Vísir - 02.07.1976, Page 14

Vísir - 02.07.1976, Page 14
14 Föstudagur 2. júli 1976 viaui fleyttu H ||| ■Ptfl „Það er óhætt að segja að Barbara hafi verið ákaflega starfsöm. Hún hafði ekki fyrr lokið verki en hún tók til við annað” sagði Magnús Árnason listamaður, er blm. Visis hitti hann á Kjarvalsstööum, en þar var nýlega opnuö yfirlitssýning á verkum Barböru Arnason til minningar um iistakonuna. Magnús, eiginmaður Barböru, og Vffill sonur hennar sáu um uppsetningu sýningarinnar. Barbara Árnason fæddist á Suður-Englandi áriö 1911. Hún gekk i myndlistarskóla i Winchester og lauk síöan list- námi sinu i Royal College of Art ILondon. Einhverntima á þessu timabili var hún fengin til að gera myndskreytingar við end- ursagnir úr Islendingasögunum fyrir unglinga. Peningana, sem henni áskotnaðist fyrir verkiö, notaði hún til að kosta ferð til Is- lands. Fljótlega eftir komuna hingað kynntist hún manni sin- um, ákvað að setjast að á Is- landi og starfaði hér þangaö til hún lést árið 1975. „Ég vildi ekki skrifa um nautaatið” „Við Barbara feröuðumst mikið saman” sagði Magnús er viö röltum um sýningarsalinn og horfðum á myndirnar sem margar eru málaðar erlendis. „Tvisvar fórum við til Mexico, m.a. til að heimsækja Vifil sem var þar viö nám I arkitektúr. Þessabók unnum viö siðan ifll þrjú I sameiningu eftir dvölina þar” sagöi hann og benti á bók um Mexico, fagurlega skreytta. „Barbara gerði myndirnar, um 100 talsins, ég skrifaði meiri- hlutann af bókinni en Vifill skrifaði kaflann um nautaatið þvi að ég gat ekki með nokkru móti fengið mig til að fjalla um þá athöfn.” ,,Til Marokko höfum við einn- ig komið, Ceylon, Iran, Frakk- lands og Rómar. Aö sögn Magnúsar lagði Bar- bara aðallega stund á grafik framan af, og var hún einn af brauðryðjendum I þeirri list- grein hér á tslandi. Seinustu ár- in byrjaði hún að fást við vatns- litaþrykk. Einnig fékkst Bar- bara á timabili við að gera and- litsmyndir og sagði Magnús okkur aö það hefði fleytt þeim yfir kreppuárin. A sýningunni að Kjarvals- stöðum eru 175 verk, vatnslita- myndir, grafikmyndir, vatns- litaþrykk jur, teikningar, gouachemyndir, oliumálverk, veggteppi og skermar. Hún verður opin til 20. júli. —AHO Kjarvals- sýnmgin opnuð aftur Handavinna fró Feögarnir Magnús Árnason og Vifill Magnússon viö myndina „Sof- andi feðgar”, sem Barbara teiknaði af þeim á sinum tima. Sýningunni á verk- um Jóhannesar S. Kjarvals hefur nú ver- ið komið upp aftur að Kjarvalsstöðum, en gertvarhléá henni um nokkurt skeið, m.a. vegna Listahátiðar. Myndirnar á sýning- unni eru allar í eigu Reykjavíkurborgar og hefur hún fengið margar þeirra að gjöf frá ýmsum aðilum. Þær eru 75 talsins, flestar málaðar með olíulitum. Sýningin stendur fram í miðjan ágúst og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 16.00-22.00. — AHO. „Sól og sumar”, eitt af verk- um Jóhannesar Kjarvai á sýningunni á Kjarvalsstööum, sem nú hefur veriö opnuö aft- ur eftir nokkurt hlé. — Ljósm. Loftur. Norðurlðndunum Nú um helgina er sið- asta tækifærið til að sjá sýninguna i Norræna húsinu á norrænni skólahandavinnu, en henni lýkur á sunnu- daginn. IHR •'•SiiHr Mörg veggteppi eru á yfirlits- sýningunni á verkum Barböru Arnason, mjög sérstæð og fall- eg. Andlit Drifa Jónsdóttir handavinnukennari sýndi okkur m.a. verk eftir þroskaheft börn og nemendur úr Blindraskólanum, sem eru á sýningunni. Ljósm. Jens. Sýningin er haldin I tenglsum við þing norrænna handavinnu- kennara og er þetta I fyrsta skipti að fulltrúar frá Grænlandi og Færeyjum koma á slikt þing. Þarna má þvi sjá handavinnu frá öllum noröurlöndunum. Viö fengum Drifu Jónsdóttur handavinnukennara til að ganga með okkur um sýning- una. Hún sagði að hér væri um að ræða sýnishorn af verkum skólansmenda á ýmsum aldri. Veriö er að gera tilraun með að kenna handavinnu i sjö og átta ára bekkjum og varð ekki annað séð en að árangurinn af þeirri tilraun værimjög góöur. Einnig starfa handavinnukennarar við kennslu þroskaheftra nemenda i öskjuhliöarskóla, Skálatúni og Lyngási og á sýningunni getur aö lita mörg verk eftir þessa nemendur. Framlag Sviþjóöar til handa- vinnusýningarinnar er helst fólgið i kennslutækjum ýmiss konar. Frá Færeyjum ber mest á heimilisiðnaði, norðmennirnir eru iðnastir viö vefnaðinn og frá Finnlandi eru verk eftir nem- endur á aldrinum frá 17 ára upp i sjötugt. Má af þessu sjá að margra grasa kennir þarna i kjallaranum. Sýningin er opin um helgina frá kl. 14.00-22.00. —AHO SÝNINGAR Listasafn tslands: Sýningin á verkum Hundertwasser er opin daglega frá kl. 2-10. Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum Jó- hannesar S. Kjarval. Minn- ingarsýning um listakon- una Barböru Arnason. Norræna húsið: Handavinnusýning „nor- ræn skólahandavinna” i kjallaranum. Hún er haldin i tengslum viö norrænt handavinnukennaraþing. Forsalur Þjóðminjasafns- ins: Sýningin „islenskar út- saumagerðir”. BÖLLIN Hótel Saga: Hljómsveit Arna ísleifs og söng- konan Linda Walker skemmta i Súlnasal föstudag og laugardag, en Lækjarhvammi og Atthafa- sal sunnudag. Hótel Borg: Hljómsveit Hauks Mortens skemmtir um helgina. Klúbburinn: Hljómsveit Gissurar Geirs og Lena föstudag og laugardag. Sunnudagur: Eik og diskótek. Röðuli: Stuðlatrió leikur föstudag og laugardag. Tjarnarbúð: Hljómsveitin Kabarett skemmtir á föstudag og Circus á laugardag. Lindarbær: Gömlu dansarnir. Hljómsveit Rúts Kr. Hannessonar og Jakob Jónsson skemmta. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar skemmtir. Sigtún: Pónik og Einar skemmta föstu- dágs- og laugardagskvöld. Drekar leika fyrir gömlu döns- unum á sunnudagskvöld. Glæsibær: Asar leika um helgina. Leikhúskja Ilarinn: Skuggar skemmta um helgina. Sesar: —Diskótek. óöai: — Diskótek.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.