúsið
á ísafirði
óskar að ráða meinatækni nú þegar.
Laun samkvæmt launasamþykkt rikis-
starfsmanna. Nánari uppl. gefa læknar
sjúkrahússins i sima 94-3020.
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði.
Norska sendiróðið
óskar eftir 2ja herbergja ibúð í ca. 1 ár, frá
15. júli 1976. Sími 13065 kl. 9-12 og 13-16.
Crown segulbandstœki
í sérflokki
GJALD HITAVEITU
MÁ HÆKKA MIKIÐ
ÁN ÞESS AÐ HAG-
KVÆMARA VERÐI
AÐ NOTA OLÍU
Nefnd til rannsóknar hitunar-
mála sem skipuð var af Orku-
stofnun fyrir tæpum sjö árum
hefur nú skilaö áliti.Megin til-
gangurinn með stofnun þessar-
ar nefndar var að kanna hvaða
orkugjafi væri hagkvæmastur
til húsahitunar hér á landi.
Megin niðurstöður nefndar-
innar eru á þá leið, að hitaveita
sé langódýrust, og að gjaldskrá
Hitaveitu Reykjavikur megi
hækka mikið, og verði samt
mun hagkvæmara en hitun með
oliu.
Rannsakað var á vegum
nefndarinnar hvað kostaði að
hita upp 5000 þúsund manna
byggðakjarna með þrem mis-
munandi aðferöum, þ.e. me
oliukyndingu, rafhitun og með
hitaveitu. Einnig var tekiö inn i
myndina mismunandi bygg-
ingakostnaður nýrra húsa eftir
þvi hvaða kyndikerfi er notaö.
Rannsóknir leiddu einnig i
ijós að verð frá nýjum hitaveit-
um verður yfirleitt miklu hærra
en er hjá Hitaveitu Reykjavik-
ur. Kemur þar einkum til að viö
gerðnýrra hitaveitnaþarfoft aö
leggja I mikinn kostnað vegna
borunaroglagningar hitaleiðslu
um langan veg. Þá hafa einnig
versnandi lánakjör og hækkaðir
vextir gert það a verkum að
kostnaöur hefur aukist.
Frá dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur við Grensásveg Ljósm. Jens.
i
Þar sem aðstæður eru hins- heita vatnið, ekki einu sinni raf-
vegar góöar er ekki til neinn sá magn.
orkugjafi san getur keppt við —AH
Kennsla í sjúkraþjálfun
hefst við Háskólann í haust
Við byrjun haustmisseris tekur
til starfa i Háskóla islands náms-
braut I sjúkraþjálfun. Nám til
lokaprófs, B.S.-prófs i sjúkra-
þjálfun, verður fjögurra ára nám.
Að sögn háskólarektors er nú
verið aö semja um húsnæði fyrir
námsbrautina. Námsbrautar-
stjóri hefur verið ráðinn Ella Kol-
brún Kristjánsdóttir. Þá er nokk-
ur vissa fyrir þvi að fá i vetur sér-
menntaðan erlendan kennara,
sem er væntanlegur hingað I
heimsókn innan fárra vikna.
Fyrst um sinn veröa á hverju
hausti aðeins innritaðir 18 nýir
nemendur i þetta nám. Umsókn-
um um innritun nú í haust skal
skila i skrifstofu Háskólans á
timabilinu 1. júli — 15 júli. Auk
venjulegra innritunargagna
skulu umsækjendur skila upplýs-
ingum um fyrri störf og heilbrigð-
isvottorði. Svör við umsóknum
munu send umsækjendum fyrir 1.
ágúst.
— SJ
Endurvœðing
vatns og lands
Hversu mikið tjón hafa vist-
kerfif tempruöu beltunum beðið
af óskynsamlegum aðgerðum
mannsins og hvaða ráöstafanir
er hægt að gera til aö vernda og
lagfæra þessi vistkerfi? — Þetta
er aöalumræðuefniö á alþjóöar-
ráðstefnu um endurvæöingu
lands og vatns sem Visinda-
nefnd NATO gengst fyrir i
Reykjavik I næstu viku.
Ráðstefnan verður sótt af um
sextiu visindamönnum, erlend-
um og innlendum, og fjölda-
mörg erindi veröa flutt.
Augu manna viðs vegar um
heim eru nú sifellt aö opnast
betur og betur fyrir þeim vanda
sem ill meðferð á vatni og landi
geta haft i för með sér. Á ráð-
stefnunni veröur leitast við aö
benda á leiöir til úrbóta og til
nýtingar á lifrænum auölindum
á jákvæðan hátt. — AH
Þriðji
bankastjóri
Búnaðarbank-
ans ráðinn
Þórhallur Tryggvason hefur
veriö ráðinn þriðji bankastjóri
Búnaðarbankans i samræmi við
ný lög um stjórn bankans. Fyrir
eru tveir bankastjórar þeir
Magnús Jónsson og Stefán Hilm-
arsson.
Þórhallur hefur starfaö viö
Búnaðarbankann allt frá árinu
1933, lengst af sem skrifstofu-
stjóri og bankastjóri í forföllum
Magnúsar Jónssonar er hann var
fjármálaráöherra og siðar i veik-
indaforföllum hans.
Þórhallur er reykvikingur,
fæddur 1917. Eiginkona hans er
Esther Pétursdóttir. — AH
* " •
VÍSIR VfSAR Á VIÐSKIPTiN