Vísir - 02.07.1976, Side 11

Vísir - 02.07.1976, Side 11
vism Föstudagur 2. júlí 1976 II * Vestur-íslendingar, sem komnir eru í heimsókn „heim" teknir tali l J Þeir feðgar hafa aldrei komið til Islands áöur, en þrátt fyrir það talaði Helgi islenskuna reiprennandi, og Stanley dá- litið. Helst væru það yngri börnin sem ekki kynnu málið, sagði Helgi. Að lokum tókum við tali fjórar konur á öllum aldri, og við nánari eftirgrennslan kom i ljós að þarna voru á ferð þrir ætt- liðir, Guðny Matthews dóttir hennar, Greece og tvær dóttur- dætur, Kristi og Colleen. Þær eru allar búsettar i Winnipeg. Guðný sagðist ekki hafa komið hingað áður, og móðir hennar hefði aðeins verið fjögra ára er hún fluttist með for- eldrum sinum vestur. Hún þekkir enga ættingja hérlendis, en maður sinn hefði verið eitt- hvað skyldur Jónasi Hallgrims- syni. Eina sem hún vissu um uppruna sinn á tslandi var að móðir hennar hefði verið úr N- Þingeyjarsýslu, og faðir hennar úr Laxárdal. Guðný sagðist vera mjög ánægð yfir að vera nú loksins komin heim, og hlakkaði til að kynnast landi og þjóð. Dóttir Guðnýjar, Greece Willis talaði ekki góða islensku, og dætur hennar litið sem ekkert. Greece var hér á ferð i fyrrasumar, og fór þá m.a. til Akureyrar, þaöan sem faöir hennar var, og þar á hún frænda, Gisla Ólafsson yfirlög- regluþjón sem hefði verið þeim mjög elskulegur og ekið þeim viða um Norðurland. Kristi og Colleen eru átján og sextán ára, og sögðust ætla að nota þennan tima sem þær yröu hér vel til að læra máliö. Hópurinn verður hér i einn mánuð, og dvelur fólkiö ýmist hjá ættingjum og kunningjum eða á hótelum. —AH „Ég kom hingað árið 1957, og síðan hef ég alltaf verið að hugsa um hvenœr ég kœmist aftur" Helgi Thompson, bóndi I Manitoba og sonur hans Stanley. Þrjár kynslóðir: Amman Guöný Matthews, dóttir hennar Greece Willis og dótturdæturnar Kristi og Colleen Willis, allar búsettar I Winnipeg. Ljósm: Jens. ekki komið hingað áður, þá heyrist hvarvetna töl- uð íslenska er vísismenn hittu hópinn á Umferðar- miðstöðinni í gær. Fyrst hittum við gamla konu frá Winnipeg, sem kvaðst heita Anna Halldóra Árnason. Hún sagðist vera fædd i Kanada, en foreldrar sinir hefðu verið ættuð úr Borgarfirði og Skagafirði. Anna kom hingað i heimsókn árið 1957, og alla tið siðan sagðist hún hafa ætlað sér að koma aftur. Sonur hennar ætlaði lika að koma, en hann er tónlistarkennari, og átti ekki heimangegnt að þessu sinni. Varla var hægtað heyra það á Onnu að hún væri ekki borinn og barnfæddur islendingur, en börn sin sagði hún að kynnu að- eins litilsháttar islensku. Þá hittum við feöga frá Mani- toba, þá Helga Thompson bónda þar, og son hans Stanley Thompson sem starfar viö mótel i Manitoba. Helgi kvaðst ætla að hafa upp á einhverjum skyldmenna sinna hér á Islandi, en föður sinn kvað hann hafa verið úr Arnessýslu, en móður sina úr Skagafirði. Anna Halldóra Arnason, frá Winnipeg. Hún kom hingað i heimsókn árið 1957. Stór hópur vestur-ís- lendinga kom til landsins i fyrradag, bæði ungt fólk og gamalt. Fæst hafði það komið til islands áður, en dreymt um það árum saman. En þrátt fyrir að þetta fólk hafði Hœtt að fjalla um fortíðina og hugað að framtíðinni: Rekstraráœtlun í undirbúningi fyrir öll raforkuver í landinu i undirbúningi er gerð rekstr- aráætlunar fyrir öll raforkufyr- irtæki I landinu. Yrði um að ræða fimm eða jafnvel tiu ára á- ætlun, að sögn Aöalsteins Guð- johnsen formanns Sambands is- lenskra rafveitna. „Það er núna vinnuhópúr" starfandi sem meiningin er að vinni af krafti i sumar”, sagði Aöalsteinn. „1 haust er ætlunin að halda ráðstefnu á vegum Sambands Islenskra rafveitna og standa vonir til að þá verði til einhvers konar rekstraráætlun fyrir öll raforkufyrirtæki I land- inu. Aö minnsta kosti að veru- legum áfanga hafi þá veriö náð við gerð hennar.” Aðalsteinn minntist á erindi dr. Jóahnnesar Nordals og Glúms Björnssonar skrifstofu- stjóra Landsvirkjunar á fund- um Sambands islenskra raf- veitna. En i þeim voru birtar upplýsingar um mikla greiðslu- byrði raforkufyrirtækja á land inu, sem óhjákvæmilega hlýtur að hafa áhrif á rafmagnsverðiö. „Hingað til höfum við verið að fjalla um fortiöina og stöðuna. Nú verðum við aö gera áætlanir fyrir framtiðina”, sagði Aðal- steinn. Aöalsteinn sagði að nú þegar væru til rekstraráætlanir fyrir að minnsta kosti fimm raforku- ver. Það er Laxárvirkjun, Landsvirkjun, Rafmagnsveitur Reykjavikur, Rafveitu Akur- eyrar og Skeiöfossvirkjun. —EKG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.